Vísir - 16.10.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 16.10.1962, Blaðsíða 7
V1SIR . Þriðjudagur 16. október 1962. ¦—É—— MHBdt* - :• ^^W/^^W»Ha!Ba!«W8BWa^ er rettí Virðingu íslendinga fyrir lögum og rétti hef- ur löngum verið við brugðið, enda er það mála sannast ,að íslenzka þjóðfélagið hefur átt og á enn tilveru sína þessari virðingu að þakka. Við höfum aldrei átt neinu því ríkisvaldi á að skipa, sem hægt væri að beita til þess að framfylgja lög- um nieð valdinu einu saman. Öldum saman hafa íslendingar borið mikla virðingu fyrir lífi og eignum annarra. Þeir, sem vilja halda á lofti því bezta í fari þjóðarihnar hafa helzt getað á það bent, að bér voru og eru morð sjaldgæfari en meðal ann- arra þjóða. Gefin loforð hafa fram á síðustu ár verið eins ör- ugg munnleg og skrifleg. Þjófn- aður var löngum nærri óhugs- andi, enda hafa íslenzkir bændur sjaldnast haft lása fyrir húsum_ sínum. Þessi virðing fyrir lögum og rétti gekk í arf á Islandi. Móðir kenndi dóttur hvað taldist til kvenlegs velsæmis. Faðir kenndi syni fornar dyggðir. Stolt hins íslenzka manns var að gera 'rétt en þola eigi órétt hver sem í hlut átti. Nokkurra úra afskipti af ung- mennum, sem gerzt hafa brot- leg við lög hafa orðið til þess að mér sýnist nú teflt á tæpasta vað hvað uppeldi til virðingar fyrir lögum og rétti snertir. Jafnvel greindir piltar, sem komnir eru um tvltugsaldur hafa , aðeins mjög óljósar hugmyndir um hvað í því felst að vera afbrota- maöur, og hvaða réttindi slíkir menn missa í þjóðfélaginu. Á þessu verður að ráða bót. I átum okkur nú leitast við að gera okkur nokkra grein fyrir því hvernig á því stendur, að æska höfuðborgarinnar veit lítil eða engin skil á því hvaða afleiðingar það hefur að komast á sakaskrá. Uppeldi t'A ..eiðarleika og virð- ingar fyrir lögum hlýtur að hefj- ast á heimilunum sjálfum. Börn- in verða að hlíta alls konar laga- brotum áður en þau komast í skóla. Foreldrunum er því gagns laust að varpa allri sök á skólana fyrir bað, sem vanrækt hefur verið. Látum okkur ferðast um götu. borgarinnar og bera það sem fyrir augu okkar ber saman við það, sem við þekkjum úr borgum annarra landa. Það fyrsta, sem vekur athygli okkar er það, að gatan virðist vera kjörinn Ieik völlur lítilla barna allt niður : eins árs aldur. Enginn fuliorðinr Iítur eftir þeim. Það veltur þvi einvörðungu á gætni bílstjóra og tillitssemi þeirra hvort þessi litlu börn sleppa lifandi og ómeidd úr umferðinni eða ekki. Oft eru bíl- stjórar undir áhrifum áfengis við akstur, samt trúa foreldrar göt- unni fyrir börnum sfnum. Vita þessir foreldrar hvað þeir eru að gera? Hvergi í nágrannalöndunum er almennt ekið eins hægt eins og í Reykjavík. Eigi að 'síður eru slys á börnum sjö- sinnum algengari hér en í jafnstórri borg í Banda- ríkjunum með sama bílafjöída. Með öðrum orðum 6 af hverjum 7 börnum, sem bíða bana,, hljóta örkuml eða a. m. k. áverka í um- Unglingur • hefur stolið mjólk- urpeningum móður sinnar. Ung- lingur hefur stolið úr veski eða peningaskáp föður síns. Ungling- ur hefur. • brötizt inn í búð og stolið. Unglingur: hefur ekið bíl réttindalaus undir áhrifum áfeng- is. Þetta og margt þessu líkt hendir því miður marga unglinga. Margir lenda til lögreglunnar og hefja varðaða leið áminninga, skilorðsbundinna dómá og fang- elsisvistar. Kynni við verri og reyndari afbrotamenn hefjast. Ólafur Gunnarsson ræðir um uppeidi og afbrot unglinga ferð þurft Reykjavíkur, hefðu ekki verða fyrir slysum ef foreldrarnir hefðu vanið þau á að leika sér annars staðar en á götunum. Reykvískir foreldrar hafa betfi aðstöðu til að forða börnum sínum frá hættum göt- unnar en flestir aðrir foreldrar. Hér eru garðar við flest hús. Þeir ættu fyrst