Vísir - 23.10.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 23.10.1962, Blaðsíða 4
4 V í S IR . Þriðjudagur 23. októbsr 1962. Eins og kunnugt er, samdi Jón Sigurðsson, bassaleikari, tónlistina við kvikmyndina 79 af stöðinni, sem nú er sýnd við góða aðsókn í tveim kvikmyndahúsum hér í b'orginni. Hefur hann hlot ið fyrir mikið lof í blöð- um og höfum við sann- frétt, að Erik Balling, leik stjóri, hafi verið mjög á- nægður með vinnu hans. Skrifaði hann Guðlaugi Rósinkranz, Þjóðleikhús- stjóra, að hann hafi aldrei haft betri tónlist við mynd sem hann hafi gert, en þetta er 43. myndin, sem hann hefur stjórnað. Einnig sagði hann að hann vonaðist til að hafa tækifæri. til að njóta starfskrafta hans aftur. Jón Sigurðsson hefur starfað sem hljóðfæraleikari í danshljóm- sveitum frá því að hann var sextán ára að aldri. Spilaði hann lengi með K.K. sextettinum, þar til hann hætti fyrir nokkru. Var hann lengst af annar af útsetjur- um hljómsveitarinnar. Núna leik- ar hann í Sinfóníuhljómsveitinni og er auk þess ráðunautur Þórs- cafe um tónlist. Þjálfar hann hljómsveitir, sem þar leika, og hefur eftirlit með þeim. Við hitt- um hann að máli og báðum hann að segja okkur frá vinnu sinni við kvikmyndina. Fyrsta lagið leikið hér. , — Það fyrsta sem gera þurfti var að útsetja lag jSkúla Hall- dórssonar, „Leiðir liggja til allra átta“, sem er aðallag kvikmynd- arinnar. Þetta lag erjmeðal ann- ars leikið í upphafi kvikmyndar- innar og er þar sungið af Eliy Vilhjálms. Þetta var það eina af hljómlistinni, sem tekið var upp hér á landi. — Ég tók saman hljómsveit til þess og voru í henni ýmsir af okkar beztu hljóðfæraleikurum. Þeir voru Gunnar Ormslev, Andrés Ingólfsson, Óli Gaukur, Örn Ármannsson, Þórarinn Ólafs- son, Guðmundur Steingrímsson og Sigurbjörn Ingþórsson. Ball- ing vildi fá lagið í þessum hraða stíl, sem mætti kalla „western“ stíl, eða rock-stíl. — Annað en þetta gat ég ekki gert hér heima, nema það að ég las handritið og reyndi að gera mér grein fyrir hvernig tónlistin ætti að vera við hvern hluta þess. Upp á sekúndu. — Út til Danmerkur fór ég svo þann 10. september. Þá var búið að klippa myndina alla, en ekki búið að ganga frá talinu á hana. Sumt af myndinni er tekið á svokallaðar þöglar myndavélar, og er þá hægt að nota þá hluta óbreytta. Aðrar senur, svo sem senur í bílum og aðrar senur, yrði. Þarna sat ég svo og hugsaði hverja senu fyrir sig, alltaf með tilliti til klukkunnar. — Það erfiðasta var að byrja. Ég komst mjög lítið áfram fyrstu tvo til þrjá dagana. Eftir það skrifaði ég svo nærri viðstöðu- laust, frá klukkan 9 á morgnana til 10—11 á kvöldin. Nótum skil- aði ég svo annan hvern dag til nótnaskrifara, sem skrifaði nið- ur raddirnar fyrir hljómsveitina. Þannig vann ég um tíu daga og þá hófst upptakan. — Stjórnándi hljómsveitarinn- ar var Bengt Fabricius-Bjerge, sem er ágætur „klukkudirigent". Hann er vanur að stjórna tónlist, sem þarf að vera nákvæmlega rétt að lengd. Hann er einnig þekktur píanóleikari. Hann á sjálfur upptökusalinn sem var notaður. Þá á hann einnig hljóm- plötufyrirtæki, sem nefnist Met- ronome. Eitt af lögum þeim, sem hann hefur sjálfur samið og leik- ur sjálfur er nú annað á vin- sældalista í Bandaríkjunum. Upp- saman og einnig viðfilmunasjálfa. Þá er allt saman tekið uþp á eitt band og fer síðan inn á tón- band filmunnar við kopieringu. -—- Þegar upptökunni var lokið, var filmtapeið spilað fyrirBalling, Benedikt, tónmeistarann og mig. Þá byrjaði Balling að kritisera. Hann sagði að tónlistin væri of dramatísk, hún segði of mikið. Þegar Ragnar færi í bílferðina væri hún búin að segja það fyrir, að hann myndi deyja, Það end- aði með því að ég varð að um- Staður sem við skiljum. — Að