Vísir - 23.10.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 23.10.1962, Blaðsíða 8
8 V í S IR . Þriðjudagur 23. október 1962. Utgefandi: Blaðaútgáfan VISIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskrifstargjald er 55 krónur á mánuði. I iausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Ræða Kennedys Ræða Kennedys í gærkvöldi sýnir að kalda stríðið er orðið enn kaldara. Ekki er ástæða til að véfengja þá fullyrðingu forsetans að Rússar byggi nú eldflaugastöðvar á Kúbu, sem ætlaðar séu til árása en ekki vama. Það er einnig skiljanlegt að Bandaríkin líti á slíkt atferli sem hastar- lega ógnun við öryggi sitt, þar sem Kúba er aðeins rúma 100 kílómetra undan strönd Bandaríkjanna. Málið er greinilega komið á fremstu nöf. Banda- ríkin segjast munu skjóta á rússnesk skip á úthafinu, ef þau flytji vopn til Kúbu og neiti að snúa við. Ekkert má því út af bera svo logi ófriðar gjósi ekki upp í Karabiska hafinu. Styrjaldarhættan hefir færzt miklu nær. Þessir atburðir sýna hver nauðsyn er á afvopn- un stórveldanna. Þeir sýna einnig að það er yfirgangs- semi og hernaðarstefna Sovétríkjanna sem enn einu sinni ógnar nú heimsfriðnum. Frystihólf Eysteins Eystelnn Jónsson og óvitrari framsóknármenn standa í þeirri meiningu að Seðlabankinn hafi komið sér upp risamiklu frystihólfi. Þar séu tæpar 500 milljónir af bundnu sparifé frystar og látnar liggja ó- notaðar — aðallega til þess að bankastjóramir geti skemmt sér við að telja þær í aukavinnu, skilst manni. Alla vega liggi mikil mannvonzka og skammsýni að baki þessari bindingu. Það væri ástæða til að efna til opinberrar kynnis- ferðar fyrir þessa framsóknarmenn niður í Seðla- bankabyggingu. Þá gætu þeir séð með eigin augum að, það sparifé sem hér um ræðir liggur ekki á frysti í dimmum peningakjallara. Meginhluti fjár Seðlabank- ans er lánað til framleiðslunnar, ýmist til sjávarút- vegsins eða landbúnaðarins. Hluti fjárins fer til að mynda gjaldeyrisforðann eða 616 milljónir. Þannig er allt fé bankans bundið í nauðsynlegum verkefnum. Vill Eysteinn að fé að baki gjaldeyrisforðanum verði sett í útlán? Ef hann svarar því játandi býður hann um leið heim nýjum gjaldeyrisvandræðum, inn- flutningshömlum og verðbólgu. Ágóði sparifjáreigenda Þeim fer æ fjölgandi sem eiga fé á vöxtum í bönk- um. í vikunni var það upplýst að vaxtahækkunin, sem framkvæmd var í upphafi viðreisnarinnar hefir fært sparifjáreigendum hvorki meira né minna en 476 milljónir í auknum vöxtum. Slík hagsbót er öllum auð- skilin, og mest þó þeim sem féð hefir runnið til. En framsóknarmenn virðast einir manna í þessu þjóð- félagi, sem ekki skilja þessa einföldu staðreynd. Og heldur ekki hitt að aukið sparifé er meginundirstaða frekari fjárfestingar, eigi ekki að koma til verðbólgu. Hér sjást tveir vísindamenn, sem gert hafa merkilegar uppgötvanir á byggingu kjarnasýrumóle- kulsins. T. v. dr. Watkins við Harvardháskólann með módel af uppbyggingu mólekúlanna T.h. dr. Wilkins. ÞRÍR SEM FENGU Nú er kominn sá árstími, þegar dóm- nefndir í Svíþjóð og Noregi fara að úthluta Nóbelsverðlaununum en Norðmenn úthluta sem kunnugt er einum þeirra eða friðarverðlaunun- um. Nú þegar er búið að tilkynna hverjir verðlaun hljóti I einni greininni, læknis- og lífeðlis- fræði. Þar er verðlaunum, sem eru að upphæð 257 þúsund sænskar krónur eða iy2 millj. fsl. krónur skipt á milli þriggja vísindamanna í lífeðlisfræði, Englendinganna Francis Crick og Frederick Wilkins og Banda- ríkjamannsins James Watkins. Þeir hafa allir unnið á hinu sama sviði og þykja sameigin- lega hafa náð þeim árangri á sviði líffræðinnar, sem sé verð- ur þess að verðlaunast með Nóbelsverðlaunum. Starf þeirra hefur allt miðazt við rannsóknir á kjarnasýrum og uppbyggingu frumanna. En þeir, sem kynna sér vísindi nú- tímans eru flestir þeirrar skoð- unar, að á þessu sviði séu nú að gerast merkilegri tíðindi en á nokkru öðru sviði vísindanna. Vísindamennirnir eru komnir svo langt, að þeir virðast nú vera að komast fyrir upphaf lífsins. Það kemur í ljós, að Iíf getur kviknað úr dauðum efn- um, þó til þess hafi þurft i forsögunni:langan:tíma, e. t. y. milljónir ára, að hin dauðu efni skipuðu sér í lífræn efnasam- bönd. Rannsóknir þessara þriggja Prófessor Crick við háskólann í Cambridge í Englandi. vísindamanna beinast og mjög að erfðafræði sem og undir- stöðu og framhaldi alls lífs. ★ Það er talið mesta afrek þess- ara þriggja manna, að þeim hef- ur tekizt að upplýsa byggingu mólekúlanna í hinum svoköll- uðu kjarnasýrum. Hefur sú upp- götvun þeirra nú fengið al- menna viðurkenningu, að móle- kúl þessi séu af svokallaðri gormlögun. Eru þau mynduð úr tveimur keðjum, sem renna í gormlagi hvor gegn annarri. Þeim hefur og tekizt að sanna að í þessum gormlöguðu móle- kúlum felist uppruni erfðaeig- inleikana. Mólekúl þessi hafa með einhverjum undarlegum hætti þann eiginleika, að þeim getur fjölgað. Þegar gormarnir tveir slitna í sundur eins og virðist gerast í frumskipting- unni, hafa þeir þann eiginleika að safna að sér efnum, sem þeir hafa áhrif á og byggja upp nýj- an gorm við hliðina á sér. ★ Þessi hæfileiki mólekúlanna til að skapa nýja samsvarandi efnasamsetningu við hlið sér, hefur mikla þýðingu varðandi kenningar um uppkomu lífs á jörðinni. Eftir að vísindamenn hafa fundið út að lífrænt efna- samband getur myndazt af sjálfu sér úr dauðum efnum er hér m. a. fundin skýringin á því, að hin lífrænu efni geti síðan aukizt og margfaldazt. Hér er því um að ræða upp- finningar, sem hafa byltinga- kenndar breytingar í för með sér á skoðunum manna á upp- hafi lífsins. ★ Og nú skal skýrt nokkru nán- ar frá þessum þremur mönnum, Framhald á bls. 13. NÓBELSVtRDLAUN V ; w ■' ' A \ \* \ 'i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.