og fremst að vera ætlaðir handa börnunum til leika en í Öðru iági'tíi augnaynd is. Lejkvellir eru .rnargir, en al-., gengt er að sjá smábörn leika sér á götu við hlið leikvallar. í þriðja lagi eru íbúðir hér yfirleitt stærri en gerist erlendis og því miklir möguleikar til að venja börnin á holla leiki innan dyra. Iff þér lesandi góður farið inn á sjoppur bæjarins munuð þér stundum sjá börn og unglinga kaupa sælgæti fyrir mikið fé, jafnvel hundruð króna í einu. Þetta fé er stundum illa fengið. Afgreiðslufólkið gerir sjaldnast athugasemdir við þetta athæfi, því er gróðinn fyrir öllu. Þess eru dæmi að verzlun hefur selt 10— 12 ára drengjum rýtinga, sem auðvelt væri að drepa með meðal uxa. Ef þér eigið börn sjálfir mun- uð þér ef til vill vona að kenn- ararnir geti bætt úr einhverju, sem þér hafið vanrækt. Margt gott hefur kennarastéttin gert og gerir enn, en það eru takmörk fyrir því hverju hún fær áorkað þrátt fyrir góðan vilja. Ef betur er að gáð hlýtur sú samvizkuspurning að vakna f hugum foreldra hvort hægt sé að ætlast til þess, að maður eða kona, sem ekki hafa hlotið kenn- aramennt...i, en afla sér auka- tekna með þvl að kenna einstak- ar námsgreinar, kenni unglingum það siðferði, sem foreldrarnir hafa vanrækt að innræta þeim? Vissulega ekki. Kennarastéttin .efur árum saman átt við bág kjör að búa og yfirvöldin hafa ekki viljað bæta kjör hennar. Nú eru afleiðingarnar sem óðast að koma í ljós til tjóns fyrir alla. Ef foreldrar gerðu sér al- mennt grein fyrir því hversu mikils virði það er að börnin beirra hafi góða kennara myndi ekki vera komið í það óefni sem nú er, ástandið á eftir að versna mikið. ' Árangurinn áf öllu þessu bregzt ' til beggja vona. Sumir koma til sálfræðinga. Það eru oftast foreldrar og aðrir áðstandendur, sem eru að ' gera lokatilraunina til þess að bjarga þvl, sem bjargað verður. Því mi&- ur koma þeir ,oft of seint. Mein- ið er orðið of djúpt til þess að unnt sé að komast fyrir það eins og aðstæðum er háttað hér á landi. I för með þeim sekasta er* jafnan hópur félaga,. seni. h'efuji^ te'kið'þ'átt í því að eyða pýfinu. TJvernig íl fólk? er svo þetta unga Mjög svipað öðru ungu lólki. Þegar bezt tekst til kemst það á réttan kjöl og tekur meiri tryggð við þá sem leiðbeina þyí en allur almenningur. Það hefur skilið hvað í húfi var. Ýmsar orsakir liggja til af- brotanna og skulu þær ekki raktar hér. En eitt er þessu unga fólki sameiginlegt. Það hefur ekki hugmynd um hvað í því felst að vera afbrotamaður. Það veit ekki, að dómur fyrir afbrot leið- ir til missis ákveðinna borgara- legra réttinda og getur jafnvel ævilangt hindrað menn í að fá á- kveðin störf. - '¦^etta getur ekki gengið lengur. pað minnsta sem þjóðfélagið get- ur gert er að fræða unglingana um hvaða afleiðingar það hefur að gerast brotlegur við landslög. Þetta verkefni verða 'skólar og löggæzla að leysa í félagi. Eng- inn má vera svo illa á vegi stadd- ur um fermingaraldur, að hann hafi ekki minnstu hugmynd um að það er lögbrot að eyða stolnu fé þó maður hafi ekki stolið sjálf- ur. Það verður að leggja á það mikla áherzlu að lagabrot verður aldrei réttlætt með því að vitna i að einhverjir þekktir menn hafi brotið landslög. Slík röksemda: færsla hefur verið ofarlega í huga unglinga á seinni árum og bví miður lærir unga kynslóöm þessi. falsrök af vörum hinna fullorðnu Hraðari viðbrögð yfirvalda gagn- vart þ eim sem áberandi eru i þjóðféiaginu og sekir gerast my.ndi vera til mikilla bóta í þessu efni. Það hefur löngum verið vanaa- ,erk hins hyggna löggjafa að semja ekki lög, sem væru gagn- stæð réttarmeðvitund þjóðar- innar. í þeim efnum, sem ég hef minnzt á stangast réttarmeðvit- und og lög ekki á. Enginn mað- ur með óbrjálaða