Vísir - 16.10.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 16.10.1962, Blaðsíða 4
VI S IR . ÞriSjudagur 16. oktober orðið Fyrir nokkrum dögum kom Magnús Guðmundsson skíðamað- ur hingað til bæjarins eftir nær tveggja ára dvöl í Bandaríkjun- um. Þar hafði Magnús dvalizt áður fyrir nokkrum árum, en Magnús er, sem kunnugt er, Akureyringur og kunnur skíða- og golfmaður. Blaðið hitti Magn- ús að máli nú í vikunni og spurði hann frétta af vesturför- inni. Skíðakennsla i Sun Valley. - Þú fórst vestur til að kenna Ameríkumönnum á skíðum? — Já, Það mætti kannske orða það þannig. Ég hafði áður dvalizt m Wí<m "K Þetta viðtal birtist í síðasta blaði íslendings á Akureyri. Þar sem Magnús er víð kunnur skíðamaður og ætla má að margir utan Akureyrar hafi gaman af því að lesa viðtalið við hann leyfir Vísir sér að birta viðtalið hér í heild. :'-:iíSiiÍ&:Í;:^ í Sun Valley við skíðakennslu, og réðst þangað aftur seint á árinu 1960. Amrikumenn hafa ekki stundað skíði, svo að neinu nemi fyrr en nú á síSustu árum, en eru að byggja upp skíða- kennslustaði víða um landið. Á- hugi er mikill og ekkert er til sparað að gera staðina sem bezt úr garði. — Hvernig eru staðhættir í Sun Valley? - Sun Valley er í Idaho. Þetta er dalur í strjábýlu héraði, næsta borg héfur um 70 þú.sund íbúa. Botn dalsins liggur i um 6000 feta hæð yfir sjó, en fjöllinn ná upp í 10—12 þúsund feta hæð. Kennslan hefst í desember, en þá er kominn nægilegur snjór, en í byrjun apríl fer að vora, og þá hverfa síðustu skíðamenn- irnir heim. Venjulega eru þarna um 700 manns á dag í skólan- um en kennarar eru 70. Fólkið dvelst mismunandi langan tima, sumir í viku, aðrir allt að þrem vikum. Alltaf er að koma nýtt fólk, og þarna er mjög heimilis- legt, þetta er næstum eins og ein stðr fjölskylda. Eldheitur áhugi. — Á hvaða aldri er þetta fólk yfirleitt? — Á öllum aldri, frá tveggja ára til sjðtugs, og allir sýna mikinn áhuga. Ég var ekki var við neinn, sem kom til Sun Vall- ey, sem ekki hafði eldheitan áhuga á að komast eitthvað áfram í skíðaíþróttinni. Nem- endunum er skipt niður í smá hópa og hefur hver kennari 10 — 12 nemendur á dag, en viku- lega er skipt um hópa, og fá þá kennararnir nýjan hóp til kennslu. þarna starfa margir af færustu skíðamönnum heims. Meðal þeirra var K. Pravda, en hann var nr. 1 í peningakeppni, sem þarna fór fram í vetur, og hafði upp úr þvi 15 þúsund doll- ara. Vikudvölin á 6- þús. kr. — Hvernig er veðurfarið á þessum slóðum? — Það er ekki ósvipað veðr- áttunni hér, en meira meginlands loftslag, mun kaldara, stundum allt að 30 stigum á C. Þeir voru hissa á að mér skyldi finnast kalt þegar þeir vissu að ég var frá Islandi. — Er kostnaðarsamt að dvelj- ast í Sun Valley? — Það getur verið það, t. d. ef menn taka einkatima. En það kostar $128 yfir vikuna, og þá er allt innifalið: Fæði húsnæði, kennsls(( lyftugjöld o. fl. Á staðnum eru átta lyftur, sem flytja fólk upp í hliðarnar. Brekk urnar eru mismunandi brattar en flestar eru þær gerðar í skóg- arlandi og hefur þurft að ryðja burt óhemju miklu af trjám. Þar hefur margur fallegur stofn fall ið í gil eða gljúfur til uppfyll- ingar. Á hverju sumri er unnið að viðgerð og lagfæringu á braut unum, þær