Vísir - 19.10.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 19.10.1962, Blaðsíða 10
10 V1 SIR . Föstudagur 19. október 1962. Bridgekeppni á Akureyri Akureyri í morgun. Bridgefélag Akureyrar hóf vetr- arstarfsemi sína með tvímennings keppni, sem er nýlokið. Þátttakendur voru 28 „pör“ og spilaðar voru 3 umferðir. í fimm efstu sætunum voru þessir tví- menningar: 1. Jóhann Helgason, Karl Sig- fússon 559 stig. 2. Ármann Helgason, Halldór Helgason 548 stig. 3. -4. Jónas Stefánsson, Rútur Otterstedt 540 stig. 3.—4. Jóhann Sigurðsson, Óðinn Árnason 540 stig. 5. Jóhannes Kristjánsson, Þor- steinn Svanlaugsson 518 st. Núverandi formaður Bridgefél- ags Akureyrar er Mikael Jónsson. Unnið að undir- buningi hafnar- framkvæmda. Unnið er stöðugt að undirbún- ingi hinna miklu hafnarfram- kvæmda í Þorlákshöfn. Ekki er gert ráð fyrir að hafnarskilyrði þar batni fyrir næstu vetrarvertíð, en í vetur á að steypa 7 — 8 ker og hafa þau tilbúin næsta vor til leng- ingar hafnargarðanna. Næsta sum- ar verður unnið með fullum krafti að stækkun hafnarinnar þannig að hafnargerðin verði komin að sem allra mestu notum fyrir veturinn 1963—1964. Fundu glös — Framhald at bls. 1. skúrnum tösku með 9 lyfjaglös- um og lyfjasprautu, en enginn mannanna vildi þá kannast við töskuna og kváðu hana sér ó- viðkomandi. í morgun voru mennirnir kvaddir til yfirheyrslu hjá rann sóknarlögreglunnl og þá breytti einn þeirra framburði sínum, þannig að hann kvaðst geyma töskuna fyrir 'r-nningja sinn, sem væri fiá Norðfirði. Lögreglan kvaðst ekki sjá að í glösunum væri annað en mein laus bætiefni. Þau eru öll merkt Apóteki Neskaupstaðar og bera nafn kvenmanns þar á staðn- um. Tryggingariðgjald - Framhald at bls 1 maður bifreiðadeildar í einu tryggingarfélaginu, „að þá streymir inn á okkur tjónið. Það hefur sín áhrif á aukningu bótagreiðslna, svo að útlitið er ekki hagstætt, eins og fyrr er getið. Brjóstvitið segir, að ið- gjöldin verði að hækka, því miður," sagði þessi yfirmaður bifreiðadeildar. Heimdellingar Þeim fækkar dögunum þang- að til dregið verður i Skyndi- 'iappdrætti Sjálfstæðisflokks- ins. Gerið því skil sem allra fyrst. Komið í skrifstofur Sjálf- stæðisflokksins við Austurvöll. Dr. Finnur - Framhaid at bls. 9 leggingum um svaninn er ekki úr vegi að minnast lítillega á grá- gæsirnar, sem halda sig á tjörn- inni eða í grennd við hana. Þær eru ails um 20—30 talsins og eru oft á beit á grasflötunum í Tjarnargarðinum. Þær eru allar fullfleygar, en hafa þó vetrar- dvöl hér, enda þótt villtar grá- gæsir séu farfuglar hér á landi. Fyrir grágæsunum er lítið haft, þær valda engu tjóni eða truflun- um á tjörninni, en eru fiestum, sem fuglum unna, til mikillar á- nægju. Fyrir allmörgum árum tók hettumávar að venja komur sínar á tjörnina, en hann er ein af þeim tegundum, sem hafa numið hér land eftir að veðurfar tók að hlýna um og upp úr 1920. Nú er svo komið, að stórhópar af hettu mávum eru oft á tjörninni og sækja þeir mjög í stóra tjarnar- hólmann til varps. Ef ekkert hefði verið að gert mundi hettu- mávurinn eflaust vera búinn að flæma kríuna burt úr hólmanum, því að hann tekur að hreiðra um sig áður en krían kemur á vorin. Með því að steypa reglulega und- an hettumávinum jafnóðum og hann verpur, hefur þó tekizt að varna þvf að svo færi. Auk hettu- mávsins er oft slæðingur af síla- máv og svartbak (veiðibjöllu) á tjörninni. Báðar þessar tegundir eru skæðir eggja- og unglinga- ræningjar, sem sækja á tjörnina til fanga en ekki til varps. Mest bar á þessum vágestum á tjörn- inni fyrstu árin eftir að sorphaug arnir á Eiðisgranda voru lagðir niður, en þar hafðist jafnan við aragrúi af mávum á veturna. Ollu þeir um skeið töluverðu tjóni á fuglalífi tjarnarinnar, en nú síðustu árin hefur þeim farið fækkandi aftur. Um varptímann