réttlætisvitund getur talið eðlilegt að Iítil börn séu vanin á að vera í sem mestri hættu í umferð. Enginn getur tal- ið æskilegt að unglingar kynnist fyrst algéngustu lögum um leið og þeir eru dæmdir fyrir að brjóta þau. Tslenzkan almenning skortir enn ekki réttsýni en kæruleysi er oft meira en góðu hófi gegnir, og það verður oft þess valdandi að unglingar leggja af stað út f lífið vankunnandi um margt sem þeim er nauðsynlegt að vita til þess að verða heiðarlegir borgarar. Þeir, sem búa í þéttbýli verða að gera sér grein fyrir því að að- staðan er allt önnur en í dreif- býli sveitann.., þar sem allir þekktu alla og almenningsálitið var sterkasti vörður laga og rétt- ar. Enn mun það algengast að menn óska náunga sínum fremur góðs en ills og engin óskar æsk- unni ófarnaðar. Með þessar staðreyndir í huga hljóta þau yfirvöld, sem ábyrgð bera á fræðslu æskunnar að hlutast til um, að hún hljóti í framtíðinni fræðslu um réttindi og skyldur borgaranna. Slík fræðsla ætti einnig að minna for- eldra á skyldur þeirra í þessu efni. Ólafur Gunnarsson. Einar Olgeirsson - kjarnorkuvopnaðar flug- vélar - varnir íslands - þingsköp úrelt - almannavarnir - Einar enn - Kína og Kúba til umræðu á Alþingi Fundir voru bæði í Neðri og Efri deild í Alþingi 1 gær. Fund- urinn í Nd hófst með þvf að Einar Olgeirsson kvaddl sér hljóðs utan dagskrár og varp- aði fram þeirri fyrirspurn, hvað hæft væri í þeim orð- rómi sem m. a. byggðist á um- mælum Mbl. 10. og 12. okt., um að flugvélar varnarliðsins væru búnar kjarnorkuvopnum? Utanríkismálaráðherra Guð- mundur í. Guðmundsson svar- aði því til, að á Keflavíkurflug- velli væru flugvélar, sem út- búnar væru fyrir kjarnorku- vopn. Hins vegar væru slík vopn ekki fyrir hendi þar enn- þá, o^ þyrfti leyfi íslenzku rík- isstjórnarinnar til að flytja inn kjarnorkuvopn. Einar kvaddi sér aftur hljóðs og lét það álit sitt í Ijós, að alls ekki væri hægt að treysta ríkisstjðrninni I þessum málum og krafðist þess að hún léti Al- þingi vita jafnskjótt og hún veitti leyfi til innflutnings kjarn orkuvopna. Utanríkisráðherra kvað það útilokað að gefa nokk ur bindandi loforð um slfkar yf- irlýsingar, og væri aðeins hægt að meta aðgerðir, eftir kring- umstæðum hverju sinni. Eins og sjá má urðu nokkur orðaskipti milli þingmannsins og ráðherrans og fóru þau út í þá sálma, hvort Keflavíkurflug- völlur væri vörn fyrir íslend- inga eða aðeins skjöldur fyrir Bandaríkin. Sló Einar því síðarnefnda föstu og kvað síðan „ráðherr- anum sæmra að viðurkenna strax, að hann hefði í hyggju að fórna sér fyrir auðvalds- skipulagið". Þessar umræður urðu til þess að dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson gerði þær að um- talsefni sínu, og kvað þær sýna enn einu sinni, hversu mikil þörf væri á að endurskoða og endurskipuleggja þingsköp. Með slíkum fyrirspurnum utan dag- skrár, væri hægt að tefja þing- störf óendanlega. „En þegar ég tala um galla á þingsköpum", sagði Bjarni, þá á ég ekki að- eins við fyrirspurnir utan dag- skrár". Nefndi hann síðan út- varpsumræður sem dæmi um urelt þingsköp. Einar gerði athugasemd við ábendingar ráðherrans, tók nú upp hanzkann fyrir hinn 6- breytta þingmann, talaði um skerðingu á rétti og frelsi þing- manna til að láta álit sitt í ljós. Að lokum var hægt að ganga til dagskrár í Neðri deild, frum- varpið um almannavarnir var tekið fyrir. Bjarni Benedikts- son fylgdi því úr hlaði með nokkrum . orðum. „Þörfin og nauðsynin á einhverjum ráð- stöfunum gegn afleiðingum kjarnorkustyrjaldar væri það augljós, að ekki þyrfti að fjöl- yrða um slíkar ráðstafanir. — Maður hefur verið ráðinn til að undirbúa og kynna sér þessi Frh. á bls. 13

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.