Vísir - 15.10.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 15.10.1962, Blaðsíða 9
VÍSIR . Mánudagur 15. október 1962. 9 — .... ... Frú Barbara Árnason. Hallgrímur Pétursson: f Passíusálmar, 209 bls. Passíumyndir: Barbara Árnason. Menningarsjóður 1961. T trúarlegum skáldskap fslend- inga eftir kristnitöku ber hæst þrjú ljóð. Hið fyrsta þeirra er Sólarljóð, sem sennilega er ort um 1200 eða í byrjun 13. aldar og bregður upp eftir- minnilegri mynd af trúarhug- myndum manns á fyrsta tíma- bili íslenzkrar kristni. Þá er Lilja bróður Eysteins Ásgríms- sonar í Þykkvabæ frá miðri 15. öld öndvegiskvæði hins ka- þólska tímabils og loks eru svo Passiusálmar Haligríms Pét- urssonar sem ortir voru um miðbik 17. aldar. Öll skipa þessi ljóð verðugan sess í bókmennta sögunni og verður vart upp á milli þeirra gert en eitt þeirra hefur þó umfram hin sungið sig inn í hjarta þjóðarinnar og verið borið fram af vörum fólks ins í landinu sem lifandi eign þess og óaðskiljanlegur hluti af lífinu. Þetta eru Passíusálm- ar Hallgríms Péturssonar, kvæðið sem oftar hefur komið út en nokkur önnur bók á fs- landi eða alls 64 sinnum. Á rið 1651 fékk Hallgrímur veitingu fyrir Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og hófst þá f egursta á Islandi bezta tímabilið á erfiðum ævi- ferli hans. Á þessum tíma orti sr. Hallgrímur Pétursson flest sín beztu ljóð og þar á meöal Passíusálma sína sem hann hóf að yrkja 1656 og lauk 1659. Þegar hann hafði lokið við sálmana skrifaði hann þá upp i nokkrum eintökum, senni lega 6—7 og er hið elzta þeirra talið vera frá þvi I marz 1660, en hið yngsta frá þvl I janúar 1661.Er það hið eina þeirra, sem varðveitt er og sennilega hið sama eintak og hann sendi Ragnheiði Brynjólfsdóttur í Skálholti til huggunar I sálar- kvölum hennar. Það má því segja að þessi 64. útgáfa Pass- íusálmanna sé gefin út réttum metinn ólærður klerkur í Hval- firði færðist I fang það ofur- mannlega verk að yrkja ódauð- legt kvæði um pínu og dauða Jesú Krists. Hallgrimur fékkst um þessar mundir við að yrkja sálma um Samúelsbækur Biblí- unnar, en snögghættir við þá og tekur þá nær strax til við Passíusálmana. Ástæðan fyrir þessum skyndilegu umskiptum hefur verið skýrð á tvo vegu. Próf. Magnús Jónsson telur I riti sínu um sr. Hallgrím, að hann hafi þá þegar kennt holds- veikinnar. Að vlsu má segja að einstaka vers I Passíusálmunum geti bent til þess að þetta væri rétt, t.d. I 15. versi 1. sálms og í lokaerindi 7. sálms. Hins veg- Barbara Árnason: Ponteus Pílatus þvær hendur sínar. þrem öldum eftir að íslenzk kona fékk I fyrsta skipti að handleika þessa dýru sálma f óvandaðri, handritaðri gerð. passíusálmar Hallgríms Pét- urssonar eru ekki aðeins einn af hátindum Islenzkrar bókmenntasögu heldur einstakt afrek á sínum tíma þótt jafnað sé til allrar heimsbókmennta- sögunnar. Og þá hlýtur að vakna sú spurning, hvernig á því stóð að snauður og lítils ar mun almennt álitið að hann hafi ekki tekið holdsveikina fyrr en um 10 árum síðar. En árið 1655 var prentaður I fyrsta sinn Pfslarsaltari sr. Jóns Magn- ússonar I Laufási og er talið líklegt að sr. Hallgrlmur hafi fengið þessa sálma I hendur og fundið þá til þess hversú Sam- úelssálmarnir voru miklu ó- merkilegra yrkisefni. Ánnars er tæpast staður né stund til að fjalla ýtarlega BÆKUR 0G HOFUNDA ——«u—i——nm u i i , i .í ;.m Passíusálmana að þessu sinni. Þeir eru flestum Islend- ingum kunnir. En við megum gjarnan minnast þess og draga af nokkurn lærdóm að þessu mesta trúarskáldi okkar var ekkert sérlega vel tekið þegar hann hóf prestsstörf sín. „Allan andskotann vígja þeir,“ var sú kveðja er hann hlaut. En dóm- ur mannanna er ekki alltaf end- anlegur og tveim öldum slðar orti annað trúarskáld, Matthías Jochumsson, þannig til sr. Hall- grlms: Trúarskáld þér titrar helg og klökk tveggja alda gróin ástarþökk, niðjar íslands munu minnast þín meðan sól á kaldan jökul skfn. i~kg það er einmitt þessi minn- ing sem liggur að baki þeim viðhafnarbúningi sem 64. út- gáfa Passíusálmanna hefur ver- ið færð I. Ég á þar ekki fyrst og fremst við hinn vandaða frá- gang bókarinnar, heldur hitt að nú höfum við I fyrsta skipti eignazt íslenzkar passfumyndir, þótt sú kona sé útlend að upp- runa er þær gerði. Frú Barbara Árnason hefur með passíumynd- um slnum gefið okkur þvllfkan listafjársjóð að við fáum aldrei goldið að fullu. Myndir Barböru eru gerðar af fágætum yfir- burðum. Þær eru ekki aðeins óvenjulega