Vísir - 17.10.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 17.10.1962, Blaðsíða 9
V í SIR . Miðvikudagur 17. október 1962. 9 Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra: j Launamál opin- ' berra starfsmanna Tvíþætt barátta. Barátta opinberra starfs- manna í kjaramálum hef- ur um langan aldur verið tvíþætt. Annars vegar hærra kaup og aðrar kjarabætur, hins vegar samningsréttur við ríkisvaldið, í stað launa- laga, sem ákveða kjörin. Lögin um kjarasamninga. Varðandi síðara atriðið, samningsréttinn, hefur tek- izt að finna lausn, sem bæði fulltrúar ríkisins og hinna opinberu starfsmanna féll- ust á. Sú lausn var lögfest á Alþingi f vor með" lögunum um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Þau lög marka tímamót í sögu íslenzkra launamála. Þau gjörbreyta þeirri skiþan mála, er þangað til hafði verið í gildi. Áður setti Alþingi launalög, sem skipuðu starfsmönnum í á- kveðna launaflokka og mæltu fyrir um laun í hverjum flokki. Nú er horfið frá því. Launalög skulu ekki framar sett, heldur kjarasamningur gerður milli ríkisins og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja sem jafnrétthárra samningsaðilja. Hinir opinberu starfs- menn fengu langþráðan samningsrétt viðurkenndan, en Alþingi afsalaði sér ein- hliða ákvörðun um launamál- in, í fullu, - og að mínu á- liti rökstuddu, - trausti til sannsýni og ábyrgðartilfinn- ingar hinna opinberu starfs- manna. Verkföll opinberra starfsmanna eru ólögleg. Með lögunum um kjara- samninga er samningsréttur veittur og viðurkenndur, en ekki verkfallsréttur. Verk- föll opinberra starfsman.na eru ólögleg og refsiverð, hvort sem þau eru nefnd verkfallsnafni eða klædd i grímubúning hópuppsagna frá sama tíma. Má?.smeðferð Lögin um kjarasamninga mæla rækilega fyrir um und irbúning samninga og máls- ir næstu mánuði. Hafi sam- komulag ekki náðst fyrir 1. meðferð. Bandalag opinberra starfsmanna skal skipa Kjara ráð, sem undirbýr málin af Gunnar Thoroddsen. hálfu bandalagsins, er í fyrir svari fyrir það og samnings- aðili af þess hendi. Önnur samninganefnd er skipuð af ríkisstjórninni. Viðræður þessara tveggja samninganefnda eru hafn- ar. Þær munu standa yf- jan. 1963, skal sáttasemjari ríkisins leita um sættir. Ef sáttaumleitanir leiða ekki til árangurs fyrir 1. marz, geng- ur málið til Kjaradóms. Er hann skipaður 5 dómendum. Þrír eru valdir af hæstarétti, einn af BSRB og sá fimmti af ríkisstjóminni. Kjaradóm- urinn kveður upp fullnaðar- úrskurð um laun opinberra starfsmanna. Hvort sem samningar tak- ast eða kémur til kasta Kjara dóms, skulu hin nýju launa- ákvæði ganga i gildi 1. júlí 1963 og gilda í tvö ár. Undirbúningur Kjararáðs. Kjararáð BSRB hefur lagt mikla vinnu í öflun upplýs- inga og undirbúning undir tillögur sínar. Þær tillögur voru lagðar fyrir þing banda- lagsins nýlega og hefur verið skýrt í blöðum frá aðalefni þeirra. Tillögur Kjararáðs eru um 31 launaflokk í stað 15 sam- kvæmt núgildandi launalög um. Þær gera ráð fyrir veru- legum kauphækkunum og eru þær hlutfallslega mestar til þeirra, sem verða í launa- hæstu flokkunum. Mun það gert til þess að mæta óskum háskólagenginna manna og annarra, sem mikillar sér- menntunar hafa notið og sem telja sig hingað til hafa borið skarðan hlut frá borði. Útgjöld ríkissjóðs Mjög hefur verið um það spurt, hvað launatillögur kjararáðs mundu kosta ríkis- sjóð. Útgjöld ríkissjóðs vegna launa, ásamt þeim greiðslum, sem jafnan