Vísir - 18.10.1962, Blaðsíða 15

Vísir - 18.10.1962, Blaðsíða 15
V í S IR . Fimmtudagur 18. október 1962. 15 Friedrich Durrenmatf GRUNURINN ©0 Emmenberger hikaði andar- tak. „Það gleður mig“, sagði hann loks, um leið og hann hristi höfuðið, „að þér skuluð ekki hafa glatað kímni yðar. Það hafði Fortschig gert. — Nú hefur hann verið dæmdur til dauða og tekinn af lífi. Dverg- urinn minn hefur unnið gott verk. Það var ekki auðvelt, ekki einu sinni fyrir hann, að kom- ast niður í ljósaraufina, eftir erfiða göngu eftir röku þak- steinunum, með snuðrandi ketti í kringum sig, og síðan inn um gluggann, þar sem hann veitti hinum fjálglega skáld- prinsi kröftugt banahögg. Ég var verulega taugaspenntur, þar sem ég sat í bílnum við gyð- ingakirkjugarðinn og beið eftir litla apanum mínum, og eftir að fá að vita hvort honum hefði tekizt tilræðið. En slíkur djöfull, sem ekki mælist 80 centimetra, starfar hljóðlaust, og umfram allt ósýnilega. Að tveim stund- um liðnum kom hann hoppandi í skugga trjánna. Yður, herra lögreglufulltrúi, ætla ég sjálfur að sjá um. Það verður ekki erf- itt. Við getum sparað okkur frekari orð um það. En hvern fjáran eigum við að gera við okkar sameiginlega kunningja, okkar kæra Samuel Hungerto- bel, lækni á Baenplatz. „Hvað eigið þér við með því?“ spurði gamli maðurinn og lét sem ekkert væri. „Hann flutti yður hingað, ekki satt?“ „Honum kemur þetta ekkert við“, sagði lögreglufulltrúinn hraðmæltur. „Hann hringdi hingað tvisvar á hverjum degi, og spurði hvern ig sínum gamla vini herra Kram- er liði, og vildi fá að tala við yður“, sagði Emmenberger þung lega og hrukkaði ennið áhyggju fullur. Bárlach leit ósjálfrátt á klukk una yfir glerskápnum. „Já, reyndar, hana vantar kortér í ellefu", sagði læknirinn og virti gamla manninn fyrir sér hugsandi, en ekki fjandsam- legur. „Eigum við að snúa okk- ur aftur að Hungertobel“. „Hann sýndi mér vinsemd og hafði áhuga á sjúkdómi mínum, en að öðru leyti er ekkert sam band okkar á milli“, svaraði lög- reglufulltrúinn þrjózkur. „Þér hljótið að hafa lesið, hvað stóð undir myndinni af yður í dagblaðinu?" Bárlach þagði andartak og velti fyrir sér hvað Emmenberg ætlaði með þessari spurningu. „Ég les engin dagblöð". „Það stendur, að með yður sé horfinn góðkunnur persónu- leiki, og samt lætur Hungerto- bel innrita yður hér undir nafn- inu Blaise Kramer“. Lögreglufulltrúinn lét engan bilbug á sér finna. Hann kvaðst hafa innritast hjá Hungertobel undir sama nefni. „Enda þótt hann hafi séð mig, hefði hann ekki getað þekkt mig, vegna þess hve sjúkdóm- urinn hefur breytt útliti míu“. Læknirinn hló: „Þér fullyrðið þó ekki, að þér hafið orðið veik ur, til þess að innritast hér hjá mér á Sonnenstein". Bárlach svaraði ekki. Emmenberger leit dapurlega á gamla manninn. Minn kæri lögreglufulltrúi", hélt hann á- fram, með mildum ávítunar tón. „Þér komið ekki til móts við mig í yfirheyrslunni". „Það er ég, sem á að yfir- heyra yður, en ekki þér mig“, svaraði lögreglufulltrúinn þrjózkufullur. „Þér eigið erfitt um andar- drátt“, sagði Emmenberger á- hyggjufullur. Bárlach svaraði ekki lengur. Ekkert heyrðist nema tikkið í klukkunni. Það var í fyrsta skipti, sem gamli maðurinn heyrði það. Nú myndi hann allt af heyra það, hugsaði hann. „Er ekki kominn tími til, að viðurkenna ósigur yðar?