Vísir - 20.10.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 20.10.1962, Blaðsíða 9
V í SIR . Laugardagur 20. október 1962. v í þessari fjórðu grein segir Anna frá sorgar- dögum í Kaupmannahöfn, frá sálarstyrk móður sinnar. Síðar segir hún frá framhaldi leiknáms. og þegar hún er ráðin að Konunglega leikhúsinu og svarar „Já, takk“. mín. Hann hafði þegar beðið margar klukkustundir og þegar hann sá mig, spurði hann aðeins: — Er nokkuð sem ég get gert fyrir þig? Þannig hefur Erling Schröder spurt mig í hvert skipti sem mig hefur vantað vin. Þó oft líði langur tími milli þess sem við hittumst, vitu..i við að vináttan sem stofnað var til á leikskólan- um mun haldast alla ævi. "É'g fylgdi líkkistunni heim til Reykjavíkur. Á íslandi átti mamma að bera sín bein. Þegar ég sigldi nú heim frá Danmörku- hélt ég að þar með hefði ég kvatt Konunglega Ieikhúsið fyrir fullt og allt, en pabbi sagði: — Þú átt að sigla aftur út og ljúka námi þínu. Það var ósk móður þinnar. Og ég sigldi aftur út á Ieik- skólann og í einmanaleikann í Kaupnfannahöfn. En ég sigldi einnig út til starfsins, fastákveð- in að ljúka því. Næsta sumar fór ég ekki heim í sumarfríinu af ótta við að eyðileggja hinn danska framburð, sem mér hafði tekizt að tileinka mér með svo ..úkilli fyrirhöfn. Allt sumarið starfaði ég sem aukaleikari við útileiksviðið í Dýragarðinum, þar sem leikflokkur Adams Poulsens sýndi „Einu sinni var“. fj'vö ár voru liðin síðan ég sigldi út og nú var námstfmi minn framlengdur um enn eitt ár. Nú þegar mér fannst ég hafa náð valdi á málinu og var tekin upp í félagshópinn, skyldi ég ekki lengur, hvað mér hafði fundizt svo erfitt og ókunnuglegt fyrstu tvö árin. Og þegar framkvæmdastjóri Konunglega leikhússins William Norris spurði mig óvænt að því, hvort ég vildi ekki ráða mig að leikhúsinu sem leikkonu, svaraði ég — Já takk, án þess að hugsa mig tvisvar um og án þess svo mikið sem að spyrja um Iaun eða hlutverk. Hér var allt í einu komið tækifæri til að læra meira áður en ég sneri heim til leik- hússins í Reykjavík. Cunnudagurinn 14. október 1928, kl. 3 síðdegis er mjög þýðingarmikið tfmamark í lífi mínu. Á þeirri stundu stóð ég f fyrsta skipti í lífi mínu á sviði Konunglega leikhússins. Ég fékk að vita það með stuttum fyrir- vara að ég ætti að koma inn sem uukaleikari í forföllum annarrar í „Kærlighedens Komedie“. Þar lék Bodil Ipsen Svanhildi en Poul Reumert lék Guldstad. Mér fannst eins og ég svifi í draumi. Ég hafði víst aldrei áður verið jafn glöð og hamingjusöm. Loksins var þörf fyrir mig, loks- ins átti ég að koma fram á svið- ið. Löngu áður en sýningin skyldi hefjast klæddi ég mig f leikbún- inginn, en ég hef ekki hugmynd um hvernig hann leit út. Til þess var ég alltof spennt að taka eftir því og ég þaut niður á sviðið þar sem verið var að undirbúa sýn- inguna og flæktist fyrir öllu og öllum. Þó var hlutverkið ekki mikið. Ég átti aðeins að segja tvær setningar í fyrsta danska hlutverkinu mínu og ég hefði getað talað þær upp úr svefni: „— Hvað, er það satt“, var sú fyrri og sú seinni einni klukku- stund síðar: „ - Já, dansa, dansa og aldrei stanza!