fylgja launa- breytingum, munu nú nema 5-600 milljónum á ári, og er það um fjórðungur allra út- gjalda ríkissjóðs. Þótt ógerningur sé að á- ætla með vissu um heildar- 1 hækkun launa samkvæmt f kjararáðstillögunum, mun | ekki varlegt að telja, að hún j verði undir 100%. En þegar j meta skal útgjaldahækkun j ríkissjóðs af þessum sökum, j ber um leið að hafa það j tvennt í huga, að hin hækk- j uðu laun skila hærri tekju- j (skatti >og aði Kjararáð.iímuBnj ætlast til þess að margvísl. j aukagreiðslur og launabætur falli niður. Meginsjónarmið. Við þá endurskoðun á launakjörum opinberra starfs manna, sem stendur nú fyrir dyrum, -verður að hafa í huga þessi meginsjónarmið: 1) Opinberir starfsmenn þurfa og eiga að fá kjara- bætur. 2) Rétta þarf hlut þeirra, sem með löngu og dýru námi hafa búið sig undir ábyrgðar- mikil störf. 3) Hve mikið þarf að hækka tolla og skatta, til þess að borga kjarabæturnar, og hver áhrif hafa þær hækk anir opinberra gjalda á lífs- kjörin í landinu almennt. Ný launaákvæði frá 1. júlí 1963. Þegar lögin um kjarasamn inga voru sett á síðastliðnu vori, var ákveðið að hin nýju launaákvæði skyldu taka gildi 1. júlí 1963. Sá frestur var nauðsynlegur vegna þess geysimikla undirbúnings- starfs, sem áður þarf að vinna. Þótti þá ýmsum biðin löng. En það sýnir þegnskap og þjóðfélagsþroska opin- berra starfsmanna, að þeir féllust á og sömdu um að þrauka þennan biðtíma. Og þjóðfélagið hlýtur að ætlast til þess, að allir opinberir starfsmenn standi við þenn- an sáttmála, og að enginn hópur manna skerist þar úr leik. „17. brúðan“ Þessi niynd er af Guðbjörgu Þorbjarnardóttur í hlutverki sínu í leikritinu „Sautjónda brúðan", sem sýnt er um þessar mundir f Þjóðleikhúsinu og hefur hlotið mjög góða dóma gagnrýnenda. Þetta er fyrsta leikritið, sem komið hefur frá Ástralíu og vakið hefur heimsathygll. Verkið er frumstætt og býr yfir sérstæðum krafti og ætti enginn sem ann góðum leikbókmenntum að láta þessa sýningu fram hjá sér fara. Næsta sýning verður í kvöld. Fjáröflun vandkvœða mest i Reykjavík Sunnuúagurinn 7. þessa mánað- ar var berklavarnadagur, eins og verið hefur í nær aldarfjórðung og voru merki og blaö SlBS seld um Iand allt eins og venjulega. Vfsir hefur leitað til Þórðar Benediktssonar, framkvæmdastj. Sambands íslenzkra berklasjúk- linga, og spurt hann um árangur- inn að þessu sinni. Lét Þórður vel af honum, enda eiga samtökin samúð allra hugsandi manna, svo sem réttmætt er, þar sem þau berjast gegn óvini allrar þjóðar- innar og afleiðingum árása hans, svo og vegna þess að samtökin færast æ meira í fang og láta til sín taka á stærra sviði. Þó er nú svo komið, að fjár- öflun er einna vandkvæðamest í Reykjavík, og stafar það engan veginn af því, að borgarbúar sýni málefn’ w tómlæti, heldur er ástæð an sú, að erfitt er að fá nægilega mörg börn til að selja merki og blað samtakanna, og fullorðnir fást eigi til þess. En hugur Reykvik- inga sést á þvf, að þeir, sem hafa ekki fengið heimsókn sölubarna, hafa sjálfir leitað til bækistöðva samtakanna til þess að kaupa blað og merki. Að þessu sinni urðu tekjur berklavarnadagsins næstum 370 þúsund krónur, en voru heldur minni í fyrra. Hér f Reykjavík urðu tekjurnar um 170 þúsund krónur, urðu í fyrra 114 þúsund, og úti á landi komu nú inn um 250 þús. krónur, en á s.l. ári urðu tekjurnar um 236 þúsund þar. m Askriltarsíminn er 1 16 60 # !

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.