Vísir - 16.10.1962, Blaðsíða 3

Vísir - 16.10.1962, Blaðsíða 3
V1SIR . Þriðjudagur 16. október 1962. A sýningu Á Iaugardaginn var opnuð í Bpgasalnum merkileg málverka- sýning. Er það sýning á síðustu verkum Kristínar Jónsdóttur Iist- málara, en hún lézt fyrir nokkr- um árum. Kristín vann sér snemma sess á fremsta bekk fs- lenzkra Iistmálara, við hlið Ás- gríms, Kjarvals, Júlíönu og Jónsj, Stefánssonar, og cinkum var hún kunn fyrir gullfallegar blóma- myndir sínar og myndir af tign og fegurð íslenzkra öræfa. Það eru dætur hennar, þær Helga og Hulda Valtýsdætur, sem standa að þessari sýningu. Er þar ' að finna 19 olíumálverk, en frú Kristín lét um helmingi fleiri myndir eftir sig, en rúm var ekki í Bogasalnum fyrir fleiri málverk hennar. Mun sýningin verða opin til 27. október. Margt var um manninn við opn unina á Iaugardaginn, enda hér um viðburð að ræða í hinum is- lenzka myndlistaheimi. Forseti ís- lands var meðal gesta, ráðherrar og ýmsir embættismenn og marg- ir vinir og ættingjar hinnar látnu listakonu. Birtum við í mynd- sjánni í dag nokkrar myndir frá opnun sýningarinnar. Efst til vinstri: Kristín Jóns- dóttir listmálari. Til hægri: Frú Margrét Jónsdóttir, systir lista- konunnar, við eitt málverkanna. Myndin til hægri er af nokkrum gestanna. Frá vinstri Ásmundur Guðmundsson fyrrv. biskup, herra Ásgeir Ásgeirsson forseti íslands, Bjarni Jónsson og Eggert Krist- jánsson. Neðst: Helga og Hulda Valtýs- dætur ræða við frú Lóu og Jón Sigtryggsson prófessor. Jfl tSEEEHÖ WiESÍaÍ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.