“ "1/Teðan ég stóð þarna í gleði- vímu og beið eftir þvf að komast inn á sviðið til að segja þessar tvær setningar, kom Poul móður minnar Poul Reumert hlaut mesta frægð fyrir leik sem Alceste í Misantrophen eftir Moliere og fór þá meðal annars f gestaleik til Parísar 1927 og var þessi mynd þá tekin af honum í því hlutverki. Þetta var um sama Ieyti og Anna Borg stundaði nám í leikskólanum í Kaupmanna- höfn. Reumert niður stóru tröppurnar frá ganginum og út að sviðinu — og það var engin leið að flýja. — Hvað eruð þér að gera hérna? spurði hann undrandi, þegar hann sá mig. Nú verður hann líklega reiður, hugsaði ég í vandræðum mínum, því að ég leit stöðugt á Poul Reumert sem svarinn fjandmann minn! En nú varð ég að segja það, — og ég svaraði honum fullum hálsi, en roðnaði þó um leið: r— Ég hef verið fastráðin sem leikkona við leikhúsið. — Það var þó skemmtilegt! Til hamingju og velkomin, frök- en Borg, sagði Poul Reumert og brosti. Og meðan ég hélt áfram að ráfa um og vera fyrir öllum sviðs- mönnunum hugsaði ég yfir mig hrifin: — Þetta verð ég strax að skrifa heim Allt í einu kom grannvaxin kona niður bratta stigann bak við sviðið og ég rétti höndina fram til að styðja hana í sfðustu bröttu þrepunum. Allt f einu sneri hún sér að mér og ég sá að þetta var engin önnur en Bodil Ipsen. Hefði ég vitað það, hefði ég fremur viljað skríða í músarholu, heldur en að gerast svo djörf að rétta henni höndina. — Þér eruð mjög góð stúlka, sagði Bodil Ipsen og brosti vin- gjarnlega til mín um leið og hún tók í framrétta hönd mína. — Eruð þér nemandi við leikhúsið? Enn einu sinni mátti ég roðna og skýra frá því að ég hefði verið ráðin leikkona og þegar Bodil Ipsen óskaði mér einnig til ham- ingju og bauð mig velkomna, — 9 wjga Anna Borg f íslenzkum skautbúningi sem fjallkonan á 17. júní hátíða- höldunum 1948. Myndin er tekin í Alþingishúsgarðínum. ja — þá átti gleði mín bókstaf- lega engin takmörk. — Nú get ég hin rólegasta siglt heim til íslands, hugsaði ég. Því að nú hef ég náð því marki sem ég ætlaði mér, og tveir mestu listamenn leikhússins hafa boðið mig velkomna! Tj'nn var þó eftir að ganga inn á sviðið og það átti eftir að valda mér mikilli angist. I gleði- vímu minni hafði ég einhvern veginn staðsett mig á bak við SKRÁÐ HEFUR ÍNGA MÖRCK kórinn og þorði ekki að ryðja mér braut gegnum alla þessa há- vöxnu, fullorðnu menn. Ég var að verða taugaóstyrk," en allt í einu fann ég að einhver tók í arm minn. Mér varð litið við og — það var Poul Reumert. — Eigið þér ekki að fara inn núna? spurði hann og skildi samstundis alla angist mína. — Jú, en það eru svo margir menn fyrir ...... stundi ég upp. — Viljið þið gera svo vel að gefa pláss, fröken Borg á að fara á sviðið, sagði Poul R^aæiert rólega. Og statistarnir véku sam- stundis til hliðar. — Hann þarf ekki að segja nema eitt orð, og vötnin klofna, hugsaði ég um leið og ég gekk hreykin inn á sviðið og mælti upphátt: — Hvað, er það satt? j „Kærlighedens Komedie“ kem- ur fyrir atriði þar sem rök- rætt er um, hvaða blóm ástin sé og Poul Reumert sagði þar í ! gervi Guldstads: i — N.i, hún er eins og íslenzk- 1 ur mosi, hún læknar ungfrúr af 1 brjóstveiki, — og um leið leit hann til mín og brosti lítið eitt. Við höfum oft haft gaman af þessari setningu síðar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.