Vísir - 19.10.1962, Blaðsíða 15

Vísir - 19.10.1962, Blaðsíða 15
V1SIR . Föstudagur 19. október 1962. Friedrich Diirrenmatt c. GRUNURINN ©0 margir, sem þekkja mig, en samt hefur þeim ekki dottið í hug að þekkja mig af henni. Myndin sýnir of lítið af andliti mínu. En hver hefði getað þekkt mig af henni? Annað hvort einhver, sem var í Stutthof og sem þekkir mig hér í dag. Það er ó- líleg skýring, vegna þess að þær manneskjur, sem ég hafði með mér frá Stutthof, hef ég í hendi minni, en samt er sú skýring möguleg, eins og allar tilviljan- ir. Önnur skýring er sú, að ein- hver muni eftir mér við líkar að stæður hér í Sviss fyrir 32 ár- um. Ég man eftir atburði, sem gerðist í litlum fjallakofa, þegar ég var ungur stúdpnt. Já, — ég man það greinilega — það gerðist við eldrauðan bjarma kvöldsólarinnar. Hungertobel var einn þeirra fimm, sem voru viðstaddir. Þess vegna dreg ég þá ályktun, að það hafi verið Hungertobel, sem þekkti mig af myndinni“. „Vitleysa,“ svaraði gamli mað urinn ákveðinn. „Það er algjör- lega gripið úr lausu lofti, algjör- lega tilhæfulaus hugmynd.“ — • Hann Mli hugboð um, að vin- ur hans var í mikilli hættu, ef honum heppnaðist ekki að leiða allan grun frá honum. Samt gerði hann sér ekki grein fyrir í hverju þessi hætta lægi. „Við skulum ekki fella dauða- dóminn yfir vesalings lækninum allt of fljótt. Fyrst skulum við aðgæta aðrar líkur, sem benda gegn mér. Við skulum reyna að hreinsa hann af öllum grun,“ hélt Emmenbergar áfram og studdi hökunni á krosslagða handleggina, sem lágu á stólbak inu. „Málið í sambandi við Nehle. Það hafið þér einnig graf- ið upp, herra lögreglufulltrúi. Ég óska yður til hamingju. Það kalla ég furðulegt. Ungfrú Mar- lok sagði mér það. Það er bezt að ég játi það. Ég skar sjálfur í augabrún Nehles og veitti hon- um einnig brunasárið á vinstri handlegg, sem er alveg eins og það, sem ég hef á sama stað. Þetta gerði ég til þess, að lík- ingin yrði meiri með okkur. Til þess að annar okar gæti komið í stað hins. Síðan sendi ég hann til Chile undir mínu nafni, og síðan er hann kom til baka, eins og við höfðum um samið neyddi ég hann til að gleypa blásýru- hylki í hrörlegu hótelherbergi í Hamborg. Cést ca, eins 'og ást'n mín fagra myndi segja. Nehle var náttúrubarn, traustur og trygglyndur, sem aldrei gat lært latínu né grísku, en hafði furðu- lega hæfileika til lækningaiðk- ana. Og hann var heiðursmað- ur, sem tók örlögum sfnum með jafnaðargeði og framdi fyrirtaks sjálfsmorð — ég þegi um þann þátt, sem ég átti'í því. Við skul- um ekki tala meira um þann at- burð, sem gerðist í grárri morg- unskímunni, innan um skækjur og sjóliða í hálfbrunnum rúst- um rotnandi borgarinnar. — í fjarska heyrðust harmþrungnar stunur í þokulúðrum skipa, sem voru að sökkva undan strönd- inni. Þetta ævintýri var mesta fífldirfska, því að ég get ailtaf átt von á að upp um mig kom- ist. Hvað veit ég hvað þessi gáfaði leikmaður hafði fyrir stafni í Santiago, eða