Vísir - 18.10.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 18.10.1962, Blaðsíða 16
VISIR Fimmtudagur 18. október 1962. Tiiboð í Reyðar- vatn Eins og Vísir skýrði frá á sín- um tíma er eitt bezta veiðivatn á Suðvesturlandi, Reyðarvatn, til sölu. Tilboð mun nú hafa borizt í silungsvatn þetta frá einum um- svifamesta og áhugasamasta lax- veiðimanni landsins. Reyðarvatn er upp á Lundareykjadal og heyrir undir jörðina Þverfjall. Ábúandinn þar hefir forkaupsrétt að vatninu og Lundarreykjadalshreppur að honum frágengnum. Þessir aðilar munu ekki hafa hafnað forkaups réttinum ennþá og er því ekki séð hver verður næsti eigandi að Reyðarvatni. VÍ5IR hjá komtilmunamömmm Dr. Björn Sigurbjörnsson og Gunnar Ólafsson cand. agric. við hreinsi- og flokkunarvélina í einu af vinnuherbergjum Atvinnudeildarinnar £ morgun. (Ljósm. Vísis, I. M.). Dr. Björn Sigurbjömsson stjórnar umfangsmiklum til- raunum með korn á vegum At- vinnudeildar Háskólans. Til- gangurinn með þessum tilraun- um er að finna það kornaf- brigði sem er hentugt til rækt- unar við íslenzkar aðstæður. Til raunirnar eru gerðar með um 300 afbrigði. Vísir fór á fund dr. Björns í morgun og bað hann að gefa stutta lýsingu á tilraunastarf- seminni: Við fáum sent korn, mest frá Gunnarsholti, en einn- ig að norðan og austan. Sýn- ishorn eru tekin í samráði við ráðunauta á hverjum stað. Þeg ar þan berast er fyrst farið með þan í þurrkara hjá Bæjar- útgerðinni. Hún hefur verið með fádæmum hjálpfús. Síðan er farið með kornið í þreskivél atvinnudeildarinnar að Korp- úlfsstöðum. Það þarf að þreskja um 2400 reiti. Það sem kemur þaðan er sett í bréfpoka, ó- hreinsað. Síðan tekur hreinsi- og flokkunarvélin við. Sýnis- hornin eru möluð og tekin raka prufa í þurrkskáp. Sölukornið hefur 15% raka. Síðan er korn ið vigtað og reiknaður út upp- skerumismunur hinna einstöku tegunda, mælt í tunnum pr. hektara. ,v.v I ■■■■■■! I ■■•■■■■ I 40 bílar í árekstrum Samkvæmt upplýsingum frá umferðardeild rannsóknarlög- reglunnar í morgun höfðu henni borizt skýrslur um 40 bifreiðar, sem lent hafa í árekstrum í gær og fyrradag. Fæstir þessara árekstra eru þó alvarlegs eðlis, en heildartjón samanlagt í öllum árekstrunum mun þó nokkuð mikið. Einn árekstranna í gær varð á mótum Miklubrautar og • Löngu- hlíðar, það hafa undanfarið verið mestu óhappagatnamót borgar- innar 1 umferðinni, og skeði á- reksturinn með þeim hætti að öku- maður sinnti ekki stöðvunarmerki lögregluþjóns, heldur hélt ferð sinni áfram og lenti þá á bifreið. Við athugun kom £ ljós að ökumað urinn var undir áhrifum áfengis og var farið með hann til blóð- rannsóknar. Samanlagður árekstrafjöldi £ Reykjavlk frá sl. áramótum er nú kominn á 20. hundraðið, eða nánar tiltekið 1906. Vísir hefir aflað sér upp- lýsinga þess efnis, að á hafinu fyrir norðan og austan ísland munu nú vera á sveimi um 400 rússneskir togarar. Hafa bæði flugvélar varnarliðs- ins á Kelfavíkurflugveili 400 rússneskir togarar viB Island Og eins Landhelgisgæzlunn | rússnesku togarar eru margir hverj ar gefið þessum rússnesku ir búnir hin“m ^dariegustu tækj- ° ^ um, sem ekki sjást alla jafna a togurum gaum. fiskiskipum, miðunartækjum og Er þetta óvenjulega mikill fjöldi. rafeindatækjum svo líkara er her- Hefir oft verið á það bent, að hinir' skipum á njósnaferðum. Kvíabryggja endurbyggð Btt hmdrar allt Enginn fundur hefir verið hald- inn £ kaup- og kjaradeilu síldar- sjómanna síðan á föstudag, eða í tæpa viku, og enginn fundur hafði verið boðaður.i