Vísir - 17.10.1962, Blaðsíða 3

Vísir - 17.10.1962, Blaðsíða 3
VlSIR . Miövikudagur 17. október 1962. «1 ippil Heimur barns og dýra Að hausti kveðjast sumar- Iangir vinir með söknuði. í nokkra mánuði hefur bæjar- barnið kynnzt ævintýraheimi náttúrunnar og dýranna. Það þekkir nú mýkt flipans á hest- inum, fótafimi lambsins, mak- indalegt baul kúnna sem rífa upp grasið með stórri tungunni með einkennilegu hvisshljóði. Það þekkir vináttu hundsins, malið í kettinum sem sleikir sig allan í bak og fyrir þar sem sólargeislinn er heitastur og umfram allt þekkir það ærsli kálfsins, þessa kostulega fyrir- bæris í heimi dýranna sem ekki þekkir enn takmörk sín og heldur að sér sé ætlað að hlaupa um eins og hestur. Bamið þekkir leyndardóminn um döggina, grámózku regns- ins f hlíðinni og dægurlag þess- arar veraldar Ieikur Iækurinn á sjálfan sig, glaðklakkalegur eins og ljósbrot á daggardropa. En lengra í fjarska, handan við ásinn flytur fossinn hina alvar- legri tónlist með alvarleik þess sem aldrei lætur bugast. Og bamið verður hluti af þessari tilveru unz haustþokan sezt að í lægðunum á kvöldin og nóttin nær aftur dimmu sinni. Þá gengur barnið út að kveðja. Það talar við hcstinn og tekur í halann á kálfinum en enginn veit hvort hryggara er, barn eða dýr. Ef til vill bíða endur- fundirnir handan vetrarins, ef til vill Iiggja líka aðrar leiðir saman. En minningin lifir og stendur bæði ofar vetri og tíma. ■

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.