er þó stöðugt höfð gát á þeim og ef þeir koma inn á tjörnina eru þeir kostir ef við verður komið. Eins og sakir standa er tiltölu- lega auðvelt að verjast ásóknum þessara máva. Framtíð tjarnarinnar. Hér hefur verið rætt allræki- lega um fuglalífið á Reykjavíkur- tjörn, en nú langar mig til að minnast lítið eitt á framtíð tjarn- arinnar sjálfrar. Það fer ekki hjá því að þeir, sem fylgzt hafa með breytingunum, sem orðið hafa á tjörninni á síðustu 40—50 árum, öeyfilyF- Fran.hald al bls. 1. oft, eða viljum a. m. k. vita af hverju viðkomandi maður hef- ir þessi meðöl undir höndum og til hvers honum hafa verið gefin þau. — Hverju svara læknarnir til? — Ýmsu. Stundum sjá þeir aumur á mönnum. Þeir bera sig illa. Þurfa að fara á sjóinn eða sinna áríðandi erindum en eru niðurbrotnir eftir fyllirí og þurfa á hressandi meðali að halda. Eða þá að konur þeirra eru að springa af offitu og þurfa að megra sig til að halda línunum. Ástæðurnar eru marg- ir en hins vegar tími læknanna oftast svo naumur að þeir hafa ekki tíma til að kanna málið ofan í kjölinn. Nenna heldur ekki að standa í orðaskaki við pillubeiðandann og þetta endar venjulegast með því að hann fer út með lyfseðilinn í hönd- um. Á margt fleira var drepið í viðtalinu og birtist það í heild í blað- inu á morgun. geri sér ljóst að dagar hennar hljóta brátt að verða taldir, ef ekki verður bráðlega hafizt handa um að dýpka hana og auka vatnsrennslið í gegnum hana. Orkomusvæði tjarnarinnar er mjög lítið og að því hefur verið þrengt mjög á síðari árum méð byggingum, flugvallargerð og holræsalagningu. Afleiðingin af þessu eru síminnkandi vatns- rennsli í gegnum tjörnina, en það leiðir til stöðnunar og fúlnunar vatnsins á stórum svæðum tjarn- arinnar utan meginstraumlínu hennar. Jafnframt grynnkar tjörn in ört vegna áfoks og rotnandi gróðrar og síðsumars vex þráð- nykran, sem auk þörunga er meg- ingróður tjarnarinnar, á æ stærri svæðum upp úr .vatninu. Afleið- ingin af þessu öllu verður sú, að í hitum á sumrin leggur oft megn daun frá tjörninni, því að hún er á góðri Ieið með að verða ekki an daun frá tjörninni, því hún er aðeins að forarpolli heldur bein- línis að opinni for. Og ekki bætir það úr skák, að um stórstraums- flóð fellur klóakafrennsli inn í tjörnina um útfallið hjá Búnaðar- félagshúsinu. Þó ekki væri nema af heilbrigðisástæðum tel ég nauð synlegt, að þetta mál verði tekið til nánari athugunar, en úr öllu þessu verður að sjálfsögðu ekki bætt nema með dýpkun tjarnar- innar og stórauknu vatnsrennsli í gegnum hana. Ef ekki fæst nægi legt vatnsmagn til þess úr vatns- veitukerfi bæjarins, er vart um annað að ræða en dæla sjó úr Skerjafirði í gegnum tjörnina, að minnsta kosti á sumrin, þegar á- standið er sem verst. Að Iokum skal hér drepið á eitt atriði enn, sem stundum hef- ur valdið örðugleikum í sambandi við andaeldið á Þorfinnstjörn. Ég á hér við olíubrák, sem stundum hefur borizt inn á Þorfinnstjörn, en olíubrák þessi mun sennilega stafa af þvf, að afrennsli af Pfring- brautinni milli Sóleyjargötu og Bjarkargötu fe'ííur beint út í tjörn ina en ekki í holræsi. Það er ekki nema eðlilegt að afrennslisvatn af jafn-mikilli umferðargötu og Hringbrautin er geti stundum ver- ið lítið eitt olíumengað. Ég vil ekki láta hjá líða að vekja at- hygli á þ_jsu, enda þótt vel megi vera að örðugt sé að ráða bót á þessu.“ Reykjavík, 13. ágúst 1962. Finnur Guðmundsson. Myndsjó — Framhald at bls. 3. hraði, sem hægt er að aka hana. Samt er það furðulegt hve gaman er að aka þessum litlu verkfærum. Aksturseiginleikar þeirra eru mjög svipaðir og bíla, aðeins í smækkaðri mynd. Eftir að hafa ekið þessum verkfærum er okkur það efst f huga að fá að prófa aftur. Þó að hér sé um kappakstur að ræða, er þetta að hetia má hættulaust. Engin Ieið ei að hvolfa þeim, því að þær snú- ast í hringi áður en það skeour, þar sem þyngdarpunkturinn er svo neðarlega. Má teljast að íþrótt þessi sé algerlega hættu- laus, nema menn séu komnir með kerrur, sem fara ofsalega hratt. Mjög mismunandi reglur gilda um notkun þessara tækja eftir löndum. Eru sums staðar sett lágmarkstakmörk um ald- ur, en ekki alls staðar. 