Vísir - 22.10.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 22.10.1962, Blaðsíða 5
VlSIR . Mánudagur 22. október 1962. 5 Mikið sjósiys viS Noreg er stramHerðaskip fórst Óttazt er að mikið sjóslys hafi orðið í nótt við Noregsströnd, þegar strandferðaskipið St. Svit- hun frá Stafangri strandaði við eyju í Þrændalögum. Skip þetta er 2172 brutto tonn og hefur það pláss fyrir 180 farþega. Það er ekki vitað nákvæmlega hve margir menn voru með skip- inu en síðast þegar til var vitað hafði 46 manns verið bjargað og 8 lík fundizt. í sjálfri áhöfninr.i voru 45 manns. Óttazt er að fjöldi manns hafi farizt. Svo virðist sem skipið hafi ver- ið komið langt út af venjulegri siglingaleið og stefna þess var norðvestlæg í stað þess að hún átti að vera norðaustlæg. Það er vitað að menn fóru í þrjá björgunarbáta og eru tveir þeirra fundnir en sá þriðji hefur ekki fundizt enn. Þegar fyrstu björg- unarbátarnir fóru frá skipinu var það enn á floti en mikill leki kom- inn að því. Með morgninum virð- ist sem það hafi runnið af skerir.u og sé sokkið. Lénsmaðurinn á Norðureyju, þar sem skipið strandaði kveðst KÚBA — Framhald af bls. 13. nú óttast að fjöldi manns hafi far- izt í sjóslysi þessu. Engar tölur vilja menn þó gefa upp, m.a. vegna þess að ekki er vitað um fjölda farþeganna sem voru með skipinu. í gær var auglýst að kvikmyndin 79 af stöðinni, yrði framvegis bönnuð börnum innan 16 ára. Hafði hún fram að því verið bönnuð innai. 12 ára. Blaðið hafði í morgun tal af Að- albjörgu Sigurðardóttur, sem sér um kvikmyndaeftirlit hér. Sagði hún að það væri Edda Film sjálf, I Sú tala fæst fyrst upp, þegar upp- lýsingar hafa fengizt frá óllum þeim stöðum, sem St. Svithun kom við á á leið sinni norður eftir ströndinni. sem hefði breytt þessu eai ekki kvikmyndaeftirlitið. Hafði stjórn félagsins engan frið fyrir kvörtun- um og varð því þetta ofan á. Aðalbjörg sagði enn fremur: „Fyrir mitt leyti álít ég þetta ekki vera ómóralska mynd og áleit ekki ástæðu til að hún væri bönnuð eldri en tólf ára. Ég sagði að vísu strax að ég skyldi leggja því lið, Meðmælí — KamhaJd af 16. slðu: senn. Einnig hefur forstöðumaður- inn heimild til að ráða skrifstofu- stúlku til vélritunar. Á fjárlögum ársins 1963 hlýtur Handritastofnun íslands kr. 726 þúsund, og er sú upphæð hugsuð sem laun forstöðumanns og hinna tveggja aðstoðarmanna hans og skrifstofust.'.Iku. Einnig er þar gert ráð fyrir 3 rannsóknarstyrkj- um að upphæð 75 þúsund kr. hver. Ekki er enn vitað, hvar Hand- ritastofnun íslands verður til húsa. að hún yrði bönnuð innan 16 ára, þegar mér fóru að berast kvart- anir. Annars hefur aðsókn unglinga varla verið mjög mikil, þar sem myndin hefur svo til ekkert verið sýnd á fimm sýningum. Mér finnst á margan hátt eðlilegt, að hliðra heldur meira til, af því að myndin er íslenzk". BÍLARNIR í KLESSU 06 FARÞE6ARNIR SLASAÐIR „ 79" bönnuð innan 16 ára væri yfirvofandi hefur þrátt fyrir tilkynningu hermálaráðu- neytisins styrkzt við það að Kennedy forseti flaug í gær skyndilega og óvænt frá Chi- cago til Washington og enn- fremur vakti það athygli, að Rusk utanríkisráðherra og McNamara landvarnarráðherra dvaldist um kyrrt í Washington yfir helgina. Sú skýring er gef- in á hinni skyndilegu heimkomu Kennedys úr kosningaferðalagi, að hann hafi kvefazt. Þrír ungir piltar slösuðust í hörð um bifreiðaárekstri s.l. laugardag á mótum Safamýrar og Háaleitis- brautar. Báðir bílarnir skemmdust stórlega og annar svo mjög að ó- líklegt þótti að það myndi svara kostnaði að gera við hann. Þarna var um tvær litlar fólks- bifreiðir að ræða, Volkswagenbíl sem var á leið norður Háaleitis- braut og Austinbíl sem ók austur Safamýri. Það einkennilega er að þarna eru opin gatnamót, sér vel til allra átta og sízt ástæða til að Laugavegi 146 SÍMI OKKAR ER 1-1025 Við hörum ávallt á