Vísir - 26.10.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 26.10.1962, Blaðsíða 7
V í S IR . Föstudagur 26. október 1962. 7 20 ÁRUM OF SfíNT Steinbeck og Nóbefisverðlnunin: Tjær fregnir bárust hingað um hádegisbilið í gær að bók- menntaverðlaun Nóbels fyrir árið 1962 hefðu fallið í skaut banda- ríska rithöfundinum John Stein- beck. Hann er sjötti Bandaríkja- maðurinn sem hlýtur þessi verð- laun. í rökstuðningi nefndarinnar fyrir úthlutun verðlaunanna segir að þau séu veitt Steinbeck fyrir snjalla og litríka frásagnargáfu og skarpskyggni á þjóðfélagsleg vandamál. Það er ekki ótrúlegt að þessi tíðindi um veitingu verðlaunanna til Steinbecks hafi komið nokkuð á óvart. Vitað er að aðrir rithöf- undar komu mjög til greina við úthlutunina í ár og var brezki rit- höfundurinn Graham Green al- mennt talinn einna sigurstrang- legastur þeirra. Sjálfsagt má um það deila hvor þessara ágætu höf- unda hefði fremur átt að hljóta verðlaunin og nú mun sennilega dragast nokkuð enn að Green hreppi þessi eftirsóknarverðu verðlaun. Það er í hæsta máta ólíklegt að úthlutunarnefnd Nó- belsverðlauna veiti þau aftur rit- höfundi á enska tungu á allra næstu árum. Þykir þá mörgum sem hlutur Greens sé nokkuð fyr- ir borð borinn. Það er þó ekki vegna þess að Steinbeck eigi ekki þessi verðlaun skilið sem veiting þeirra til hans kemur mönnum nokkuð á óvart. Það er miklu fremur vegna þess að Steinbeck skrifaði sín beztu verk fyrir löngu og mun almennt vera talinn í nokkurri afturför. Satt að segja var búizt við því fyrir svo löngu að Steinbeck hlyti þessi verðlaun að menn voru farn ir að hætta að reikna með hon- um. Raunar læðist að manni sú hugsun hvort John Steinbeck '-ðfði ekki verið miklu betur að þessum verðlaunum kominn fyrir svo sem 15 árum eða þar um bil. John Steinbeck er fæddur í Salinas i Kaliforníu árið 1900. Faðir hans tók mikinn þátt í stjórnmálum I sínu héraði' og móðir hans var skólakennari. Hann stundaði um skeið nám í Leland Stanford University og las ýmislegt það sem hann hafði áhuga á í það og það skiptið en lauk ekki prófi. Því næst lagði hann leið sína til New York og vann þar alls konar störf, ýmist sem blaðamaður eða daglauna- maður. Fyrsta bók hans kom út 1929 og bar nafnið Cup of Gold, Næstu bækur komu svo 1932: The Pastures of Heaven og To a God Unknown. Ekki verður sagt að almenningur hafi tekið þessum bókum af neinni ákefð en þegar fjórða bókin kom 1935: Tortilla Flat (ísl. þýð. Karls ísfeids: Kátir voru karlar) breyttist viðhorf les- enda snögglega þv£ Tortilla Flat hlaut ágæta dóma og seldist vel. 1936 kom svo bókin In Dubious Battle sem fjallar um verkfalls- baráttu af mikilli alvöru og raun- sæi. Nú var enginn í vafa um það lengur að hér var ekki miðlungs- maður á ferð. Þremur árum síðar (1939) vann Steinbeck svo sinn stærsta bókmenntalega sigur með stórvirkinu mikla The Grapes of 'Vrath (Þrúgur reiðinnar). Fjallar þessi bók um krepputímann í Bandaríkjunum, um fólksflutn- inga til vesturstrandarinnar og baráttu fólksins við hungur og dauða. Þessi saga er óslitið meist- araverk frá upphafi til enda og eitt mesta bókmenntaafrek rit- höfundar á 20. öld og er þá mikið sagt. Við íslendingar erum svo heppnir að eiga þessa bók í ágætri þýðingu Stefáns Bjarmans. 