Vísir - 26.10.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 26.10.1962, Blaðsíða 5
V1SIR . Föstudagur 26. október 1962. 5 Breytingar — Fran-fiald al bls. 1. lögu um endurskoðun kirkjulöggjafarinnar, sem flutt var af honum og JHákoni Guðmunds- syni, hæstaréttarritara. Rakti séra Sigurður stuttlega uppruna núverandi kirkjulaga, sem hann kvað vera komin frá þeim tíma, þegar hér var bænda þjóðfélag og prestarnir voru ei.tagu siður veraldlegir en and- tegir leiðtogar í prestaköllum 6ínum. Nú er þetta breytt og prestar þurfa ekki Iengur að gegna miklum öðrum skyldum en þeim sem embættinu fylgja Þá hefur kirkjan misst úr höndum sínum fjárráð og eign ir og er nú skammtað fé af stjórnarvöldunum og hefur lítil sem engin völd til að ráðstafa því þar sem þörfin kann að vera mest. „Af þessu hefur leitt þá ægilegu lömun sem kirkjan er nú haldin", hélt séra Sigurður áfram. Sneri séra Sigurður síðan að því hvað gera mætti til úrbóta. Taldi hann fyrsta atriðið vera að kirkjan fengi í hendur eigin 1 fjárráð, þannig að hún fengi sjálf vald til að ráðstafa því fé sem ríkið veitti henni. Til að ráðstafa því yrði kirkjan að setja sér framkvæmdastjórn, til að losa biskup við eitthvað af því veraldlega amstri, sem nú tekur meginhluta tíma hans. Þá taldi hann það meginat- riði að kirkjan færi að afla fjár á eigin spýtur. Sagði hann: ,,Þó að hér leki fé úr hvers manns vasa, þykir ekki viðeigandi að kirkjan biðji um neitt af því. Það er mikilvægur hluti guðs- dýrkunarinnar að gefa og fórna, enda er það gert í öllum kirkj- um heims“. Þá benti séra Sigurður á það, að nýting starfskrafta kirkjunn- ar væri engan veginn eins góð og skyldi. Telur hann að ástæða geti verið til að færa saman nokkra presta í hverju héraði, og yrði þeim safnað saman í kirkjuhöfuðból. Gætu þeir rekið þaðan alls kyns starfsemi, sem þeir ekki hefðu möguleika á hver á sínum stað. Myndu þeir síðan messa til skiptis. Gætu þarna nýtzt mikiu betur hinir mismunandi hæfileikar prest- anna og á slíkum stað mætti t.d. nýta að fullu starfskrafta prests, sem væri of heilsuveill til mikilla ferðalaga. Þá lagði hann áherzlu á að | presta þyrfti að hafa á hverju skólasetri og jafnvel fleiri en einn. Einnig benti hann á að mjög mikilvægt væri að hafa lifandi starf á spítölum og við hvers kyns félagsmálastarfsemi. Við hlið biskups, yrði auk framkvæmdastjóra andlegt ráð, sem hefði það hlutverk að gera áætlanir um starfið fyrir árið. Héldi hún síðan starfinu vak- andi með stöðugum áminning- um og hugmyndum til prest- anna. Þá minntist hann á mikil- vægi þess að reka víðtæka upp- lýsingastarfsemi. Það er ekki á ffeeri skrifstofu biskups, með núverandi aðbúnaði, að sinna því sem skyldi, né er það í verkahring biskups að sinna þvi sjálfur. Benti hann á að Búnaðarfélag íslands gefur ár- lega út vandaða og gagnlega árbók fyrir sína 6000 meðlimi. Kirkjan, sem hefur hátt á ann- að hundrað þúsund meðlimi. hefur ekki haft tök á að gera slíkt hið sama. Prestakallaskipunina taldi séra Sigurður vera mesta vanda j málið og yrði að endurskoða