boðstólum fjölbreytt úrval af 4ra, 5 og 6 manna bitreiðum, auk þess fjölda sendi-, station- og vörubifreiða. Við bendum yður sérstaklega á: Morris Minor 1949, kr. 25 þús. Dodge Weapon '53, 80 þús., útb 20 þús Ford 500 1957, einkabíll, mjög glæsilegur, skipti á 5 m. V-Evr.bíl mögul Chevroiet-station 1955, mjög góður bfll, kr. 65 þús. staðgr. eða útb. 40 þús. og eftirstöðvar greiðist með fasteignatryggðu veðskuldabréfi Opei Kapitan flestar árgerðir frá 1955—1962. Volkswagen, Opel, Taunus, Moskwitch og Skoda bifreiðir af öllum árg. Við leggjum áherzlu á lipra og örugga þjónustu. — Kynnið yður hvort RÖST hefir ekki rétta bílinn handa yður Volkswagen ’55 keyrður 60 þús.. svartur, kr. 55 þús. — Volkswagen sendibiil ’62, keyrður 12 þús. Verð kr. 115 þús. útb. kr. 75 þús. eftirstöðvar kr. 40 þús 2 þús. pr. mán. — Opel Kapitan ’5<>, einkabíll samkomul — Volks- wagen ’55 Ijósgrár. nýendurnýjaður mótor og kassi 55 þús — Ford Station ’59. fallegur bíll samkomul Volkswagen 60. skipti á VW 63 Volkswagen ’59 með öllu tilheyrandi. Útb 90 þús. — Opel Caravan '60 verð kr. 110 >ús. útborgað. — Ford Sodiac ’55 kr. 65 þús. fallegur bíll Opel Caravan ’60, skipti æskileg á 4—5 manna bíl, helzt VW '55—’56 Opel Caravan '59 kr. 115 þús. útborgun Opel Caravan '54 kr 35 þús samkomul. Þarf lagfæringu. — Ford Cheffir ’58 kr 95 þús., samkomul Ford Consul kr. 65 — 70 þús. útborgun 40 þús, samkomulag um eftirstöðvar. Ford ’57 6 oyl. benskiptur (ekki taxi) má greiðast með fasteignatryggðum veðbréfum. — Marcedes Benz 18—220 gerð Verð samkomul — Hefi Kaupanda að Mercedes Benz '62—'63 220 Plymouth station '58. gott verð et samið er strax Consul 315 '62 samkomul.. skipti koma til greina á Volkswagen 56 Ford Taunus ’60. Verð samkl Dodge 2ja dyra ’56 fyrir fasteignabrét Gjörið svo vel, komið með bílana - og skoðið oilana á staðnum BIFREIÐASALAN, Borgartúni 1 . Simar: 18085, 19615 og 20048 búast við eða óttast árekstur. Hins vegar var dimmviðri, talsverð rign- ing og slæmt skyggni, enda báru báðir bílstjórarnir það, að hvor- ugur hafi séð. til hins. Fór það og svo að Austinbíllinn ekur á Volks- wagenbílirin miðjan með þeim af- leiðingum að síðarnefndi bíllinn var lítið annað en brotajárn á eftir og þrír farþegar í honum slösuð- ust ,en þó ekki alvarlega. Farþegi sem sat í framsæti slasaðist mest. Hann kastaðist á framrúðuna og skarst illa í andliti. Hinir tveir sluppu með minni háttar skrámur. Lögreglan tjáði Vísi í morgun að mikið hafi verið um árekstra og "jórir ökumenn voru teknir fyrir ölvun við akstur. Vegaskemdir — Framhald af bls. 16 króna tjón að ræða, þegar það dregur sig saman. Mestu skemmd- irnar virðast vera þær, að Fjarðar- hornsá í Kollafirði og Skálmar- dalsá í Skálmarda hafi farið út úr farvegi sínum og brýrnar á þeirrr því ónothæfar. Vegaskemmdirnar hafa orðið víða vegna úrrennslis og skriðu- falla. Skulu hér nokkrir stað'r nefndir þar sem vegurinn hefur skemmzt: Hjallaháls og Klettháls við Þorskafjörð, veg tekið af á nokkrum stöðum í Djúpafirði. m. a. á 100 m svæði á einum stað. Við Galtarár og Eyrarár í Kollafirði, ræsi bilað hjá Illugastöðum ■ Skálmardal og hjá Litluhlíð, Hvammi á Barðaströnd og skriða lokað vegi við Arnórsstaði. Þá hafa orðið skemmdir í Dýra- j firði hjá Ketileyrará, í Dranga’nlíð, ! Brekkudal og í Valþjófsdal. Ekki er fast starfslið í vega- ; þjónustunni á Vestfjörðum nema verkstjórar og trúnaðarmenn, ;em nú safna að sér starfsliði ril að gera hið bráðasta við allar þess- ar skemmdir, en vegurinn verður opnaður aftur eins fljótt og tök eru á 'afnvel bótt sums staðar verði aðeins um bráðabirgðavið- gerð að ræða. Þá var og mikið um ölvun á al- mannafæri um helgina og fanga- geymslurnar fylltust. Kennaraskólinn — Fnamh at 16 slðvr: sem verður eftir sem áður i gamla kennaraskólahúsinu við Laufásveg. Eins og allir