Vísir - 20.10.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 20.10.1962, Blaðsíða 1
mmmmtmmmmmmei — Laugardagur 20. október 1962. - 241. tbl. ý, Vísir hefir ritað um nautnaiyfjamálið síðustu daga vegna •ass að blaðið er þess fullvíst að hér er mikið vandamál á ferðum. ^. Nú hafa yfirvöldin gripið til aðgerða í málinu. yL í gær fyrirskipaði Saksóknari ríkisins málsrannsókn vegna deyfi lyf jasölu. Og landlæknir kveður sér hljóðs í Vísi í dag. y^. Vísir fagnar því að gagngerð rannsókn er nú hafin í þessu éfni. DEYFIL YF EKKI FUNDIZT ISKIPUM !tf f 81 - Við höfum aldrei orðið varir við smygl eitur- eða deyf ilyf ja með íslenzkum skipum eða flugvélum, sagði yfir- maður Tollgæzlunnar, Unnsteinn Beck, við Vísi í morgun. Nokkr- um sinnum höfum við gert sérstaka leit í ís- lenzkum skipum að deyfilyfjum, m.a. í tog- urum, samkvæmt vís- bendingu. En þær rann- sóknir hafa ekki borið árangur. — Þetta mál er erfitt við- fangs, því eiturlyf eru þess eðl- is að auðvelt er að smygla þeim, sökum þess hve þau eru fyrirferðarlítil. Hér á landi skortir okkur leyniþjónustu í tollgæzlunni, rannsóknardeild, sem ynni í samráði við rannsóknardeild lögreglunnar. Tíðkast slfkar deildir hjá flestum þjóðum. Fyrir um það bil tveimur ár- um, sagði Unnsteinn, virtist bera allmikið á deyfilyfjum í umferð og var talið að eitthvað af þeim bærist með togurum. Var auðvelt að kaupa lyfin i höfnum bæði í Þýzkalandi o? Englandi þar sem þau fengust án lyfseðils. Er því slíkur inn- flutningur illviðráðanlegur. Allt öðru máli gegnir um hin eigin- Iegu eiturlyf, narkotika. Qegn sölu þeirra og dreifingu berst fjölmennt aiþjöðiégt lögreglu- lið, en þó hefir árangurinn þar ekki verið alltof góður. Eitt af þeim 27 lyfjum, sem lögreglan hefir tekið af gæzluföngum. (Ljösm. Vísis, I. M.) segir yfírmaBur Tollgæilunnar rr ÉQ HEF TEKIÐ DEYFIL YF Eftirfarandi viðtal átti Vísir í gær við mið- aldra mann, sem haldinn er sjúklegum þorsta í nautnalyf þau, sem blaðið hefir gert að umræðu- efni síðustu þrjá daga. Af eðlilegum ástæðum er nafni hans haldið leyndu. / SJÖ ÁR ÆÆ — Mín orð haf a ekkerí að segja. Það lærir eng- inn af reynslu annarra. Ekki hef ég gert það. Að ég geri það núna, eftir að hafa notazt við deyf i- lyf í meira en sjö ár, er ótrúlegt. — Mig langar til að les endur Vísis geti orðið nokkurs vísari af reynslu þinni. — Þetta er hægur dauði fyrir mig og f^jlskyldu mína. Ég get ekki rifið mig upp úr þessu. Og ég get ekki verið án fjölskyldu minnar. Konan mín hefur alltaf Iátið undan þrábeiðni minni um að vera kyrr, og þess vegna á hún lítið betri örlög í vænd- um, en ég. Kannski verri. — Hvers vegna? — Mín dómgreind sljóvgast, og bráðlega kannske eftir fimm til sex ár, með sama áfram- haldi, verð ég hættur að hugsa rökrétt. Á sama tíma er hugsun hennar og skilningur óbreyttur, þótt hún verði orðin þreytt og mædd. Hún hefur ekki um ann- að að hugsa en mig. Húri segir Framh. á 5. síðu. Tenging sæsímans tefst Vegna veðurs við Vestmanna eyjar, hefur ekki enn verið hægt að tengja nýja sæsímann frá Ameríku, sem nú er lokið við að leggja. Sæsfmalagningarskip ið Neptune, sem lagt hefur strenginn frá Nýfundnalandi um Grænlanr til fsland, kon, til Vestmannaeyja i fyrradag og liei'ur sfðan beðið betra veðurs til að tengja. Tenging þessi fer fram úti á sjó, 2—3 mílur suður af Vest- mannaeyjum. Verður tengt við sæsímalandtakið, sem lagt var i fyrra. Fer það nú eingöngu eftir ' veðri hvenær tengingin fer fram, en hún mun taka um einn dag. Blaðið hafði tal af Jóni Skúla- syni yfirverkfræðingi hjá Lands sfmanum og skýrði hann svo frá að í sæsíma þessum yrðu 24 tal- sambönd. Strengurinn er svokall aður „coaxial" strengur. Er einn vír f miðjunni, síðan kemur ein- angrun, en utan á henni er málmþynna. Þar utan um koma svo styrktar- og hlífðarstrengir. Er strengurinn þykkastur þar sem mest hreyfing er á sjónum, en grennri á miklu dýpi. Framhald s öls 10 LANDLÆKN- IR KVEÐUR SÉR HLJÓDS Herra ritstjóri. í blaði yðar frá 17. þ.m. er grein með yfirskriftinrri „Kæru- leysi i útgáfu á deyfilyfseðlum". Er þar aðallega rætt um útgáfu lækna á Iyfseðlum af þessu tagi. í greininni er greint frá viðtali blaðamannsins við form. Lækna félags Reykjavíkur, Arinbjörn Kolbeinsson lækni, og haft eft- ir honum, að nauðsyn beri til að setja „deyfilyf" á skrá, „þann ig að hægt sé að fylgjast með þvf hverjir fái þessi lyf og hver skrifi lyfseðilinn". Slík skrá yfir deyfilyf og nokkur i.vandi lyf, sem hætta er talin á, að notuð verði sem nautnalyf, hefur um áratuga skeið verið haldin hér á Iandi og með því fylgzt, hvaða lækn- •• ávisuðu slfkum lyfjum og hverjir notuðu þau. Er skrá þessi með sama sniði og tíðkast á öðrum Norðurlöndum. Hefur þetta eftíriit hvað eftir annað íeitt til þess, að stöðvuð hefur verið óhæfileg útgáfa lyfscðla á slík lyf. Framh. á bls. 5.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.