Vísir - 16.10.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 16.10.1962, Blaðsíða 10
10 VISIR . Þriðjudagur 16. október 1962. // Það eru mikil laun Framhaid af bls. 9 eftir. Það getur jafnvel orkað öfugt því að hinir vilja vera öðru- vísi og vekja þá heldur á sér at- hygli með strákapörum en engu. — Telurðu, að stefna beri að aukinni sérhæfni í námi þegar á menntaskólastigi? — Ég er ekki hrifinn af sér- hæfingu. Menntaskólarnir eiga að opna sem flestar leiðir, ekki að loka leiðum, og sérhæfingin lokar. Þannig munu líka Bretar teknir að vinna gegn of mikilli sérhæfingu, og ég held ég megi fullyrða, að í verkfræðiskólum Frakka séu kennd humaníóra. — Hvað segirðu um hinn aukna straum nemenda f stærð- fræðideildir skólanna? — Það innritast i stærðfræði- deild allt of margir, sem ekki ráða við stærðfræði og braut- skrást svo með litla eða enga kunnáttu í þeirri grein. Þetta verður svo í heild til þess að draga úr árangri góðra stærð- fræðinemenda, því að of mikill tími af kennslunni gengur til þess að veita þeim slöku ein- hverja lágmarksþekkingu. En hvað um tækniaðstöðu til slíkrar kennslu? — Það er auðvitað, að við er- um gamaldags f kennsluaðferð- um. Ég álít þó samt, að slíkt sé ekki aðalatriðið. Aðalatriðið er að fá nemendurna til þess að vinna sjálfa. Til þess verður hver kennari ¦ að f á þá, og það verður alltaf undir hverjum og einum komið, hvernig hann fer að því. En vitanlega geta góð tæki hjálpað hér til. Við erum mjög á eftir 1 tækni- búnaði, svo mjög, að það er ekki vanzalaust, en þó eru ekki tæk- in einhlít. Mestu skiptir maður- inn á bak við tækin. Það er ekki höfuðatriði að hauga að sér tækjum. Ég var í fyrra á þingi menntaskólakennara erlendis, og þar var einmitt ekki sízt rætt um nauðsyn þess að nýta þessi tæki vel. Við íslendingar erum oft seinir til og hættir svo til að fara út í öfgar. Og leggj- um við þá ógnaráherzlu á að hafa alla hluti flott. Það er viss ræfils- háttur sprottinn af langvarandi fátækt. Engu að síður þarf nauðsyn- lega að gera mikið átak 1 þess- um efnum. Um það erum við allir sammáía . — Heldurðu, að allur þessi raunvísindaáhugi nú á tímum sé heillavænlegur? — Raunvísindi eru svo dýr, að stórþjóðirnar einar virðast hafa efni á að stunda þar frumrann- sóknir að nokkru marki, og það er sárt fyrir litla þjóð að verða kannski að sjá á eftir mörgum sínum beztu sonum til annarra til að iðka þessi vísindi. Mér virð- ist, ef smáþjóðirnar eiga að ná verulegum árangri á þessu sviði, að þær verði að vinna saman og skipta með sér verkefnum. í því sambandi má t .d. minna á ís- lendinga og hafrannsóknir. En við verðum aldrei sérstæð þjóð fyrir raunvísindi. Við verð- um að stunda þau til.að geta lif- að, en þjóð verðum' við aldrei lengi án humaíóra. Það er ekki íslenzk verkmenning, sem heftjr gert okkur sérstaka þjóð, heldur íslenzk bókmenning. Sá andi virðist nokkuð hafa gripið um sig, að sjálfsagt sé, að allir duglegustu nemendurnir fari í stærðfræðideild og raunvísinda- nám. Þetta er hættuleg þróun. í raun og veru eru humaníóra kannski meiri vandi — það er meiri vandi að fást við lifandi sál en dauðan hlut, og það er sami vandamunur, sem kemur fram í þessum tveimur greinum. Ef allir beztu nemendur menntaskólanna halda áfram að fara í stærðfræðideild, óttast ég um íslenzka menningu. Auðvitað má þáttur raunvísindanna