Vísir - 16.10.1962, Blaðsíða 11

Vísir - 16.10.1962, Blaðsíða 11
9B\WHrt»H'.tiWI Neyöarvaktin sími 11510. hvern virkan dag .nema laug. ;daga kl 13—17 Holtsapótek op Garðsapótek eru opin virka daga kl. 9—7, laugar daga kl. 9-4. helgidaga kl. 1-4 Apótek Austurbæjai er opið virk* daga kl 9-7 lausardasa kl 9-4 Næturvarzla vikunnar 13 — 20. október er í Reykjavikurapóteki. Útvarpið Þriðjudagur 16. október Fastir liðir eins og venjulega. 20.00 Góðir söngvarar taka lagið. 20.15 Rússlandsherferð Napóleons síðara erindi, (Jón Guðnason cand. mag). 20.40 Tónleikar. 21.00 Tómasarkórinn í Leipzig 750 ára: Dr. Hallgrímur Helgason kynnir kórinn með erindi og tónleikum. 21.45 íþróttir (Sigurður Sigurðs- son). 22.10 Lög unga fólksins (Reynir Axelsson). 23.00 Dagskrár lok. Miðvikudagur 17. október. Fastir liðir eins og venjulega. 20.00 Jón Oddgeir Jónsson full- trúi talar um fyrstu hjálp á slys- stað. 20.05 Létt lög. 20.20 Hvað á að verða um gamla fólkið? erindi eftir Grethe Ásgeirsson (Séra Sveinn Víkingur flytur). 20.50 íslenzk tónlist. 21.10 Ferða- þáttur frá Noregi: Sigurður Gunn- arsson kennari segir frá þjóðminja safninu á Byggðarey. 21.30 Píánó- músík. 21.40 Or ýmsum áttum (Ævar R. Kvaran). 22.10 Kvöld- sagan „lí sveita þíns andlits" eftir Moniku Dickens, XIII. (Bríet Héð- insdóttir). 22.30 Næturhljómleik- ar: Frá tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands í Háskólabíói 11. þ.m. síðari hluti. Stjórnandi Willi- am Strickland. 23,10 Dagskrárlok. Gullkorn Og er ég kom til yðar, bræður og boðaði yður leyndardóm Guðs, kom ég ekki með frábærri mælsku snild eða speki, því að ég ásetti niér að vita ekkert á meðal yðar, nema Jesúm Krist, og Hann kross- festan. Og orðræða mín studdist ekki við sannfærandi vísdómsorð, heldur við sönnun Anda og kraftar 1. KorJ. 2—4." Tímarit Fyrir skemmstu kom út októ- ber hefti tímaritsins Satt, og flytur það margvíslegar greinar að vanda íslenzku frásagnirnar eru um Jör- und hundadagakonung, „Sæfarinn sem sigraði ísland", og er þetta sjötti hluti þessarar fróðlegu frá- sagnar, og dulræna frásögnin „Við sjúkrabeðið", sem skráð er af Andrési Andréssyni klæðskera, sem er maður mjög næmur fyrir áhrifum annars heims, svo sem kunnugt er. Annað efni er Dýr- keypt paradís, Gátai. ráðin, Kapp er bezt með forsjá, skrítlur o.fl. Ritstjóri og útgefandi er Sigurð- ur Arnalds. Umferðaröngþveiti Eins og myndin ber meS sér verða fótgangandi að fara út á götunu til að komast áfram, því að vörubifreiðin fyllir gang- stéttina. Þetta er þeim mun alvarlegra þar sem þetta á sér stað á Laugaveginum, aðal umferðargötu borgarinnar. ÞaS má sjá að bifreiðarnar aka mjög nálægt gangstéttinnl, svo að fótgangandi fólk má gpeta sin, ef ekki á að hljótast neitt slys af þessu ráðslagi bílstjór- ans. Fundahöld Kvenréttindafélag íslands. Fundur verður haldinn í Félags- heimili Hins íslenzka prentarafé- Iags að Hverfisgötu 21, þriðjudag- inn 16. október kl. 20.30, stund- vfslega. Fundarefni: Forspjall. Frétir úr erlendum blöðum. 2. Séra Bragi Friðriksson. Tillögur Æskulýðsráðs um fjölskyldukvöld á heimilum. 3. Frú Laufey Olson flytur erindi og sýnir myndir. 4. Félagsmál. Félagskonur mega taka með sér gesti að venju. Kvenfélag Neskirkju heldur fund í félagsheimilinu miðvikudaginn 17. október kl. 8,30 e.h. Fundar- efni: Vetrarstörfin. Konur eru beðnar að fjölmenna. Tímarit Út er komið 3ja tölublað af kvennablaSinu „Frúin" og er það vandað og vel úr garði gert eins og hin fyrstu, ssm út komu. Útgefandi og ritstjórar virðast hafa fundið það form, sem ætti að henta konum mjög vel, að því er snertir læsilegt kvennablað, og segja má, að þetta blað fylli skarð sem verið hefir í blaðaútgáfu hér á landi að þessu leyti um langt skeið. Auk þess er blaðið svo ódýrt, þegar miðað er við efni allt og stærð, að önnur tímarit standa því ekki á sporði að neinu leyti. Af efni þessa rits má nefna grein ar um Kleópötru Hina fögru, Helenu Rubinstein, bandarísk hjón, sem hafa tekið að sér 10 þeldökk börn. „Leyfið börnunum að koma", myndaopna. Frá liðnum dögum eft- ir Benedi'.