Vísir - 22.10.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 22.10.1962, Blaðsíða 2
2 V1S IR . Mánudagur 22. október 1962. r^1 ^ W/////A v//////////\ Bikarkeppnin: Yfirburðir KR sviptu Fram islandsmeistaraljómanum Handknnttleikur: Ármann sýndi bezta leikinn og ógnaði meisturum Fram Samband Handknattleiksmót Reykjavíkur var sett í fyrra- kvöld á Hálogalandi af Andrési Bergmann stjórnarformanni ÍBR, en 3 le-ikir í meistaraflokki og einn í 3. flokki fóru fram þetta kvöld. Óvænt sýndu Ármenningar langbezta handknattleik kvölds ins og lengst af höfðu þeir yfirhöndina gegn Evrópubikarliði Fram. Óvæntan má líka telja sigur Þróttara yfir „gamla Ljóninu“ KR, sem fyrir fáum árum var i fremstu röð, en tapaði nú fyrir nýliðunum í 1. deild. Valsvörnin virtist ætla að kveða dauðadóm yfir sér fyrstu mínút- urnar, þegar tvö skot, annað frá Pétri, en hitt frá Sigurði Hauks- syni sigldu beint í netið gegnum stór göt. Þetta lagaðist er á leið og oft var varnarleikurinn r.inmitt sterka hliðin á Valsliðinu, sem ann ars er mjög veikt. Víkingsliðið var heldur ekki nærri eins sterkt og búast mátti við. Línuspilararnir hreyfðust ekki á línunni og gerðu ekkert nema hjálpa Valsvörninni, helzt var það Steinar sem hreyfði sig. Leikurinn var alljafn og yfirleitt munaði 1-2 mörkum, 4:3, 6-4, 6:5 með skemmtilegum leik Vals, 7:5 og 7:6, en þannig var staðan í hálf leik. í siðari hálfleik tókst Víkingum að skora þrisvar í röð og var stað- an þá 10:6. Gylfi Jónsson skoraði síðan fyrir Val 10:7 af Ifr.u, falleg Ellert Schram skorar fyrsta mark liðsins á 16. mín. með föstum skalla. Lítil stemmning gerði vart við sig í áhorfendahópnum á bikar- úrslitunum í gær á Melavellinum, og var kannske ekki að furða, því leikurinn var einn sá Ieiðinlegasti í allri keppninni, en einu ljósu punktarnir voru oft ágætt spil KR í fyrri háifleik og þrjú falleg mörk KR. Islandsmeistaramir voru mjög lélegir og eftir síðustu leiki þeirra eru þeir í hugum manna ekki álitnir verðugir handhafar titilsins „bezta knattspyrnufélag íslands“, sem þeir þó unnu með íslandsbikarnum. Við keppnislok virðist KR- liðið bezta liðið, enda hafa tveir mótssigrar fallið þeim í slcaut á stuttum tíma, Reykjavíkurmótið og nú Bikarkeppnin í 3. sinn. Sigur KR 3:0 var fyllilega verðskuldaður. KR tók leikinn í sínar hendur frá upphafi leiks og lengi vel komst hin kraftlitla framlína Is- landsmeistaranna ekki fram fyrir miðju og bakverðir KR héldu sig nærri miðbiki vallarhelmings Framara. KR tókst þó ekki að skapa sér teljandi færi, nema þeg- ar Gunnar Felixson skaut tvívegis úr sæmilegum færum, en í bæði skiptin himinhátt yfir. Sextánda mínúta færir fyrsta mark KR. Jón Sigurðsson skaut frá vítateig nokkuð föstu skoti, sem virðtist ætla að lenda utan hjá marki, en Ellert Schram kom á síðustu stundu með meistaraskalla sinn og stýrði knettinum fast og ákveðið í netið. 