Vísir - 24.10.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 24.10.1962, Blaðsíða 8
8 Utgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axe) Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskrifstargjald er 55 krónur á mánuði. f lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f m Yfirgangur Kínverja Það hefir löngum verið ein af „kenningum“ Krúsévs, þegar hann hefir viljað draga úr árvekni lýð- ræðisþjóðanna, að þær og ríki kommúnista eigi að geta haldið friðinn, þótt þjóðfélagsform þeirra séu gerólík. Stríð sé alls ekki óumflýjanlegt, eins og haldið hafi verið fram, enda séu kommúnistar reiðubúnir til að gera sitt til þess að varðveita friðinn í heiminum. Krúsév hefir gengið illa að lifa samkvæmt full- yrðingum sínum um friðar- og frelsisást kommúnista, eins og dæmin sanna. Honum hefir gengið enn verr að fá ýmsa bandamenn sína til að lifa samkvæmt þess- ari kenningu, og einkum virðast Kínverjar staðráðnir í að hafa þessa kenningu hans að engu og fara með ófriði á hendur granna sinna, þegar þeim býður svo við að horfa. Hafa þeir róið undir kappsamlega í lönd- um SA-Asíu, en þó hefir yfirgangur þeirra aldrei kom- ið betur fram en í viðskiptum þeirra við Indverja. Lögðu þeir undir sig allmikil landssvæði innan landa- mæra Indlands fyrir nokkrum mánuðum, og nú er ekki annað sýnilegt en að þeir hyggi á stórfellda innrás, þar sem þeir sækja að Indverjum á þrem stöðum. Enginn vafi er á því, að Krúsév er í hjarta sínu sammála kínverskum kommúnistum um nauðsyn þess að fara með hernaði gegn lýðræðisþjóðunum. Hann veit hins vegar, að styrjöld milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna getur leitt til tortímingar beggja, al- auðnar beggja landa. Þess vegna vill hann fara að öllu með gát, meðan hann telur, að nokkur von sé til ár- angurs með slíkum vinnubrögðum. Kínverjar sýna heiminum hið sanna andlit og eðli kommúnismans. Og það skiptir ekki máli, þótt ofbeld- ið beinist nú að Indverjum. Öllum frjálsum þjóðum eru búin sömu örlög um síðir, ef kommúnistar geta komið ár sinni svo fyrir borð sem þeim líkar. íslend- ingar mega vænta hins sama og Indverjar, og slík er fortíð íslenzkra kommúnista, að þeir munu fagna, ef íslendingar „hoppa inn í sósíalismann“ með slíkum hætti, eins og Kiljan komst að orði um það, er Rússar vógu aftan að Pólverjum 1939. Kúba og Grímsey Einar Þveræingur vildi ekki gefa Noregskonungi Grímsey forðum. Hann óttaðist, að kotbændum mundi þykja þröngt fyrir dyrum, ef þar væri farið með lang- skipum. Nú hafa kommúnistar eignazt sína Grímsey við Ameríkustrendur. Hún heitir Kúba. Þaðan á að gera árásina á Ameríkuríkin. Varúðarráðstafanir Kennedys eiga að girða fyrir, að unnt verði að gera slíka árás, og þær eru gerðar í þágu allra frjálsra þjóða. V í S I R . Miðvikudagur 24. október 1962. 24. október er afmælisdagur, sem gervöll heimsbyggðin held- ur hátíðlegan. Á þessum degi fyr ir 17 árum voru Sameinuðu þjóð irnar stofnaðar. Dagur Samein- uðu þjóðanna gefur ekki aðeins tilefni tii að draga fána að húni og halda ræðu, heldur er líka tilhlýðilegt að taka til gaumgæfi legrar athugunar hlutverk Sam- einuðu þjóðanna í veröld, sem er undirorpin örum breytingum. jYJarkmið alþjóðlegs samstarfs, sem sett voru 1 Stofnskrána fyrir 17 árum, hafa sama gildi nú eins og daginn sem þau voru skráð. 