Vísir - 19.10.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 19.10.1962, Blaðsíða 9
V í SIR . Föstudagur 19. október 1962. 9 Dr. Finnur Guðmundsson ritar um fuglalífið á Reykjavíkurtjörn Brauðgjafir eru óþarfar Sigurður Runólfsson, umsjónarmaður með fuglalífinu við Tjöm- ina, er að gefa fuglunum. (Dr. Finnur Guðmundsson telur brauð- gjafir til andanna óþarfar). í grein þeirri, sem dr. Finnur Guðmundsson hef ur ritað fyrir borgar- stjórn Reykjavíkur um fuglalífið á Reykjavíkur- tjörn, segir hann m.a. að brauðmolagjafir Reykvík inga til andanna hafi haft ýmsar óheppilegar afleið- ingar í för með sér auk þess sem þær séu óþarf- ar. Auk þessa segir dr. Finnur: „Meira að, segja má vel vera að nauðsyn- legt sé að útrýma svön- um með öllu af tjörn- inni“. Dr. Finnur segir m. a. f upphafi greinar sinnar: „Lengst af mun fjöldi stokk- anda á tjörninni ekki hafa verið ýkja mikil, og mun þeim ekki hafa farið að fjölga þar neitt að ráði fyrr en eftir heimsstyrjöld- ina fyrri. Þá kom til skjalanna Jón Pálsson, bankaféhirðir, og síðar einnig Kjartan Ólafsson, brunavörður, en báðir hafa þeir manna mest og bezt unnið að því að vekja athygli almennings á fuglalífinu á tjörninni og nauð- syn þess að vernda það og efla. Þeir Jón og Kjartan hafa báðir haft einlægan áhuga á velferð fuglanna á tjörninni og hafa þeir verið óþreytandi að hvetja til þess í ræðu og riti, að stokk- öndunum á tjörninni væri gefið á veturna þegar hart er í ári. Þetta hefur borið tilætlaðan ár- angur, því að Reykvíkingar hafa í æ ríkari mæli tekið að gefa stokköndunum, og það ekki að eins á veturna heldur allt árið um kring. Um þetta er ekki nema gott eitt að segja, enda hafa bæði börn og fullorðnir hina mestu ánægju af að lina meintar þjáningar stokkandanna með matgjöfum. Ég vil þó ekki láta hjá líða að vekja athygli á því, að þessar þjáningar stokkand- anna hafa ekki við nokkur rök að styðjast og þessar matgjafir eru því með öllu ástæðulausar. Með ströndum fram í nágrenni Reykjavíkur er slík gnótt fæðu fyrir stokkendur, að þær þurfa aldrei að líða skort, þótt tekið væri með öllu fyrir matgjafir á tjörninni. Þegar tjörnina leggur bregða stokkendurnar sér til sjávar og lifa þar góðu lífi á fjölbreyttri fæðu, sem er þeim áreiðanlega hollari en brauðið, sem þær fá á tjörninni. Hins vegar hafa þessar matgjafir leitt til þess, að stokköndum á tjörn- inni hefur fjölgað gífurlega hin síðari ár, og nú er svo komið að hér er við.alvarlegt vandamál að etja, sem nánar verður vik- ið að síðar.“ ★ Síðar segir í greininni: „Eftir að norðanendurnar höfðu verið fluttar á Reykjavík- urtjörn tók brátt að bera á því að villtar endur sömu tegundar tækju að venja komur sínar á tjörnina, og hafa sumar þeirra ílenzt þar. Meðal annars er nú villt duggandarkolla með 4 unga á tjörninni. Þessar villtu endur stuðla að sjálfsögðu ásamt norð- anöndunum að landnámi hinna ýmsu andategunda á tjörninni. ★ Ekki verður hjá því komizt, að víkja hér nokkru nánar að vanda- máli, sem einna mest hefur tor- veldað aðgerðir þær, sem gerðar hafa verið til að auka fjöl- breytni fuglalífsins á tjörninni. Ég á hér við offjölgun stokk- andarinnar. Orsakir þessarar of- fjölgunar eru fyrst og fremst sí- vaxandi matgjafir borgarbúa svo og reglubundin fóðrun aðkomu- andanna á Þorfinnstjörn, en þangað þyrpast stokkendurnar á veturna. Þetta vandamál er erfitt viðfangs, en á þvl verður að finnast viðunandi lausn, ef tak- ast á að gera fuglalifið á tjörn- inni fjölbreytt og aðlaðandi. Það er engin tilviljun að stokköndin er ættfaðir tömdu andanna, enda stenzt engin önd önnur sam- keppnina við stokköndina. Með- al andanna gegnir stokköndin því svipuðu hlutverki og gráspör- in meðal spörfuglanna, en hann hefur lagt undir sig flestar stór- borgir heimsins og hefur jafn- framt útrýmt þar öllu öðru fugla- lífi. Stokkandamergðin á tjörn- inni er nr orðin svo gífurleg, að til vandræða horfir, og með tilliti til stærðar tjarnarinnar er stokk- andamergðin orðin ailt of mikil. í skemmtigörðum og á vatna- svæðum í borgum erlendis, þar sem endur eru aldar til fegurðar- og yndisauka, hefur alls staðar orðið að grípa til sérstakra ráð- stafana til að hamla á móti of- fjölgun stokkandarinnar. Undan- farandi vetur hefur verið unnið nokkuð að fækkun stokkandar- innar á tjörninni, en sú viðleitni hefur ekki enn borið eins mik- inn árangur og æskilegt hefði verið, enda er þetta bæði erfitt og viðkvæmt mál. Vonandi tekst þó að leysa það á viðunandi hátt. Tjarnarfuglar aðrir en endur. Áður hefur verið drepið á krí- una. Lengst af hefur hún hvergi orpið við tjörnina nema í stóra tjarnarhólmanum. Nú síðustu ár- in hefur hins vegar orðið á þessu nokkur breyting, því að krían hefur tekið að verpa í hólmanum í Þorfinnstjörn og í litla tjarnar- hólmanum. I sumar voru t .d. að eins 20 kríuhreiður í stóra tjarn- arhólmanum, en 25 hreiður I litla tjarnarhólmanum og um 10 hreið ur í Þorfinnshólma. Þessi til- flutningur kríunnar stafar senni- lega af álftavarpinu í stóra tjarnarhólmanum og sífelldu rápi og þrásetu stokkanda þar. Úr þessu verður ekki bætt nema stokköndum verði fækkað mjög frá því sem nú er og komið verði í veg fyrir að álftirnar verpi fram vegis í stóra tjarnarhólmanum, og gildir þá einu, hvort um fs- lenzkar álftir eða hnúðsvani er að ræða. Meira að segja má vel vera, að nauðsynlegt sé að út- rýma svönum með öllu af tiörn- inni. Stöðug átök og áflog milli íslenzkra svana og hnúðsvana valda ókyrrð og glundroða á tjörninni, sem erfitt er að koma f veg fyrir nema með því að losa sig að fullu og öllu við svani af tjörninni. ★ í framhaldi af þessum bolla- Frh. á 10. bls. Svanirnir á tjöminni. Þeir eru vinsælir, en dr. Finnur telur hugsanlegt að þeir verði að fjar- Iægjast af tjörninni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.