1 Keflavík stunda menn þetta ekki síður til að leyfa sonum sínum að keppa en til að keppa sjálfir. Er mikið kapp i ijem að synirnir vinni, enda eru nargir strákanna mjög flinkir að aka kerrunum. ÍfHÓttir — Frarr’KaId á bls. 10. upp úr þessu lamaðist annar fótur barnsins. Tvisvar í viku í tvö ár þurfti móðir hennar að vefja hana teppi og fara með hana til sjúkrahússins í Nashville. Með góðri umönnun læknanna tókst að gæða sjúka fót- inn lífi og er hún var 6 ára gat hún gengið um á sérlega smíðuð- um skóm. Læknarnir, sem björg- uðu heiisu Wilmu litlu vissu ekki þá, að þeir höfðu bjargað fótum, sem áttu eftir að afla landi þeirra mikils sóma. Þegar Wilma varð 11 ára var hún farin að hafa mikinn áhuga á íþróttum, enda var hún nú búin að öðlast fulla heilsu aftur. Það var einkum körfuknattleikurinn, sem fangaði hug hennar og úti á baklóðinni lék hún körfubolta með bræðrum sínum hvenær sem færi gafst. 803 stig í 25 ieikum. í framhaldsskóla ákvað Wilma að vinna sæti í körfuknattlciksliði skólans, en hún var langt frá að vera góður leikmaður í fyrstunni. „En hún var samt mikils virði“, sagði þjálfarinn C. C. Gray síðar. „Það var í að halda uppi rétta andanum innan liðsins. Á ferðalög- um sat Wilma oftast í aftursætipu og sagði skrítlur". Annað árið varð Wilma hins vegar mjög góð í körfuknattleiknum og var aðal- stjarna liðsins og skoraði 803 stig £ 25 leikum, skólamet! „Skemmtilegra að hlaupa‘£. Eftir þetta skólaár kom Gray þjálfari að máli við Wilmu og spurði hana hvort hún vildi ekki reyna sig í frjálsíþróttum... og þar með var bálið tendrað. Wilma sagði síðar, að hún hafi uppgötv- að, að það væri skemmtilegra að hlaupa en kasta £ körfu, og á 3 árum £ framhaldsskólum tapaði hún ekki einu einasta hlaupi. Árið 1957 fór Wilma £ Tenn- essee A and I University í Nash- ville. Þar fékk hún hinn snjalla kvennaþjálfara Edward Temple og þar er Wilma enn við nám. Hún þjálfar £ tvo tfma á dag eftir kennsluti'ma. Venjulegt „prógram" er eitthvað á þessa Ieið: 40 mín. i uppmýkingaræfingar, 30 mi'n. i boðhlaupsskiptingar og 50 min. £ spretti frá 50—200 metra löngum, en alls eru sprettirnir um 5 kiló- metra langir £ allt. Wilma er ágætis nemandi og hef- ur „Average B“ £ einkunn, en hún lærir barnakennslu. Auk námsins og þjálfunarinnar vinnur hún 4 tíma á dag á skrifstofu skólans. Wilma hefur hlotið miklar vin- sældir bæði af nemendum og öll- um þeim, sem hafa kynnzt henni á iþróttasviðinu. „Ég vil vera vin- sæl vegna persónuleika mins en ekki spretthörkunnar,” segir þessi drottning hlaupabrautarinnar. Bráð lega útskrifast Wilma sem barna- kennari en þá segist hún annað hvort taka til við húsmóðurstörfin eða þá að hún fer að kenna við barnaskóla um nokkra hríð og jafn framt halda áfram á hlaupabraut- inni, sem er von ráðamanna í frjáls íþróttaheimi Bandaríkjanna, sem vilja að hún verði með í OL-liðinu í Tokyo’ 1964. FILMÍA | Ársskírteini verða afhent í Tjarnarbæ kl. 5-7 í dag. ^ Nýjum félagsmönnum bætt við. t Sýningar hefjast í kvöld kl. 19 með búlg- örsku myndinni STJÖRNUR. (Verðlaun í Cannes). $ Sýndar verða 10 myndir í vetur á föstu- dagskvöldum og síðdegis á laugardögum. | TRYGGIÐ YÐUR SKÍRTEINI í DAG. VERKAMENN Verkamenn óskast, langur vinnutími, hús- næði á sama stað. — Uppl. hjá verkstjóra. JÓN LOFTSSON h.f. Hringbraut 121 RAFGEYMAR 6 /olt 70, 75, 90 og 120 impt. u «folt 60 ampt. i .augaveg] 170 — Simi ,22 60.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.