Vísir - 19.10.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 19.10.1962, Blaðsíða 4
4 V í S I R . Föstudagur 19. október 1962. LOCRCClUST UR BYCCB • ® Gerð hefur verið 5 ára áætlun um byggingu lögreglustöðvar í Reykjavík og að þeim tíma iiðnum á bæði götulögreglan ásamt yfir- mönnum sínum, svo og rannsókn- arlögreglan, útiendingaeftirlitið, kvenlögreglan og umferðardóm- stóllinn að flytja í hin nýju húsa- kynni við innanverða Hverfisgötu. Seinna er og ráð fyrir því gert að sakadómaraembættið flytji þangað líka. I viðtali við Vfsi í gær sagði lög- reglustjóri, Sigurjón Sigurðsson, að með þeirri áætlun sem gerð hafi verið um byggingu lögreglu- stöðvarinnar væri farið inn á merkilega og nýja braut, sem ekki hafi áður verið gert um opinberar byggingar hér á landi svo hann vissi til. Þetta er sem sé í fyrsta skipti í sögu þjóðarinnar, sem gerð er fyrirframáætlun til nokkurra ára um fjáröflun og framkvæmdir opinberrar byggingar. Fyrir bragð- ið verður auðveldara að taka ýms- ar framtíðarákvarðanir sem byggj- ast að meira eða minna leyti á framkvæmdunum. Ríkisstjórnin hefur látið gera sérstaka fjárhagsáætlun vegna þessara framkvæmda og tryggt lánsfé til þeirra en í fjárlagafrum- varpinu fyrir næsta ár er gert ráð fyrir 3 millj. kr. fjárveitingu úr ríkissjóði til byggingarinnar. Eins og þegar er kunnugt hefur lögreglustöðinni verið valinn stað- ur á gasstöðvarlóðinni gömlu milli Snorrsbrautar og Rauðarárstígs en norðan Hverfisgötu. Þetta er mjög stór lóð, eða 7500 fermetrar og m. a. er gert ráð fyrir 130 bif- reiðastæðum á henni. Verður ekki annað sagt en að hér gæti mikiliar framsýni og að vel sé séð fyrir þessari hlið málsins. Byggingamar eru nokkuð dregn- ar inn í lóðina og með því fæst á- kveðin vídd í götuna og gott rými fyrir framan þær. Ekki er endanlega búið að ganga frá húsaskipan á lóðinni, má vera að seinna verði byggð þar einhver viðbótar- eða aukabygging, en það sem nú er unnið að, er lögreglu- stöðvarbyggingin sjálf, og verður hún byggð f þremur áimum. Meg- inbyggingin snýr framhliðinni að Hverfisgötu, en síðan kemur áima á mótum Hverfisgötu og Snorra- brautar og önnur álma niður með Snorrabrautinni. Gólfflötur þeirr- ar síðustu verður 440 fermetrar, en 560 fermetrar hvorrar hinnar. Kjallari verður undir álmunum. Snorrabrautarálman og álman á mótum Hverfisgötu og Snorra- brautar verður hvor um sig byggð á tveim hæðum ofan á kjallara, en aðalbyggingin verður fjórar hæðir til að byrja með. Seinna er gert ráð fyrir tveimur heilum hæðum ofan á aðalbygginguna og loks inndreginni hæð þar ofan á, svo að alls verður þetta 7 hæða hús. Kúbikmetrafjöldinn í þessari byrj- unarbyggingu er 188001, en þegar húsið er fullbyggt allt verður það 263661. Útboð var á slnum tíma gert um bygginguna og hefur verið samið við þá aðila sem hagkvæmust boð gerðu. Það er annars vegar Verk- legar framkvæmdir, sem taka að sér að gera húsið fokhelt eða raunar vel það fyrir kr. 11.394,- 000.00 sem er um 40% af áætluð- um heildarkostnaði byggingarinnar allrar. Flins vegar hefur og verk- samningur verið gerður við fyrir- tækið Volta s.f. um pípulagnir, rafmagn, síma og fjarskiptitæki. Hljóðaði tilboð þeirra á kr. 259,- 500.00. Það skal tekið fram að 1 samn- ingnum við Verklegar fram- kvæmdir felst