j hana til grunna, í samræmi við | það sem fyrr var bent á, til að nýta starfskraftana betur. Að lokum sagði séra Sigurð- ur: „Það klingir stöðugt að það skipti ekki máli hvort menn fari í kirkju. Ég veit ekki hvað þá skiptir máli. Maður sem ekki fer í kirkju, sinnir ekki öðru kirkjulegu lífi. Ef ekki væri svo einkennilega mikið af mannlegu heilbrigði í ungu fólki, væri þessi þjóð þegar glötuð. Það vert mjög lítið, en ef þetta fólk hefði sterka kirkju við að styðjast í lífinu, yrði glæsilegt um að iitast á íslandi." Sjónvarp — Framhald af bls. 16 vonaðist hann til að þær kæmu fyrir Alþingi það, er nú situr Benedikt Gröndal lagði áherziu á að allmiklum hluta aðflutn- ingsgjalda af sjónvarpstækjum yrði varið til uppbyggingar sjón varps í landinu. Hann sagði að það væri engin spurning hvort íslenzkt sjónvarp kæmi, heldur hvenær það kæmi til sögunnar, og hversu til tækist um fram- kvæmd þess. Fyrst yrði reist sjónvarpsstöð í Reykjavík fyrir Faxaflóasvæðið og síðan færðar i út kvíamar með hjálp endur- varpsstöðva og þráðlauss sam- bands um landið. Ræðumaður bjóst við að afnotagjald af sjón- varpstæki með núverandi verð- lagi, yrði um 1000 krónur. Hann benti á hve miklu erfiðara yrði með öflun sjónvarpsefnis hér en með fjársterkum milljóna þjóðum, en engu að síður yrði að freista þess. Hann nefndi sér- staklega fréttamyndir sem til- valið sjónvarpsefni þegar í upp- hafi. hvort Rússar væra að koma sér upp eldflaugastöðvum á Kúbu. Hefði hann verið að r'eyna sann leiksvilja Rússa. Þeir hefðu ekki staðizt prófið því að Gromyko hefði lýst því yfir að engar slík ar stöðvar væru á Kúbu. Þannig hefðu Rússar verið staðnir að verki sem ósannindamenn. Falsað segir Zorin. Meðan Stevenson sýndi ljós- myndir þessar var Zorin fulltrúi Rússa í Öryggisráðinu oft æði órólegur í sæti sínu. Á eftir tók hann til máls og neitaði að svara spurningu Stevensons um það hvort eldflaugastöðvar væru á Kúbu. Hins vegar sagði hann að ljósmyndir Bandaríkjamánna væru falsaðar. Þeir hefðu áður birt falsaðar myndir í sambandi við Kúbu-málið. Leiðrétting Stevenson — Framhald af bls. 1. og eldflaugahylkin voru flutt á staðinn. Á nýjustu myndinni sá ust 7 eldflaugarnar og fjórir skotbakkar sem verið var að reisa fyrir hinar rússnesku eld- flaugar. Þar var um að ræða eldflaugar sem hægt var að skjóta 1000 mílur eða alla leið til Washington höfuðborgar Bandaríkjanna. Hver sem vill getur sagt að það séu varnar- vopn, en hver trúir því? Öllum til sýnis. Þá lét • Stevenson bera fram myndir af annarri eldflaugastöð sem Rússar eru einnig að koma upp skammt frá borginni Gauanajay. Sú stöð er ætluð fyrir langdrægari eldflaugar, sem hægt er að skjóta 2200 míl ur og getur þannig náð til flestra stórborga í Vesturheimi. Lýsti Stevenson myndunum ýtarlega, hvernig byggingafram kvæmdir hefðu gengið .Sjá mætti greinilega á ljósmyndun- um skotpallana fyrir eldflaug- arnar og eldflaugahylki sem flutt hefðu verið á staðinn. Stevenson sagði að lokum, að ljósmyndir þessar myndu liggja frammi til sýnis fyrir hvem sem vildi