Vísir - 18.10.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 18.10.1962, Blaðsíða 9
tiíSIR . Fimmtudagur 18. október 1962. 9 Kristmann Guðmundsson ritar: Enska skáldkonan Christina Rossetti Á Cheyne Walk númer sextán bjuggu fyrir um það bil hundrað árum 3 ensk góðskáld: Dante Gabriele Rossetti, Swin- burne og Meredith. En þótt ég kunni vel að meta alla þessa menn, voru það ekki þeir, sem mér komu fyrst í hug, er ég stóð fyrir utan dyrnar á númer sextán, kvöld eitt í sum- ar, heldur systir Dante Gabriele, Christina, sem auðvitað hefur verið þarna tíður gestur hjá bróð- ur sínum. Og þar eð hún er sú skáldkona, sem mér er Ijúfust í enskum bókmenntum, gekk ég nokkrum sinnum fram hjá þess- um dyrum og reyndi að sjá hana í anda, létta í hreyfingum með hið dreymna og bjarta engilsand- lit, er hreif svo marga samtíðar- menn hennar. Hún líktist á marga lund þeim hreinu og guðhræddu meyjum, sem bróðir hennar lét svo vel að mála og yrkja um. Vafalaust hef- ur hún að einhverju leyti verið fyrirmynd þeirra í huga hans. Skapgerð hennar var óbrotin, tær og fögur, sambland af sak- leysi, ástúð og trúartrausti. Hún leit á Guð sinn sem elskaðan föður, lá oft á bæn og vann ótal kærleiksverk. Allt, sem hún gerði, er göfgað af óflekkuðum yndisþokka, yfir ljóðum hennar er ljómi hamingju, hreinleika og friðar. Þótt víða kenni sem end- uróms af trega, glitrar gleðin í hendingunum, að vísu alvöru- kennd gleði, sprottin úr ótta- lausri ró sálar, er veit sig örugga út yfir dauða og gröf. hún úr því ávallt í baráttu við ýmiss konar sjúkdóma, meðan hún lifði. Eigi að síður var hún ávallt glöð og hugrökk, tók öll- um raunum með þolinmæði og jafnaðargeði. En í nokkrum ljóð- um hennar kennir þó hálfdulinn- ar angurværðar, sem gefur þeim einatt sérkennilega fegurð, er minnir á töfra haustsins. Margir gagnrýnendur hafa tal- ið, að dapurleikinn, sem kemur Kristmann Guðmundsson Á næstunni mun Krist- mann Guðmundsson rita nokkrar greinar um ensk- ar bókmenntir í Vísi. Birt að einhverju leyti, og féll Christ- inu það illa, því að hún var, eins og fyrr segir, heittrúuð mjög. Neitaði hún því bónorði hans, enda þótt hún elskaði hann ein- læglega allt þeirra líf. Vinir voru þau alla tíð og hittust oft, meðan bæði lifðu, en jafnframt synjaði hún honum ráðahr.gs. Ýmsir þeir, er skrifað hafa um Christinu, hafa gert mikið úr ástarsorgum hennar, og vera má, að þær hafi reynzt henni þung byrði. En aðrir hafa bent á, að ég held réttilega, að enginn jarð- neskur maður hafi raunverulega eignazt ástir hennar, sökum þess að þær hafi frá byrjun til enda verið helgaðar sjálfum Kristi. Christina Rossetti var trúuð kona í bezta skilningi þess orðs, og þegar litið er á líf hennar, eins og því er 1 ýst af bróðurnum, William Michael Rossetti, er al- veg augljóst, að hún hefur verið „puritan", hreintrúarmanneskja, eins og þeim verður fegurst lýst, án allra þeirra skapgalla, sem slíkir menn eru einatt bendlaðir við. Stundum hefur hún verið nefnd „síðasta, hreintrúaða manneskjan í Bretaveldi". En húfl’' Var rafhkiptalaús um trúmál annarra og átti jafnvel vini meðal skynsemistrúarmanna. Armæðumanneskja var hún allt sitt líf, en sótti jafnan huggun í trú sína og bölvabætur í skáldskapinn. Einmana var hún aldrei beinlínis, þótt hún færi varhluta af hjónabandinu, því að mikil samheldni og ástúð ríkti innan fjölskyldunnar. Móður sína elskaði hún heitt og eins föður sinn og systkini, en eink- um voru þær mæðgur þó sam- rýmdar. /^hristina Rossetti fæddist 1830. var ítölsk í karllegg, faðir hennar pólitískur flóttamaður, en móðirin ensk að hálfu leyti og uppalin