Vísir - 24.10.1962, Blaðsíða 3

Vísir - 24.10.1962, Blaðsíða 3
Um þessar mundir er Bridge- félag Reykjavíkur 20 ára. í þvi tilefni hefur stjóm þess boðið hingað til kepþni sveit hollenzkra úrvalsspilara. Munu þeir dveljast hér í tíu daga og etja að kappi við beztu bridgemenn Reykvík- inga. Hollenzka sveitin er undir forystu hins kunna bridgesér- fræðings Herman Filarski. Fil- arski er 49 ára að aldri. Hann byrjaði að skrifa um bridge árið 1930 og hefur gert það síðan. Ár- ið 1937 gekk hann í herinn og á styrjaldarárunum 1940 — 45 var hann tvisvar sinnum handtekinn af Þjóðverjum en flýði í bæði skiptin. Úr hernum gekk hann árið 1947 og sneri sér þá að blaðamennsku. Nú er hann einn af ritstjórum „Elsevier Week- blad“ stærsta vikublaðs Hollands (gefið út í 120.000 eintökum). rit- stjóri bridgeblaðs hoilenzka bridgesambandsins bg skrifar auk þess greinar um bridge f 17 hol- lenzk dagblöð. Filarski hefur unnið mörg landsmót i Hollandi og einnig margar alþjóðatví- menningskeppnir. Siðasti stórsig- ur hans var á alþjóðamótinu i Juan les Fins í Frakklandi, sem haldið var í s.l. maímánuði en þá sigraði sveit hans sveitakeppnina. Filarski hefur einnig margoft stjórnað Evrópumótum í bridge og einnig verið- keppnisstjóri í heimsmeistarakeppnunum. Grein- ar Filarski um bridge eru lesnar f flestum löndum heims og vin- sældir þeirra byggjast að miklu leyti á því, að leitast við að lýsa persónunum frekar en hinni þurru teóríu spilsins. Makker Filarski er George Lengyell, 51 árs að aldri, fæddur Ungverji en nú hollenzkur ríkis- borgari. Hann bjó um árabil í Hollenzku Indíum, fyrst sem ríkisstarfsmaður og seinna gerð- ist hann verzlunarmaður. Núna býr hann í London og stundar stórverzlun með frímerki. Leng- yell- var bezti spilarinn í Hol- ienzku Indíum og seinna einn af þeim beztu í Hollandi. Hann hef- ur alloft spilað í hollenzka lands- liðinu og unnið mörg Hollands- mót í sveit með Cats, Goud- smith o .fl. Lengyell hefur mikla ánægju af rúbertubridge, sem hann spilar reglulega við alla beztu spilara Englands. Hann trúir ekki á nýtízku sagnaðferðir og eitt af máltækjum hans er: „Það er erfiðara að spila góðan bridge, heldur en að hafa mýgrút af sagnaðferðum". Bob Slavenburg, sem er 46 ára að aldri, hefur verið nefndur „Hrói Höttur“ 1 hollenzka bridge- heiminum. Hann er mjög góður spilamaður og eins og Lengyell er hann á móti nýtízku sagnað- ferðum. Hann hefur unnið mörg verðlaun í alþjóðakeppnum og einnig verið Hollandsmeistari í tvímennings- og sveitakeppni. Hann er af öllum álitinn mjög hættulegur spilari (ekki alltaf fyrir andstæðinga sína) og hefur mjög gott stöðumat. Hann er einnig vel þekktur fjárhættuspil- ari og ennþá hefur sú bit ekki verið fundin upp, sem hann ekki spilar. Hann flýgur oft um helg- ar til Parísar eða London til þess að komast í gott bridgepartí. í daglega lífinu er Slavenburg í tekaupmennsku, sem hann stund- ar í Rotterdam. Yngsti maður liðsins er Hans Kreyns, 34 ára að aldri. Hann hefur haft hið erfiða hlutverk að vera makker Slavenburgs, en á síðustu árum hefur „nemandinn" orðið jafn sterkur spilamaður og kennari hans. Hann hefur unnið mörg stórmót i Hollandi. Hann hefur líkan spilastíl og Slaven- burg, spilar hratt og hefur gott stöðumat. Fyrsti leikur Hollendinganna verður borgarleikur og hefst hann á fimmtudagskvöldið kl. 20 í Klúbbnum við Lækjarteig. Sá leikur verður 64 spil og verður seinni helmingur hans spilaður á mánudagskvöldið. Að hálfu Reykjavíkur spila Ásmundur Pálsson, Hjalti Elíasson, Agnar Jörgensson, Róbert Sigmundsson, Jóhann Jónsson og Stefán Guð- johnsen. Fyrirliði án spila- mennsku verður forseti Bridge- sambands Islands, Júlíus Guð- mundsson. Á laugardagseftirmiðdag er tvímenningskeppni, sem haldin verður í Félagsheimili Kópavogs. Tvímenningskeppnin heldur svo áfram á sunnudag og verða þann dag spilaðar tvær umferðir. Á mánudagskvöldið verður seinni hluti borgarleiksins. Á þriðjudagskvöldið spila bikar- meistararnir, sveit Agnars Jörg- ensonar, við þá og hefst sá leikur kl. 20. Síðasti leikur Hollending- anna er svo á miðvikudagskvöld- ið en þá mæta þeir íslandsmeist- urunum, sveit Einars Þorfinns- sonar. Allir leikir Hollendinganna verða að sjálfsögðu sýndir á raf- magnssýningartöflunni, sem Hjalti Elíasson hefur smíðað. Tafla þessi er ljósatafla með spil- unum á og auðveldar hún áhorf- endum að fylgjast með gangi spilsins. MYNDIRNAR: Efst til vinstri er Bob Slaven- burg við spilaborðið. Efri mynd 1 miðju er af George Lengyell, en sú neðri af fyrirliðanum Her- man Filarski. Myndin til hægri er frá Evrópumótinu í Palermo 1959. Þar eru frá vinstri: Filarski, Jan Hcidstra, aðdáandi, sem fylg- ir sveitinni til íslands, og Bob Slavenburg fyrir miðju. Neðsta myndin sýnir úrvalslið Reykja- víkur talið frá vinstri: Jóhann Jónsson, Stefán Guðjohnsen, Ró- bert Sigmundsson, Júlíus Guð- mundsson, fyrirliði án spila- mennsku, Hjalti Eliasson, Agiiar Jörgensson, Ásmundur Pálsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.