Vísir - 24.10.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 24.10.1962, Blaðsíða 1
NORÐAN- LANDS Akureyri í morgun. — Alhvít jörð er milli fjalls og fjöru um allan Eyjafjörö í morg un og enn er þar hríðarhragl- andi. Um kvöldmatarleytið í gær- kveldi breyttist regnveður kyndilega í snjókomu, sem hélt áfram I nótt og er jörð nú .lhvít orðin. Þessi snjókoma hefur þó ekki komið neins stað- ar að sök svo vitað sé og vegir eru hvarvetna færir. I fjárlagaræðu Gunnars Thoroddsen fjármálaráð- herra á þingi í gær kom fram að hagur ríkisins er nú mjög góður og hefir tekizt að komast hjá því að leggja nokkra nýja skatta á þjóðiha á því ári sem í hönd fer. Jafnframt eru þó fjárveitingar til almanna- trygginga, skólamála, niðurgreiðslu landbúnaðaraf- urða og kaupuppbóta auknar að mun. Til marks um góðan fjárhag ríkisins gat ráð- herrann þess að greiðsluafgangur ríkissjóðs á síðasta ári hefir verið 72 millj. króna. Greiðsluafgangur verð- ur einnig á því ári sem nú er að iíða. y, Fjárlög hafa verið hallalaus þrjú síðustu árin og svo verður einnig á þessu ári. Lausaskuldir ríkissjóðs voru í ársbyrjun 1961 42 millj. króna en voru engar í árslok. Heildarskuldir ríkissjóðs voru í árslok 1961 995 millj. króna en lækk- uðu um 348 millj. króna á árinu. Skuldlaus eign ríkis- sjóðs jókst um 144 millj. króna á árinu. 52. árg. — Miðvikudagur 24. október 1962. — 244. tbl. ÍSOTÓPA -jfeijd tekin tii starfa Hvað er ísótóp? ísótóp er geisla- virkt afbrigði af frumefni sem m. a. er notað til rannsókna og lækn- inga. Fyrir einu ári var komið upp ísótópastofu, sem er deild í Rann- sóknadeild Landspítalans og til húsa í hinni nýju byggingu hans. Tækin, sem ísótópastofan hefir til umráða, eru gjöf frá alþjóða Kjarn orkumálastofnuninni í Vínarborg, sem sendi einnig sérfræðíng hingað til að sjá um uppsetningu þeirra. Hann kenndi Þorvaldi Veigar lækni meðferð þeirra, Þorvaldur vinnur síðan hjá hinni nýju stofnun en forstöðumaður hennar er Ðavíð Davíðsson prófessor. Þorvaldur Veigar sagðj Vísi í morgun frá hinni merku starfsemi, sem hér er nú hafin á þessu sviði. Hann sagði að notkun „ísótópa", eða geislavirkra efna, ryddi sér óð- fluga til rúms í heiminum. Hin geislavirku efni eru notuð til grein ingar ýmissa sjúkdóma, og til rann sókna á þeim og á efnaskiptum líkamans. Þau eru einnig notuð til lækninga á skjaldkirtilssjúkdóm- um, og á krabbameini og öðrum illkynjuðum sjúkdómum. Fram að þessu hefir einna mest SNJÓKOMA verið unnið að skjaldkirtilsrann- sóknum hér. í fyrsta lagi hafa verið gerðar rannsóknir á heilbrigðu fólki til þess að ganga úr skugga um, hvað teljast má „normalt" eða eðlilegt ástand skjaldkirtils hjá þjóðinni. í öðru lagi hafa ísótópar síðan verið notaðir til greiningar sjúkdómsins hjá fólki, sem hefir afbrigðilega skjaldkirtilsstarfsemi og í þriðja lagi til lækninga á þess- um sjúkdómum. Við skjaldkirtilsrannsóknir al- mennt er fólki gefið inn geislavirkt joð og síðan mælt hversu mikið magn af því skjaldkirtillinn tekur til sín. Virðist svo sem það sé minna en með flestum öðrum þjóð- um, serrt hafa gert slíkar rannsókn- ir, 0g er talið sennilegt að fólk fái Þessi mynd var tekin í morgun í ísótópastofu Landspítalans og sýnir Þorvald Veigar Guðmundsson Iækni Frh. á bls. 5. við skjaldkirtilsrannsóknir. FJARLOGIN HALLALA US OG SKULDIR LÆKKA Ey/ar tengdar vii Sogið Fimm tilboð ■ gufuaflstöð í Hverugerði Nú hefir verið ákveð- ið að tengja rafstrenginn til Vestmannaeyja við Sogsvirkjunina á föstu- dag eða laugardag í þess ari viku. Ur.nið hefir verið að nauð- synlegum prófunum undanfarið og verið er að Ieggja síðustu hönd á raforkuvirkin í Eyjum. Þennan þýðingarmikla áfanga ber upp s 25 ára afmæli Sogs- virkjunarinnar, sem er í þess- ari viku. Nú er lokið við útboð á að- alvélum ' fyrirhugaða gufuafl- stöð í .agerði og hafa fimm tilboð borizt. Verið er að endur skoða kostnaðaráætlun við þessa stöð með hliðsjón af til- boðunum Með gufuaflstöð í Hveragerði hefst nýr og merk- ur þáttur í virkjunarmálum þjóðarinnar. Þá verður jarð- hitinn í fyrsta sinn hagnýttur til raforkuframleiðslu. Tollar og skattar hafa verið verulega lækkaðir og ný tollskrá er nú undirbúningi og verða þá aðflutn- ingsgjöld enn lækkuð. Hagsýni hefir hvarvetna verið gætt í rekstri ríkis- ins og með nýrri löggjöf um ríkisábyrgðir hefir verið fyrir það tekið að milljónatuga ábyrgðir falli á ríkis- sjóð. Fyrri hluti fjárlagaræðunnar er birtur I heild á sjöundu síðu hér I blaðinu I dag. Birtist síð- ari hluti ræðunnar í Vísi á morg un. Áberandi var í umræðunum í gærkvöldi um fjárlögin hve andstæðingum stjórnarinnar gekk illa að deila á fjárlögin og efnahagsstefnu ríkisstjórnar- innar með rökum. Og engin ný úrræði var að finna í ræðum þeirra eða umbótatillögur, held ur aðeins neikvæðar árásir á efnahagsstefnuna, árásir sem oft hafa heyrzt áður í þingsölun um síðustu árin. Framhald á bls. 5

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.