Vísir - 16.10.1962, Blaðsíða 3

Vísir - 16.10.1962, Blaðsíða 3
V1S IR . Þriðjudagur 16. október 1962, 3 ■■ * ”* .............. : ; Á laugardaginn var opnuð i Bpgasalnum merkileg málverka- sýning. Er það sýning á siðustu verkum Kristínar Jónsdóttur list- málara, en hún lézt fyrir nokkr- um árum. Kristín vann sér snemma sess á fremsta bckk ís- lenzkra listmálara, við hlið Ás- gríms, Kjarvals, Júlíönu og Jóns Stefánssonar, og cinkum var hún kunn fyrir gullfallegar blóma- myndir sínar og myndir af tign og fegurð íslenzkra öræfa. Það eru dætur hennar, þær Helga og Hulda Valtýsdætur, sem standa að þessari sýningu. Er þar að finna 19 olíumálverk, en frú Kristin dóttir listmálari. Til hægri: Frú Margrét Jónsdóttir, systir lista- konunnar, við eitt málverkanna. Myndin til hægri er af nokkrum gestanna. Frá vinstri Ásmundur Guðmundsson fyrrv. biskup, herra Ásgeir Ásgeirsson forseti íslands, Bjarni Jónsson og Eggert Krist- jánsson. Neðst: Helga og Hulda Valtýs- dætur ræða við frú Lóu og Jón Sigtryggsson prófessor. lét um hehningi fleiri myndir eftir sig, en rúm var ekki í Bogasalnum fyrir fleiri málverk hennar. Mun sýningin verða opin til 27. október. Margt var um manninn við opn unina á laugardaginn, enda hér um viðburð að ræða í hinum is- lenzka myndlistaheimi. Forseti ís- lands var meðal gesta, ráðherrar og ýmsir embættismenn og marg- ir vinir og ættingjar hinnar látnu listakonu. Birtum við í mynd- sjánni í dag nokkrar myndir frá opnun sýningarinnar. Efst til vinstri: Kristin Jóns- MYNDSJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.