hverjum hann kynntist þar. Hingað gætu komið alls kyns menn til þess að heimsækja Nehle. En við skul um halda okkur við staðreyndir. Setjum svo, að einhver komist á slóð mína, hvað mælir þá gegn mér. Það er þá fyrst og fremst það uppátæki Nehles að fara að skrifa í „Lancet" og „Sviss- neska læknaritið". Það gæti orö ið hættuleg sönnun gegn mé*, þ..e a. s. svo framarlega sem ein hverjum dytti það í hug, og ef þessar greinar yrðu bornar sam an við nokkrar af mínum grein- um. Nehle skrifaði ósvilcna Berlínar-mállýzku. En til þcss að greina mismuninn glöggt. þarf það helzt að vera læknir, sem les greinarnar. Þér sjáið, að böndin berast aftur að vini okkar. Að vísu er hann ekki tor- tryggiitój^ofe 'Við skulum telja honum það til málsbóta. En þeg- ar lögreglufulltrúi stendur við hlið háns, sem ég neyðist til að álíta, get ég ekki lengur tekið upp hanzkann fyrir hann.“ „Ég er hér í umboði lögregl- unnar,“ svaraði lögreglufulltrú- inn rólegur. „Þýzka lögreglan grunar yður. Þér munuð ekki skera mig í dag, því að dauði minn kæmi upp um yður. En Hungertobel mun láta yður í friði.“ „Tvær mínútur yfir 11, sagði læknirinn. „Ég sé það,“ svaraði Bárlach. „Lögreglan, lögreglan,“ hélt Emmenberger áfram og leit hugsandi á sjúklinginn. „Það er aðeins eðlilegt að reikna með henni. Þó virðist mér þetta ekki sennilegt, vegna þess að það væri heppilegasta skýringin fyr- ir yður. Að þýzka lögreglan feli lögreglunni í Bern að hafa upp á glæpamanni í Zúrich. Nei, það virðist mér afar ótrúlegt. Ef til vill hefði ég trúað því, ef þér hefðuð ekki verið fárveikur, ef þér ættuð ekki í stríði við ban- vænan sjúkdóm: Uppskurðurinn og sjúkdómur yðar hafa ekki verið sett á svið. Það get ég, sem læknir, staðfest. Þaðan af síður frásögnin í blaðinu um að þér hafið látið af starfi. Hvers konar maður eruð þér þá? Um- fram allt þrautseigur, sauðþrár gamall maður, sem ógjaman við urkennir ósigur sinn, og sem á bágt með að sætta sig við, að vera kominn á eftirlaun. Það er mögulegt, að þér hafið upp á eig in spýtur, án nokkurs tilstyrks og án aðstoðar lögreglunnar, á- kveðið að sækja til atlögu gegn mér, eftir að hafa' fyllzt óljósum grun, sennilega í viðræðum við Hungertobel, en án þess að hafa nokkrar raunverulegar sannanir. Sennilega voruð þér of stoltur til að láta nokkurn annan en Hungertobel vita um ráðagerð yðar, en einmitt það var ógæti- legt af yður. Það vakti aðeins fyrir yður, að sanna, að þér.,sem gamall maður vissuð fleira en þeir, sem sögðu yður upp starf- inu. Þetta allt tel ég líklegra, heldur en þá skýringu, að lög- reglan hafi sent sársjúkan mann til þess að inna af hendi svo erf- itt verkefni. Og þeim mun síð- ur, þar sem lögreglan komst ekki á rétta sporið viðvíkjandi T A R 1 A j A VÍCI0U5 STOKW KAGEP 0UTSI7E TH5 C.RCUS CANVAS\ SUrP’ENLV, LIGHTWING STI?EA<E7ACROSS Tl IE 5<V ÁN7 STK.UCK... PLAWiES LICKE7 THE S<Y AW7A 7KEA7 CZy KANG TKftOUGH THE NíGHT! l-l«7 5757 Eldingu sló niður í