Vísir - 19.10.1962, Blaðsíða 3

Vísir - 19.10.1962, Blaðsíða 3
V I S I R . Föstudagur 19. október 1962. 3 ■Mk*W MYNDSJÁ J Ein af þeim íþróttum, sem hefur breiðzt örast út um allan heim að undanförnu, er kapp- akstur á „dvergbílum eða „bíl- krílum“, sem á ensku nefnast „go-karts“. Það næsta, sem við komumst því að finna þýðingu á því, er „skotkerrur“. Eins og sést hér á myndun- um eru þetta lítil tæki, sem knúin eru Iitium mótorum, af svipaðri stærð og í sláttuvélum og öðrum smátækjum. Eru þeir frá 2 hestöflum allt upp í tíu og geta verið einn eða tveir. Kerrurnar ná talsverðum hraða. Þær sem hægt fara kom- ast á 35—40 kílóinetra hraða á beinum spottum, en þær hrað- skreiðustu geta farið allt upp fyrir 100 kílómctra hraða, sem er þó mjög óalgengt. Ætla mætti að þetta væri fyrst og fremst sport fyrir krakka, af stærð kerranna, en svo er ekki. Ekki óvirðulegra fólk en Ludvig Erhard fjármála- ráðherra Vestur-Þýzkalands, Curtis LeMay, yfirmaður flug- hers Bandaríkjanna, og Soraya fyrrverandi Persadrottning, svo nokkur séu nefnd, stunda betta í frístundum. Okkur gafst tækifæri til að prófa þessi tæki nýlega suður á Keflavíkurflugvelli. — Þar stunda þetta allmargir, bæði Ameríkanar og íslendingar. Flestar kerrurnar þar eru með 2—3 hestöfl og komast upp í 50—60 kílómetra hraða, en þó eru til stærri. Þarna syðra hafa þeir gert braut til að aka þeim eftir, í kappökstrum. Brautin er fremur stutt og því ekki mikill Frh. á 10. bls MYNDIRNAR Á myndinni neðst til vinstri sést átta ára ökuþór þeysast í gegnum beygju og annar tólf ára fast á eftir honum. Til hægri er sá átta ára gamli með sigurfánann, eftir að hafa unnið keppnina. Iíjá hon- um stendur lítil systir hans sem síðar fékk að sitja í hjá honum einn hring. Á mynd neðst til hægri sjást tveir menn vera að setja aftur á keðju, sem farið hefur af. Sá, sem fjær stendur, er Herold Hansson, sem er einn af forvígis mönnum klúbbsins, sem að þessu stendur. Efst sést þegar verið er að ýta þrem skotkerrum í gang. Síðan er þeim ekið hægt einn hring og koma samhliða að byrj unarlínunni og þá hefst keppnin. ■ a y: — --=_

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.