steypa á álmunum báðum og fjórum neðri hæðum að- albyggingarinnar, en ekki á steypu efri hæðanna þriggja, sem ráðgert er síðar meir að byggja ofan á. Grunngreftrinum að bygging- unni Iauk að veruiegu leyti á árinu sem leið. En það tafði nokkuð framkvæmdir og jók jafnframt kostnað, umfram það sem ætlað hafði verið, að í klapparlögunum í grunninum er dalverpi eða far- vegur sem Rauðaráin hefur grafið smám saman gegnum aldirnar. Seinna hefur farvegurinn fyllzt upp með leirlögum og hefur orðið að grafa niður úr þeim til að kom- aát niður á tryggan jarðveg. Lög- reglustjóri kvað þetta hafa gert nokkurt strik i reikninginn hvað kostnaðarhliðina snerti og jafn- framt seinkað nokkuð framkvæmd- um. í byrjun septembermánaðar hófu Verklegar framkvæmdir vinnu af fullum krafti á lóðinni og þessa dagana er verið að steypa undir- stöðu undir aðalbygginguna. Það er ælutnin að Verklegar fram- kvæmdir ljúki verkefni sínu, þ. e. þeim áfanga byggingarinnar sem þær tóku að sér, á tveimur og hálfu ári. Á þessu ári á að ganga frá öllum undirstöðum svo og frá kjaliarahæð aðalbyggingarinnar. Á næsta ári er reiknað með að kom- izt verði langt með að steypa upp tvær hæðir á öllum álmunum, en það sem þá verður ólokið verði byggt á árinu næsta á eftir og því þá skilað eins og um var samið. Lögreglustjóri kvaðst vonast til að öllum byggingarframkvæmdum utan, húss og innan yrði lokið á 5 árum og yrði þá unnt að flytja í það að öllu leyti, en jafnvel fyrr í einhvern hluta byggingarinnar. Um fangarými hinnar væntan- legu lögreglustöðvar sagði lög- reglustjóri, að það myndi ekki verða 1 kjallaranum eins og í gömlu stöðinni f Pósthússtræti, heldur uppi á 2. hæð Snorrabraut- arálmunnar. Þar er gert ráð fyrir 28 klefum fyrir karla og 5 klefum fyrir konur, er verða í algerlega aðskildum deildum. Gert er ráð fyrir þeim mögu- leika að seinna verði unnt að byggja eina hæð ofan á þessa álmu og með því myndi fangarým- ið tvöfaldast. Að ekki var ráðizt í það strax var það, að nýbúið var að byggja fangageymslu f Síðu- múla. En þegar stöðin kemst upp VERÐ- 5 ÁRUM er hugmyndin að breyta Síðu- múlahúsinu í hverfis-lögreglustöð fyrir Austurbæinn með nokkrum fangaklefum. Var húsið í upphafi byggt með slíkar breytingar í huga. Á kjallarahæð Snorrabrautar- álmunnar verður tekið á móti föngum, þar verða þeir og yfir- heyrðir í sérstöku herbergi og þar verður og möguleiki á læknisskoð- un ef ástæða þykir til. Lögreglu- stjóri kvað óþarft að taka fram, að hér væri engan veginn um hegn- ingarhús að ræða heldur aðeins um næturgeymslu eða fanga- geymslu eins og það er venjulega kallað. Vísir innti Sigurjón lögreglu- stjóra að því hvort gamla lög- reglustöðin í Pósthússtræti yrði með öllu lögð niður þegar flutt yrði í nýju stöðina. Sigurjón kvað ekkert vera ákveðið með það enn þá, það færi eftir skipulagi mið- bæjarins og öðrum aðstæðum, en hjá hinu yrði ekki komizt að hafa hverfis-lögreglustöð í miðbænum, hvar svo sem hún yrði til húsa. Rjúpunni mun fara f jölgandi til 1966 Rjúpnastofninn er mjög stækk- andi um þessar mundir, og fram til 1036 ætti að verða um hrað- vaxandi rjúpnaveiðar að ræða. Dr. Finnur Guðmundsson, for- stöðumaður Náttúrugripasafnsins sagði þetta við Vísi í gær, þegar blaðið átti stutt viðtal við hann um