1 rauninni hefur nauðsyn þess að gera þau að veruleika orðið brýnni með hverju ári. „Að bjarga komandi kynslóðum undan hörmungum ófriðar" er ekki aðeins draumur hugsjóna- mannsins — það er knýjandi nauðsyn á öld kjarnorkunnar. Á sama hátt er það mikilsvert 1 hinum flóknu félagslegu aðstæð um, sem þróazt hafa f heimi, þar sem allir eru öðrum háðir, „að staðfesta að nýju trú á grund- vallarréttindi manna, virðingu þeirra og gildi, jafnrétti karla og kvenna og allra þjóða, hvort SANk EINUÐU ÞJÓÐA NNA sem stórar eru eða srnáar". Stofnskráin lætur einnig í ljós þann sameiginlega ásetning vorn „að skapa skilyrði fyrir því, að hægt sé að halda uppi réttlæti og virðingu fyrir skyldum þeim, er af samningum leiðir og öðr- um heimildum þjóðaréttar“. Slík þróun er vissulega höfuðnauð- syn, ef heimurinn á að þokast áfram frá lögum frumskógarins til skipulags samstarfs í alþjóð- legum samskiptum. Loks skuld- bindur Stofnskráin aðildarríkin til að „stuðla að félagslegum framförum og bættum lífskjör- um samfara auknu frelsi". ^ukið frelsi hefur orðið veru- leiki fyrir hundruðum mill- jóna manna á árunum eftir 1945. Tala aðildarrlkja Sameinuðu þjóðanna hefur meir en tvöfald- azt um Ieið og afnám nýlendu- skipulagsins varð söguleg stað- reynd og ný ríki urðu til og öðl- uðust sjálfstæði en pólitískt full veldi hefur ekki óhjákvæmilega leitt af sér félagslegar framfarir og bætt lífskjör. Fleiri heimili, fleiri skóla, meiri matur og meiri vinna hafa verið hin sjálfsagða umbun unnins sjálfstæðis. Ef satt skal segja, hefur hið efna- hagslega djúp, sem staðfest er milli háþróaðra iðnaðarþjóða og lítt þróaðra landa, haldið áfram að breikka ár frá ári. Það var á forsendu þess, að nokkrar þjóðir búa við mikla velmegun en margar þjóðir við sára fátækt, sem Allsherjarþing ið boðaði „þróunar-áratug Sam- einuðu þjóðanna" í desember 1961. Það hét á öll aðildarríkin að færa sér 1 nyt efnahagslegt, tæknilegt og vísindalegt bol- magn heimsins og sameina krafta sína f máttugri árás á hin aldagömlu vandamál fátækt- ar fáfræði og sjúkdóma. Þegar Allsherjarþingið boðaði ,þróunar-áratuginn‘ viðurkenndi það, að mikið hefði verið gert á liðnum árum til að stuðla að efnahagslegri og félagslegri- framvindu, bœði með starfi Sam. þjóðanna í heild og með hjálparstarfi einstakra ríkja. Allsherjarþingið sá hins vegar einnig, að vandamál mannlegra nauðþurfta var svo yfirþyrm- andi og víðtækt, að það yrði ekki leyst nema með langvinnu og samstilltu átaki allra ríkja. jyjeðan Allsherjarþingið ræddi einstök atriði og afleiðingar þessa mikla sameiginlega átaks, komu aðrar mikilvægar stað- reyndir fram í dagsljósið. 1 fyrsta lagi láta þjóðirnar, sem búa á vanþróuðum svæðum heimsins, sér ekki lynda að lifa í eymd og allsleysi. Þær eru stað ráðnar í að beita hinu nýja póli- tíska sjálfstæði til að Iosna úr fjötrum örbirgðarinnar. 1 öðru lagi hefur veröldin nú yfir að ráða auðlyndum sem tryggt geta allsnægtir handa öllum. Tækni- Ieg kunnátta og vísindaleg þekk- ing eru fyrir hendi og ekki að fullu nýttar. Þegar hinar háþró- uðu þjóðir taka þátt f slíku á- taki, er það ekki aðeins góð- gerðastarfsemi, heldur fyrst og fremst framsýn eiginhagsmuna- stefna. Því þetta sameiginlega átak er eitt af skilyrðum þess að alþjóðlegur friður haldist og stuðlar jafnframt að því að örva og auka almenna velsæld allra ríkja, líka þeirra sem eru veit- endur. En átakið gæti brugðizt, ef hin háþróuðu ríki eru svo upp- tekin af eigin öryggi og bygg- ingu tröllaukinna hergagnabúra, að þau láta hjá líða að nota hinar feikimiklu auðlindir sínar til að veita vatni á skrælnaða jörðina, meðan biðraðir hungr- aðra manna halda áfram að vaxa. Þjóðir heims geta ekki gert sig ánægðar með það eitt að halda í horfinu næsta ára- tug og bíða þess að hin hræði- lega martröð taki enda. Átakið á ekki að verða eins konar afsökun á því sem aflaga fer annars staðar. Efnahagsleg, félagsleg og pólitísk starfsemi Sameinuðu þjóðanna er þáttur f þeirri sögulegu staðreynd, að allar þjóðir heims eru hver ann arri háðar á öllum sviðum. Mf. Sameinuðu þjóðunum hefur heimurinn sett sér nokkur veigamikil og nátengd markmið — varðveizlu alþjóð- legs friðar og öryggis, þróun vin samlegra samskipta þjóða á með al og efling alþjóðasamstarfs á Framhald á bls. 13.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.