ekki verða eftir, en það er uggvæn- legt, ef t. d. íslenzkar bókmenntir og saga hljóta ekki starfskrafta ýmissa beztu nemendanna. — Tjú sagðir minni mun á nemendum nú og fyrr en orð væri á gert. Er ekki mun- ur á lífsafstöðu ungs fólks nti og þá? Þórarinn brosir og dregur við sig svarið. — Eru menn jafn pólitískir og fyrir svona tíu, tólf árum? — Stjórnmálaáhugi hefur stór- um dvínað síðasta hálfa áratug- inn, og hann gat stundum gengið nokkuð langt áður fyrr. Músík- áhugi er meiri, kannski bók- menntaáhugi og svo raunvísinda- áhugi. — Menn byrja lífið miklu fyrr nú í öllum þess myndum, því fylgja sjálfsagt einhverjir kostir. En fyrir bragðið eiga menn minni drauma, og það kann að gera andann fátækari. Feimnin er að hverfa. Auðvitað olli feimnin á- rekstrum, en árekstrunum fylgdi þroski. Menn koma betur fyrir nú, kunna betur ytri kurteisis- venjur, virðast ánægðari. Menn eru úthverfari en áður, en ég veit ekki, nema sú sé hættan að menn verði ekki nógu ihnhverfir, til þess að fá í sig dýpt. Mauriac talar um, að lands- byggðin sé uppeldisstöð metnað- arins. Þetta stendur I sambandi við drauminn. Sveitapiltana dreymir um borgarlífið og þess dásemdir. Menn sem alast upp í borg, verða meiri skeptikerar, þekkja betur borgarlífið 1 þess góðu og slæmu myndum, en það tekur frá þeim drauminn. En draumurinn er veruleiki framtíð- arinnar. Ef hann hverfur, verður veruleikinn hversdagslegur og framtíðin í hættu. Idealisminn er að hverfa. Æskufeimnina vantar — sjarmi feimninnar er, að menn gangi með hiki á vit lífsins, og í því felst lotning fyrir lífinu, sem hverfur hjá þeim frökku. — Þú hefur trú á uppeldisgildi sveitalífsins? — Sveitirnar voru svo góðar með það, að allir höfðu verk- efni við sitt hæfi.' Það er ekkert jafn rriikilvægt í uppeldi og það, að fá börnum verk og viðfangs- efni, sem þeim séu eðlileg. Það eru engir jafnnæmir og börn á það, hvað er ekta og hvað er gerviviðfangsefni. í bæjunum er svo sáralftið til af eðlilegum við- fangsefnum, og það er áreiðan- legt, að fyrir þá sök lenda margir á villigötum. Kannskl vantar okk- ur ekkert svo mjög sem góða menn til að kenna því fólki, sem er á gagnfræðastigi og ekki getur lært á þann mælikvarða, sem lagður er t .d. til menntaskóla- náms. Það væri hættulegt, ef þjóðin ætti að fara að skiptast í stéttir eftir menntun, hér má ekki vaxa upp skríll. — Finnur þú ekki til þess sem skólastjóri úti á Iandi, að Reykja- vík sogi til sín hæfustu starfs- kraftana? — Það bjargar að eiga enn idealista, sem kenna af ást á skólanum. Við gerum of mikið að því að klifa á illa launuðum þrældómi. Það eru mikil laun í sjálfu sér að kynnast gáfuðu og góðu fólki, alltaf nýju og nýju. Þess vegna er svo gaman að vera kennari. Það er ekkert jafn erfitt og að fást við lifandi fólk, en ' það er skemmtilegt viðfangsefni. í kennslu er það alltaf bezt, sem kemur spontant og ðundir- búið — en auðvitað á grund- velli nægrar þekkingar, það er gaman, þegar kannski allt í einu í miðjum tíma rennur upp fyrir manni ljós — sumt kemur ,-kannski frá manni sjálfum, en sumt er fyrir ný áhrif frá nýjum, lifandi sálum. Gallinn við það að kenna of lengi er það, að ljósun- um fækkar hjá manni sjálfum. T þeirri vissu, að meistari eigi enn mörg ljós ókveikt, kveð- ur Vísir hann með þökk fyrir viðtalið. S. S. Heimsmeistarakeppni í plægingum Nýlega fór