Vísir - 24.10.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 24.10.1962, Blaðsíða 9
V1SIR . Miðvikudagur 24. október 1962. 9 STJORNAR í ÍSRAEL Dr. Róbert Abraham Ottóssyni hefur verið boðið í konsertferðalag til ísraels. Dr. Róbert heldur utan aðfaranótt n.k. mánudags, fyrst til Lundúna, en þaðan beint til Tel Aviv. Dr. Róbert stjórnar á tveimur hljóm- leikum sinfóníuhljóm- sveitar ríkisútvarpsins í ísrael um miðjan nóvem- ber. í janúar kemur svo hingað aðal stjórnandi sinfóníuhljómsveitar innar, sem dr. Róbert mun stjórna í ferðalagi sinu, Shalom Riklis. Er hér um að ræða gagn- kvæm skipti á hljómsveitarstjór um, sem undirbúin voru í heim sókn Goldu Meir utanríkisráð- herrá Israels á dögunum. Sigur- geir Sigurjónsson ræðismaður ísrael á íslandi og ísraelski sendi herrann höfðu milligöngu £ mál- inu. Ánægður. Dr. Róbert kveðst vera mjög ánssgður með boðið og hlakka til ferðarinnar til Landsins helga. — Hvernig er ferðaáætlunin? — Ég f^. héðan til London á mánudag. Verð þar í nokkra daga og hitti m.a. frænda minn og vin prófessor Walter Simon, sem kennir kinversku við Lundúna- háskóla. Ég reikna líka með að hitta ýmsa komponista að máli. Nú svo liggur flugleiðin beint til Tel Aviv. E1 A1 flugfélagið í ísrael býður mér flugfarið þang að, en Loftleiðir, okkar Loftleið- ir hafa verið svo elskulegar að Negevhéraði, það er sunnarlega í landinu. — Hvað verður á efnisskrá? — Það er nú ekki ákveðið enn þá. Ég sendi þeim tillögur um ýmis klassísk, rómantísk og nor- ræn verk, þar á meðal íslenzk verk. Ég var að fá frá þeim skeyti um tillögur, sem þeir gera. Það er einkennilegt að fá skeyti frá stöðum, sem maður hefur þekkt frá bernsku úr Biblíunni. Samband gamals söngs og nýs. — Hvernig hugsið þér að verja tímanum að öðru leyti? — Ég hef í hyggju að kynna mér að eigin raun ýmislegt í kirkjutónmennt Gyðinga. Það er nefnilega mikið samband milli fornkirkjulegs tvísöngs, eins og hann hefur verið tíðkaður hér og tóns í musterum Gyðinga Þetta tón er enn þá flutt í ýmsum héruðum Gyðinga. Það er auðvit að hægt að lesa um þetta í bók- um, en mig langar til að heyra það með eigin eyrum, í einhverju musteri Gyðinga. — Hvað er meira um hina fyrirhuguöu ferð að segja? — Ekkert sérstakt, fyrr en ég er kominn heim aftur. Ég vona að þessi ferð verði mér og land- inu til sóma, og stuðli að vax- andi sambandi okkar við ísrael. Þríþætt starf. — En úr því að við erum byrjaðir að tala saman langar mig til að spyrja frétta úr starfi yðar sem söngmálastjóra og frétta eitthvað um Fílharmóníu. — Starf mitt sem söngmála- stjóri, er þríþætt. Það er kennsla við guðfræðideild háskólans. Hún hefur verið aukin og ég vona að hún vaxi enn. Þá er það for- staða Tónskóla þjóðkirkjunnar. ára námi í Tónskólanum og veiti brautskráning eftir þetta nám, sams konar réttindi og c-próf söngstjóra og organista í Þýzka- landi. Það mundi verða kirkju- kórunum til mikillar eflingar og skapa eðlilegri skilyrði til fram- Rætt við Róbert Abraham Ottós- son um boðsferð til ísrael o.fl. bjóða mér ferðina til London. Ég var að hugsa um að fara til Aþenu og Rómar, en verð víst að láta það biða. Maður verður líka svo uppfullur af minningum frá hinu helga landi, að það verður meira en nóg til að lifa á. — Hvenær v ;rðið þér i ísrael? — Æfingar eiga að hefjast 7. nóvember. Ég verð auðvitað kominn fyrir þann tíma. Væntan lega fer ég 4. nóvember frá Lon- don. Tvennir hljómleikar. — Hvað um hljómleikana? — Ég á að stjórna sinfóniu- hljómsveit rikisútvarpsins 1 tsra- el. Hún er staðsett