Vísir - 15.10.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 15.10.1962, Blaðsíða 5
V í SIR . Mánudagur 15. október 1962. Minnzt 100 ára barna- fræðslu í Reykjavík 1 gær kl. 15 var haldin skóla- hátið í Þjóðleikhúsinu á vegum Fræðsluráðs Reykjavíkur í tilefni þess að þá voru liðin nákvæmlega 100 ár frá því er barnaskóli var settur hér í fyrsta sinn, en það gerðist 14. október 1862. Var þessi hátíð lokaþátturinn í hátíðahöld- um Fræðsluráðs Reykjavíkur í til- efni þessara tímamóta, en áður höfðu verið sameiginleg skólaslit barna- og unglingaskóla Reykja- víkur á Laugardalsvellinum í vor og söguleg skólasýning f Miðbæj- arskólanum. Þegar hátíðin í Þjóðleikhúsinu hófst var salurinn þéttsetinn boðs- gestum, meðal þeirra voru forseti íslands herra Ásgeir Ásgeirsson, ríkisstjórn, borgarstjórn og marg- ir kunnir skólamenn og kennarar ungir sem gamlir. 1 upphafi flutti formaður Fræðsluráðs Reykjavík- ur, frú Auður Auðuns, ávarp, og Iýsti dagskrá hátíðarinnar og því næst flutti Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra stutt ávarp. Þá hófst hin eiginlega dagskrá, sem tekin var saman af Gunnari M. Magnúss rithöfundi, en Klemenz Jónsson hafði stjóm á hendi. Dagskráin var byggð upp í kring um gömlu skólastofuna, sem var hin fyrsta kennslustofa í reykvísk- Árekstur — Fiamhald at 16 síðu: eyjaendanna bifreið, sem kom á móti og gaf hún stefnuljós til hægri. Hélt ökumaður Austinbif- reiðarinnar þá áfram yfir á nyrðri akbrautina í stefnu á Stakkahlíð- ina, en tók ekki eftir Opelbifreið- inni, sem kom að í þessum svif- um. Skipti það engum togum, að framendi Austin-bifreiðarinnar skall á Opelbílnum miðjum, kast- aði honum á ljósastaur norðanvert við götuna, þar snerist Opelbíllinn í hálfhring en rann við svo búið aftur á bak út að eyjunni, sem klýfur götuna. Þar staðnæmdist hann. í Opelbílnum var einn farþegi auk ökumanns og var farið með báða í slysavarðstofuna, en lögregl an taldi i morgun, að þeir væru ekki alvarlega meiddir. í Austin- bifreiðinni meiddist hins vegar enginn. Báðar bifreiðarnar voru stór- skemmdar á eftir og hvorug þeirra ökuhæf. um barnaskóla. Birtist fyrst sviðs- mynd af skólastofunni ásamt þeim kennurum er fyrst störfuðu við skólann. Þar næst var brugðið upp svipmyndum af félagslífi barna- og unglingaskólanna hér í bænum síð- astliðinn vetur og komu þar fram meira en 200 nemendur. Barnakór Hlíðaskóla söng undir stjórn Guð- rúhar Þorsteinsdóttur, flutt var at- riði úr Manni og konu eftir Jón Thoroddsen af nemendum Haga- skóla og nemendur úr Langholts- skóla um 30 talsins léku Gils- bakkaþulu. Þá var sýnd leikfimi drengja úr Melaskólanum og einn- ig kom fram um 40 manna lúðra- sveit úr öllum skólum undir stjórn Páls Pampichlers og Karls Ó. Run- ólfssonar og lék hljómsveitin einn- ig millf atriða. 35 manna strengja- og blásturshljómsveit úr Breiða- gerðisskóla iék undir stjórn Hann- esar Flosasonar, en að því Ioknu var fluttur þátturinn Jóianótt, brot úr helgisögunni, var það látbragðs- leikur undir stjórn Guðríðar Magn- úsdóttur, en nemendur úr Austur- bæjarskólanum fluttu. Úr Mela- skóla kom fram 35 manna dans- flokkur, nemendur Hermanns Ragnars danskennara. Nemendur úr Miðbæjarskólanum sungu kór- söng undir stjórn Jóns G. Þórar- inssonar og stúlkur úr Réttarholts- skóla sýndu akróbatik í mislitum Ijósum, Þá hófst lokaatriði' þessarar há- tíðar með því að leikin var skóla- setningin fyrir hundrað árum og var leiksviðið nákvæm eftirlíking hinnar gömlu skólastofu. Skóla- stjórinn Helgesen (leikinn af Krist- jáni Benediktssyni) hringdi inn, 8 börn komu inn í stofuna og dóm- kirkjupresturinn, sem þá var Ólaf- ur Pálsson (leikinn af Óskari Hall- dórssyni kennara) vígði stofuna til skólahalds. Þá komu einnig fram 4 guðfræðikandídatar sem störfuðu við skólann fyrsta árið, leiknir af kennurum hér í bænum. Loks kom svo allur unglingaskarinn, sem komið hafði fram í dagskránni, rúmlega 200 talsins og sungu ætt- jarðarlag. Hátíðin fór hið bezta fram. Framhaldsfíutnings- gjöld hækka ekki Orðrómur hefir geng- ið um það, að fyrir dyr- um stæði hækkun á á- framhaldsfarmgjöldum fyrir vörur, sem skráð- ar eru erlendis frá á hafnir úti á landi með skipum Eimskipafélags- ins. Vísir hefur aflað sér upplýs- inga um máliC og fengið stað- fest að slík farmgjöld muni ekki hækka heldur vera óbreytt frá því sem " er. Nýlega kom til framkvæmda