morgun. Eins og skýrt er frá á öðrum stöðum í blaðinu hefir verðlagsráð sjávarútvegsins nú ákvarðað síldar- verðið í öllum flokkum, svo að ekki stendur á því, og skip er þess albúið að hefja síldarleit þeg- ar verkfallið leysist og veiðar geta hafizt. Bátarnir bíða í höfnum inni og sjómenn og útgerðarmenn eru að komast út úr skinninu af ó- þreyju. Verksmiðjurnar btða til- búnar með stórauknum afkösturi um allt Suðvesturland og síldin er á sínum stað. Allt er til reiðu, ekk- ert að vanbúnaði —, nema þetta eina: Það semst ekki um kaup og kjör sjómanna á síldarflotanum. — Er þetta hægt lengur? Sjómenntrn- ir sjálfir, útvegsmenn, síldarvinnsla stöðvar, og allir þegnar þjóðfélags ins í raun og veru, verða fyrir stór tjóni daglega Vegna þess að síldar- vertiðin getur ekki hafizt. Hárlos eykst ákonum vegna hársnyrtinga Það eru gömul sann- indi, að hárið er ein mesta prýði konunnar, en nú er svo komið, að að því að gera of mikið til að auka á þessa prýði sína, er kvenþjóðin bók- staflega að hárreyta sig. Visir fréttir fyrir nokkru, að nýr kvilli væri kominn upp meðal kvenna hér í bænum og væri hann hárlos, en skýring- arinnar væri að leita í þvi, að konur notuðu nú i vaxandi mæli svonefnt hárlakk, til að halda hári sfnu f skorðum. Þá væri svonefndar „túberingar" á hári kvenna, sem gengið hefir eins og faraldur upp á síðkast- ið, ekki óskaðlegar, þvf að þær orsökuðu einnig hárlos. Blaðið sneri sér til Hannesai Þórarinssonar, sérfræðings í húðsjúkdómum, og spurði hann um álit hans á þessu. Svaraði Hannes því til, að hárlos væri ulgengur kvilli, sem hefði þekkzt lengi, en því væri ekki að neita, að hann hefði farið í vöxt upp á síðkastið. Orsakir þess væru margvíslegar, svo að Framh. á 5. síðu. Verið er nú að byggja upp nýja hælið að Kvíabryggju, en það brann í vor. Mun verða rúm fyrir 14 menn f nýja húsinu og virð- ist ekki vanþörf á, þar sem árlega safnast fyrir 7-8 milljónir í ógreidd um barnsmeðlögum. Gengur þetta svo Iangt að minna en 50% barns feðra í Reykjavík borga meðlag með börnum sínum. Bygging nýja hússins var hafin í maí og varð það fokhelt í lok ágúst. Er það miklu nýtízkulegra en það gamla, enda er það byggt sérstaklega sem hæli. Verða þar 14 eins manns klefar, en f gamla húsinu var rúm fyrir 12, með því að hafa 2-3 menn í klefa. Er bú- izt við að nýja húsið verði tekið f notkun seinni part vetrar. Hælið er rekið af ríkinu, en eig andi þess er Borgarsjóður Reykja- víkur. Leggur Reykjavík hælið til, þar sem ríkið á ekki neitt húsnæði sem hentar, þó að þessi rekstur sé f þess verkahring. Forstöðumaður hælisins hefur um nokkur undan- farin ár verið Ragnar Guðjónsson. LAUNAÐIILLA 6ESTRISNINA Lögreglan í Reykjavík hefur ný- lega handtekið þjóf, sem launaði höfðinglega gestrisni með því að stela frá gestgjafa sínum, auk þess sem hann stal úr tveim öðrum í- búðum í sama húsi. Forsaga málsins er í aðalatrið- um sem hér segir: Fyrir síðustu helgi hittust tveir menn að nóttu til fyrir utan einn skemmtistað borgarinnar. Þeir þekktust ekki, en tóku samt tal saman. Þar kom að annar mann- anna, sem hafði yfir húsum að ráða bauð hinum heim, hvað hann þekkist. Var ' ' setzt að drykkju og drukkið um stund. Svo langt var liðið á nóttu að ekki þótti taka því að senda gestinn heim og þáði hann gistingu það sem eftir var nætur. Um morguninn þegar þeir félag- ar vöknuðu var enn eftir lögg í flöskunni og ekkert' sjálfsagðara en að fá sér „afréttara". Framh. á bls. 5.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.