Vísir - 23.10.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 23.10.1962, Blaðsíða 5
VÍSIR . Þriðjudagur 23. október 1962, 5 Kortið sýnir hve Kúba er nálægt Floridaskaga. ■}r * .V Árásarundirbúningur — Framhald aí bls. t. væru yfirlýsingar þeirra um stuðn- ing við vamir Kúbu blekking. Sagði hann, að Bandaríkin gætu ekki þolað slíkar blekkingar og árásarhótanir. Hann óvarpaði að lokum kúb- önsku þjóðina og sagði að Banda- ríkin óskuðu ekki eftir að auka þrengingar hennar, en líf kúbönsku þjóðarinnar og land væri notað sem peð af þeim sem hygðu á árás. Undirtektir blaða í Vestur-Evr- ópu undir aðgerðir Bandaríkjanna við Kúbu eru mjög misjafnar. Mörg brezku blaðanna em allgagnrýnin svo sem Guardian, sem telur það ekki einu sinni réttlæta þessar að- gerðir Bandaríkjanna þó kommún- istar hafi verið að koma sér upp árásarstöðvum á Kúbu. Daily Telegraph gagnrýnir það að Kennedy forseti skyldi taka á- kvörðun sína án þess að ráðfæra sig fyrst við bandamenn sína. Hins vegar lýsir Daily Express yfir fullkomnu fylgi við aðgerðir B andarík j amanna. Blöð og útvarp í Rússlandi hafa enn ekkert minnzt á ræðu Kenne- dys. ¥arðor-félsigar Meðiimir Varðarfélagsins eru beðnir að gera skil hið allra fyrsta í Skyndihappdrætti Sjálf- stæðisflokksins. Komið í skrif- stofur Sjálfstæðisflokksins við Austurvöll. i Áskrifendahappdrætti Dregið verður í áskrifendahappdrættinu eftir tvo daga. Vinningurinn er Elna saumavél. Gerizt áskrif- endur Vísis strax i dag og freistið gæfunnar. - Sím- inn er 1-16-60. BRIDGE: Tvímennings- keppni T.B.K. Staðan eftir 4 umferðir í tví- menningskeppni hjá T. B. K. er þessi: 1. Hjörtur og Þórður 737 stig. 2. Gísli og Jón M. 733 — 3. Bernharð og Torfi 730 — 4. Dagbjartur og Karl 725 — 5. Ragnar og Þórður 717 — 6. Tryggvi og Júlíus 717 — 7. Rósm. og Stefán 703 — 8. Eiður og Guðjón 701 — Síðasta umferðin verður spiluð á miðvikudagskvöld í Sjómanna- skólanum. Sveitakeppni í 1. flokki hefst næstkomandi mánudagskvöld. PSasfhiminn — H amhald at 16 síðu: hafa sífelldlega spurt hvað dveldi Orminn langa. Friðfinnur Ólafsson forstjóri kvikmyndahússins, sem jafn- framt var byggt til hljómleika- halds, sagði í viðtali við Vísi í morgun, að verið væri að smíða grind þá, sem plastplötumar verða festar á, og síðan yrði hún hengd upp yfir sviðið. Þessu verður ekki lokið fyrir næstu sinfóníuhljómleika n. k. fimmtudag, en stefnt er að því fyrir hljómleika, sem halda á hálfum mánuði síðar. Friðfinnur kvaðst gizka á að þessi fram- kvæmd kostaði 150—200 þús- und krónur. Hann sagði að sér- fræðingur hússins í akkustik, eða hljómum, hefði frá upphafi verið Daninn dr. Jordan. Hann kom hingað í fyrravetur, eftir að Iláskólabíóið vaj- tekið í notkun og kvartanir teknar að berast um hljómunarskilyrði þar. Dr. Jordan gerði sínar mæl- ingar og taldi hljóminn góðan í húsinu en þó mundi mega bæta hann með því að setja upp hinn margumtalaða plasthimin og var þá þegar farið að undir- búa þá framkvæmd, sem nú er að komast á lokastig. Margir tónlistarunnendur vona og trúa því að þetta verði til mikilla bóta fyrir tónlistarflutning í þessum stærsta samkomusal landsins. §(irkiuþiBig — Framh. af 16. síðu veitt án nokkurrar íhlutunar safn- aðanna. Frumvarpinu hefur verið vísað til nefndar. í gær var einnig kosið í nefnd- ir á þinginu. Þær eru tvær, alls- herjarnefnd og löggjafarnefnd. Skiptist þingheimur milli þessara nefnda. Þingið heldur áfram í dag og verður væntanlega lagt fram frum- varp um breytingar á kosningum til sóknarnefnda. Munið Skyndihapp- drætti Sjálfstæðisflokks ins. Dregið 26. október. Drætti ekki frestað. Vinningar eru þrír Volks wagen-bílar 1963. | RÚSÍNUR Það var fögur rödd, sem fyllti Gamla Bíó 1 gærkvöld. Þar var kominn Guðmundur Guðjóns- son tenorsöngvari. Efnisskráin var mynduð af óperuaríum frá Hándel til Puccini ásamt ís- lenzkum sönglögum, þar af tveimur perlum, raddsetning Ró berts A. Ottóssonar á þjóðlag- inu „Björt mey og hrein“ og „Vögguvísa" Jóns Leifs. Með- ferð þessara verkefna var und- antekningarlaust prýðileg, og var