i London. Hún var yngst af fjórum börnum, en heimilis- lífið var frjálslegt, og börnin fengu að taka þátt í lífi foreldra sinna, meira en gerðist á þeirri tíð í Englandi. Fjölskyldan um- gekkst fáa Englendinga, en mikið var um ítalska gesti, og lærðu því börnin ítölsku jafriframt enskunni allt frá því fyrsta — en eins og kunnugt er, hefur Christina ort allmikið af kvæðum á ítölsku, þótt þau séu talin standa að baki hinum ensku ljóð- um hennar. Ekki las hún mikið á barns- aldri, en hreifst þó mjög af nokkrum bókum, t. d. „Þúsund og einni nótt“ og hinum ljóð- rænu leikritum Pietro Meta- stasio, og virðist hún hafa lært mikið af þessu fræga, ítalska skáldi, þótt hvergi sé um beina eftirlíkingu að ræða. Sjálf byrj- aði hún snemma að yrkja, því að til eru eftir hana kvæði, frá því að hún var tólf ára gömul, er nefnast „Til móður minnar“. Hún var hraust og frísk sem barn, en á fimmtánda ári tók heilsu hennar að hraka, og átti ist fyrsta grein Krist- rnanns hér á síðunni í dag. í þeim kvæðum, stafi af óham- ingjusamri ást, er hún varð fyr- ir á unga aldri. Bóðir hennar, William, hefur sagt allýtarlega frá þessu í ævisögu Christinu framan við heildarútgáfuna af ljóðum hennar, er fyrst kom út 1904. Maðurinn, sem Christina festi ást á, þá tæplega átján ára gömul, hét James Collinson og var málari. Þau voru heitbundin um nokkurt skeið, en urðu ósam- mála um trúarleg atriði — Coll- inson gerðist meðlimur kaþólsku kirkjunnar, sem Christina mun hafa verið mótfallin — og sleit hún þá trúlofun þeirra. þegar Christina var komin undir þrítugt, festi hún ást á öðrum manni, Charles Bagot Cayley. Hann var lærður vel og fékkst nokkuð við rithöfundar- störf, þýddi meðal annars „Divina Commedia“ á ensku, en mun hafa verið skynsemistrúarmaður i^hristina tók lítinn þátt 1 sam- kvæmislífi Lundúnaborgar, en hún þekkti persónulega ýmsa af fremstu mönnum bókmennt- anna og kirkjunnar. Þótt hún væri mjög hljóðlát og segði oftast fátt, naut hú í mikils álits fyrir gáfur sínar. Fríð þótti hún á yngri árum, og ýmsum virðist hún hafa orðið ógleymanleg, hafa margar myndir verið málað- ar af henni, og má enn sjá sumar þeirra á söfnunum í London. Það er ekki ólíklegt, að bróð- irinn, Dante Gabriele, hafi skyggt dálítið á hana sem skáld, en þó var hún mjög mikið lesin og víða kunn. Fyrsta ljóðabók hennar, er nefndist „Goblin Market and Other Poems", kom út árið 1862, aðrar fylgdu á eftir, og nokkrar bækur í óbundnu máli lét hún einnig frá sér fara, þar á meðal bænakver. En alls- mjarsafn af ljóðum hennar kom út árið 1904 og hefur oft verið endurprentað. Það er einkennilegur heimur, sem Christina Rossetti opnar lesandanum f ljóðum sínum. Mik- ið ber á guðstrú hennar og trausti á guðdómlegan kærleika, er einn geti sigrað mannlegan veikleika og ástríður. Angur- værðar, eins og áður er sagt, gæt- SEIÐUR j fyrrakvöld lék bandaríska píanóleikkonan Ann Schein fyrir Tónlistarfélagið í Aust- urbæjarbíói. Erfiðasta viðfangs- efni æsku hennar var óneitan- lega fyrsta verkið á efnis- skránni, Es-dúr sónatan op. 81 a — „kveðjusónatan" — eftir Beethoven. Á þeim tíma, er Beethoven samdi þetta verk, minntist hann á það, hve ákjós- anlegt honum þætti að heilsa ævikvöldi sínu sem „gamalt barn“. Vissulega er og margt „barnalegt" að heyra í þessum síðustu tónsmíðum Beethovens, margt „barnalegt", sem birtist svo óvænt í fylgd með djúpri og langri lífsreynslu. Þar mæt- ist heiðríkja og drungi, kuldi og ylur — og sum þessara verka eru utan við allt fegurðarmat. Undirrituðum fannst sem til- þrifin í túlkun ungfrú Schein ættu oft litla samleið með þankagangi