Vísir - 23.10.1962, Blaðsíða 13

Vísir - 23.10.1962, Blaðsíða 13
V í S I R . Þriðjudagur 23. október 1962. 13 dvra-gloss Naglalakk ' ER VIÐURKENNT FYRIR GÆÐI. 15 litir Halldór Jónsson hf. HEILDVERZLUN Hafnarstræti 18 . Símar 12586 og 23995 Góður hákarl Góður hákarl. — Fiskbúðin Bragagötu 22. íbúð öskast Góð 3ja—4ra herb. íbúðarhæð óskast keypt, ekki í fjölbýlishúsi. Mikil útborgun. Tilboð sendist blaðinu fyrir fimmtudagskvöld, merkt: „Góð íbúð“. Ai uton — Framhald af bls. 8. sem, verða hins mikla heiðurs aðnjótandi að fá Nóbelsverð- launin. Yngstur þessara manna er James. Hann er aðeins 34 ára en er nú prófessor í liffræði við Harvard-háskóla í Bandaríkjun- um. Hann hefur frá fyrstu tíð haft orð á sér fyrir mikla greind og skarpleika. Hann er ættaður frá Chicago, og varð frægur í Bandaríkjunum fyrir mörgum árum, þegar hann þótti standa sig mjög vel í spurningaþáttum sem sjónvarpsstöðvar efndu til og fékk þá mikil verðlaun. Hann þykir mjög góður kennari, en þó óþolinmóður, ef nemendur eru seinir að skilja. Wilkins er 46 ára, fæddur í Nýja-Sjálandi, en stundaði nám í eðlisfræði í Cambridge og Birmingham í Englandi. Á stríðs árunum fluttist hann til Banda- ríkjanna og starfaði við vísinda- stofnun í Kaliforníu að úraníum rannsóknum, sem skiptu máli við smíði atómsprengjunnar. Eftir stríðið sneri Wilkins aft- ur til Englands, en fékk nú á- huga á líffræði. Hefur hann not- að þekkingu sína í eðlisfræði til líffræðilegra rannsókna m. a. ísótópa-rannsókna. ★ Prófessor Crick er jafnaldri Wilkins, og ferill þeirra hefur verið líkur að ýmsu leyti, því að Crick sneri sér fyrst að eðl- isfræði og varð sérfræðingur í radar-vísindum. Vann hann að uppfinningum í sambandi við radar fyrir brezka flotamála- ráðuneytið, en fékk eins og Wilkins áhuga á líffræði eftir stríðið, enda var þörf á mönn- um með góða eðlisfræðiþekk- ingu til lífeðlisrannsóknanna. Crick er nú prófessor í Cam- bridge og þykir afburðagóður kennari, líflegur og skemmtileg- ur í kennarastóli. Horska útvarpið- Framhald af bls. 6. í það fléttað viðtali við Geir Hallgrímssor. borgarstjóra. í öðru lagi þáttur um menntavegi og starfsval íslenzkrar.æsku, en það er viðtal við Ólaf Gunnars- son sálfræðing. Loks er saga og yfirlit um starfsemi Flugfélags íslands og þýðingu þess fyrir þjóðfélagið, en sá þáttur byggist einkum á viðtali við Birgi Þór- hallsson fulltrúa. Allt bendir til þess, að þetta verði í heild hin ákjósanlegasta landkynning fyrir I’slandð enda er Arne Grimstad góðum hæfi- leikum gæddur og ber mikinn hlýhug til íslands. Rétt er að geta þess, að bróð- ir Arne, Ivar Grimstad, áður ritstjóri við Sunnmörsposten i Álasundi, en nú skólastjóri, kom hingað fyrir fáum árum í boði íslenzku ríkisstjórnarinnar. — Ivar Grimstad dvaldist hér um mánaðarskeið, ferðaðist um landið og viðaði að sér efni ,er hann seinna birti í blaði sínu, Sunnmörsposten. Þar andar hvarvetna hlýju í garð fslend- inga og greinar hans skrifaðar af miklum skilningi og velvild. Má segja, að þessir bræður hafi aukið hróður íslands stórlega í heimalandi sínu og megum við vera þeim þakklátir fyrir hlut- deild þeirra um fslenzk mál í norskum blöðum og útvarpi. Með því að kaupa miða í hinu stórglæsilega getið þér orðið einn í þeim hamingjusama hópi, Tíminn styttist óðum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.