vita, er mjög tilfinnanlegur skortur á kennurum í skólum landsins. Hefur undanfarið verið lítil aðsókn að kennara skólanum, en nú hafa aðstæð ur allar breytzt við tilkomu hins nýja húsnæðis og miklu behur búið að menntun barna kenraara en áður var. Enda hefur afleiðingin þegar orðið sú, að miklu fleiri nemendur sóttu um skólavist nú í haust en nokkru sinni fyrr. Er gleði legt til þess að vita, og von- andi verður svo um alla fram tíð. Ljósmyndari Vísis, I.M. tók myndina á laugardags- morguninn, þegar dr. Broddi Jóhannesson heilsaði nemend um sínum í nýju húsnæði. Gabbæði — Framhald af bls. 16 hattbarðinu á þessum óþokkum, sem gera sér leik að því að gabba slökkviliðið. Það er brunaboðinn á Kjötbúðinni Borg, Laugavegi 78, sem und- anfarið hefur verið þráfaldlega brotinn að tilefnislausu. Telur slökkviliðið sennilegast að þarna sé um einn og sama manninn að ræða, sem hafi ein- hverja ánægju af því að heyra og sjá slökkviliðið koma á vett- vang. Er sú ánægja þó lítt skilj- anleg öllu venjulegu fólki. Þess má geta að fyrir fáum rum handsamaði lögreglan sál- júkan mann, sem hafði leikið -að þráfaldlega að brjóta bruna- loða að tilefnislausu. Að sjálf- jögðu gat hann e.nga skýringu i gefið á þessu tiltælci sínu. Landsbókasafnið. Það er viðurkennd staðreynd að íslenzkir fræðimenn, sem vinna þurfa mestan hljuta rann- sókna sinna á bókasöfnum búa við erfið starfsskilyrði. Hið sama gildir einnig um háskóla- stúdenta í allmörgum greinum sem þurfa að nota mikinn bóka- kost við nám sitt, því oft og einatt er þar um að ræða bæk- ur sem annað hvort eru með öllu ófáaniegar eðá námsmönn- um ofviða vegná kostnaðar. Bókasöfn hér eru fá og lítil, mi-jafnlega mikill vinnufriður á þeim og sum þeirra mjög illa skipulögð fyrir vsíindalega vinnu. Landsbókasafnið hefur ýmsa góða kosti, og rnargur hefúr átt þar góðar stundir .í notalegum Iestrarsal <J unnið þar gott verk. Það breytir hins vegar á engan hátt þeirri staðreyrid að ekki er allt sem skyldi hjá þeirri stofnun. Til dæmis verður að gagnrýna harðlega þá furðu- legu ráðstöfun að safnið skuli ekki opna fyrr en klukkan tíu á morgana og má mikið vera ef það er ekki eins dæmi. Þá verður að átelja safnið fyrir að loka sölum sínum í matartím- um. Þetta tvennt hlýtur að vera unnt að lagfæra með betra skipulagi. Verður að teljast lág- mark að safnið opni klukkan 9 að morgni og helzt kl. 8, auk þess sem það á að vera opið óslitið til kvölds. Það tekur venjulega nokkurn tíma fyrir fræðimenn að komast „inn í“ verkefni sitt að nýju og vill því væntanlega verða stundum Iítið úr tímanum milli 10 og 12. Þar að auki er morgunninn meira og minna eyðilagður ef maðurinn getur ekki hafið starf sitt fyrr. Þá má og benda á að gjarnan mætti vera til heilli og yfir- girpsmeiri skrá yfir blaða- og tímaritsgreinar íslenzkra höf- unda og eru ótaldar þær stund- ir sem eytt er í Ieit að efni sem hægt væri að finna á auga- bragði ef til væri tæmandi skrá. Nautnalyf — Framhald af bls. 1. Opinber rannsókn hefir nú ver- ið skipuð í þessum málum og Benedikt Gröndal, alþm. hefir lagt málið fyrir Alþingi í fyr- irspurnarformi. Sú spuming sem mönnum ?i efst í huga, í þessu sambandi er sú hvað unnt sé að gera til þess að koma í veg fyrir ólög- mæta dreifingu þessara iyfja. • Samkvæmt þeim viðtölum, sem Vísir hefir átt við þá sem málið bezt þekkia virðist aðal- lega eftirfarandi koma til greina: 1) Fleiri tegundir þessara lyfja séu sett á skrá, svo unnt sé að hafa strangara eftirlit með lyfseðlaútgáfu, en ver- ið hefir hingað til. 2) Tollgæzlunni sé gert kleift að herða á eftirliti með því að lyf þessi séu ekki ólög- lega flutt til landsins. 3) Löggæzlan sé aukin í bess- um efnum hér í Reykjavik. Nánar er fjallað um þessi mál í forystugrein blaðsins í dag. ia

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.