Vísir - 22.10.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 22.10.1962, Blaðsíða 9
V1 S IR . Mánudagur 22. október 1962. 9 DZiSE Á fimmtugsafmæli • • Ormars Orlygssonar Árið. 1912 gerðist sá atburður í Kaupmannahöfn að ungur rithöfundur lauk skáldsögu og sendi hana í pósti til Gyldendals.' Þetta er á yfirborðinu ósköp hversdagslegur viðburður og þykir kannski ekki í frásögur fær andi. Sé það hins vegar haft í huga að hér kom við sögu 23 ára gamall íslendingur með öllu ókunnur í Danmörku fer áhugi okkar ósjálfrátt að vakna. Og ef við vitum ennfremur að sagan bar hinn ódönskuega titil Ormar Örlygsson þá fer okkur kannski að þykja tilteeki -unga manns- ins í djarfara lagi. Hvaðan kem- ur ungum íslendingi sú dirfska að senda stærsta forlagi Dan- merkur handrit að skáldsögu með þvílíku nafni að tæpast nokkur Dani geti lesið það nernn með því að stafa það fyrst? Sn hvað um það, handritið var þegar farið og þá lá víst ekki annað fyrir en bíða eftir svari. Og einn góðan veðurdag kom svarið. Hinn ungi höfundur var á gangi og mætli þá póstinum á götu- horni og hann dregur bréf upp úr tösku sinni og fær unga mann inum. Dirfskan var þá þegar allt kom til alls ekki byggð á lot't- köstulum. Sagan var tekin til ú‘- gáfu og þar með var þessi ungi íslendingur lagður af stað lil frama síns. i"'krmar Örlygsson var fyrsti hluti Borgarættarinnar eftir Gunnar Gunnarsson og með út- gáfu hennar er lagður hornsteinn að íslenzkri nútímaskáldsagna- gerð og fyrsta tilraunin til þess að hefja íslenzkar bókmenntir á nýjan leik til vegs og virðingar frammi fyrir alheimi eftir margra alda þögn. Eins og menn vita ríkti þögn utan íslands um bók- menntir okkar allt frá fornsög- um og fram á 20. öld að undan- teknum Lilju og Passíusálmun- um. Jóhann Sigurjónsson gerði tilraun til að brjóta sér leið til heimsins með leikritum sínum á undan Gunnari Gunnarssyni er mistókst. Það er þess vegna Gunnar Gunnarsson sem fyrstur íslenzkra rithöfunda á 20. öld brýtur sér leið út úr takmörkun- um tungu okkar og fámennis. Það er hann sem rýfur þögnina um land okkar og þjóð og þok- ar okkur að nýju í hóp menn- ingarþjóða. ^unnar Gunnarsson hefur oft- sinnis verið legið á hálsi tyr- ir að hafa flúið land sitt og tungu og því miður hefur stund- um verið gripið til óviðurkvæmi legs orðalags í því sambandi. Það er rétt að spyrja þá menn sem slíkar skoðanir hafa haft hvort þeir álíti í raun og veru að Gunn ar Gunnarsson hefði gert þjóð sinni meira gagn með því að sitja kyrr hér heima. Gunnar áttí í rauninni aðeins tvo kosti fyrir höndum á þeim tíma er hann óx upp. Annar var sá að gerast bóndi uppi á íslandi og skrifa í hjáverkum sínum eins og Guðmundur á Sandi og Þor- gils gjallandi. Hinn var sá að fara úr landi og gefa sig beilan og óskiptan að ritstörfum slaum. Ég hygg að erfitt sé að álasa Gunnari fyrir ákvörðun sína. Miklu fremur ber okkur að þakka honum fyrir að hafa tekið betri kostinn, hlýða köllun sinni og gefa bókmenntunum starfsdag sinn allan og ryðja brautir íyrir þá rithöfunda íslenzka sem á eftir komu. Þeir sáu að Gunnar gat sigrazt á öllum erfiðleikum sem á vegi hans ufðu, hann hðt að rita á tungu sem honum var í upphafi með öllu framandi en glataði aldrei upphafi sínu og þjóðerni. Hann hefur ævinlega komið fram sem Islendingur og hugsun hans er íslenzk þó orðin hafi verið dönsk. Það er þetta sem skiptir máli og við getum ekki sagt til um það hvar ís- lenzkar bókmenntir væru stadd- ar núna ef Gunnar hefði valið þann kostinn að skrifa í hjá- verkum frá bústörfum á Austur- landi. I^f við víkjum aftur að Ormari Örlygssyni er það fjarri öllum sanni að Gunnar hafi unnið sig- ur sinn strax með þeirri sögu. Hann segir svo sjálfur í eftir- mála við útgáfu Landnámu á Borgarættinni: „Þegar við hjónin laust eftir þrettándann skiluðum af okkur húsinu og létum spor- brautina ferja okkur í miðbæinn, færði ég Gyldendal Dönsku frúna á Hofi 1 handriti. Varð ég að bíða lengi eftir svari, en þó að ekki væru nema nokkur hundr- uð fótmál frá hinu fornfálega heimkynni okkar hjónanna til hinna veglegu sala í Klörubúð. um sat ég á mér og lét hjá liða að grennslast eftir afdrifum sög- unnar. Hygg ég, að það hafi verið góðu heilli. Löngu seinna komst ég á snoður um, að það inátti Gunnar Gunnarsson engu muna, að stjórnendur Gyldendals endursendu hand- ritið og hættu útgáfu sögunr.ar þegar eftir fyrsta bindi.