í Jerusalem, þeirri helgu borg. Þar verður einn konsert 13. nóvember og annar i Beersheba nýrri borg í Ég hefi leigt hér eitt herbergi uppi á lofti, ágætt herbergi. Þar hef ég gamla orgelið frá Siglu- firði. Tónskólinn veitir hrað- kennslu þeim, söngstjórum og rgelleikurum kirknanna, sem geta -. oppið til bæjarins og ver- ið hér kannski einn eða tvo mán- uði til að bæta þekkingu sína og kunnáttu á músíksviðinu. Þeir kenna þar líka, dr. Páll ísólfs- son og Sigurður ísólfsson. Loks er mér ætlað að stuðla að fram- förum í kirkjusönglist, með kennslu, og margvíslegri aðstoð, sem mér er unnt að láta í té. C-próf. — Veitir Tónskólinn einhver réttindi? — Nei, en það er minn draum ur að hægt sé að koma á tveggja haldsnáms erlendis, en verið hef- ur. — Hvað er í c- prófinu? — Nemandinn er látinn spila æft stykki, siðan spila beint af blaði, síðan að búa til forspil, hækka og lækka í tóntegundum o. fl. Þetta er ekki svo lítil kunn- átta, sem þarf til að ná góðum árangri á þessu prófi. Fíiharmónía. — Hvað um Fílharmóníu? — Við flytjum eitt höfuðverk kristindómsins Messias eftir Handel á Pálmasunnudag. Það verður flutt á ísienzku. Þorsteinn Valdimarsson og ég þýddum textann úr frumtextanum, sem er á ensku. — Finnst yður eðlilegast að flytja slíkt verk á móðurmáli flytjenda? Dr. Róbert Abraham Ottósson — Tvímælalaust. En það er erfiðara fyrir túlkandann að gera sínu hlutverki skil, þegar sungið er á móðurmáli þeirra, sem á hlýða. — En verður verkið flutt í frumbúningi sínum? — Já, að þvi undanskildu að við verðum að nota harpsichord eða piano í staðinn fyrir konsert orgel. Það er ekkert orgel í Há- skólabíói, en þar ætlum við að flytja verkið, með Sinfóníuhljóm sveitinni. Útsetning Handels er fyrir strengjasveit toripeta, obo og pákur. Útgáfa Mozarts á verk- inu er miðuð við að hægt sé að flytja verkið af sinfóníuhljóm- sveit. 9. sinfónían. — Fleiri verkefni fyrirhuguð? — Það hafa komið fram óskir um að við flytjum Alþingishátíð- arkantötu dr. Páls ísólfssonar. Það yrði næsta haust eða snemma næsta vetur í tilefni af sjötugs afmæli hans. Einnig höf- um við í huga að flytja níundu sinfóníu Beethovens á næsta ári eða þarnæsta. Þetta mikla verk hefur aldrei verið flutt á íslandi. Það er í athugun að fá hingað sólóista frá V-Þýzkalandi. Row- old sendiráðsfulltrúi, hefur verið okkur innan handar. Endanleg á- kvörðun verður tekin af Vil- hjálmi Þ. Gislasyni útvarpsstjóra. — Þarf þá ekki að vera kom- inn plasthiminn í Háskólabíóið? — Hann verður að vera kom- inn áður en Messias verður flutt- ur, svaraði dr. Róbert. á. e. Bökauppboð í dag Bókauppboð Sigurðar Benedikts- sonar, það fyrsta á þessu hausti, verður haldið í dag (miðviku- dag) í Þjóðleikhúskjallaranum og hefst kl. 5 e. h. Þar verður margt góðra og fá- gætra bóka, þ. á m. Ljóðmæli Sig- urðar Péturssonar, Stefáns frá Vallanesi, Benedikts GrÖndals assessors, Magnúsar Stephensens, Eggerts Ólafssonar, Bólu-Hjálmars, Jóns frá Bægisá, Matthíasar Jochumssonar, Kiljans, Magnúsar Ásgeirssonar o. fl. Ennfremur þýð- ingar á Messíasi og Ilionskviku o. fl. Auk framangreindra ljóðabóka eru margar aðrar ágætar bækur og ritsöfn á uppboðinu, m. a. Skirnir, Almanök Þjóðvinafélagsins, Iðunn o. fl. LÍV gegn ASÍ Mál Landssambands íslenzkra verzlunarmanna og Alþýðusam- bands íslands heldur áfram fyrir Félagsdómi n.k. föstudag. Munu þá lögfræðingar aðila gera munnlega grein fyrir máli sínu. Réttarhöldum var frestað si. fimmtudag, vegna frekari gagna- öflunar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.