tæpra 40% farm- gjaldahækkun hjá skipum Eim- skips á vissum vöruflokkum frá erlendum höfnum. Eimskipafélagið tekur að sér flutning á mat- og fóðurvörum í sekkjum og stykkjavörum er- lendis frá til hafna úti á landi fyrir sama flutningsgjald og reiknað er fyrir sams konar flutning til Reykjavíkur og gildir einu hvort vörurnar eru umhlaðnar í Reykjavík eða ekki. Þetta er- því skilyrði háð að vörurnar sem Eimskip kostar flutning á til hafna úti á landi séu merktar móttakendunum á viðkomandi stöðum. Á það má benda að tvö af skipum Eimskips, Goðafoss og Dettifoss ferma vörur i New York, Rotterdam og Hamborg og flytja þær til hafna úti á landi án umhleðslu í Reykjavik. Minningarathöfn Minningarathöfn um Jón Kjart- ansson sýslumann, fyrrverandi al- | þingismann og ritstjóra, var haldin í Fossvogskirkju í Reykjavík í morgun að viðstöddu fjölmenni. Séra Jón Þorvarðarson, fyrrum prestur í Vík í Mýrdal, flutti minn-1 á morgun ingarræðuna, Ragnar Björnsson lék á orgel og stýrði söng, félagar úr Karlakórnum Fóstbræður sungu, Björn Ólafsson lék einleik á fiðlu. Útför Jóns Kjartanssonar verð- ur gerð frá Víkurkirkju i Mýrdal Verkakonur segja upp samningum Akureyri í morgun. í hóp þeirra, sem sagt hafa upp samningum á Akureyrl hefur Verkakvennafél. Einingin bætzt. Einingin boðaði til almenns fé- lagsfundar s.l. laugardag, 13. þ. m. þar sem launakjör og uppsögn samninga var til umræðu. Að um- ræðum loknum fór fram atkvæða- greiðsla þar sem einróma var sam- þykkt að segja upp samningum. Kröfur félagsins eru í aðalatrið- um byggðar á sama grundvelli og kröfur Verkamannafélags Akur- eyrar, sem Vísir hefur þegar sagt frá. Engar viðræður hafa enn farið fram milli vinnuveitenda og laun- þega á Akureyri. Innbrot é Akureyri Akureyri í morgun. — Aðfaranótt laugardagsins 13. þ. m. var brotizt inn í þvottahúsið Mjöll í Skipagötu á Akureyri. í ólæstum kassa þar hjá fyrir- tækinu voru geymdar nokkur hundruð krónur í skiptimynt og var þeim öllum stolið. Forstöðukona Mjallar taldi og líkur til að einhverju hafi verið stolið af sængurverum. Slátrað — Framh. aí 16. síðu: að heflun á vegum endist skamma stund í úrkomutíð. Það réttlætir þó á engan hátt það slæma ástand, sem að undanförnu hefur ríkt sums staðar hér á vegunum, þegar mikið liggur á, að þeir séu í góðu lagi. Fé virðist lakara en í fyrra, þó er það misjafnt, og valda að sjálfsögðu landkostir þar miklu um. Hólsfjallabændur telja fé einn- ig rýrara hjá sér en í fyrra. Smábrunar í gærmorgun, klukkan tæplega 7, var slökkviliðið kvatt að Ing- ólfsstræti 8. Þar hafði hraðsuðu- ketill brunnið yfir og myndað reyk, en um eld var ekki að ræða. Á öðrum tímanum aðfaranótt sunnudagsins var slökkviliðið gabbað að Laugavegi 78 með því að brjóta brunaboða á húsinu. Áskriftarsiminn er 1 16 60 ASKRIFENDA- HAPPDRÆTTIÐ Dregið verður í áskrifendahappdrætti Vísis þann 25. þessa mánaðar. Vinningurinn er forláta Elna saumavél frá heild- verzl Árna Jónssonar. Allir áskrifendur taka þátt í happ- drættinu, og ef þér eruð ekki þegar orðinn áskrifandi blaðs- ins, þá ættut þér ekki að draga það lengur — Grípið gæf una meðan hún gefst og hringið í síma 1-16-60. Vilja koma erfíðam son- um síaum á varðskipin Foreldrar, sem eiga í vand- ræðum með syni sína sækjast margir eftir að koma þeim á varðskipin. Pétur Sigurðsson forstjór r.andh°loisqæ^liinnar hef- i|l* qaaf Vícjf ist árlega fjöldi slikra beiðna. Stundum er orðið við þeim, stundum ekki. Það er alltaf álita- mál hver sé vandræðabarn sagði Pétur. Við höfum engan áhuga á því að gera varðskipin að upp- eldisstofnun. En það stendur hins veear stundum þannig á að sjálf- 'saet er að verða við slíkum beiðn- um enda »r nilturinn sem í hlut á M rífSinn ein° op hver annar — T nndV'r1~;onor,7lnn nerir sér bá von- - -'ð hann eeti ’aðið í stöðu sinni. Við höfum engar strangari aga- reglur en skipafélögin. En auðvit- að kappkostum við að hafa skips- agann sem beztan. Það er alls stað- ar gert. Við verðum auðvitað að reka menn af skipunum, en ekki endilega þá sem við höfum tekið sem einhvers konar vandraeða menn. Mennirnir eru upp og niður eins r- mneur Við höfðnm frétt að Pétur Sig- urðsson hefði á sfnum tíma lagt til að vandrfeðnKörnum vrði komið á varðskipin til að kenna þeim aga Pétur sagði að það væri ekki rétt OK TMjj^''wanaannBiEB!EL

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.