2:0. — Á 30. mínútu kom annað markið. Hálfgerð aftur- fótarvinnubrögð Framara, þegar bræðurnir Birgir og Halldór missa boltann fram hjá sér inn á markteig, þar sem Ellert Schram fær hann í ágætu færi og afgreiðir þannig að ekki verður varið af hinum unga markverði fram. 3:0. — Fallegt mark hjá Gunnari Felixsyni. Boltinn var gefinn upp miðju, nokkuð hár og skoppandi. Gunnar nýtti vel hraða sinn og komst vel fram úr Halldóri Lúðvíkssyni og rétt Sigurður Hauksson brýzt í gegn á Iínu og skorar eitt mark Vfkings í leiknum um helgina. Félagi hans Steinar Halldórsson stendur til hliðar við hann en Geir Hjartarson er Valsmaðurinn, sem Sigurður hefur leikið á. Frá sfðustu mínútum leiksins. Ellert Schram skallaði hættulega að marki en Birgir Lúðvíksson bjargaði á marklínu. bjargaði fyrst en síðan Birgir Lúð- víksson á línu. Liðin voru ekki sem bezt í leik þessum, nema hvað KR sýndi þokkalega knattspyrnu í fyrri hálf- leik. Beztu menn voru þeir Ellert Schram, Garðar Árnason hjá KR, en Hrannar og Hallkell markvörð- ur hjá Fram. Forföll voru annars mikil eins og kunnugt er og hjá Fram saknaði maður Geirs mark- varðar, en pilturinn sem kom f hans stað, markvörður 2. flokks B átti ágætan leik. Einnig vantaði Guðmund Óskarsson og Baldur Scheving f framlínuna, en greini- lega vantaði mikið þar, einkum munar mikið um Baldur, sem allt- ar er mjög drífandi kraftur hjá lið- inu. Hjá KR söknuðu menn eink- um Gunnars Guðmannssonar sem er illa tognaður. Dómari var Grétar Norðfjörð. KR vann Bikarkeppnina í 3. sinn, þ. e. a. s. þeir hafa unnið keppnina í öll þau skipti sem hún hefur farið fram. — jbp — innan við vítateiginn tókst hoi um að skalla boltann með þ’ að kasta sér eftir honum. Marl vörður náði ekki skallanun JÓN Þ. 2.06 Jón Þ. Ólafsson setti nýtt m< innanhúss á laugardaginn, en þ stökk hann 2.06 metra í litla H salnum við Túngötu. Fyrra meti var aðeins 2.02 svo hér er ui mikla framför að ræða. Hækka var upp í 2.08 metra en litlu mui aði að Jón færi þá hæð. Jón byr aði að stökkva í 1.98 sem er o- vanalega hátt en þá hæð fór hann f annarri tilraun. 2.03, sem var nýtt met stökk hann í fyrstu tilraun og 2.06 í annarri. sem var fastur, en rétt krækti þó f hann. Hins vegar má segja að úthlaup hans á réttu augna- bliki hefði átt að koma í veg fyrir markið. Tvö önnur tækifæri KR voru mjög nærri lagi. Þversláin svignaði undan hörkuskoti Sveins Jónsson- ar á 27. mfn., en Ellert gaf með skalla mjög Iaglega út til Sveins í góðu færi. Gunnar Felixson var einnig nærri að skora á 32. mín. en þá var bjargað mjög naumlega. Síðari hálfleikurinn var mjög bragðdaufur og leiðinlegur, enda sýndu áhorfendur hug sinn til leiks- ins með að flykkjast burtu af vell- inum löngu fyrir Ieikslok. Framar- ar komust þó í sitt fyrsta veru- lega færi á 20. mín., en Baldvin Baldvinsson, eini maður framlín- unnar, sem gat talizt „lifandi“ náði ekki nógu góðu skoti. Tólf mínútum síðar átti Hrannar annað færi, en enn vantaði skotið. KR eignaðist færi á síðustu sekúndum leiksins en heppni markvarðar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.