þessu loknu ræddum við um tónlistina fram og aftur. Það kom oft fyrir að ágreiningur var með mér og Balling um hvernig tónlistin ætti að vera. Til dæmis deildum við mikið um Þingvallasenuna. Þar nota ég ævagamalt þjóðlag, sem Balling líkaði ekki. Ég sagði honum að ég væri ekki til viðtals um neitt annað. Þetta væri staður sem við skildum en ekki hann. Benedikt Árnason var mér alveg sammála og fengum við þessu ráðið. oftast réði þó Balling. — Það hefur verið mjög mikil vinna að klippa myndina. Filman sem þeir tóku hér, var um 13 kílómetrar, er. þegar búið var að klippa hang.i þgð form, sem hún kenuir fyrir áhorfendur, eru ekki eftir nema tveir og‘ hálfur kiló- metri. Benedikt sagði mér að það hefði verið mjög skemmtilegt að sem teknar eru á hreyfingu, eru teknar með minni vélum og verð- ur þá að taka talið upp sér, þar sem urg heyrist með talinu sem kemur inn á þær. — Það fyrsta sem var gert, var að horfa á alla myndina með Balling. Horfðum við á hana í svo kölluðu klippingaherbergi. Við sátum þar við borð og horfðum á myndina á lítilli skífu. Balling sagði svo til um hvar tónlist átti að byrja og hætta. Var það svo allt mælt í metrum á filmunni og einnig 1 mínútum og allt niður i sekúndubrot. Þetta var allt skrifað upp í skema og var til dæmis fyrsta senan ein mínúta og 28,2 sekúndur. Með *■ skeiðklukku OSf O taktmæli sjá hvernig myndin var sett sam- an úr að því er virtist ósamstæð- um senum. Sat og hugsaði. — Þegar ég svo byrjaði að semja fékk ég studio, með píanói og skrifborði. Þar settist ég svo inn með taktmæli og skeið- klukku, þar sem lengdin varð að vera svo nákvæm á hverjum hluta tónlistarinnar, að ekki mátti skeika broti úr sekúndu. Þetta voru mjög góð vinnuskil- „Klukkudirigent“ — Hljómsveitin sem notuð var, var 28 manna, þegar hún var stærst. Þetta voru allt fyrsta flokks hljómsveitarmenn, flestir úr „Underholdnings“-hljómsveit útvarpsins og konunglegu óperu- hljómsveitinni. Ég var þar með, bæði til að segja til um hvernig ég vildi láta spila þetta og einnig til að fylgjast með villum í nótna skriftinni, sem alltaf geta komið fyrir. takan öll tók frá klukkan nlu að morgni, til klukkan fimm eftir hádegi. Of dramatísk. — Fyrst var tónlistin tekin upp á segulband, en síðan færð yfir á svokallað filmtape. Þetta filmtape er pilað við hlið film- unnar og má spila sex slík í einu. Er þá til dæmis tal á einu, tónlist á öðru, bílahljóð á því þriðja og svo framvegis. Þau eru slðan klippti þannig að allt passi Jón Sigurðsson að semja tón- listina við 79 af stöðinni, með skeiðklukku í hendinni. skrifa átta númer. Honum líkaði þó tónlistin vel sem slík og lét gera sérstakt band af henni fyrir sig. „Ég sýni hraðann“. — Það var mjög erfitt að þurfa að fara að breyta þessu, þegar maður var búinn að fullhugsa þetta. Það gerði mér einnig erf- itt fyrir að ég fékk villandi-upp- lýsingar hjá Fabricius-Bjerge. Hann sagði mér að ég skyldi ekki brenna mig á því sem margir gerðu, að þegar hraði væri í myndinni, ætti slíka að vera hraði í tónlistinni. Þegar Balling heyrði þetta sagði hann: „Ég sýni hraðann. Þú átt að sýna það sem gerist innra með fólkinu. — Eftir fyrri upptökuna var ákveðin upptaka viku seinna. Ég hafði því ekki nema fjóra daga til að gera breytingarnar, því að ég varð að gefa nótnaskrifaran- um tvo til þrjá daga til að ijúka við að skrifa raddirnar. Það er svolítið óþægilegt að vinna undii svona pressu. Þó var það enn verra £ byrjuninni. Þá var ég ekki búinn að skrifa eina nótu, þegar mér var sagt ið búið væri að á- kveða upptökudag. Þetta vai mjög erfitt, því að aldrei er hægl að vita hvort það tekst fyrr er maður hefur lokið verkinu. Frh. á 10. bls.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.