Vísir - 24.10.1962, Blaðsíða 13

Vísir - 24.10.1962, Blaðsíða 13
VlSIR . MiSvikudagur 24. október 1962. 13 Það lyftir Framh. af bls. 4 um?“ „Króinn var ekki skírður strax, en þó leið ekki á löngu, áður en ég hafði valið laginu nafn. Björn Pálsson kom sem oftar fljúgandi þarna vestur — hann hefur oft verið eini tengiliður Reykhóla- sveitar við höfuðborgina — og ég fór með honum suður. Á leið-' inni var hann að sýna mér, hvern ig hann gæti látið flugvélina velta sitt á hvað, hve lipur þessi litla rella hans væri, og þá laust því niður í huga minn, að lagið ætti bara að heita „Litla flug- an“!“ „Hvenær var það svo leikið fyrst í hinum stóra heimi — skemmtanaheimi Reykvíkinga og allrar þjóðarinnar?" „Það var mjög skömmu síðar. Þegar ég kom til bæjarins úr þessum leiðangri, hafði Pétur Pétursson þulur sérstakan skemmtiþátt, og þar var lagið leikið og sungið f fyrsta sinn í eyru fleiri manna en rúmuðust í stofunni á Reykhólum. Það varð strax vinsælt, og hefur orð- ið h'fseigara en vonir stóðu til“. Olnbogabörn almennings. „Getum við ekki átt von á fleiri „hit“-lögum frá þér á næst unni?“ „Ég þori engu að spá um það og enn síður að gefa eitthvert fyrirheit. Það mun vfst þykja gott, ef lagasmiðir hafa eitt slíkt lag á samvizkunni um ævina, og enginn mun gera slíkt oftar en á tíu ára fresti“. „Jbeja, við bíðum rólegir, því að flugan er ekki orðin tíu ára enn. En hvert er þitt uppáhalds- lag — .hvejrt vildir þú, að hefði náð més’tum tökum á almenn- ingi?“ „Ég held helzt, að uppáhalds- lögin mín séu þau, sem hafa orð- ið eins konar olnbogabörn al- mennings, ekkí náð þeim vinsæld um, sem mér hefði fundizt að þau mættu hljóta, án þess að gert væri á hluta annarra. En vænzt þykir mér tvímælalaust um „Stjána bláa“ við Ijóð Arnar Arn arsonar, og það er af því, að ég hafði mest fyrir því lagi. Svo gaf ég það Sjómannadagsráði, og Fóstbræður hafa sungið það með undirleik Sinfóníuhljómsveitar- innar“. Tónskáldið og ljóðskáldið. „Er það ekki eitthvert sérstakt ljóðskáld, sem þú hefur helzt val ið ljóð eftir til lagasmíða?“ „Nei, eiginlega er þar ekki um neinn sérstakan að ræða, sem ég Dagur S.Þ.— Framhald af bls. 8. vettvangi efnahags- og félags- mála. Á árangrinum veltur sjálft líf mannkynsins, bæði i siðferðis- legum og líkamlegum skilningi, og í þeirri baráttu verða allir menn að taka þátt. Verði þessum markmiðum náð hefur það í för með sér frið, ör- yggi og aukna velsæld til handa körlum og konum hvarvetna á jörðinni. Á degi Sameinuðu þjóð anna 1962 og á næstu mánuðum verða þjóðir heimsins „að sam- eina krafta vora til að ná þess- um markmiðum", eins og segir í Stofnskránni. sálinni — hef tekið fram yfir aðra. Þó er það ekkert leyndarmál, að mér fellur ágætlega að „gera kaup“ við Tómas. Mér finnst ég vera einna næstur honum 1 tónunum, léttast við hann að eiga, ef svo má að orði komast. Vilhjálmur frá Skáholti hefur líka átt sterk ítök í mér, og ég hef gert lög við ýmis ljóð hans. Ég gæti nefnt ýmsa fleiri, en geri það ekki að sinni“. „Hvað eru lögin orðin mörg, sem út eru komin — og hvað ertu ineð á prjónunum?" „Þessi tvö, sem nú koma út, eru 27. og 28. í röðinni, svo að þetta er orðið bærilegt safn. En ég er eiginlega ekki með neitt í smíðum núna — ég ætla að sjá til með þessi áður. Það er Hljóð- færaverzlun Sigríðar Helgadótt- ur, sem gefur út plötuna, en sjálf ur er ég útgefandi nótnanna. Slík útgáfa er annars orðin býsna strembin nú. Nótur seljast ekki eins vel og til dæmis 1939, en það er kannske eðlilegt — menn hafa svo mikið af „niðursuð- unni“, sem margir kalla svo, plöt um, segulböndum og svo útvarp- ið. En þó er kannske ekki ör- grannt um, að eitthvað sé að lifna yfir þessum viðskiptum einnig. Það er illa farið, að menn skuli ekki syngja við hljóðfærin, eins og svo oft var gert í gamla daga. Það lyftir sálinni — styrk- ir ekki aðeins raddböndin, held- ur Ijiftir einnig sálinni ...