Vísir - 26.10.1962, Blaðsíða 6

Vísir - 26.10.1962, Blaðsíða 6
6 V I S I R . Föstudaf'ur 26. október 1962, Kvennasíða Lakkregnkáp mikið málaðar ? Nýlega var opnuð að Austur- götu 4 i Hafnarfirði snyrtistofa, sú fyrsta sinnar tegundar þar um langan tíma. Eigendur stof- unnar eru tvær ungar stúlkur, Ingibjörg Böðvarsdóttir snyrti- dama og Sigríður Sverrisdóttir hárgreiðsludama. Það er alltaf ámegjulegt til þess að vita, að ungt fólk skuli hafa dug og kjark til að setja á stofn eigið fyrirtæki og því brugðu blaða- maður og Ijósmyndari Vísis sér í Fjörðinn, til að hafa tal af þessum ungu stúlkum. Þegar þá bar að garði, var Sigríður önnum kafin við að greiða, en svo vildi til, að Ingibjörg hafði tekið sér kaffihlé og varð hún því fyrir svörum. — Hvað kom til, að þið á- kváðuð að stofna saman snyrti- stofu? Aukin réttindi r kvennn í Irnn Konur í íran munu framvegis fá að taka þátt í kosningum til bæjar- og sveitarstjórna. Fyrir þingið í Teheran hefur verið lagt fram frumvarp til laga um aukin réttindi kvenna, og er ofangreint atriði þar á meðal. Þær mega einnig bjóða sig fram í bæjar- eða sveitarstjórnarkosn- ingum, en þær fá ekki að þessu sinni kosningarétt eða kjörgengi til þingkosninga. — Við höfum þekkzt síðan við vorum smátelpur, vorum saman í barnaskóla. Leiðir okk- ar skildu, Sigríður fór að læra hárgreiðslu hér heima, en ég brá mér til Danmerkur og fór þar á skóla, sem heitir Inter- national skönhedspleje, og lærði snyrtingu. Þegar við höfðum báðar lokið námi fengum við þá hugmynd að setja saman upp stofu, því að engin slík var fyr- ir I Hafnarfirði — og nú er hugmyndin orðin að veruleika. —- Hvað lærðirðu aðallega á skólanum í Danmörku? — Þar voru kennd flest at- riði almennrar snyrtingar. Einn- ig var mikil áherzla lögð á svo kallað afslöppunar- og megrun- arnudd. Nuddið hefur verið not- að mikið upp á síðkastið og gefið góða raun. Likaminn er fyrst hitaður upp með hitunar- lampa og síðan nuddaður og eiga þá vöðvar að slappast og hvílast. Það má þó ekki taka það þannig, að fólk beinlínis megrist við nuddið, en sé fólk á góðum megrunarkúr er þetta mikil hjálp. — Hvað býður þú hafnfirzk um konum upp á auk nuddsins? — Auk nuddsins er ég með hand- og andlitssnyrtingu. Fót- snyrtingu sleppi ég — að minnsta kosti í bili. — Hefur það ekki marga kosti að hafa hárgreiðslu- og snyrtistofu á sama stað? — Jú, óneitanlega hefur það marga kosti. Fólk er alltaf að flýta sér, og það getur t.d. spar að konum mikinn tíma að fá hendur sínar snyrtar á meðan þeim er greitt. — Hefur þér virzt vera ein- hver sérstök „týpa“, sem kven- fólk likir eftir hvað „málningu“ snertir nú í ár? — Nei, sem betur fer er lítið um það. S.l. ár bar allmikið á hinni svokölluðu kínversku týpu, þar sem augabrúnirnar eru skásettar upp á við. Tízkan er góð og nauðsyn- leg, hvort heldur sem er í klæða burði eða snyrtingu, en hún má ekki fara út í öfgar og konur verða alltaf fyrst og fremst að hugsa um það sem fer þeim vel. — Hvað finnst þér um ís- lenzkar stúlkur miðað við þær, sem þú hefur séð erlendis? — Satt að segja finnst mér íslenzkar stúlkur ganga mjög vel til fara og vera vel snyrtar, en helzt til mikið málaðar hvers dags. Augnskuggar ættu helzt ekki að eiga rétt á sér, nema að kvöldlagi eða í vel dempuðu ljósi. Þó verða sumar stúlkur að nota slíkt allan daginn at- vinnu sinnar vegna, ef svo mætti segja, en þá verður það að vera I hófi. — Nú er kaffitíminn úti, við- skiptavinur var kominn, og áður en við kvöddum voru tekn ar myndir af þeim stöllunum við vinnu. urnar í I haust hafa Reykvíkingar svo sannariega ekki farið á mis við haustrigningar, en hvað um það, unglingsstúlkurnar hafa ekki skipt um föt. Þær hafa klæðzt þunnbotna skóm með háum hælum, nylonsokkum og silkiklútum og árangurinn hef- ur verið votar tær, kalt nef og rytjulegthár. En nú spyrja marg ir, hvers vegna þær gangi svo klæddar, og svarið verður: þetta er tízka. Það þykir ekki fínt að ganga í gúmmískófatn- aði eða með hlýja húfu á höfði — það er ekki í tízku að klæða sig eftir veðri og aðstæðum. En hver veit nema þetta eigi eftir að breytast í náinni frani- tíð. Nýjasta boðið frá París er: stúlkur, klæðið ykkur eftir veðri og aðstæðum. Regnklæðn aðurinn á t.d. að vera venjuleg vaðstígvél, kápa úr vantsheld- um vaxdúk með lakkáferð og á höfðinu á að hafa hlýja húfu sem gerir hvort tveggja í senn að vera til skjóls og halda hár- inu þurru. Allt þetta er fáan- legt hér á fslandi svo að ís- ienzkar stúlkur ættu ekki að þurfa að standa þeim frönsku að baki í þessum efnum. Stúlkan á myndinni er í hálf- síðri lakkkápu með kraga úr gerviskinni, og á fótunum hefur hún venjuleg hnéhá svört glans andi vaðstígvél.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.