Vísir - 15.10.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 15.10.1962, Blaðsíða 10
10 V I S I R . Mánudagur 15. október 1962. Nómsstyrkir í Bandaríkjunum Eins og mörg undanfarin ár hef- ur Jslenzk-ameríska félagið milli- göngu um útvegun námsstyrkja til Bandaríkjanna. Er hér um tvenns konar styrki að ræða: Annars vegar eru styrkir fyrir íslenzka framhaldsskólanemendur til eins árs náms við bandaríska menntaskóla á skólaárinu 1963 til ’64 á vegum American Field Ser- vice. Styrkir þessir nema skóla- gjöldum, húsnæði, fæði, sjúkra- kostnaði og ferðalögum innan Bandaríkjanna, en nemendur búa hjá bandarískum fjölskyldum f ná- munda við viðkomandi skóla. Ætl- azt er til, að þeir, er styrkina hljóta, greiði sjálfir ferðakostnað frá íslandi til New York og heim aftur. Enn fremur þurfa þeir að sjá sér fyrir einhverjum vasapen- ingum. Umsækjendur um þessa styrki skulu vera framhaldsskóla- nemendur á aldrinum 16—18 ára, jafnt piltar sem stúlkur. Þeir þurfa að hafa góða námshæfileika, prúða framkomu, vera vel hraustir og hafa nokkurt vald á enskri tungu Á þessu hausti fóru 17 námsmenn til Bandaríkjanna til eins árs dval- ar, en frá því er styrkir • þessir voru fyrst veittir fyrir sex árum, hefur alls 71 íslenzkur framhalds- skólanemandi hlotið styrkina til náms við bandaríska menntaskóla á vegum félagsins. Hins vegar eru námsstyrkir fyr- ir íslenzka stúdenta til náms við bandaríska háskóla, en íslenzk- ameríska félagið hefur um mörg undanfarin ár haft samband við stofnun þá í Bandaríkjunum, In- stitute of International Education, er annast fyrirgreiðslu um útvegun námsstyrkja fyrir erlenda stúdenta er hyggja á háskólanám vestan hafs. Styrkir þessir eru veittir af ýmsum háskólum í Bandaríkjun- um, og eru mismunandi, nema skólagjöldum og/eða húsnæði og fæði, o.s.frv. Styrkirnir eru ein- göngu ætlaðir námsmönnum, er ekki hafa lokið háskólaprófi. Þess skal getið, að nemendur, er ljúka stúdentsprófi á vori komanda og hyggjast hefja háskólanám næsta haust, er heimilt að sækja um þessa styrki, en hámarksaldur um- sækjenda er 22 ár. Allar nánari upplýsingar um þessa námsstyrki verða veittar á skrifstofu Islenzk-ameríska fé- lagsins, Hafnarstræti 19, 2. hæð á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 5 — 7 e.h. Umsóknir skulu send- ar skrifstofu félagsins, Hafnarstr. 19, fyrir 3. nóv. n.k. (Frá Íslenzk-ameríska félaginu). „Lady" hætt í New York „My fair Lady“ er nú ekki Iengur til sýningar á Broadway í New York. Hætt hefur verið við sýningar á söngleiknum eftir hálft sjöunda ár, og hafa um það bil fjórar milljónir manna séð hann á 2717 sýningum. SMURBRAUÐSSTOFAN Njálsgötu 49 . Sími 15105 Kópavogur — Vinna Nokkrir verkamenn óskast í vinnu strax. Niðursuðuverksmiðjan ORA Símar 17996 og 22633 SIAPPDR/ETTIÐ SEM ALLIR VILIA EIGA MIÐA í sem þér eigið kost á að eignast. ;■ Listdansskóli er haldinn á sumri hverju I Köln, og komu þar á sl. sumri saman listdansarar frá 18/ ;*þjóðum, og þátttakendur voru hvorki meira né mmna en 754. Þeir voru aðeins 170 fyrir nokkrum ár-jl ^um, þegai skólinn var naldinn I fyrsta sinn. Kennarar eru allir frægir dansarar, svo sem Anton Dolin'! ■Jfrá London (til hægri á myndinni), Harald Lander (danskur, en starfandi í París) og José Udaeta fráíj /Madrid. Myndin sýnir unga nert.endur á æfingu. / Bu - f-:: : ; Al WmMWÍÍma WSKBk Mikilvœgir Evrópu ráðsfundir Ráðgjafarþing Evrópuráðsins sat á fundum í Strassbourg síðari hluta septei ber. Af íslands hálfu sótti þingið að þessu sinni Þor- valdur Garðar Kristjánsson, og er hann nýkominn heim aftur. Þingstörfin mótuðust mjög af umræðum um stjórnmálaþróunina í Vestur-Evrópu og efnahagssam- vinnu Evrópuríkjanna. Umræð- urnar hófust á sameiginlegum fundi ráðgjafarþingsins og Evrópu- þingsins svonefnda, en á því eiga sæti þingmenn frá þeim sex ríkj- um, sem aðild eiga að Efnahags- bandalaginu. ..íeðal þeirra, sem þátt tóku í þessum umræðum, voru Hallstein, forseti fram- kvæmdastjórnar Efnahagsbanda- lagsins, og Malvestiti, forseti stjórnar Kola- og stálsamsteyp- unnar — svo og einn af fram- kvæmdastjórum Atómstofnunar Evrópu. Umræður um þessi efni voru síðar aftur upp teknar a ráð- gjafarþinginu. Framsögumenn af hálfu nefnda þingsins voru Pflimlin, fyrrverandi forsætisráð- herr: Frakka, og hollenzki þing- maðurinn Vos. Schröder, utanrík- isráðherra ýestur-Þýzkalands, og J. R. Marshall, aðstoðarforsætis- ráðherra Nýja-Sjálands, voru með- al þeirra, sem þátt tóku í umræð- unum. Meðal annarra mála, sem voru á dagskrá ráðgjafarþings Evrópu- ráðsins að þessu sinni, má nefna ástandið í Albaníu, sveitarstjórnar- mál, lögfræðilega og menningar lega starfsemi Evrópuráðsins, mái flóttafólks efnahagssamvinnu við ríkin £ Norður-Ameríku og sam- göngur I EvrSpu. Me*al þci.ra, sem til mála tóku, voru Thorkil Krist- ensen, framkvæmdastjóri Efna hags- og framfarastofnunarinnar. og ráðherrarnir Hilary (frlandi). Kranzmayer (Austurríki), Broda (Austurríki), Beerman (Hollandi) Bratteli Noregi), Palewski (Frakk landi og Gundersen (Noregi). í Evrópuráðinu er talið, að fundir ráðgjafarþingsins nú i haust séu hinir mikilvægustu, sem það h .fur 1 Idið um árabil, og hafi komið I Ijós, að EvrópuráðV hafi. eins og nú stendur á, miklu hlut verki að „egna varðandi efnahags- samvinnu í álfunni. Sömu skoðanii hafa komið fram í ummælum blaða um þingstörfin að þessu sinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.