“. Og Sigfús er varla horfinn á brott, þegar tíðindamaðurinn, sem er allra manna ómúsikalsk- akstur, er ósjálfrátt búinn að grafa Litlu fluguna upp úr gleymskunni og farinn að raula ‘;‘hana. Það var gott, að Sigfús varð þess ekki vaf/því ’að Tfa'rirf vonar, að menn rauli frekar nýj- ustu lögin hans á næstunni, ekki aðeins lagið úr „79 af stöðinni“, heldur ekki síður Litla fuglinn hans og Arnar Arnarsonar. IFIugvallagerð — Framhald af bls. 6. riðum og m.a. það að kanna skil- yrði til flugs þangað, því staður- inn liggur nokkuð nálægt fjöllum. Vill flugmálastjórnin gjarna fá reynslu af litlum velli á þessum stað áður en lagt verður í stór- framkvæmdir. Eins og kunnugt er, er núver- andi flugvöllur Hornfirðinga á Melatanga, en þangað verður helzt ekki komizt nema á bát. Hins veg- ar eru stundum miklir örðugleik- ar á að komast yfir ósinn í ísreki og vondum veðrum á vetrum og þess vegna þykir nauðsyn bera til að færa flugvölinn norður fyrir ós- inn. í Vestmannaeyjum var í sumar byrjað á miklu stórvirki í flug- vallargerð, en það er þverbraut á flugbrautina, sem fyrir var og á þessi nýja braut að verða 1300 metra löng. Þetta er mikið sam- gönguhagsmunamál fyrir þá Vest- mannaeyinga, því oft og einatt lokast völlurinn þar dögum og vikum saman ef vindur stendur flatt á brautina og þarf þó ekki að vera hvassviðri til. Sem stendur er unnið að spreng ingum á vallarstæðinu, en það fer eftir fjárveitingum hverju sinni hve verkinu miðar ört áfram. Ár- ið 1959 var kostnaðaráætlun gerð um framkvæmd þessarar þver- brautar og áætlað að kostnaður- inn yrði 17 milljónir króna. Á Kópaskeri er unnið að því að ýta upp braut, einkum vegna vetr- arflugsamgangna. Á Kópaskers- vellinum eru þrjár sjálfgerðar brautir á Mel, en þær lokast oft af völdum vatnságangs og ísalaga á vetrum og þess vegna nauðsyn- legt talið að hækka eina þeirra upp. Hún getur orðið um 1800 metra löng. Auk þessa, sem að framan er greint, hefur verið unnið að við- haldi flugbrauta og flugvalla víðs vegaií um- land í sumar. Tveir bíl- 'íff hafa’ verið Stöðugt í ferðum frá flugmálastjórninni í sumar til við- halds flugvallanna, að endurnýja merki og flugbrautir, merkja fyr- ir nýjum sjúkravöllum og þar fram eftir götunum. Notaðir bílar Notaðir bílar verða til sýnis og sölu í bif- reiðadeild Landssímans við Sölvhólsgötu á morgun og föstudag. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri kl. 10 f. h. laugardaginn 27. þessa mánaðar. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Tilkynning frá Hítaveitu Steykjavíkur Að gefnu tilefni vill Hitaveitan vekja athygli allra þeirra, er fást við teikningar og lágnir hitakerfa svo og þeirra, sem annast sölu, hvers konar hitunartækja og áhalda til hita- lagna, á reglugerð um hitalagnir o. fl. í Reykjavík dags. 15/12 1961. Eintök af reglugerðinni fást afhent í skrif- stofu Hitaveitunnar í Drápuhlíð 14. HITAVEITA REYKJAVÍKUR. Starfs- menn Menn vanir rafsuðu og logsuðu óskast nú þegar. Vélsmiðja Eysteins Leifssonar, Laugavegi 171, sími 18662. JÁRNSMIÐUR Viljum ráða nú þegar járnsmið helzt vanan rennismíði. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Kassagerð Reykjavíkur h.f. Verkamenn Okkur vantar nokkra góða verkamenn nú þegar. Byggingariðjan, sími 35064. Skrifstofuhúsnæði Óskum eftir að taka á leigu 2—3 herbergi fyrir skrifstofu, helzt í miðbænum. Uppl. í síma 36786. Iðnaðarhúsnæði óskast sem fyrst. Þarf að vera um 100 ferm. Uppl. í síma 17891. Laugavegi 146 SÍMI OKKAR ER 1-1025 Við hörum ávallt á boðstólum fjölbreytt úrval af 4ra, 5 og 6 manna bifreiðum, auk þess fjölda sendi-, station- og vörubifreiða. Við bendum yður sérstaklega á: Morris Minor 1949, kr. 25 þús. Dodge Weapon '53, 80 þús., útb. 20 þús. Ford 500 1957, einkabíll, mjög glæsilegur, skipti á 5 m. V-Evr.bfl mögul. Cþevrolet-station 1955, mjög góður bfll, kr. 65 þús. staðgr. eða útb. 40 þús. og eftirstöðvar greiðist með fasteignatryggðu veðskuldabréfi. Opel Kapitan flestar árgerðir frá 1955—1962. Volkswagen, Opel, Taunus, Moskwitch og Skoda bifreiðir af öllum árg. Við leggjum áherzlu á lipra og örugga þjónustu. — Kynnið yður hvort RÖST hefir ekki rétta bílinn handa yður. Vatnsgeymir 1- um Brúarland. Vatnsgeymir -2000 litra óskast til kaups, sem fyrst. Uppl. Saumastúlka óskast Saumastúlka óskast i fatabreytingar og viðgerðir hálfan eða all- an daginn eftir samkomulagi. Uppl. í síma 17690 kl. 6—8 í kvöld. Sóthreinsun — Jámsmíði Tökum að okkur sóthreinsun á heimahúskötlum, uppmúringar, einangranir á kötlum og hitavatnskútum. Enn fremur alla al- genga járnsmíði. Katlar og stálverk h.f. Vesturg. 48. Sími 24213. Stofa óskast Skilvís og prúður maður óskar eftir að leigja stofu, ekki minni en 12 ferm. Tilboð óskast sent afgreiðslu blaðsins fyrir laugar- dag merkt „Prúðmennska".

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.