-t frá Hofteigi. Foreldra- fundur í skólum, viðtal við Guð- rúnu Jóhannsdóttur. Islenzk hjón búsett í Perú, viðtal við Öldu Snæ- hólm. Hvíld og afslöppun. Fegursta amma heims, og margt fleira til fróðleiks og skemmtunar. Má þar sérstaklega benda á mataruppskrift ir, fallegt peysumunstur og sitt hvað annað, sem allar konur, giftar sem ógiftar hafa gagn og gaman af að lesa. Ritstjórar Frúarinnar eru Magda lena Thoroddsen og Guðrún Júlíus- dóttir. Stjörnuspá morgundagsins Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Þér ætti að reynast auðvelt að meðhöndla fólk almennt í dag í þeim samskiptum sem þú kannt að eiga við það. Sérstaklega for- ráðamenn. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Fjár málin eru undir hagstæðum á- hrifum í dag, sérstaklega er stuðnings að vænta frá fólki i valdastöðu. Hentugt að ditta að eignum sínum svo sem húsum Tviburarnir, 22. mai til 21. júni: Hér er annar ágætur dagur til að framfylgja persónulegum áhuga- málum sínum. Sértu innan tví- tugs og óbundinn þá er dagur- inn hentugur til að stofna til ásta kynna. Krabbinn, 22. júní til 23. júli: Þú getur orðið sjálfum þér til mests hagræðis með þvi að halda áfram að starfa að tjaldabaki, þar sem aðrir eru ekki að ónáða þig. JSMJA Ég skil ekki hvers vegna það er ekki allt i lagi að ég borði lakkrís- konfekt á meðan þér eruð að stynja upp bónorðinu — — — . Ljónið, 24. júlf til 23. ágúst: Þér ætti að vera kleift að njóta að- stoðar vina þinna við að komast i betri sambönd heldur en þú hefur verið i til skamms tfma og kynnast þannig fólki i valda- stöðum. Meyjan, 24. águst til 23. sept.: Dagurinn er heppilegur atvinnu- lega þar sem áhrifa fólk eða yfirmenn geta orðið þér að miklu liði víð að efla hróður þinn og álit. Vogin, 24. sept. tU 23. okt.: Nú ætti þér að bjóðast gott tœki- fiæri til að framfylgja framtfðar- áætlunum þínum og hugmyndum að tilstuðlan áhrifamanna eða forráðamanna. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Þér ætti að berast haldgóðar upp lýsingar varðandi viss fjárhags- lega þar sem áhrifafólk eða haldi við að innheimta hjá skuldu naut. BogamaSurinn, 23. nóv. til 21. dse.: Þessi dagur er einnig happa drjúgur í sambandi við hjðna- bandið og samskipti þín við nána félaga. Þú gætir einnig haft gagn af háttsettu fólki. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Ástamálin eru nú. undir góðum áhrifum,' þannig að gott er að stofna til nýrra kynna í þeim efnum. Listræn tjáning er einnig undir góðum afstöðum. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Ýmsar framkvæmdir sem til- heyra þér persónulega ættu að geta gengið vel í dag. Þu ættir að geta notfært þér aðstoð „sterk ra manna" á þvf sviði. Fiskarnir, 20. febr. til 20. marz: Ef þú þekkir einhverja þá aðila, sem eru í góðum samböndum og þig hefur lengi langað til að bjóða til máltíðar á heimili þínu þá er dagurinn í dag einmitt hentugúr til þess. THEMUSICAL IS REAC;. FOR OPENINS NIGHT OUT OF TOWN. P TO EXPLAIN YOUR PRESENCE HERE/ PBSrAOHO, YOU'KE TO JOIN THE SIN6ING WAITERS IN THE BOWERr WMBBR... \! I SAY EXCELLENT CASTING. IU START UNLIMBERINS- THE VOCAL COR SORRY, YOU'RE.\ NOT TO SING A NOTE. JUST OPEN ANP CLOSE YOUR MOUTH/ Verið er að undirbúa frum- sýninguna. Allt í lagi drengir höldum áfram. „Mundu Desmond, að ef ein- hver spyr þig hvaða hlutverk þú hafir hér, þá ertu einn af „syngj- andi þjónunum". „Ágætt, ég fer strax að þjálfa röddina". „Þvi miður þú átt ekki að reka upp bofs, aðeins að opna og loka munninum til skiptis." nirvnMi i,'

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.