Vísir - 18.10.1962, Blaðsíða 6

Vísir - 18.10.1962, Blaðsíða 6
6 V í S IR . Fimmíudagur 18. október 1032. Ný reglugerð um flokk un og mat grænmetis 28. sept. s. 1. gaf landbúnaðar- ráðherra, Ingólfur Jónsson, út nýja reglugerð um Grænmetisverzl- un landbúnaðarins, mat og flokkun kartaflna og grænmetis. Þá skip- aði landbúnaðarráðherra Eðvald B. Malmquist, ráðunaut, yfirmats- mann frá síðustu mánaðamótum, og hefur hann síðan ferðazt um sveitir Árness- og Rangárvalla- sýslna, haldið fundi með framleið- endum og leiðbeint þeim við flokk- un og meðferð kartöfluuppskerunn- ar samkvæmt hinni nýju reglugerð. Eins og kunnugt er, þá hefur komið fram allverulegur ágreining- ur frá kaupmönnum og Neytenda- samtökum í Reykjavík um flokkun og gæði þeirra kartaflna, sem á markaði voru nú snemma í haust. Það þótti þvf sérstök ástæða til að endurskoða hina gömlu reglugerð, sem gilt hefur fram að þessu, og gera á henni nauðsynlegar endur- bætur til að stuðla að meiri vöru- vöndun og betra eftirliti með fram leiðslunni og dreifingu hennar. f 17. gr. reglugerðarinnar segir, að Grænmetisverzlun landbúnaðar- ins skuli í samráði við Framleiðslu- ráð stuðla að því, að markaðurinn nýtist sem bezt og að sanngjörnum óskum framleiðenda og neytenda verði sem bezt fullnægt. Skipu- leggja skal dreifingu og sölu þann- ig, að Grænmetisverzlunin ákveði sölusvæði hvers. umboðsmanns. Verði þannig komizt hjá óþarfa flutningum og undirboðum frá því verði, sem Framleiðsluráð hefur auglýst á hverjum tíma. í hinni nýju reglugerð er heitið úrvalsflokkur fellt niður, en í stað þess kemur I. flokkur og síðan II. og III. flokkur. Breyting þessi tek- ur þó ekki gildi fyrr en um næstu áramót, og verða því umbúðir í smávöruverzlunum hér í Reykjavík auðkenndar skv. gömlu reglugerð- inni þangað til, þ. e. a. s.: Úrval, I. fl. o. s. frv Þá er enn fremur gert ráð fyrir því, að smáar kartöflur (ca. 25 gr.) úr úrvals afbrigðum, s. s. Ólafs- rauðs og Gullauga, verði seldar á almennum markaði, en það hefur sýnt sig undanfarið, að fólk sækist eftir þessum kartöflum, enda eru þær sízt lakari hinum stærri og auðvitað miklu ódýrari vara. Allar innlendar kartöflur, sem seldar eru til manneldis, skuiu vera aðgreindar í þrjá gæðaflokka. Smásöluverzlanir 1 Reykjavík, á Suðurnesjum, Akranesi og nágrenni þessara staða eiga að kaupa kart- öflur frá Grænmetisverzlun iand- búnaðarins eða umboðsmönnum hennar, eftir því sem henta þykir hverju sinni og Grænmetisverzlun- in ákveður. i á er verzlunum gert að skyldu að hafa aðeins á boðstólum kart- öflur í greinilega merktum umbúð- um, þar sem sjáist í hvaða gæða- flokki kartöflurnar eru og hvaðan þær eru keypta: í heiidsölu. Skulu umbúðirnar vera áprentaðar nafni Grænmetisverzlunar landbúnaðar- ins hér í Reykjavík og nágrenni. Þá er matsmönnum gert að skyldu að hafa eftirlit með því, að kartöflur séu ekki seldar ómetnar né ómerktar í smásöluverzlunum. Skal matsmönnum heimilt að skoða kartöflubirgðir verzlana þegar þurfa þykir, og er_ seljanda, þ. e. kaupmönnum’:s’kyli-á8”láta