skoða þær ásamt fjölda annarra mynda ,sem sýndu hinn geigvænlega vígbúnað Rússa á Kúbu. Rússar staðnir að verki. Hann upplýsti m. a. að Kennedy forseti hefði haft þess ar ljósmynuir undir höndum, þegar hann spurði Gromyko, Þrekvirki A ðrir tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar Islands undir stjórn William Strickland fóru vel fram í gærkvöldi. Ég missti því miður af fyrsta verki efnis- skrárinnar, sem var Sinfónía nr. 104 í D-dúr eftir Josef Haydn, en góðar sögur fóru af því. Ungversk-danski fiðluleik- arinn Béla Detreköy lék ein- leikshlutverkið £ „Symphonie Espagnole" op 21 eftir Éd- ouard Lalo. Hann kom ekki fram sem stórbrotinn fiðluleik- ari, en leikur hans var einlæg- ur og fágaður. Meira hljóðfalls- fjör hefði verið æskilegt frá hendi hljómsveitarinnar, stíllinn mátti vera tilþrifameiri. Að mínum dómi er „Sym- phonie Espagnole" með leiðari tónverkum og var átak- anlegt að lesa í „prógramminu“, að Lalo (1823—1892) væri „öndvegis tónskáld Frakka á ofanverðri 19. öld“. (Verkið er skrifað 1873) Lesandinn mætti spyrja: „Hvers konar aular voru þeir Berlioz, Cesar Franck Saint-Saéns — (að maður nefni nú ekki Auber Boieldieu eða Halévy) — eða þeir Chabrier og Fauné, sem störfuðu í fullu fjöri er téð verk var skrif- að?“ Á ekki frönsk tónlist nógu erfitt uppdráttar hér á landi? Sem niðurlag tónleikanna var flutt 5. sinfónían op. 50 frá 1922 eftir Carl Nielsen, og var mikill fengur í þeirri uppfærslu. Leitt var að áheyrendur skuli ekki hafa þakkað flytjendum betur fyrir að leysa svona vel úr hendi þetta • vandasama hlutverk! Sinfónía þessi er næst um jafn-fersk nú og hún hef- ur verið 1922. Það er eins og Nielsen vitni í „bítónalar" vangaveltur Beethovens í niður- lagi 1. þáttar „Kveðjusónöt- ■tTann getur þess og af góð- látlegri kýmni, að Brahms rakti sinfónískar slóðir. Þetta lærði Nielsen — en hann vill líka kenna mönnum að heyra um frumatriði, sem þessir höfð- inglegu fyrirrennarar minntust aðeins á neðanmáls. Einfaldar tónendurtekningar, frá stuttu frumi upp í langan iðandi orgel- punkt, verða hjá Nielsen að hreinum sinfóniskum vellyst- ingum. Til þess að koma þeim á framfæri gerir hann miklar kröfur til hljómsveitar og stjórnanda. Hann gefur t. d. slagverki frjálsar hendur eitt augnablik — til þess eins að hefta hljómsveitina í enn strang ara samspil á eftir. Ég mundi ó- hikað segja, að í þessari sin- fóníu hafi Strickland og Sin- fóníuhljómsveit fslands unnið fyrsta þrekvirki vetrarins. Þorkell Sigurbjömsson. Þau mistök urðu í Vísi í gær að með viðtali við Gísla Jónsson rit- stjóra birtist mynd, sem ekki er af honum heldur af útlendum manni, sem ekkert á skylt við Gísla nema dálæti á íslandi og ís- lendingum. — Þá var og skýrt frá því í viðtalinu að Gísli væri flog- inn heim til sín vestur um haf, en það var ranghermi. Hann veiktist rétt áður en Iagt var af stað og varð að fresta för sinni á síðustu stundu. Er Gísli beðinn velvirðing- ar á þessum mistökum. verða skemmtiefni, framhaldssögur og fræðsluefni fyrir húsmæður. Umsjónarkcnur eru frú