“ spurði læknirinn vingjarnlega. „Ekkert er mér fjær, svaraði Bárlach, dauðþreyttur, um leið og hann tók hendurnar undan höfðinu og lagði þær á ábreið- una. „Þessi klukka, ef aðeins þessi klukka væri ekki þarna“. „Þessi klukka, ef aðeins þessi klukka væri ekki þarna“, endur- tók læknirinn. „Til hvers er að blekkja sjálfan sig? Klukkan sjö sker ég yður. Það mun létta af yður fargi, að geta íhugað með mér hlutina í næði og án allra hleypidóma. Við erum báðir vís- indamenn, enda þótt á gjörólík- um sviðum sé, skákmenn, sem sitjum að tafli. Þér hafið leikið yðar leik ,en nú kemur að mér. En tafl okkar hefur eitt sér kenni: Annaðhvort tapar annar okkar, eða báðir. Þér hafið þeg- ar tapað yðar leik, en nú er ég forvitinn, að vita hvort ég hljóti einnig að tapa mínum“. „Þér munuð tapa honum“, sagði Bárlach hljóðlega. Emmenberger hló. „Það er mögulegt. Ég væri lélegur skák- maður, ef ég tæki þann mögu- leika ekki með í reikninginn. En við skulum gæta nánar að. Þér eigið ekkert tækifæri framar. Klukkan sjö kem ég með hníf- ana mína, og jafnvel þótt svo vildi til, að úr því yrði ekki, í margra mílna fjarlægð var frægur dýratemjari, Buck Sears, að heilla áhorfendur með glæsi- Skyndilega gerir mikið óveður með þrumum og eldingum. legum sýningaratriðum. Barnasagan KALLI ig græm pófa- ?aukur- inn Jack Tar tók feginn tilboði Kalla, um að vera dreginn út úr víkinni, og stuttu síðar voru bæði skipin á leiðinni heim. Það síð- asta, sem heyrðist frá eyjunni var gargið í páfagaukunum, en rödd Jakobs yfirgnæfði allar hin- ar: „Þrunur og eldingar, galaði hann, lengi lifi James Tar og ógn ir Djúphafsins". Stýrimanninum vöknaði um augu. „Svona, svoha, látið þetta ekki á yður fá, sagði Kalli hughreystandi. Þér getið keypt yður annan fugl, fugl, sem getur ekki talað.“ „E-en þessi færði okkur mikla gæfu, sagði stýrimaðurinn, og mér þótti svo vænt um hann.“ „Verið ekki hjá- trúarfullur, stýrimaður, sagði Kalli. Þér eigið ekki að trúa slíku — „Þrumur og eldingar, hvar setti ég perlurnar mínar? sagði Kalli“ „Hvað er að heyra hróp- aði stýrimaðurinn undrandi. Yður hefur þá líka þótt vænt um Jakob, þetta sagði hann alltaf“. — Hum, hum, tautaði Kalli, hann var eins og óstöðv- andi talvél...“ ENDIR þá mun sjúkdómur yðar draga yður til dauða innan árs. En við skulum aðgæta mín tæki- færi betur. Ég verð að viður- kenna, að þér eruð kominn á slóð mína“. Læknirinn hló enn. „Þér virðist hafa mjög gaman af þessu“, sagði gamli maðurinn undrandi. Hann furðaði sig stöð ugt meira á lækninum. „Ég skal játa, að ég hef gam- an af hugsa mér mig sprikla eins og fugl í neti yðar, og þeim mun frekar, þar sem þér hangið á sama tíma í mínu neti. En svo að við komum að öðru. Hver hefur komið yður á slóð mína?“ Gamli maðurinn fullyrti, að hann hefði komizt það á eigin spýtur. Emmenberger hristi höfuðið. „Við skulum heldur snúa okk- ur að sennilegri skýringu sagði hann. „Svo auðvelt er ekki að komast að glæpum mínum, ef við köllum það því vinsæla nafni. Og þótt í hlut eigi lög- reglufulltrúi borgarlögreglunn- ar í Bern, verður það hreint ekkert auðveldara, því ekki hef ég framið reiðhjólaþjófnað eða fóstureyðingar. Við skulum líta á þetta frá minni hlið. Ég var mjög aðgætinn, nákvæmur og tók öll smáatriði með í reikn- inginn. Ég þóttist hafa náð þeim tilgangi mínum að afmá öll mín spor. En þrátt fyrir alla mína aðgæzlu erú auðvitað til sann- anir gegn mér. Hinn fullkomni glæpur er ekki hugsanlegur i þessum heimi tilviljananna. Sjá- um nú til: Hvar gat Bárlach lögreglufulltrúi byrjað? Það var að vísu þessi mynd í „LIFE“, hver sem haldinn var þeirri fífl- dirfsku, að taka hana, eins og ástatt var þá. Ekki veit ég það, mér er nóg að vita að hún er fyrir hendi, og það er út af fyrir sig nógu slæmt. En við skulum ekki gera úlfalda úr mýflugu. Milljónir manna hafa séð þessa myþd, og þar á meðal eflaust Sokkar Nylonsokkar með saum aðeins kr. 15

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.