Vísir - 26.10.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 26.10.1962, Blaðsíða 1
52. árg. — Föstudagur 26. október 1962. — 246. tW. LOFTMYND AF ELDFLAUGASTÖÐ Á KÚBU Þetta er ein af þeim myndum, sem Bandaríkjamenn hafa tekið úr lofti úr U-2 f lugvél í 20 km. hæð yfir Kúbu. Hún sýnir eina af mörgum eld- flaugastöðvum Rússa í Vesturheimi. Þar sjást miklar byggingafram- kvæmdir og auk þess er búið að flytja á staðinn allmikið af eldflaugum og geymum með eldflaugaeldsneyti. Hér er greinilega ekki um varnar- vopn að ræða, heldur árásarvopn sem beint er gegn Bandaríkjunum. Þannig voru ljósmyndirnar, sem Stevenson sýndi á fundi Öryggisráðs- ins í gær. IhifNiiig«v««|ncir tltlílíiugfi-iiHMiriíiðijr i>«ng hcríjofjrt 5 elHfloHtio-wognfjf 2.G geymor mcð eWflattfíi-ddsnefll Stevenson sýnir Öryggisráíinu myndir af eldflaugastbðvum á Kúbu Á fundi Öryggisráðs- ins í gærkvöldi kom til mjög snarpra orðaskipta milli Stevensons full- Þjóðsöngur- inn hverf ur Fonnaður útvarpsráðs skýrði frá því í útvarpinu f gærkvöld, að útvarpsráð hefði ákveðið að hætt yrði um skeið að leika þjóðsönginn í dagskrárlok á rúmhelgum dögum, þar eð ýms- ir töluðu um ofnotkun á honum £ þessu sambandi. Þjóðsöngur- inn verður því aðeins leikinn á sunnudögum og hátíðisdögum fram að áramótum, en þá verð- ur þessi ákvörðun endurskoðuð með tilliti til þess hvaða undir- tektir hún hefir fengið. Heyrzt hefir að taka eigi upp þá venju fyrst um sinn að leika eitthvert ættjarðarlag í lok útvarpsdag- skrárinnar á rúmhelgum dögum. trúa Bandaríkjanna og Zorins fulltrúa Rússa. Stevenson spurði Zor- in hreint út, hvort Rúss- ar hef ðu komið upp eld- flaugabækistöðvum á Kúbu. Bað hann rússn- eska fulltrúann að svara þessu ákveðið með já eða nei, vegna þess að þetta væri kjarni máls- ins. Zorin brást þá hinn reiðasti við og neitaði þverlega að svara fyrir- spurninni. Ég er ekki staddur í bandarískum réttarsal. i Stevenson lét aðstoðarmenn sína þá bera fram stórar ljós- myndir sem bandarískar flugvél. ar höfðu tekið úr lofti af eld- flaugastöðvum þeim sem Rúss- ar eru að koma upp á Kúbu. Hann minnti á það um leið og hann fór að útskýra þessar myndir, að Gromyko hefur í síð ustu viku lýst því yfir við Kennedy forseta, að engar fyrir ætlanir væru um að koma upp slíkum stöðvum á Kúbu. En á þeirri sömu stundu voru sumar þessar ljósmyndir teknar. Óhugnanlegar framkvæmdir. Síðan tók Stevenson að út- skýra myndirnar. Fyrst lét hann bera fram uppdrátt af Kúbu, er sýndi hvar eldflaugastöðvar Rússa eru á eynni. Sfðan kom hann með stórar Ioftmyndir af eldflaugastöð Rússa nálægt borg inni Cristobal suðvestur af Hav ana. Myndirnar voru misjafn- lega gamlar og sýndu, hvernig vegir voru lagðir að hinni fyrir- huguðu eldflaugastöð og hvern- ig verið var að reisa skotbakka Framh. á bls. 5. ROTTÆKARBREYTINGAR Á BáfMnMáf MMi&MAtM Sjólfstæður fjárhogur, M iiiiliíjuNiwÍ ^kÍuhöfudbó1 °9 and- legt rúð „Það þarf að endur- skipuleggja kirkjuna frá grunni og taka upp nýja starfshætti, ef hún á ekki að verða utanveltu við þjóðfélagið. Hér þarf nýja kirkjuskipun, sem gerir það mögulegt að boða trú að nýju í lánd- inu'4. Þannig fórust séra Sigurði Pálssyni orð í framsöguræðu er hann hélt á Kirkjuþingi í gær, með þingsályktunartil- Frh. á bls. 5.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.