tjaldbúð- báli. Óp og köll kváðu við í myrkrinu. ELDUR irnar, og brátt stóðu þær í björtu n—mraiiiwTnTir--i n i ■irTTTnmwinri—i«—i—mii——iiiimm >iiiihiiii ■"ii i c Barnasagan KALLI og super- filmu- fiskurinn Eftir að skipið KRÁK kom úr ferðinni til Fjársjóðaeyjunnar varð það að fara í viðgerð, sem tók marga mánuði. Þann tíma notaði skipshöfnin til að skemmta sér eins vel og kostur var á. Daginn sem þetta æfin- týri byrjaði var vélameistarinn að taka hjólið sitt í sundur i þúsund stykki til að geta haft ánægju af að setja það saman aftur. Hann var skyndiiega ó- náðaður af bremsuískri, og þegar hann ieit upp sá hann Kalla koma í einu hendings kasti út úr leigubíl. „Hættið strax þessu fánýta dútli yðar, vélameistari", hrópaði Kalli. „Farið heim og pakkið niður farangri yðar. Við sigium eftir stutta stund". Jc morðinu á Fortschig, sem þeir hlytu þó að hafa gert, hefðu þeir haft mig grunaðan. Þér er- uð einn gegn mér, herra lög- reglufulltrúi. Ég held líka að rithöfundurinn: sem nú er látinn hafi einnig verið grunlaus." „Hvers vegna hafið þér þá drepið hann?‘ ‘hrópaði gamli maðurinn. „Af varúðarráðstöfunum," svaraði læknirinn kæruleysis- lega. „Tíu mínútur yfir 11. Tírn- inn flýgur, herra minn, tíminn flýgur. Ég verð einnig að láta drepa Hungertobel af varúðar- ráðstöfunum." „Ætlið þér að drepa hann!“ hrópaði lögreglufulltrúinn og reyndi að rísa upp. „Liggið þér kyrr,“ skipaði Emmenberger svo ákveðið, að gamli maðurinn hlýddi. „I dag er fimmtudagur," sagði hann. „Þá tökum við læknarnir okkur frí um eftirmiðdaginn, ekki satt? Þess vegna datt mér í hug að biðja Hungertobel að gera okkur þá ánægju að heimsækja okkur. Hann kemur í bílnuni sínum.“ „Og hvað mun gerast?“ „í aftursætinu í bílnum verð- ur litli dvergurinn minn,“ svar- aði Emmenberger. „Dvergurinn," hrópaði lög- reglufulltrúinn. „Já, dvergurinn,“ staðfesti læknirinn. „Enn einu sinni dvergurinn. Hann er nytsamt verkfæri, sem ég hafði með mér frá Stutthof. Hann var mér til skemmtunar meðan ég dvaldist þar. Samkvæmt ríkislögum Himmlers hefði ég átt að láta drepa hann, þar sem hann var óverðugur þess að fá að lifa, eins og einhver ariskur risi verð skuldaði það frekar. Mér hefur alltaf þótt gaman af afbrigðum og svívirtur maður er líka alltaf bezta verkfærið. Og þar sem vesalings apinn minn litli fann, að hann átti mér lífið að launa, leyfði hann mér að þjálfa sig til minna nota.“ Klukkan var 14 mínútur yf- ir 11. Lögreglufullarúinn var svo þreyttur, að stundum lokaði hann augunum. Og í hvert skipti sem hann opnaði þau á ný, sá hann klukkuna, stóra, kringlótta klukkuna, svífandi í lausu lofti. Nú skildist honum, að honum var engrar undankomu auðið. Emmenberger hafði séð við hon- um. Hann var glataður og Hung ertobel einnig. „Þér eruð Nihilisti," sagði hann hljóðlega, næstum hvlsl andi. Tikkið í klukkunni barst um þögult herbergið. Sokkar Nylonsokkar með saum aðeins kr. 15

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.