fram f Hollandij heimsmeistarakeppni í plægingum, og varð ungur Norðmaður sigur- vegari, en Finni var í öðru sæti. Það þótti mjög táknrænt, að keppnin fór fram á einni af hinum nýju eyjum, sem Hollendingar hafa fyllt upp og þurrkað í Zuid- ersee, Eystra Flevolandi, og voru hvorki meira né minna en 35,000 manns viðstaddir keppnina, sem stóð samfleytt í tvo daga. Var fólksstraumurinn svo mikill á keppnina — c _ miklu meiri en gert var ráð fyrir — að lögreglan réð ekki við neitt og umferðar- stöðvanir urðu langar og miklar. Úrslitin komu mjög á óvart, því að sigurvegarinn var 21 árs gamall Norðmaður f rá Drammenhéraðij Hans O. Sylling að nafni, og hlaut hann hinn gullna „Essoplóg" fyrir afrek sitt, en í öðru sæti varð Finni, Eero Aalto að nafni. í þriðja sæti var svo írinn W. G. Wright, sem verið hefir í fyrsta eða öðru sæti á öllum plægingamótum eftir stríðið. Þátttakendur voru alls 36 frá 19 þjóðum og til dæmis var Danmerk- íþróttir — Framhald af bls. 2. Nú á næstunni mun landsliðs- nefndin velja leikmenn til samæf- inga sem fram munu fara í íþrótta- húsinu á Keflavíkurflugvelli svo og þrekæfingar undir stjórn Bene- dikts Jakobssonar. ÁRSÞING. Ársþing Handknattleikssam- bands íslands verður haldið n. k. laugardag i íþróttahúsi K.R. við Kaplaskjólsveg. Hefst þingið kl. 1,30 stundvfslega. urmeistarinn, sem heitir Lindgurd Jensen, aðeins í 21. sæti. FÉLAGSLIF Munið aðalfund Skíðaráðs Reykja víkur miðvikudaginn 17. okt. kl. 8.30 e.h. í Kaffi Hóll uppi. KFUK. A.D. Hlíðarkvöldvaka í kvöld kl. 8.30. Takið handavinn- una með, myndir frá norræna mót- inu í sumar, kaffi o.fl. Allt kven fólk velkomið. Sundæfingar sunddeildar Í.R verða . í Sundhöll Reykjavíkur mánudaga og miðvil.udaga kl. 6.45 til 8.15 og' föstudaga kl. 6.45—7.30 e.h. Þjálfari verður hinn kunni þjálfari Jónas Halldórsson. Nýir félagar velkomnir. Sunddeild l.R Kristniboðssamkoma. — Kristni- boðsfélagið í Reykjavík (karla) efnir til kristniboðssamkomu í Hallgrímskirkjú arinað kvöld, mið- vikudag, kl. 8.30. Kristniboðshjón- in frá Konsó, Margrét Hróbjarts- dóttir og Benedikt Jasonarson, tala. Tekið verður á móti gjöfum til starfsins í Konsó. — Allir eru hjartanlega velkomnir. Samkoman í Betaníu fellur niður. KENNSLA mu 0§ wmmmm HRAFNÍSTU344.SÍMÍ 38443 LESTUR • STÍLAR -TALÆFÍNGAR Nátfúrulækninga- félag íslands auglýsir: Drætti í happdrætti félagsins hefir verið frestaÖ til 23. des. n.k. tórmerk iókakaup Alfræðibók (á dönsku í 10 bind- um fyrir aðeins kr. 640.00. Fyrsta bindið (sem þér getið keypt án skuld- bindingar um áskrift) kostar aðeins kr. 10. - SESAAA — þessi nýja glæsilega alfræði- bók — var upphaflega gefin út hjá Bertelmanns, einu £*ærsta bókafyrirtæki Þýzkalands, en hefur nú einnig komið út f Belgíu, Hollandi, Bandaríkjun- um og ítalíu. Allt verkið er meira en 2200 lesmálssíður, með 950 mynd- um í lesmálinu, 180 myndasíð- ur, þar af 36 í litum. Fyrstu þrjú bindin koma fyrir jól, allt verkið fyrir 1. sept. 1963. — Fyrsta bindið kostar kr. 10.00, hin bindin kr. 70.00 (hvert bindi). ^K Þetta er fyrsta flokks upp- sláttarbók i nýtízku sniði, bundin í fallegt band. Komið — kaupið fyrsta bindið á kr. 10.00. Komið á meðan eitthvað er til. Er SESAM ekki hentug jólagjöf? Bókaverzlun ísafoldar 1S om f$É2T~Q mtm !.&*:!) .^,'í,o-as.Æii*St3B

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.