stækkaðar og endur bættar. Við málmleit í Alaska. — Þegar skíðakennslunni lauk, hvað fórstu þá að gera? — Fyrra sumarið fór ég til Alaska. Vann þar hjá námufélagi, sem gerði ut leiðangur inn á jökla I málmleit. Þar vorum við í þrjá mánuði og komum aldrei til byggða. Við vorum fluttir i þyrilvængjum og einnig allur út- búnaður. Alls var það um 150 tonn. Við höfðum meðferðis öfluga jarðbora og boruðum sums staðar 500 fet gegnum ís, en sið- an 2000 fet gegnum jarðlög. Veðr ið vár fremur leiðinlegt. T. d. Magnús Guðmundsson skíðakappi og golfmeist- ari. Myndin er tekin i Sun Valley. Nýr harna- skóli á Patreksfirði Frá fr'éttaritara Vísis. S.l. sunnudag fór fram vígsla og skólasetning Barna- og unglinga- skólans á Patreksfirði, að við- stöddu miklu fjölmenni. Meðal gesta voru Helgi Elíasson fræðslu- málastjóri og Gunnlaugur Pálsson arkitekt, en hann teiknaði skóla- húsið. Sóknarpresturinn flutti bæn, síðan voru fluttar ræður, sungið og skólinn settur. Byggingarframkvæmdir hófust' 26. júní 1956, og er byggingarkostn aður ásamt húsgögnum, kennslu- og íþróttatækjum 5,5 millj'ónir. í aðalbyggingunni eru 7 kennslu- !stofur, kennarastofa, skrifstofa skólastjóra auk hreinlætisher- bergja kennara og nemenda, svo er íbuð fyrir húsvörð og góð handa vinnustofa drengja yfir böðum í íþróttasal. Skólinn er á tveimur hæðum á skemmtilegum stað í miðju plássinu. í barna- og unglingaskólanum verða í vetur 190 — 200 nemendur, þar af 40 í unglingadeildum. Við sk'ólann starfa 6 fastir kennarar með skólastjóra, Jóni Þ. Eggerts- syni. Einn stundakennari hefur verið ráðinn. kenndi golf. Yfir sumartímann er þar stundað golf, og er þar mjög góður golfvöllur. Margir færir golfmenn sækja Sun Vall- ey heim á sumrum og þar fara oft fram skemmtilégar keppnir. — Og svo að lokinni sumar- dvölinni luangar þig heim? — Já, það er alltaf gaman að koma heim. Ég fór samt ekki beinustu leiðina, heldur ýmsar krókaleiðir og heimsótti íslend- inga. vestra. Fyrst skoðaði ég geimfarasýninguna í Settle, síð- an fór ég til Vancouver. Þar hitti ég Birgi Sigurðsson og konu hans, en þau eru bæði frá Akureyri. Þá kom ég einnig I á, og fullkomlega boðlegt á heimsmælikvarða, en það þarf að kosta nokkru til og vinna ' mikið starf, ef vel á að takast til. Við verðum að hæna að dkk- ur skíðamenn unga sem aldna, og gefa þeim færi á gistingu og aðstöðu til þjálfunar, en greiðslu verður að stilla I hóf. Við meg- um ekki reikna með að þetta verði neitt gróðafyrirtæki, en það ætti samt að geta gengið, ef vel er á haldið. Þarna fáum við marga unga skíðamenn og ef þeir fá góða þjálfun, getum við valið úr beztu efnin og auk- ið þjálfun þeirra, og eftir nokkur ár eigum við úrvalsmenn. Þá er • segir Magnús Guðmundsson • heimkominn frá skíða- og • golfkennslu í SUN VALLEY annréttinda brot og morð VI ntúrinn í júní höfðum við sól aðeins í tvo daga, hina alla var þoka og leiðinda veður. Við höfðum eina aðalbækistöð inni á jöklinum um 30 mílur frá sjó, en þar var önn- ur aðalstöð um borð í skipi, og var stöðugt samband milli stöðv- anna með loftskeytatækjum. Einnig höfðum við smá talstöðv- ar meðferðis, er við fórum til neelinga og rannsókna á jökul- breiðuna. Með þeim gátum við haft samband