fagrar I þeim bún- ingi sem þær birtast okkur heldur býr einnig að baki þeim sérstakur skilningur á þvl sem er að gerast og óviðjafnanleg hæfni til að setja hann fram á táknrænan hátt. Við getum tek- ið þá mynd sem þessari grein fylgir sem eitt lítið dæmi um snilld listakonunnar. Það er ekki einasta að hún sé afburða- falleg I einfaldleika sínum held- ur kemur þar fram mikill áhrifa máttur I oddhvössum vatns- dropum sem hrynja af höndum Ponteusar Pílatusar og stingas\ eins og spjót niður í fagur- skyggðan spegil mundlaugar- innar. IVTenningarsjóður á miklar þakkir skildar fyrir að hafa ráðizt I útgáfu þessarar veglegu bókar. Því hefur stundum verið haldið á lofti að bækur væru hér síður vandaðar en annars staðar, en þessi útgáfa Passíu- sálmanna ásamt passíumyndum frú Barböru er einhver fegursta bók sem gefin hefur verið út á íslandi. Njörður P. Njarðvík. Útskúfunarkenningin og Ólafur huglæknir Vikublaðið „Fálkinn" birti fyrir nokkru samtal við nafna tvo að norðan, þá Ólaf Tryggva son huglækni og Ólaf Baldurs- son. I samtalinu spyr greinarhöf- undur: „Hvað ' um útskúfunar- kenninguna?" Þessu svaraði Ó. Tr. þannig, segir I greininni: „Hún er bæði ósönn og hættuleg. Við eigum að mótmæla henni með lífi okkar og starfi... Ég er lika viss um, þótt Kristur talaði um eilífan eld, hefur hann ekki boðað postulum sfnum helvíti þar sem allt brennur og frýs I senn. Hætt er við, að ýmislegt hafi skolazt I meðförum og margt vanskilið I þessum efn- um. Guðspjöllin voru ekki, að þvl að fullyrt er, skrifuð fyrr en löngu eftir jarðvist hans.“ Sú staðreynd verður ekki um- flúin, að Kristur kenndi, að sumum mönnum mundi verða vísað frá honum á degi dóms- ins, þar á meðal mönnum, sem staðhæfa, að þeir hafi gert mörg kraftaverk. „Þá mun ég segja þeim afdráttarlaust: Aldrei þekkti ég yður; farið frá mér þér, sem fremjið lögmálsbrot.“ (Matt. 7. 22, 23.) Staðhæfing Ólafs er ekkert annað en það, að hann gerir sjálfan Krist ó- merkan orða sinna, gerir hann að lygara. Það er alveg rétt, að Kristur kenndi aldrei, að allt brynni og frysi I senn I helvíti. Svo bibllu- lesinn og ljóðafróður maður sem Ó. Tr. ættf að vita, að biblían segir hvergi orð I þessa átt, heldur íslenzkt skáld: „ „Allt I helvíti brennur og frýs, Satan og sálir dauðar," minnir mig að orðin stæðu, en ég las þau end- ur fyrir löngu. Postular Krists, Mattheus og Jóhannes, skráðu samnefnd guðspjöll. Pétur postuli var, að fróðra manna dómi, heimildar- maður Markúsar, er hann skráði guðspjall sitt. Lúkas rit- aði guðspjall sitt eftir kost- gæfilega rannsókn. (Lúk. 1. 3.) Guðspjöllin voru því rituð af sjónar- og heyrnarvottum eða eftir frásögn þeirra. (I. Jóh. 1. 1.) Postulana valdi Kristur, er hann hafði verið heila nótt á bæn til Guðs. Hvers konar menn lét Guð hann velja? Minn- uga menn eða gleymna? Hvort er Iiklegra? Annars var það tryggt með öðru móti, að postularnir ffeeru rétt með orð og kenningar Krists. Hann sendi þeim sann- leiksandann, Andann heilaga. „Hann mun kenna yður allt og minna yður á allt, sem ég hef sagt yður.“ (Jóh. 14. 26.) Heil- agur Andi minnti postulana á orð Krists, vakti og skerpti skilning þeirra. Þeir, sem bera postulunum á brýn misskilning eða rangfærslur á orðum Krists, saka I raun og veru Anda Guðs um misskilning og rangfærslur, hvort sem um er að ræða eilífa refsing og eillfan e!d eða ann- að. Þá er haft eftir Ó. Tr. í áður- nefndri grein, að við eigum að „friðþægja fyrir þá,“ hina fram- liðnu, ef þeim líður illa. Ei nokkur maður gæti friðþægt hjá Guði fyrir annan mann, þá hefði Kristur aldrei þurft að koma og friðþægja fyrir syndir okkar mannanna. Spádómar og táknmyndir gamla testa- mentisins boðuðu friðþæging Krists. Hann kenpdi hana sjálf- ur. Postular hans boðuðu hana og kenndu. „Hann er friðþæg- ing fyrir syndir vorar,“ ritaði postulinn Jóhannes. Hjá Guði gildir engin önnur friðþæging. Það er sorglegt, að maður sem Ó. Tr„ sem sjálfsagt vill starfa að dæmi Krists og lina eða bæta þjáningar manna, hvar sem hann getur, skuli dirfast að bera brigður á eða neita, að Kristur hafi kennt eilífa refs- ingu ranglátra manna. Orð Guðs seglr afdráttarlaust: „Bæt engu við orð Hans, til þess að Hann ávíti þig eigi og þú standir sem lygari.“ Menn eiga rétt á því, að farið sé rétt með orð þeirra. Hve miklu fremur þá sonur Guðs. Sæmundur G. Jóhannesson, Akureyri. I i \ a . i . i T" r ’ ’ ~ T [ \ . .. . i \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.