mats- mönnum í té upplýsingar og alfa' aðstoð við skoðunina. Framleiðendum er gert að skyldu að flokka sölukartöflur í þrjá flokka, eins og áður getur, sam- kvæmt þeim fyrirmælum, sem í reglugerðinni eru. Allar kartöflur skal afhenda til heildsala í þurrum, hreinum og gisnum pokum, sem eru að þyngd 25 eða 50 kg. nettó eftir því sem Grænmetisverzlunin ákveð ur. Loks skal tekið fram, að með brot á reglugerð þessari skal farið að hætti opinberra mála, og varða ,þrot allt að 10.000 kr. sekt, nema þyngrL refsing liggi við togum sam kvæmt. Samkvæmt þeim uprplýsingum, sem fyrir liggja, um kartöflu- sprettu, þykir sýnt’ að miklu minni heildarupp.kera verður á þessu hausti en s. 1. ár. I Eyjafirði var :. retta að vísu sem næst í meðal- lagi, en frost hafa þegar rýrt upp- skeruna til muna. Verður hún af þeim sökum ódrjúg mjög, þegar ti! á að taka að setja hana á markað. í uppsveitum sunnanlands var vor- ið kalt og næturfrost snemma á Framhald á bls. 13. Skúrinn féll af bílnum Þegar verið var að flytja þennan vinnuskúr inn í portið við kirkju Fíladelfíusafnaðarins í morgun féll hann af bílnum. Gólfið sprakk og einhverjar fleiri skemmdir urðu. Verið er að rétta skúrinn við. 'Ssm Þessi mynd er frá töku á einu atriði myndarinnar, sem var að vísu ekki notað, (það var tekið upp aftur annars staðar), og sýnir er Gógó (Kristbjörg Kjeld) kemur í heimsókn til Guðmundar (Róbert Arnfinnsson) og biður hann að aka með sér eftir Ragnari. „79 af stöðinni44 Um fátt er meira rætt þessa dagana en -kvikmyndina 79 af stöðinni og sýnist 'sitt hverjum, ,og er ekkert óeðlilegt við það. En þegar gagnrýnendur blað- anna telja lýsingu myndarinnar slæma og jafnvel ónákvæma, finnst mér nokkuð langt gengið. Undirritaður átti þess kost að fylgjast að nokkru með töku myndarinnar og getur borið um, að fyllstu nákvæmni var gætt. Það, sem var tekið yfir daginn, var jafnharðan sent út til fram- köllunar og kom svo aftur að tveim dögum liðnum og var sýnt. Og ef það þótti ekki nógu gott, var takan endurtekin. Balling kaus að hafa mjúkt ljós og eðlilegt alla myndina út í gegn. Myndin gerist að miklu leyti á kvöldin og nóttinni sbr. akst- ursatriðin, enda ekki nema eðli- legt, þar sem myndin fjallar um leigubílstjóra. Sem dæmi má nefna akstur Ragnars til Kefla- víkur með Ameríkanann, þar sem hann er látinn segja eitt- hvað á þessa leið: Will it never get dark (Dimmir aldrei hér). En í fyrrgreindri ökuferð og öðr um notar Balling leikstjóri hina dásamlegu töfrabirtu íslenzkrar sumarnætur stórkostlega vel. Þá er komið að „yfirlýstu“ köflunum í myndinni, en þar munu gagnrýnendur eiga við kaflann, sem tekinn er á Þing- völlum. Ég átti þess kost að fylgjast að nokkru með þeirri töku. Belling hefði verið í lófa lagið að taka myndina undan sól, en hann tók hinn kostinn og tók á móti sól og fær þann- ig mýkri mynd. Þannig er það líka með inn- anhússatriðin, þar notar hann mjög mjúka lýsingu og gjarnan dagsbirtu með hjálp endurskins- skerma. Og að mínu viti gefur þessi aðferð við lýsingu