Vísir - 17.10.1962, Blaðsíða 15

Vísir - 17.10.1962, Blaðsíða 15
VIS i R . Miðvikudagur 17. október 1962. 75 Friedrich Dúrrenmsitt GRUNll ©P!B CCPENHAGEN ©© hvers alúðlegs borgara, nýlokið enn einni útgáfu „Eplakjarnans" sem raunar ■ var sérlega ömur- legt eintak, þar sem hann réðist á læknastéttina og beindi örv- um sínum að óþekktum, og sennilega upplognum lækni, aug sýnilega í þeim tilgangi einum, að vekja hneyksli. Hversu til- hæfulaus árásin var má sjá af því, að rithöfundurinn, sem í greininni skorar á lækninn að gefa sig fram við ríkislögregl- una í Zíirich, hældi sér á sama tíma um af því, að hann væri að fara í tíu daga ferð til Parísar. En til þess kom ekki. Hann hafði þegar frestað förinni um einn dag, er hann bauð þrem kunningjum sínum, þeim Bötz- inger tónskáldi og stúdentunum Friedling og Stúlrer, til kvöld- verðar f hinni fátæklegu íbúð sinni. Um fjögurleytið um nótt- ina fór Fortschig, sem var mjög drukkinn, á salemið, sem er and spænis herbergjum Fortschig hinum meginn í ganginum. Þar sem hann skildi dyrnar eftir opn ar, til þess að lofta eilítið út reykjarsvælunni, sáu hinir þrír, sem sátu við borð Fortschigs, aílan tímann salernishurðina, og tóku ekki eftir neinu sérstöku. Þegar Fortschig var ekki enn kominn að hálftíma liðnum, urðu þeir órólegir, og er hann svaraði ekki hrópum þeirra og barsmíð, hristu þeir og skóku hurðina, en gátu ekki opnað hana. Lögregluþjónninn Gerber og öryggisvörðurinn Brenneis- en, sem Bötzinger sótti niður á götuna, brutu hurðina upp með valdi. — Vesalings maðurinn fannst liggjandi í hnipri á gólf- inu. Dauðaorsök er ekki ljós. Samt kemur ekki til mála, að hér sé um glæp að ræða, eftir því sem Lutz rannsóknardómari hefur upplýst. Enda þótt rann- sókn bendi til, að einhver þung- ur hlutur hafi hæft Fortschig að ofan, gera kringumstæðurnar það að engu. Ljósraufin, sem salernisglugginn opnast út í (sal ernið er á 4. hæð), er mjó, og það er óhugsandi, að maður hafi getað klifrað upp eftir henni. Tilraunir lögreglunnar sanna það, svo ekki verður um villzt. Og hurðinni var lokað að innan, á því er enginn vafi. Á henni er ekkert skráargat, heldur er henni lokað með þungri loku. Og enda þótt við getum gengið út frá því sem vísu, að rithöfundurinn hafi fall- ið, ekki sízt þar eð hann var dauðadrukkinn, að því er pró- fessor Dettling staðfesti, þá verður það engin skýring á dauða Fortschigs. Er gamli maðurinn hafði les- ið þetta, lét hann blaðið síga. Hendur hans klóruðu ofsafengið í ábreiðuna. „Dvergurinn, dvergurinn," æpti hann upp yfir sig, er hon- um hafði skilizt hvernig Forts- chig hafði látið lífið. „Já, dvergurinn,“ svaraði ró- leg, en þóttafull rödd úr dyrun- um sem hljóðlaust höfðu opn- azt. „Þér verðið að fyrirgefa, herra lögreglufulltrúi, að ég skuli hafa aflað mér böðuls. sem erfitt er að hafa upp á. í dyrunum stóð Emmenberger. KLUKKAN. Læknirinn lokaði dyrunum. Hann var ekki í lækniskyrtli, eins og gamli maðurinn hafði séð hann fyrst, heldur í dökk- um, röndóttum fötum, með hvítt bindi við silfurgráa skyrtuna. Útlit, sem virtist fengið með nákvæmri yfirvegun. Hann var 1 með gula skinnhanzka, eins og hann væri hræddur um að ó- hreinka sig. „Nú skulum við tala saman eins og tveir Bemar-búav,“ sagði Emmenberger og hneigði sig kurteislega, fremur en hæðnislega fyrir hjálparvana sjúklingnum, sem líktist engu fremur en beinagrind. Síöan greip hann stól fram undari tjald inu, sem hann ýtti til hliðar. Svo settist hann við rúm gamla mannsins. Hann sneri stólbak- inu að rúmi Barlachs og settist á hann klofvega með brjóstiö að stólbakinu og krosslagði Hættu ao elta mig — — — handleggina á því. Gamli mað- urinn hafði áttað sig á ný. Hann tók dagblaðið, braut það vand- lega saman og lagði það á nátt- borðið. Síðan krosslagði hann handleggina undir hnakkanum, af gömlum vana. „Þér hafið látið drepa Forts- chig,“ sagði Bárlach. „Þegar maður kveður -svo á- kafur upp dauðadóm yfir öðr- um, finnst mér hann eiga skilið að fá eftirminnilega refsingu,“ svaraði ninn sömu rólegu rödd- inni. „Sem sagt ritmennskan á ný orðin hættuleg, og af því hefur hún aðeins gott.