Sigríður Thorlacius og Dagrún Kristjáns- dóttir. Otvarpsráð mun hafa rætt ítar- lega um hvort flytja skyldi æsi- spennandi leynilögreglusögu í út- varpið en það var loks fellt á fundi þess, með tilliti til þess að mörg börn myndu hlusta á söguna. Þjófur — Útvarpið — f1 amhaid at 16 síðu: þáttar verði um huglækningar og verði þátttakendur m. a. Ólafur Tryggvason huglæknir á Hamra- borgum, og Sigurjón Björnsson sálfræðingur sem nýlega mælti mjög gegn andalækningum í út- varpinu. Skólaspurningaþættinum mun verða haldið áfram og munu Árni Böðvarsson og Margrét Ind- riðadóttir fréttakona annast hann í vetur. Þá mun útvarpið taka upp ýmsa erindaflokka nýja og girnilega til fróðleiks. Verður m. a. fluttur er- indaflokkur í útvarpið um verk- legar framfarir og tæknilegar nýj- ungar, en fátt hefir um það heyrzt á liðnum árum. / vennaþáttur. Þá mun og verða tekinn upp kvennaþáttur fjórum sinnum í viku. Verður hann kl. 2.40 og stendur í 20 mínútur. Flutt mun Framhald af bls. 16. Þessir tveir ungu menn höfðu í fyrrakvöld farið inn í heimavist Sjómannaskólans og gert þar leit að fjármunum í þrem nemenda- herbergjum. I einu herbergjanna fundu þjóf- arnir 70 krónur í peningum, en því næst urðu þeir fengsælir því þar náðu þeir í sparisjóðsbók á Útvegsbankann með 16 þús kr. innistæðu, ennfremur ávísun að uppbæð rúmle0a 7 þús. krónur og loks 500 króna peningaseðil. Strax og opnað var í útibúi Útvegsbankans á Laugaveginum í gærmorgun voru þjófarnir þar til staðar sem fyrstu viðskiptamenn. En þeir vöruðu sig ekki á þvf að eigandinn hafði þá þegar orðið stuldsins var og hafði gert bank- anum aðvart. Starfsfólk bankans gerði lögreglunni aðvart, ætluðu þjófarnir að komast undan þegar þeim varð Ijóst hvernig komið var, en voru gripnir. Við yfirheyrslu hjá lögreglunni hefur ennfremur vitnazt að annar þessara pilta hafði aðfaranótt sunnudagsins brotizt inn í skrif- stofu Olíufélagsins h.f. og stolið þaðan þremur vindlakössum og nokkrum vindlakveikjurum. Rannsóknarlögreglan tjáði Vísi í morgun að hún hafi haft kynni af þessum piltum áður. Vinnufriður — Framh. af 16. síðu: gamla samningnum var ekki út- runninn fyr en 1. nóvember. Aðalbreytingin samkvæmt nýja samkomulaginu er sú, að kauptrygging sjómanna hækk- ar. Hins vegar helzt aflapró- senta til skipta óbreytt, hún ei 29 %%• Háskélahátíiin á morgun Háskólahátíð verður haldin fyrsta vetrardag, laugardag 27. okt. kl. 2 e. h. í Háskólabíói. Þar verða fluttir þættir úr há- skólaljóðum Davíðs Stefánssonar jvið lög dr. Páls ísólfssonar: kór ! undir stjórn tónskáldsins syngur, frú Þuríður Pálsdótti. syngur ein söng. Háskólarektor, prófessor Ár- mann Snævarr flytur ræðu. Tvö- I faldur kvartett stúdenta syngur stúdentalög i.ndir stjórn Sigurðar Markússonar. Háskólarektor ávarp ar nýstúdenta, og veita þeir við- töku háskólaborgarabréfum. Einn úr hópi nýstúdenta flytur stutt á- varp, og nýstúdentar syngja stúd- entalag. Háskólastúdentar og háskóla- menntaðir menn eru velkomnir á háskólahátíðina.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.