rjúpustofninn og horfur á veið um, þar sem veiðitíminn er nú hafinn og mikill hugur sagður í mönnum. Kvað dr. Finnur engan vafa á þvf, að rjúpnastofninn væri í ör- um vexti, og. væri ekki að marka þótt menn teldu, sums staðar, að minna væri um rjúpu nú en á síð- asta ári. Það gæti stafað af ýmsu, að rjúpan virtist minni á einum stað nú en áður — því að rjúpan er ekki staðfugl, hún fer víða og oft langar leiðir, og er því ekki hægt að kveða upp heildardóm um stofninn af útliti á einum stað. Annars sagði dr. Finnur, að hringrásin væri sú, að á næsta ári ætti að verða enn meira af rjúpu en að þessu sinni, og næstu þrjú árin á eftir, eða 1964 — 66 ættu að verða uppgripaár fyrir skyttur, en 1967 mundi svo aftur- för byrja, stofninn mundi fara minnkandi og árin 1968 og 1969 ætti rjúpan að hverfa. Sfðan mundi henni fara að fjölga aftur. Þannig gengur þetta koll af kolli. lltvarp frá Alþíngi Ýmsir hafa rætt um það, að vekja áhuga almennings á því sem fer fram f Alþingi með því að hefja útvarp beint frá daglegum umsæðum. Eru margir þingmenn þeirrar skoðunar að þetta sé gott ráð, sem jafnframt muni gera um- ræðumar hressilegri og betri. Það hefur flogið fyrir að Mac- millan forsætisráðherra Breta, muni leggja svo til að umræðum úr málstofu brezka þingsins verði sjónvarpað. Tilgangur hans með þessu er að hressa upp á umræð- urnar og fá almenning til að fylgj- ast betur með stjórnmálum. Marg- ir brezkir þingmenn eru hneyksl- aðir á þessari tiilögu og telja hana brot á gömlum hefðum þingsins. Hér heima þyrfti að breyta þing- sköpum til að hægt væri að út- varpa frá daglegum umræðum Al- þingis. Margir munu telja að út- varpsumræður í þeirri mynd, sem þær eru nú, gefi ekki rétta mynd af því sem fram fari á Alþingi. Bókasafn Hafnarfjarðar 40 ára Bókasafnið í Hafnarf. 40 ára Bókasafn Hafnarfjarðar er 40 ára um þessar mundir, var það stofnað 18. okt. 1922. Aðal- hvatamaður að stofnun þess vgr Gunnlaugur Kristmundsson kennari og sandgræðslustjóri. Áður en bókasafnið tók til starfa höfðu verið gerðar til- raunir með lestrarfélög, og þótt til þeirra væri stofnað af van- efnum komu þau að talsverðu gagni. Fyrst var safnið til húsa í gamla barnaskólanum við Suð- urgötu, árið 1938 flutti það í nýja Flensborgarskóiann, og ár- ið 1958 tók það svo til starfa í eigin húsakynnum við Mjósund. Þegar safnið tók til starfa, voru í því um 1000 bindi bóka, en árið 1958 voru þau um 15 þús. Safninu hafa borizt margar veglegar gjafir á síðari árum, og ber þá fyrst að nefna gjöf hjónanna Guðlaugar Pétursdótt ur og Friðriks Bjarnasonar. Ár- ið 1960 arfleiddu þau hjónin Hafnarfjarðarbæ að miklu af eignum sínum og skyldu bæk- ur þeirra geymdar í bókasafn- inu. Eru það um 2000 bindi, mest bækur um tónlist, nótur og músikblöð. Nokkrir góðmun ir fylgdu og bókunum, og hef- ur þeim verið komið fyrir í húsakynnum safnsins. Frá vina bæ Hafnarfjarðar í Danmörku, Frederiksberg, hafa safninu borizt hátt á annað hundrað bindi f prýðilegu bandi og vina- bær Hafnarfjarðar í Svíþjóð, Uppsala, hefur nýlega sent safn inu um 100 bindi og er það hin ágætasta gjöf. Síðan 1958 hafa bókaverðir verið tveir og eru þeir nú Anna Guðmundsdóttir, sem er aðal- bókavörður og Magnús Jóns- son.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.