Guðmundur vel studdur af undirleikaranum, Atla Heimi Sveinssyni. Atli hefði vel mátt meðtaka meira af klappinu fyr- ir smekkvísi sína. Hvllík ánægja að heyra pian- issimo, þegar hljóð verður óm- ur, þegar söngvari ljáir vald sitt vægustu tónum! Hvílík móðg- un við flytjendur og gesti að hafa falska flygla og hurða- skelli í tónleikasölum! Ekki er ástæða til að rekja túlkun einstakra verka — en heldur fannst mér miður að syngja ítalskar aríur tvær (eftir Verdi og Puccini) á þýzku. Enn fremur var eins og síðari hluti efnisskrárinnar væri dauflegri en sá fyrri. I upphafi leggja menn víst oftast eyrun eftir sér kennum og getu raddar og beina síðan athyglinni smám saman meir yfir á sambandið milli hæfileikanna og verkefn- anna. Glæsilegustu, fjölbreytt- ustu, tilþrifamestu og vandmeð- förnustu tónsmíðarnar — og jafnframt þær efnismestu — eru því yfirleitt bezt settar í niðurlagi hverrar efnisskrár. Af einhverjum ávana vilja menn oftast fá rúsínu í pylsuendann. Guðmundur var baðaður í blómum, og var hann vel að þeim kominn. Það verður til- hlökkunarefni að heyra hann aftur. Þorkell Sigurbjörnsson. VWNAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA^VWWvyv. Fyrirlestur— Framhald af bls. 16 mannaflokkinn og hefir átt þar sæti síðan. Er hann einn af áhrifa- mestu mönnum fiokksins. í efna- hagsbandalagsmálinu hefir hann látið mjög til sín taka. Er hann leiðtogi þeirra þingmanna flokks- ins, tæpra hundrað að tölu, sem eru þeirrar skoðunar að Bretland eigi að taka þátt í Efnahagsbanda- laginu eftir síðustu samningavið- ræður í Briissel. Þá hefir Jenkins einnig ritað nokkrar ævisögur, m. a. ævisögu Attlee og 1959 kom út bók eftir hann sem nefndist The Labour Case. Eins og fyrr segir er öllum heim- ill aðgangur að fyrirlestrinum og mun fyrirlesarinn drepa á mörg höfuðatriði Efnahagsbandalagsins og gera grein fyrir ýmsum vanda- málum þess. Mun það mjög fróð- legt fyrir íslenzka áheyrendur. Þá mun hann og ræða afstöðu Bret- lands til bandalagsins. Vetrarstarfsemi Angliu hefst með þessum fyrirlestri, en aðal- fundur félagsins var haldinn fyrir nokkrum dögum. Fyrsti skemmti- fundur félagsin^ mun verða hald- inn um miðjan nóvember. Þá munu og verða kvikmyndasýningar fyrir félagsmenn á næstunni. Nánar verður skýrt frá vetrardagskránni síðar. Kartöflumólið kom- íð til saksóknara Kartöflumálið er komið til Saksóknara ríkisins, Valdimars Stefánssonar. Var honum sent málið í gær. Saksóknari kvaðst í morgun ekkert geta sagt um það, hvenær hann afgreiddi málið. 3 dagar eru eftir þar til dregið verður í Skyndi- bappdrætti Sjálfstæðis- flokksins. Notið einstakt tækifæri. Drætti verður ekki frestað. SELUR S' Fíat ’62, gerð 500, keyrður 450 kílómetra. Verð samkomulag. — Volkswagen ’55 keyrður 60 þús., svartur, kr. 55 þús. — Volkswagen scndibill ’62, keyrður 12 þús. Verð kr. 115 þús. útb. kr. 75 þús. eftirstöðvar kr. 40 þús 2 þús. pr. mán. — Opel Kapitan ’56, einkabíll, verð samkomulag. — Volks- wagen ’55 tjósgrár. nýendurnýjaður mótor og kassi 55 þús. — Ford Station '59. fallegur bfll samkomul Volkswagen 60. skipti á VW '63 Volkswagen ’59 með öllu tilheyrandi. tJtb 90 þús. — Opel Caravan ’60 verð kr. 110 <ús. útborgað. — Ford Sodiac ’55 kr. 65 þús. fallegur bíll. OpeJ Caravan '60, skipti æskileg á 4—5 manna bfl, helzt VW '55—'56 Opel Caravan '59 kr 115 þús útborgun Opel Caravan '54 kr. 35 þús. samkomul Þarf lagfæringu — Ford Cheffir '58 kr. 95 þús., samkomui Ford Consu) kr. 65 —• 70 þús. útborgun 40 þús, samkomulag um eftirstöðvar. Ford ’57 6 cyl. benskiptur (ekki taxi) má greiðast með fasteignatryggðum veðbréfum. -- Marcedes Benz 18—220 gerð Verð samkomul - Hefi xaupanda að Mercedes Benz '62—'63 220 Plymouth station '58. gott verð ef samið er strax Consu) 315 '62, samkomul skipti koma til greina á Volkswagen '56 Ford Taunus ’60. Verð samkl Dodge 2ja dyra ’56 fyrir fasteignabréf. (liörið svo vel. komið með bílana — og skoðið bílana á staðnum. BIFREIÐASALAN, Borgartún) 1 Simar: 18085, 19615 og 20048

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.