myndar innar henni aukið gildi, því þetta gerir myndina raunveru- legri og sannari. Ástæðan fyrir því, að gagn- rýnendur dagblaðanna o. fl. fell ur ekki lýsing myndarinnar er sennilega sú, að þeir eru orðnir vanir flóðlýstum skrautatriðum ýmissa erlendra kvikmynda. Ingimundur Magnússon. Sjómæfíngar í Faxafléa í gær hafði Pétur Sigurðsson forstjóri Landhelgisgæzlunnar fund með blaðamönnum um borð í varð- skipinu Þór. Skýrði hann frá sjó- mælingum, sem fram hafa farið í Faxaflóa í sumar. Tildrög þessara mælinga voru þau, að Bandaríkjamenn fóru þess á leit við sjávarútvegsmálaráðherra að fá að framkvæma sjómælingar á Faxaflóa. Var leyfið veitt með því skilyrði, að íslendingar tækju þátt í mælingunum og fengju allar nið- urstöður að þeim loknum. Áætlað var að hefja mælingar um mánaða mótin júní—júlí, en úr því varð ekki vegna þess, að Bandaríkja- mönnum seinkaði eitthvað, og auk þess kom ekki nema annað skip þeirra af tveim, sem nota átti við mælingarnar. Var það Requisite, gamall tundurduflaslæðari, undir stjórn Commander McKee. Týr, eini íslenzki sjómælingabát- urinn er mjög lítill og því ónothæf ur til mælinga á miklu dýpi. Var því horfið að því ráði að fá varð- skip til mælinganna og varð Þór fyrir valinu og var við mælingar ■ rúman hálfan mánuð. Á þeim tímá sigldi hann tæpar 3500 mílur og gerði um 6000 staðarákvarðanir. Þar sem svo grunnt var að Þór komst ekki að var María Júlía not- uð. íslendingar og Bandaríkjamenn skipta með sér verkum, og tóku íslendingar suðurhluta þess svæðis, sem mælt var, en Bandaríkjamenn norðurhluta. íslendingar, sem að þessum mælingum stóðu voru Gunnar Bergsteinsson, Árni Valdi- marsson og Róbert Jehsson. Mældu þeir allt svæðið frá landi út yfir Eldeyjarboða mjög vandlega, og eru mælingalínur með 250—300 m millibili. Þeir voru mjög heppnir með veður og er árangur þessara mælinga betri en þeir þorðu að vona. Svæði það, sem mælt var, hefur ekki verið mælt síðan um aldamót, og var það þá gert með handlóð- um. Nú eru komin mjög fullkomin tæki og í sambandi við þau voru settar upp þrjár miðunarstöðvar í landi, ein á Arnarstapa á Mýrum, önnur á Malarrifi og sú þriðja á Hraunsnesi sunnan við Hafnarfjörð. Eftir merkjum frá þeim má stað- setja á Faxaflóa þannig að ekki skeikar meira en um tíu metrnm. Stöðvar þessar eru af svonefndri Loran gerð. Mælingum þessum lauk I síðast- liðinni viku og mun strax hafizt handa um að vinna úr þeim. Gera má ráð fyrir að sjókortin verði full unnin í vor en það, sem sérstak- Iega hættulegt má teljast verður Tært inn á eldri kort strax. Banda- ríkjamenn munu vinna úr sínum mælingum og verður síðan sk:pt ó kortum. Um svæði þau sem nú hafa verið mæld er mikið siglt og því mjög þýðingarmikið að vita sem bezt um dýpið, þannig að forðast megi skei og annað þeim líkt. Einnig hafa mælingar þessar mjög mikið gildi fyrir fiskimenn, því að á þessum svæðum eru mikil og góð fiskimið. Megnið af Faxaflóa er þó eftir að mæla og verður það gert slðar. i íUM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.