“ „Hvað viljið þér mér?“ spurði lögreglufulltrúinn. Emmenberger hló. „Það er þó fyrst og fremst ég, sem ætti að spyrja: Hvað viljið þér mér?“ „Það vitið þér upp á hár.“ „Reyndar," svaraði læknirinn. „Það veit ég upp á hár. Og þér munuð komast að raun um hvað ég vil yður.“ Emmenberger stóð upp og gekk yfir að veggnum með dans andi konunum og körlunum og virti hann fyrir sér. Hann sneri baki í lögreglufulltrúann. Ein- hvers staðar hlaut hann að hafa þrýst á hnapp, því að veggur- Tarzan kcvm aftur í Indíána- og þegnum hans, að nú gætu um boga, kvaddi hann og hélt mikil ævintýri, og í þetta skiptið þorpið og tilkynnti höfðingjanum þeir lifað í friði. á braut var það dýratemjari nokkur sem ________________________________________Þegar hann hafði orðið sér út en eins og ávallt, biðu hans átti sinn þátt í þeim. 40^ Barnasagan KALLf 9 græn púfa- (jaukub inn Þegar allir fjársjóðsleitarmenn irnir voru búnir að fá sinn hlut af perlunum, héldu þeir til skips Stýrimaðurinn var sá eini sem hikaði. Hann hafði fundið gaml- an páfagauk, sem gat ekki verið inn opnaðist hljóðlaust. Handan við hann kom í ljós stórt her- bergi með glerskápum, og í þeim voru alls kyns handlækn- ingatæki. Gljáandi hnífar og skæri í málmhylkjum, baðmull- arhnoðrar, sprautur, flöskur með alls kyns vökvum og þunn, rauð leðurgríma. Öllu þessu var raðað niður af stökustu reglu- semi. í miðju herberginu var skurðarborð. Þungur málm- skermur seig hægt og ógnandi fyrir gluggann. Herbergið bað- aðist skærri birtu frá neon ljós- rörum, sem fest voru á milli speglanna í loftinu og yfir skáp- unum hékk neðan á loftinu í bláleitu ljósinu stór, grænleit sjálflýsandi skífa. Þetta var klukka. „Þér ætlið að skera mig án deyfingar," hvíslaði gamli mað- urinn. Emmenberger svaraði ekki. „Þar sem ég er veikburða gamalmenni, geri ég ekki ráð fyrir, að yður finnist ég hug- hraust fórnardýr,“ hélt gamli maðurinn áfram. „Ég er hrædd- ur um að ég reki upp óp.“ Þessu svaraði læknirinn held- ur engu. „Sjáið þér klukkuna?" spurði hann aftur á móti. „Ég sé hana,“ svaraði Bár- lach. „Hún er nú hálf ellefu," sagði hinn og bar hana saman við arm bandsúr sitt. „Klukkan 7 mun ég skera yður.“ „Eftir átta og hálfa klukku- stund." „Eftir átta og hálfa klukku- stund,“ staðfesti læknirinn. „En nú skulum við tala svo- lítið saman, herra minn. Við komumst ekki hjá því, en síðan skal ég ekki ónáða yður. Sein- ustu stundirnar er bezt að eiga fyrir sig, ekki satt? Jæja, þér valdið mér óþægindum. Hann settist aftur á stólinn, með brjóstið við stólbakið. „Ég geri ráð fyrir, að þér sé- uð því vanur,“ svaraði gamli maðurinn. annar en Jakob, gamli góði Jakob. „Ég hef aldrei treyst þéi tautaði hann hrærður í huga, og að lokum færir þú mér mikla hamingju“. Hann virti fyrir sér sjóræningjahatt Jakobs. „Ég vildi gjarnan taka þig með, en Kalli krefst þess þá, að þú færir okkur áfram hamingju slíka sem þessa, en til þess ertu orðinn of gamall". — „Eruð þér að koma, ■MIIWII II I lll'lll I I.. stýrimaður, hrópaði Kalli óþolin- móður. Skiljið fuglinn eftir hér. Honum Iíður miklu betur innan um alla hina talandi páfagauk- ana. Sokkar Nylonsokkar með saum aðeins kr. 15 i / / / ■' ' ! 11 11 I I f i I I i 'ii i í’; i i)i l i í / / ’

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.