Vísir - 15.10.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 15.10.1962, Blaðsíða 1
52. árg. — Mánudagur 15. október 1962. — 236. tbl. Hinn árlegi bini- indisdagur / gær Hjnn árlegi baráttudagur Land- sambandsins gegn áfengisbölinu var í gær og voru samkomur haldn ar á ýmsum stöðum á landinu og dagskráin helguð bindindisbóðun og baráttunni gegn böli áfengis- ins. Blaðinu er kunnugt um að samkomur voru haldnar í Dóm- kirkjunni í Reykjavík, í Hafnar- fjarðarkirkju, í Akureyrarkirkju og á Siglufirði. Ræðumenn á samkomunni í Dómkirkjunni voru séra Jón Auð- uns dómprófastur, alþingismenn- irnir Magnús Jónsson og Skúli Guðmundsson og séra Óskar J. Þorláksson. Kristinn Hallsson söng einsöng og Ingvar Jónasson og Ragnar Björnsson léku á fiðlu og orgel. Ræðumenn á Akureyri voru Þór- arinn Björnsson skólameistari og Vilhjálmur Einarsson. Séra Eiríkur J. Eiríksson flutti fyrir helgina erindi í útvárpið helgað bindindisdeginum og Pétur Sigurðsson, formaður Landsam- bandsins gegn áfengisbölinu tal- aði í fréttaauka og á honum hvíldi aðalstarfið við undirbuning bind- indisdagsins almennt. Hann sagði í viðtali við Vísi I morgun að hann hefði ekki frétt enn þá af þátttöku úti á landi, en lét I ljós von um að bindindisdagurinn hefði orðið að nokkru liði I baráttunni gegn hinu mikla böli er áfengið leiddi yfir marga. Hann kvaðst vera þakklát- ur blöðum og útvarpi fyrir þeirra framlag til dagsins. Grillroom" Sögu opnaB í vikunni rr „Grillroom" hótel Sögu verður væntanlega opnað í þessari viku. Þar geta 120 manns setið að snæðingi, og þegið vínveitingar, en ekki dansað. Danssalur hótelsins verður á annarri hæð. Hann er ekki fullbúinn og stendur fjárskort ur fyrir frekari framkvæmdum þar. Þorvaldur Guðmundsson for- stjóri kveðst ekki vita hvenær danssalurinn verður opnaður, né hvaða dag vikunnar „Grillroom" verður tilbúið til að taka á móti gestum. MESSAÐ INNAN MÚRA Eíns og Reykvíkingum er kunn- ugt hefir verið unnið að því um skeið ?.ð steypa upp hliðarveggi Hallgrímskirkju á Skólavörðu- hæO og er búið að steypa þá upp að efri gluggabrún. Innan þessara veggja var messað í fyrsta sinn I gær- morgun og var þar allmargt manna, sem stóðu í skjóli veggj anna, því að veður var slæmt, tóluvert hvasst og rigning. Séra Jakob Jónsson prédikaði, ekk- ert hljóðfæri var notað en sung- ið úr þremur Passíusálmum undir stjórn organistans, Páls Halldórssonar. Ónefndur maður færði byggingarsjóði Hallgrfms- kirkju að gjöf 10 þúsund krón- ur að Iokinni þessari fyrstu guðsþjónustu innan veggja hins fyrirhugaða kirkjuskips. Valin í sjónvarp Lesendur dagblaðanna munu hafa tekið eftir því að fyrir skömmu birtist auglýsing f dag- blöðunum, þar sem auglýst var eftir ungri stúlku til þess að leika í kvikmynd. Allmargar stúlkur buðu sig fram og nú hefir stúlkan verið valin. Birt- um við hér mynd af henni í dag þvf að við vorum þess fullviss- ir að margir mundu hafa gam- an af því að sjá hver varð fyr- ir valinu. Unga stúlkan heitir Elísabet Westrup Miner, Reykjavíkur- stúlka um tvitugt. Sagðist hún vera mjög ánægð með að hafa hlotið hlutverkið. Hér er um að ræða sjónvarpsmynd sem nýtt íslenzkt kvikmyndafyrir- tæki tekur, er nefnist Filman h.f. Myndin fjallar um jarðhita á íslandi og er upptaka myndar- innar þegar hafin. Við mynd- uðum Elfsabetu uppi f Öskju- hlíð, með hitavatnsgeymana í baksýn (Ljósm. (I.jósm. Vfsis B. G.) BÍLBRUNI í morgun kviknaði í bifreiQinni R 3676 á mótum Rauðarárstfgs og Flókagötu. Lögreglu var gert aðvart um at- burðinn og slökkviliðið kvatt á vettvang. Talið var að kviknað hafi f út frá handbremsu. Það tókst strax að slökkva og tjón var talið lítið. Verða vínhúsin op- in til klukkan eitt? Rætt er um að lengja opnunartíma vínveit- ingahúsanna og taka upp vegabréfskyldu ung linga og hálffullorðinna. Veitingahúsaeigendur voru á fundi með lögreglustjóra og ráðuneytisstjóra dómsmálaráðu- neytisins fyrir nokkrum dög- um. Til umræðu voru m.a. ósk- ir veitingahúsaeigenda um að opnunartími skemmtistaðanna yrði lengdur. Var m.a. talað um að vínveitingahúsin yrðu höfð opin alla daga vikunnar jafn lengi og þau eru nú opin á föstudags- og laugardagskvöld- um í tilraunaskyni. Á þessum dögum er fólki hleypt inn til hálftólf, vínið selt til hálfeitt og öllu lokað kl. eitt, en öllu lokað kl. hálftólf hina dagana. Einnig var rætt um að koma á vegabréfaskipulagi til að gera húsunum kleift að fylgja eftir reglum um áfengissölu, en veit- ingahúsin telja sig ekki geta framfylgt þeim ákvæðum að ekki megi selja vín til fólks, sem er yngra en tuttugu og eins árs gamalt. tmmm Talið er nauðsynlegt að end- urskoða og breyta reglugerð- inni um vínveitingahúsin, ef opnunartíminn verður aukinn. Þykir sú tilraun, sem gerð var á föstudögum og laugardögum eiga sér vafasaman grundvöll í núverandi reglugerð. Yrði því nauðsynlegt að gera einhverjar breytingar áður en það yrði framkvæmt. Enn er alveg ó- ákveðið hvað gert verður, en veitingahúsamenn sækja fast eftir breytingum. Er það hald margra að farið verði að óskum þeirra fyrr en síðar. 10 stiga hiti í nótt Akureyri í morgun. — Enn er vorveður og hlýindi norðanlands og á miðnætti f lótt var 10 stiga hiti á Akur- eyri. Sunnanátt hefur verið ríkj- andi að undanförnu á Akureyri og veðráttan verið óvenju mild, þegar tillit er tekið til þess hve áliðið ér orðið. ¦i-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.