við aðalstöðina á jöklinum. Um árangur af rann- sóknunum get ég ekki sagt neitt. enda mun það hernaðarleyndar- mál. Alltaf gaman að koma heim. — Og seinna sumarið, hvað gerðir þú þá? — Ég var i Sun Valley og gamalmennahælið og hitti þar marga íslendinga eða fólk af íslenzku bergi. Það var furða, hve margir töluðu þar góða Is- lenzku. Einnig skoðaði ég ís- lenzka kirkju. — Og hvað er svo framund- an? — Ekki gott að segja, kann- ske fer ég vestur aftur, eða verð hér heima. Það er óráðið enn. Framtíðarland skiðamanna. — Hvað vilt þú að lokum segjr um aðstöðu til skíðaiðkanna hé á Akureyri eða í nágrenni? — Aðstaðan í Hlíðarfjalli e. að verða góð, og brekkurnai þar. gefa ekki eftir mörgum þeim beztu, sem ég hefi séð, en það þarf að koma skíðalyfta. Að mínum dómi er hér eitt ákjós- anlegasta skiðaland. s^m völ er annað, sem benda má á og er mikilvægt. Ef við getum vakið áhuga unga fólksins á Hlíðar- fjallinu og verunni þar um helg ar f sól og við holla og gagnsama íþróttaiðkun þá munu færri ung- menni sæki miður holla skemmti- staði fram eftir nóttu um helg- ar, og þeir, sem í fjallið fara, mundu vera betur undir starf næstu viku bunir, hvort sem það heldur er seta á skólabekk eða vinna í þágu lands og þjóðar. Þetta fólk verður einnig betur undir lífið búið en hitt, og þjóð- inni til meira gagns. Það mun bera höfuðið hátt og mæta erfið- leikunum með festu og þraut- seigju. Ég vildi leggja fram krafta niína til að Hlíðarfjall gæti orð- ið Paradís íslenzkrar æsku. Þann 10. þessa mánáðar afhenti Karl Rowold, chargé d' affaires þýzka sendiráðsins, utanríkisráð- herra íslands gula bók um niann- réttindarbrot og morð við múrinn í Berh'n á tfmabilinu 13. ágúst 1961 til 15. ágúst 1962. Er þar skýrt frá ýmsu ómarln- úðlegu athæfi, sem kommúnista- stjórnin í Austur-Þýzkalandi hefir gert sig seka um að undanförnu, allt frá því að hún lét reisa smán- arvegginn til þess að hindra, að menn gætu flúið fangelsið, sem þegnum austur þýzku stjórnarinn- ar er búið innan endimarka lands- ins. Hefir ráðuneyti samþýzkra málefna, Bundesministerium fúr Gesamtdeutschen Fragen, látið taka bók þessa saman og birt til þess að öllum heimi megi vera •Ijóst, hversu óþolandi múrinn megi vera fyrir alla frjálsa menn en það eru sovétyfirvöldin ein í Austur-Þýzkalandi, sem bera á- byrgð á þessu með því að styðja við bakið á austur-þýzkum stjórn- arvöldum. Taldar eru upp, lögleysur þær, sem kommúnistar hafa gert sig seka um, ofbeldi, sem þeir hafa beitt menn og hvers kyns yf irtroðsl ur af hálfu kommúnista í Austur- Þýzkalandi. Auk þess er látin fylgja viðbót um þrjú morð, sem framin voru eftir það tímabil, sem bókin fjallar urá, en þá myrtu kommúnistar meðal annars ungan mann, Peter Fechter,, sem reyndi að flýja, og var hann látinn íiggja klukkustund afskiptalaus i blóði sínu, en jafnframt var yfirvöldum Vestur-Berlínar meinað að veita honum hjúkrun og hjálp. Bók þessi varpar Ijósi á margt, sem hér hefur ekki verið kunnugt, og kynnir lesendum betur en margt annað kaldrifjaða harð- neskju og miskunnarleysi austur- þýzkra kommúnista, stefnunnar, sem ýmsir íslenzkir hafa kallað „hugsjón mannúðarinnar".

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.