sónötunnar. Þetta er herfilegur dómur, en hann verður að standa að sinni. jU'lutningur hennar á Wand- erer-fantasíu Schuberts fannst mér hins vegar góður. Þar fann maður til þess, hve hljóðfærið var smátt, þar var konsertflygill illa fjarstaddur. Sónata Bartóks heyrðist þessu næst. Þar var e. t. v. um of hin edikbitra óbilgirni látin rikja á kostnað þeirrar glettni og þeirrar seiðandi mýktar, er í verki þessu búa — en það er langt frá því einsdæmi. | Chopinverkunum, sem end- uðu tónleikana — að auka- lagi meðtöldu — varð flutning- ur allur mest sannfærandi. Þar leystist úr læðingi sú fjölkyngi, er einkennir Ieik hinna fremstu píanóleikara. Það var eftir- minnilegur seiður. Þorkell Sigurbjörnsson. ir en þó sjaldan án ívafs gleði og og trúnaðartrausts, sem minnir á gott barn. En fyrst og fremst ríkir blær og angan draumsins í veröld hennar. Allt er með af- brigðum hreint og tært, en hressandi vindar vorsins hafa aldrei strokið um þá trjálundi, sem þar er lýst. Orðaval hennar er einfalt, en jafnframt skýrt, og hljómfegurð hendinganna gleymist ekki. Mörg yrkisefni hennar eru trúarlegs eðlis, svo sem í „The Prince’s Progress“, og fjölda mörgum fleirum. Mörg hinna styttri kvæða eru heill- andi fögur, svo sem „Dream Land“, „An End“ og „When I am dead, my dearest". Hið síð- astnefnda er ákaflega heillandi og því erfitt að þýða það, en hér er gerð tilraun til þess: „Þá ég er önduð, elskan, vek ei neinn dapran klið, lát rós ei drjúpa að dáins gröf né dökkan sedrusvið: Mér skýli grasið græna, sem grær við daggareim: og ef I ú óskar, mundu, og ef þú vilt, þá gleym. Ég mun éfi skuggan skynja né skúrafallið strítt, ei næturgalans nema söng, er niðar tregablítt: í ljósaskiptum Ijúfum z skal lengi hvílt og dreyrrit, og vera má ég muni, og máske er sérhvað gleymt." visaga Christinu virðist hafa verið atburðasnauð á ytra borði, en innra líf hennar aftur á móti ríkt. Um sextugt tók heilsu hennar mjög að hraka, og 29. desember 1894 andaðist hún eftir þunga sjúkdómslegu. í Kristskirkju, Woburn Square, London, er fallegt málverk af Kristi og • guðspjallamönnunum fjórum. Létu vinir Christinu mála það til minningar um hana, og er það henni verðugt minnis- nerki. En lengst munu geyma linningu hennar hin hljómljúfu ljóð, er bera vitni hreinni og list- elskandi sál. Stúdentafélagið hefur starfsemi Vetrarstarf Stúdentafélags Reykjavíkur er nú að hefjast. Fé- lagið gengst fyrir kvöldvöku í Glaumbæ á föstudaginn n. k. Á kvöldvökunm mun Kristinn Hallsson syngja negralög. Séra Sveinn Víkingur rifjar upp gamlar minningar frá náms- og starfsár- Glaumbæ annað kvöld. Að lokum verður nýstárleg keppni milli lögfræðinga og Iækna en lögfræðingar verða spurðir út úr læknisfræði og læknar út úr lögfræði. Þessum þætti stjórnar Friðfinnur Ólafsson, forstjóri, en Dr. Björn Sigfússon, háskólabóka- vörður, verður prófdómari. Fulltrúar lækna í keppni þessari eru Björn L. Jónsson Ólafur Tryggvason og Úlfar Þórðarson, en lögfræðingarnir eru Páll Líndal, Sigurður Baldursson og Sveinn Snorrason. Ekki er að efa, að keppni þessi verður mjög tvísýn og mikil vís- indi borin á borð fyrir viðstadda. Síðar í þessum mánuði gengst félagið svo fyrir almennum um- ræðufundi, sem verður nánar sagt frá, er þar að kemur. Bófakrafa — Framhald af bls. 8. Hann telur, að fyrirtækin geti ekki með öðru móti bætt úr yfir sjón sinni en að sjá svo um, að sonur hans geti lifað áhyggju- lausu lífi efr.alega, þar sem hann muni aldrei geta starfað með eðlilegum hætti, og krefst 2,5 milljón dollara bóta eða 107 millj. króna. *

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.