Vísir - 16.10.1962, Side 1

Vísir - 16.10.1962, Side 1
52. árg. — Þriðjudagur '16. október 1962. 237. tbl. HCIN KJARNORKUi VOPN ÁISLANDI Það varð að taka handlegginn aí piltinum frá ísafirði, sem lenti með hægri hönd sína í spili á rækjuveiðum 8. þessa mánaðar. Hann heitir Gísli Hjartarson og verður 15 ára í næsta mánuði. Sökum veðurs var ekki hægt að fljúga með hann í sjúkrahús í Reykjavík fyrr en daginn eftir að slysið vildi til. Hann var þá fluttur í Landspítalann, og þar var fyrst beðið eftir að sjá hverju fram Framh. á 5. síðu. Verðið á síldarlýsi hefur farið stöðugt lækkandi og lækkar enn. Síðasta sending af lýsinu fór á 29—30 sterlingspund pr. tonn. Síldarmjölið hefur ekki lækkað jafnmikið en það stendur nú í 16 shillingum og þrem pencum. Ókomið til Saksóknara Missti hand- legginn Lækkandi verð á síldarlýsi Þessa mynd frá Reykjavíkur- höfn tók ljósmyndari Vísis í gærkvöldi. Hún sýnir síldarbát- ana liggja óhreyfða við festar og bíða eftir því að samið verði í sildveiðideilunni. Þeir eru nú búnir að bíða í þrjár vikur. Guðsnundur I. Guð- mundsson utanríkisráð- herra upplýsti á Alþingi í gær, að engin kjarn- orkuvopn væru staðsett hér á landi og innflutn- ingur þeirra kæmi ekki til greina án leyfis ís- lenzkrar ríkisstjórnar. Utanríkisráðherrann gaf þfessar upplýsingar í tilefni fyrirspurnar Ein- ars Olgeirssonar um þessi mál. Einar kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í upphafi þingfundar í Nd í gær og spurðist fyrir, hvort kjarnorkuvopn væru í vörzlum varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli. Eftir að utanríkisráðherra hafði gefið ofannefndar skýring ar, kvaddi Einar sér aftur hljóðs Framh. á 5. síðu. € Dómarinn í kartöflumál- inu, Valgarður Kristjáns- son, vinnur nú að úrskrift í kartöflumálinu. Verður CN6INN FUNDUR BODADUR hún síðan send saksókn- ara ríkisins, Valdimar Stefánssyni, til meðferðar. Ekki er vitað ennþá, hve- nær saksóknari fær málið. Nú er komið fram yfirlþað af þeim óhæfilega miðjan október og ekkert Idrætti, sem orðið hefir á einasta skip farið að veiða samningum um kaup og síld við Suðurland. Stafar | kjör sjómanna á vertíðinni Undirbúningsrannsókn að virkjun Jökuisár og verður það tjón ekki í tölum talið. Búizt var við meiri þátttöku i síldveiðum sunnanlands að þessu sinni en nokkru sinni fyrr og allar síldarbræðslur suðvestanlands hafa Iagt í feikilegan kostnað f sumar við stækkanir til undirbúnings miklu meiri síldarmóttöku en áður. Allt kemur þetta fyrir ekki á meðan engir samningar hafa tek- izt og enginn bátur fer á sjó. Það eru nú liðnar 3 vikur siðan LÍÚ óskaði bréflega eftir því við Al- þýðusambandið að samningaumleit anir gætu hafizt. Á þvi varð ör- lagaríkur dráttur, sem kunnugt er, og loks er sjómenn höfðu tilnefnt fulltrúa í samninganefnd sina fór málið til sáttasemjara ríkisins svo að teija má víst, að mikið hafi bor- ið á milli. Sáttasemjari hélt fund Framh. á bls. 5. 230þús. kr. sekt Unnið er um þessar mundir að undirbúningsathugunum til virkj- unarframkvæmda Jökulsár á Fjöllum. Að því er Raforkumálaskrifstof- an hefur tjáð Vísi eru þessar und- irbúningsrannsóknir gerðar til að unnt verði að gera sambærilegar virkjunaráætlanir og nú er unnið að í sambandi við virkjun Þjórsár hjá-Búrfelli. Hafa Norðlendingar sótt það fast að slíkar rannsóknir verði gerðar við Dettifoss, og telja að mörg rök mæli með því að virkjun Jökulsár á Fjöllum verði hraðað eftir föngum. Nú vinna tveir jarðborar að berglagaborunum við Dettifoss. Fór annar þeirra norður um miðj- an ágúst í sumar en hinn snemma í september s.l. Er hlutverk þeirra að grafa eina djúpa holu og finna grunnar. Verður sú dýpsta um hálft annað hundrað metrar að dýpt. Bendir allt til þess að borununum verði lokið í næsta mánuði. Haukur Tómasson jarð- fræðingur tjáði Vísi að þarna væri auðveldara um berglagarannsóknir heldur en viðast hvar annars stað- ar og einkum fyrir það að Jökulsá hefur hjálpað upp á sakirnar með því að grafa sjálf hið djúpa gljúfur fyrir neðan Dettifoss. Mikil réttarhöld hafa staðið yf- ir á ísafirði sfðan á laugardag í máli brezka togarans Dragoon frá Fleetwood, sem Vísir skýrði frá i gær að Óðinn hefði tekið að meintum ólöglegum veiðum út af Amarfirði. Gísli ísleifsson var skipaður verjandi skipstjórans og fór vömin fram síðdegis í gær. Skipstjórinn neitar með öllu að hafa verið að veiðum innan land- helgislínunnar en viðurkennir hins vegar að hafa verið með ólöglegan útbúnað veiðarfæra. Bæjarfógetinn á ísafirði kvað upp í morgun dóm í máli skipstjór ans, Roy Betcher. Var hér talið vera um fullt landhelgisbrot að ræða og skipstjórinn dæmdur í 230 þúsund króna sekt og afli gerð- ur upptækur ásamt veiðarfærum. Skipstjórinn var til vara dæmdui í 8 mánaða varðahld. i

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.