Vísir - 15.10.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 15.10.1962, Blaðsíða 8
8 V I S I R . Mánudagur 15. október 1962. Utgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskrifstargjald er 55 krónur á mánuði. I lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Sjónvarp kostnaðarsamt Vísir birti nýlega fregn um að verið væri að reisa sjónvarpsstöng á Suðumesjum. Munu þá móttökuskil- yrði batna að mun. Þessi breyting leiðir hugann að íslenzku sjón- varpi. Enn er íslenzkt sjónvarp aðeins til á pappírnum. Kostnaðurinn við sjónvarpsdagskrá er gífurlegur, miklu meiri en menn almennt grunar. Hafa smáþjóðir eins og Norðurlandaþjóðirnar átt í vandkvæðum þess vegna og þó átt gilda sjóði í upphafi, sem hér eru engir til. Sjálf sjónvarpsstöðin er tiltölulega ódýr. Það er hins vegar útbúningur sjónvarpsefnisins, sem mjög er kostnaðarsamur. Um hann hafa enn ekki verið gerðar neinar kostnaðaráætlanir, en slíkt væri tíma- bært svo mönnum yrði ljóst að hægara er að tala um íslenzkt sjónvarp en gera það að veruleika. Auðvitað má byrja smátt og notast að einhverju leyti við erlent efni. En betra er að fara ekki af stað fyrr en öruggt er að fjármunir séu nægir fyrir hendi til þess að gera góða íslenzka sjónvarpsdagskrá. Flotinn bíður Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefir nú selt fyr- irfram um 20 þúsund tonn af hraðfrystri síld. Er þessi fyrirframsala meiri en öll sala slíkrar síldar í fyrra. Nýlega var einnig frá því skýrt, að gengið hefði verið frá fyrirframsamningum á saltsíld til Austur-Evrópu landanna á meira en helmingi meira magni en í fyrra. Nú er það svo, að samningar þessir eru bundnir því skilyrði að unnt verði að afgreiða hluta síldarinnar í þessum mánuði og þeim næsta og allmikið magn fyrir áramót. Nauðsyn þess að síldveiðar geti því hafizt, er þess vegna rík og augljós. Enn liggja þó síldveiði- bátarnir aðgerðarlausir í höfn. Enn er ósamið. Þjóðin tapar milljónum á hverjum degi sem líður. Hér er mikið alvörumál á ferðum. Það verða að- ilar að gera sér ljóst. Töfin má ekki verða lengri. Til hamingju! Til hamingju! Þannig ávarpar Tíminn ! gær mennina að baki Þjóðviljans. Tilefnið er stækkun kommúnistablaðsins. Sjaldan hefir sambandið milli kommúnista og fram- sóknar komið greinilegar í ljós en í þessari stuttu árn- aðarósk. Hjartanleg gleði framsóknar leynir sér ekki yfir því að nú skuli Þjóðviljinn orðinn stærri - og þá væntanlega áhrifameiri. Til hamingju, íslenzkir kjósendur, sem hafið stutt framsókn í góðri trú. Hér sjáið þið loks svart á hvítu hverja framsóknarforystan metur mest. Foringi ítalskra kommúnista, Togliatti, hefur viö ótal vandamál pð stríða um þessar mundir Italskir komrmin- istar í klípu ftalskir kommúnistar eru í miklum vanda staddir. - Þeir eru um þessar mundir að skýra afstöðu sína til Efna- hagsbandalagsins fyrir ítö sku þjóðinni. Þeir hafa í ræðum sínum orðið að viðurkenna að kjör verkamanna á Italíu hafa farið batnandi, og eigi enn þá eftir að fara fram. Um leið hafa þeir allt að þvi orðið að hafna einni af höfuð- kenningum Marxismans, sem sé þeirri, að f löndum hins frjálsa framtaks sé það óhjákvæmileg þróun að hinir ríkari verði alltaf ríkari og hinir fátækari alltaf fátækari. Þetta hefur verið mikið áfall fyrir ítalska kommúnistaflokk- inn. Og ein báran hefur ekki verið stök. Þeir standa and- spænis þeirri hættu að kaþólski fiokkurinn í samstarfi við jafnaðarmenn framkvæmi mörg af stærstu stefnumálum komm- únista. Þar með verða