Vísir - 18.10.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 18.10.1962, Blaðsíða 1
VISIR 52. árg. — Fimmtudagur 18. október 1962. — 239. tbl. Stjórnar síldar- • _ ¦• eitinni Jón B. Einarsson skip- stjóri bíður eftir nýju síldarleitarskipi, og eftir þvi að komast út á sjó. - Það verður ekki fyrr en búið er að semja, sagði hann í morgun. Jón hefur eins og kunn- ugt er verið skipstjóri á síldarlcitarskipinu Fann ey í f jölda mörg ár, á síðasta sumri var Jón tneð Pétur Thorsteins- son .Nú fær hann nýtt skip, Guðmund Péturs, Framhald á bls. 10. gf LITLU, HVÍTU TÖFLURNAR ^. f fyrradag tók lögreglan í Reykjavík fastan bifreiðarstjóra, sem ók bifreið sinni undir annarlegum áhrifum deyfilyfja. ^. Yfirmaður rannsóknarlögreglunnar sagði Vísi í morgun, að það hefði komið þráfaldlega fyrir að bifreiðastjórar hefðu verið teknir í slíku ástandi. j£ Þetta sýnir hve deyfilyfjamálið er orðið alvarlegt í íslenzku þjóðfélagi. ^. Vísir drap á eina hlið þess í gær á forsíðunni. ^. í dag birtum við hér fyrir neðan ummæli yfirlæknis Slysavarðstof- unnar og þau eru ekki fögur. ÓHUGNANLEGA MARGIR NEYTA DÍYFILYFIA" segir yfírlæknir SlysavarBstofunnar — Koma hingað marg- ir undir áhrifum deyfi- lyfja? — Óhugnanlega marg- ir, svaraði Haukur Krist jánsson, yfirlæknh Slysavarðstofunnar. . — Sumir, hélt Haúkur á- fram, eru undir áhrifum örvandi lyfja, t. d. am- fetamíns og preludins, aðrir undir áhrifum ró- andi lyfja, svokallaðra tranquillizers, og svo er það fólkið, sem er flutt PiYFilfHN hingað í móki, eftir að hafa tekið inn of stóran skammt af svefntöflum. Við höfum ekki fengið eiturlyfjasjúklinga, t. d. morfínsjúklinga. — Eruð þið beðnir um lyfin? — Sumir eru að biðja um þau. Aðra fjytur lögreglan hingað. Það er t. d. ekki óal- gengt að hún komi með öku- menn, sem hún hefur fundið undir annarlegum áhrifum, án þess að vínlykt væri af þeim. Svo eru margir fluttir hingað nærri ósjálfbjarga. Þeir sem koma til að biðja, vilja fá prella eða amma, eins og þeir kalla það. — Hvar hefur þetta fólk fengið lyfin? — Eftir því sem við komumst næs_J^njaigij^Jl£SS^JÍiaMJlíÍL Haukur Kristjánsson yfirlæknir. lyf hjá sjómönnum, eða eru sjálfir togarasjómenn og hafa komið með þau með sér frá út- Irwlnm 1.frmi1riliT nfi fínfi if einkum frá Þýzkalandi. Þar eru sum þessara lyfja seld án lyf- seðla. Komið hefur fyrir að menn hafi tæpt á því, að þeir hafi fengið þessi lyf hjá manni hér í b:e, sem selji fyrir aðra, Þeir, sem nota deyfilyf og svefnlyf fá þau einkum gegn lyfseðlum frá læknum í bænum. Oftast stendur notkun þessara örvandi og deyfandi lyfja í sambandi við vín. Annars höfum við ekki aðstöðu til að fá þetta fólk til að segja frá öllu. Það er heldur ekki í okkar verkahring. En það játar ýmis- legt en er samt tregt til að segja hvar lyfin séu fengin. — Nefna sjúklingarnir nokk- ur nöfn? — Það cr undarlegt, en margt af þessu fólki sýnist vera dómgreindarlaust fólk, þegar það kemur hingað, vegna þess hve mikið það hefur tekið inn. En það nefnir aldrei nöfn, seg- ist aðeins hafa fengið þetta hjá kunningjum, eða „strákunum" og einn kvaðst vera í klíku o. s. frv. Það er áberandi hvað togarasjómenn eru margir með- al þeirra sem koma hingað und- ir áhrifum. Er þetta forfallið fólk? — Margir eru það, ef ekki flestir. Sumir nota örvandi lyf á morgnana til að hressa sig upp og deyfilyfin á kvöldin til að komast í ró. - — Hvað gerið þið við þetta ¦ ii ¦ Frri.iri 10 hlin SÍLDARVERÐIÐ: Samkomulag í uóttí i lón B. Einarsson skipstjóri var staddur á Grandagarði í morgun. Hann ctóð hjá 250 tonna tappatogara, sem er eins og það skip, sem hann fær íftir nokkra daga til síldarleitarinnar í vetur. (Ljósm. Vísis, 1. M.). Algert samkomulag náð- ist í nótt í verðlagsráði sjávarútvegsins um síldar- verð í öihim vcrðflokkum. Bræðslusíldin lækkar um 3 aura hvert kílógramm, sökum verðfalls á lýsi og mjöli á heimsmarkaðinum. En á móti því kemur að verð á frystri síld hækkar um 5 aura og að stórauk- inn markaður hefir fengizt fyrir frysta síld svo að það ætti að bæta upp lækkun bræðslusíldarinnar, og vel það, ef að líkum lætur. Verð á síld til söltunar, flökun- ar og útflutnings er óbreytt frá því í fyrrahaust, svo að 1 heild eru litlar verðbreytingar síðan I fyrra. í Verðlagsráði sjávarútvegsins eiga sæti 6 fulltrúar síldarkaup- enda og jafnmargir frá síldarselj- endum, en það er 3 sjómenn og þrír útvegsmenn, formaður er Sigurður Pétursson. Hver um sig hefir neitunarvald, þ. e. a. s. getur Frh. á 10 W«

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.