Vísir - 17.10.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 17.10.1962, Blaðsíða 7
VÍSIR . Miðvikudagur 17. október 1962. -7 / Fjárlugarssðæra á Fyrsta umræða fjárlaganna fer fram í Sameinðu þingi þriðju- daginn 23. þessa mánaðar og verð- ur útvarpað að venju. Gannar Thoroddsen fjármálaráð- he’rra flytur þá framsöguræðu, gerir grein fyrir hag ríkisins á þessu ári og væntanlegum tekjum og gjöldum á næsta fjárhagsári. Að ræðu hans lokinni fiytja full- trúar flokkanna ræður sínar, og að því búnu svarar fjármálaráðherra í stuttri ræðu, en að endingu verð- ur frumvarpinu vísað til 2. um- ræðu og fjárveitinganefndar. íslenzk flugfreyja þjónar Strákur" til Siglufjarðar Til Siglufjarðar er kominn nýkeyptur bátur með nafninu Strákur SI 145, áður Páli iPálsson frá Hnífsdal. Báturinn er um 60 rúmlestir, 6 ára gamail, með öllum nýjustu tækjum og útbúnaði til síldveiða og veiða með .et og línu. Eigandi bátsins er hlutafélagið Ver, sem nokkrir ungir Siglfirðingar standa að. Framkvæmdastjóri félagsins er Pétur Þorsteinsson, en skipstjóri á bátnum er Sigurjón Jóhannsson. Báturinn fer á veiðar næstu daga og mun leggja afla sinn upp hjá hraðfrystihúsi SR. ■— ÞRJ. KENNEDY Alda Guðmundsdóttir er eina flugfreyjan í flugfreyjuhóp bandaríska flugfélagsins Pan American Airways. Alda var nýlega valin ein af fjórum flug- freyjum félagsins til að ganga um beina í eir.kaflugvél Kenne- dy Bandaríkjaforseta, en hann er nú á kosningaferðalagi um öll Bandaríkin. Alda og hinar flugfreyjurnar þrjár eru ráðnar í þessa ferð yfir allan októbermánuð. Þær eiga að annast hin venjulegu störf flugfreyjunnar um borð í flugvél forsetans. Með forsetan- um eru ráðgjafar og aðstoðar- menn, og hefur forsetinn beint símasamband við Hvíta húsið, en það er óhætt að segja að hann stjórni landi sínu úr flug- vélinni, meðan hann er á ferða- laginu. Við sáum nýlega fallegt flug- málablað, sem gefið er út í V- Þýzkalandi. í því var sagan af Öldu og franskri vinkonu henn- ar, sem einnig er flugfreyja hjá Pan American, þegar þær hitt- ust, óvænt í London, eftir þriggja mánaða aðskilnað. Þá voru þær búnar að fljúga heims hornanna á milli. Með frásögn- inni voru myndir á fjórum síð- um, af Öldu og vinkonu henn- ar. Hér eru tvær þeirra: Alda t. h. og vinkona hennar Daniella Dott hittast, hin myndin: Vin- konurnar á útiveitingastað í London. Þjóðviljinn i stað fímans Ung stúlka á Seltjarnarnesi sagði upp Tímanum fyrir nokkr um dögum. Blaðið spurði um ástæðurnar fyrir uppsögninni, og gat stúlkan ekki sagt ann- að en allt gott um blaðið. en kvaðst ætla að hætta í bili. — Tíminn hætti strax að koma til hennar, en næsta dag fékk hún óvænt Þjóðviljann, og hefur fengið hann síðan. Er þetta samstarf stjórnarandstöðuflokk anna? Krefst innganga í EBE st j ór nar skr árbr ey tingar ? Verkstjóranámskeið hafin Verkstjóranámskeiðin, sem stofn að var til með lögum frá 1961, hófu starfsemi sína s.l. mánudag Þegar hefur verið ákveðið að halda tvö námskeið á þessu ári. Aðsókn virðist ætla að verða mikil. Fjöldi fyrirtækja og ein- staklinga hafa spurzt fyrir um fyrirhugaða starfsemi námskeið- anna. Námskeiðið sem hófst í gær er fullskipað, en enn er hægt að bæta nokkrum þátttakendum í námskeið sem hefst 19. nóv. n.k. Námskeiðin verða til húsa í húsa kynnum Iðnaðarmálastofnunar Is- Framhald á bls. 13. Ólafur Jóhannesson prófessor flutti erindi í hátíðasal Háskólans í fyrradag urrt stjórnarskrána og þátttöku íslands í alþjóðastofnun- um. Rakti hann þátttöku íslands í alþjóðasamvinnu og sagði að ekki hefði verið talin ástæða til að breyta stjórnarskránni vegna þeirra alþjóðasamninga, sem við hefðum þegar gerzt aðilar að þótt oft hefðu miklar deilur staðið við gerð þeirra. Á þeim og aðild að Efnahagsbandalaginu væri og grundvallarmunur. EBE væri „yfir- ríkjastofnun", eins og hann orð- Alþingi aði það, þar sem vissum hluta af ákvörðunarrétti um landsmál væri afsalað í hendur alþjóðastofnunar og taldi prófessorinn að aðalreglan hlyti að vera sú, að ísland gæti ekki gerzt aðili að alþjóðastofnun- um á borð við EBE nema með sér- stakri stjórnlagaheimild, eða und- angenginni stjórnarskrárbreytingu en játaði þó jafnframt, að sú á- kvörðun væri ekki óumdeilanleg. Ólafur Jóhannesson sagði m. a.: „Það verður að setja skilvirkar skorður við þátttöku íslands í þvi- líkum stofnunum og því valdaaf- sali, er þar af leiðir. Vegna smæð- ar sinnar, sögu sinnar og marg háttaðrar sérstöðu er eðlilegt að íslendingar sýni mikla varúð í þeim efnum. Á hinn bóginn er heimskulegt og gagnslaust að stinga höfðinu niður í sandinn og loka augunum fyrir þeim straumhvörfum, sem nú eru að myndast á sviði milliríkja- samvinnu. Það er barnalegt að halda að sú samvinna fari að öll fram hjá okkur íslendingum.“ Engir fundir voru á Alþingi í gær vegna jaröar- farar Jóns Kjartanssonar, sýslumanns og fyrn. alþingismanns.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.