“ Tjað var ekki fyrr en með þriðja hluta sögunnar sem Gunnar Gunnarsson vann sigur. Þegar hann hafði lokið við Gest eineygða fór hann ásamt konu sinni til Islands og þangað féklc hann skeytið fræga frá vini sín- um Jóhanni Sigurjónssyni: „Stor sukces“. Um þetta segir Gunna:: „Vissi ég, að þetta þýddi, að úr þessu mundi okkur borg- ið, ég átti að fá að lifa eftir eigin nótum einnig fram Nokkur orð um fiskileit Afkoma okkar íslendinga byggist að mjög miklu leyti á fiskveiðum. Þetta er svo kunn- ugt, að ekki þarf að eyða mörg- um orðum að því. Segja má, að fiskveiðar séu fólgnar í tveim atriðum: 1. Að finna fiskinn í sjónum. 2. Að veiða hann og flytja á land. Árangur veiðanna er undir báðum þessum atriðum kominn og erú bæði jafn þýðingarmikil Á undanförnum árum hafa orðið stórstígar framfarir bæði við að finna fiskinn og ná hon- um, það er í fiskileit og veiði- tækni. Til fiskileitar hafa komið ný og fullkomin tæki, dýptar- mælar og fisksjár, nælonnet til þorskveiða, en stærri skip kraft blakkir og dýpri nætur til síld- veiða. Tæknilegar framfarir við síld- veiðar hafa orðið enn meiri en við þorskveiðarnar. Til marks um breytinguna er það, að marg ir þeir, sem kunnugastir eru síld veiðum, telja, að á þessu ári, sem er mes.a síldveiðiár í sögu þjóðarinnar, mundi lítiö hafa veiðzt, ef notuð hefði verið sama tækni og fyrir 5 eða 10 árum. í síldveiðunuru hefur ekki það eitt ge t, að skipin hafa fengið hin nýju tæki. Þar hefur einnig verið komið á verkaskipt- ingu, eða a. m. k. vísi að verka- skiptingu, milli skipanna. Sum skipin, að vísu aðeins 3, hafa í sumar eingöngu leitað síldar- innar, en hin, um 225 að tölu, stundað veiðarnar. Þetta skipu- lag hefur gefizt svo vel, að allir munu sammála um, að það hafi stóraukið aflamagnið frá því, sem verið hefði, ef 228 skip hefðu stundað veiðar, en ekkert gefið sig eingöngu að leitinni. Ómögulegt er að segja um, hvað mikið verkaskiptingin hefur aukið aflamagnið, hvort það eru 10% eða 100% eða ein- hvers staðar þar á milli, um það geta menn rökrætt fram og aft- ur, án þess að komast að nið- urstöðu. En ef gert er ráð fyrir. að aukningin sé 10%, sem fæst- ir mundu telja ofætlað og er vafalaust allt of lágt, þá hafa þessi 3 skip gert jafnmikið gagn og 22, sem stunduðu veiðar. Um það má sjálfsagt einnig deila, hvað heppilegt sé að hafa mörg skip í leitinni, en ekki er ólík- legt, að enn betri árangur hefði náðst á síldveiðunum, ef t. d. 20 skip hefðu leitað og 208 stundað veiðarnar, heldur en náðist með hlutfallinu 3 á móti 225. Með því að hafa sérstök skip, sem eingöngu stunda leit, er unnt að skipuleggja leitina, kom ast hjá því, að mörg skip leiti sama staðinn og leita langtum jtærra svæði með sömu fyrir- höfn, heldur en hægt er með óskipulegri leit. En verkaskipt- ingin hefur einnig þann kost, að með I cnni fæst sérhæfing starfs kraftanna. Leitarskipin má búa Framhald á bls. 10. vegis og skrifa það, sem mér sýndist." Með fjórða hlutanum Erninum unga, lýkur svo Borg- arættinni 1914 og með henm tryggir Gunnar Gunnarsson sér tilverurétt sem rit- höfundur og fjárhagslegt öryggi. Gunnar hefur sjálfur sagt að sér þyki Borgarættin ekki nema unglings verk. Það skiptir ekki öllu máli í þessu sambandi. Hitt ber okkur að muna nú þeg- ar 50 ár eru liðin síðan Gunnar Gunnarsson hóf feril sinn sem rithöfundur í Danmörku að með honum eignuðumst við fyrsta rit- höfund okkar á heimsmælikvarða á 20. öld. Þess vegna er ánð 1912 merkisár i íslenzkri bók- menntasögu. Ævintýrið litla sem gerðist í Kaupmannahöfn þá hefur borið drjúgan ávöxt. En árið 1912 er ekki aðeins merkis- ár í lífi Gunnars Gunnarssonar sem rithöfundar. Hann gekk í hjónaband á sama ári og þess vegna áttu þau hjónin gullbruð- kaup á þessu ári þótt hljótt færi. Njörður P. Njarðvík. Bækur Sögu- félugsins komnur út Bækur Sögufélagsins fyrir árið 1962 eru komnar út — þrjár bæk- ur, sem eru samtals 35 — 36 arkir. Fyrsta skai nefna Alþingisbækur Islands, .órða hefti tíunda bindis, og nær það yfir árin 1707—1709. Þá er annað bindi af „Landsnefndin 1770—1771, og eru það bréf frá nefndinni til sýslumanna og svör þeirra við skrifum nefndarinnar. Er þetta mikil bók, 308 síður, og hefur mikinn fróðleik að geyma. Loks er svo Saga 1961, tímarit Framhald á bls. 10. ■"— f'i n m n .i ; í M I 1 i i i :jí i i i rn i i ■ ■ - • ■r+'

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.