þeir bún- ir að missa mörg og stór vopn úr höndum sér. Afleiðingarnar hafa ekki látið standa á sér. Meðlimum fækkar ört. Aðalmálgagn ttalskra kommúnista Unita, ræddi fyrir nokkru um fækkun- ina í flokknum. Komst blaðið að þeirri nðurstöðu að uggvæn- iega liti út fyrir flokkinn þar sem dregið hefur úr starfsemi hans af þessum sökum. Vegna samstarfs sósialista og kaþólsjíra hafa kommún- istar orðið að gera mikla stefnu breytingu. Þeir hafa að vísu alltaf orðið að taka mikið tillit til sósialista, en nú verða þeir að laga stefnu sína enn þá meir með tilliti til þeirra. Þess vegna hefur gengið mun betur en t.d í Frakklandi að kveða niðut Staiinkenningar og Stalíndýrk- un. Ein breyting hefur orðið á fylgi kommúnista í Ítalíu og hún er mikilvæg. Fylgi þeirra hefur flutzf úr norðurhéruðum landsins til suðurhlutans. Þar eiga kommúnistar nú mikið fylgi meðal þeirra, sem flutt hafa frá landsbyggðinni til i^ej- anna. En það hefur jafnframt sýnt sig að fylgi þetta er ó- tryggt. Árið 1958 fengu kommú nistar 147.700 atkvæði í Napoli, en í síðustu kosningum í borg- inni fengu þeir ekki meira en 119 þúsund atkvæði. Næsta vor fara fram þing- kosningar á Ítalíu. Kommúnist- ar hafa þegar byrjað víðtækan undirbúning fyrir kosningarnar því að þeir vita að mikið er í húfi. Fólk mun spyrja sig áður en það gengur að kjörborðinu hvort réttara sé að kjósa kommúnista en jafnaðarmenn, sem hafa bein áhrif á stefnu og gerðir ríkisstjórnarinnar. 1 því skyni að breyta aðeins til í andliti flokksins hefur nýj- um mönnum verið teflt fram á sjónarsviðið. T.d. eru það tveir tiltölulega lítt þekktir kommúnistar, sem eru aðalfor- svarsmenn flokksins í umræð- unum um Efnahagsbandalagið. Togliatti, foringi flokksins, sem byggði hann upp í það að verða steersta kommúnistaflokk í Vestur Evrópu hefur stigið skref til hliðar, og lætur nú ekki eins mikið á sér bera og áður. Honum er full nauðsyn að ganga enn þá lengra en gert hefur verið til móts við kjós- endur, sem ekki eru kommún- istar, en geta hugsað sér að kjósa flokkinn vegna stefnu hans í ýmsum velferðarmálum. Vegna þessa hóps hefur ítalski kommúnistaflokkurinn iöngum afneitað mörgum skoðunum annarra flokka, og jafnvel verið í andstöðu, bæði við kommún- istastjórnina í Kína og Sovét- rikjunum. En nú verður itaiski kommúnistaflokkurinn að ganga enn þá lengra í þessum efnum, ef hann á ekki að bíða mikið afhroð við næstu þing- kosningar I iandinu. Foreldrum kennt að segja börnum til Ástralíumenn hafa stofnað skóla nokkurn, sem vafalaust á engan sinn líka i veröldinni. Skóli þessi er ekki ætlaður börnum, og er það raunar ekkert nýnæmi, en hitt er ó- venjulegra að hann er ætlaður foreldrum, sem vilja gjarnan segja börnum sínum til, þegar þau eru að læra undir skóla heima. Tilgangurinn er með öðrum orðum að kenna foreldr- um að kenna börnunum. Sam- kvæmt kenningum skólastjóra eins í East Orange { Nýja Suður Wales, þar sem skóli þessi hefur verið settur á laggirnar, hafa kennsluaðferðir tekið slíkum stakkaskiptum, síðan foreldrar núverandi skólabarna voru í skóla, að börnin eru oft forviða yfir þvl hvemig pabbi og mamma fara að þvl að reikna dæmin, sem börnunum eru sett fyrir . Or þessu má bæta, segir sk.lastjórinn, með þvl að efr.a til kennslu fyrir foreldra I reikn ingi, , svo að þeir kynnist hin- um nýjustu aðferðum á þessu sviði. (UNESCO). H 1; 11! •; !' i v , i i iV-’i i ; i .• i I i " > 1 ( : i i r'. •. y c • '. •' > > ?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.