7V"æsta ár kom svo út annað meistaraverk Steinbecks, hin stutta og hnitmiðaða harmsaga Of Mice and Men, sagan um Lenna, barnið í hamrömmum lík- ama sem drap konu af því að hann var of góður maður sem vissi ekki hvað hann var sterkur. Þessa merku bók eigum við einn- Ferðaskrifstofur — einokun ríkisins — flókið mál — tilhögun á Norðurlöndum — meiri samkeppni hafnar- og lendingarbætur — kornrækt — fram- sóknarmenn. skýr r og þeirra viðfa, nann hefur helgað sig. pessara bóka er að öllum líkindum East of Eden sem margir kannast við af ágætri kvikmynd sem hér hefur verið sýnd. The Winter of Our Dis- content hlaut heldur misjafna dóma og þótti fremur bragðdauf. Af þessum sökum undrumst við nú er Nóbelsverðlaunanefndin vel ur einmitt árið eftir útkomu þess- arar átakalitlu bókar til þess að veita Steinbeck æðsta hnoss rit- höfunda. Með þessu hefur nefnd- in raunar aðeins sagt það eitt sem John Steinbeck aimenningur um heim allan vissi alltaf svona svifasein að átta sig fyrir 20 árum. Við skulum vona á almennum staðreydum. að sænska akademían verði ekki Njörður P. Njarðvík. Yfirlýsing Að gefnu tilefni vil ég láta þess getið, að greinar þær um bækur, sem birzt hafa stöku sinnum hér í blaðinu að undan- förnu, undirritaðar með stöfun- um H. P., eru ekki eftir mig. Hannes Pétursson. ig í mjög góðri íslenzkri þýðingu Ólafs Jóh. Sigurðssonar auk þess sem Þorsteinn Ö. Stephensen hef- ur gert okkur Lenna eftirminni- legan á leiksviði. Of Mice and Men er ein af þessum stuttu, ein- földu áhrifamiklu snilldarverkum, að formi til er Gamli maðurinn og hafið eftir Hemmingway nær- tækt dæmi um hliðstæðu. Þessi tvö verk, The Grapes of Wrath og Of Mice and Men eru áhrifamestu og snjöllustu lista- verk Steinbecks og með þeim ' ipar hann sér í fremstu röð önd vegishöfunda heimsbókmennta- sögunnar. Það er því ekki út í hött þó á það sé minnzt að ef til vill komi Nóbelsverðlaunaveit ingin allt að þvl 20 árum of seint því það er árið 1940 sem John Steinbeck stendur á hátindi snilli- gáfu sinnar. Af síðari bókum hans má nefna The Wayward Bus (ísl. þýð. hið undarlega nafn Duttl- ungar örlaganna), 1947, East of Eden (1957), The Short Reign of Pippin IV (1957) (ísl. þýð. Snæ- bjarnar Jóhannssonar: Hunda- dagastjórn Pippins IV) og síðasta bók hans The Winter of Our Dis- content (1961). A Ilar þykja þessar síðari bækur Steinbecks standa að baki snilldarverkunum tveim sem fyrr er greint. Samt bera þær allar Þórarinn Þórarinsson ritstjóri fylgdi úr hlaði frumvarpi sínu um ferðaskrifstofur og flutti það : Neðri deild. Meginmark- mið frumvarpsins er að fella niður einkarétt Ferðaskrifstofu ríkisins til að reka ferðaskrif- stofu fyrir erlenda menn. Frum- varp Þórarins hefur verið sent ; -'ýmsum aðilum til umsagnar og flestir mælt með því. — Koma þær skoðanir jafnframt í ljós, að gjalda beri varhug við því hverjum séu veitt leyfi til að reka slíkar ferðaskrifstofur „og þeir einir fái leyfi sem geta gert það sómasamlega". Gylfi Þ. Gíslason viðskipta- málaráðherra upplýsti að rikis- störfum ferðaskrifstofunnar og athugunar á þessu máli, en f Íhenni eigi sæti, Brynjólfur Ing- ólfsson ráðuneytisstjóri, Þorleif- ur Þórðarson forstjóri Ferða- skrifstofu ríkisins og Sigurður Bjarnason alþingismaður. Nefnd þessi hefði enn ekki skilað áliti, en þess er að vænta að árangur fáist af störfum hennar innan tíðar. Ráðherrann vék nokkuð að störfum ferðaskrifstofunnar og er þess getið annars staðar í blaðinu. Hann tók undir orð Þórarins varðandi þá nauðsyn að veita fleirum en Ferðaskrifstofu rík- isins leyfi til að ta'.:a á móti erlendum ferðamönnum. En mál ið er ekki auðvelt viðfangs, sagði Gylfi. Á Norðurlöndum hefur það verið algjörlega frjálst að taka á móti erlendum ferðamönnum, og nú er svo komið að ráðamenn ferðaskrif- stofa þar hafa beiðst endurskoð unar á þeim lögum. Hefur það verið eitt aðalverkefni sam- göngumálanefndar Norðurlanda ráðs að kynna sér þessi mál. Þetta sagði ráðherrann m. a. um málið. Þórarinn nefndi mörg og sterk rök, fyrir því að núver- andi ástand væri ekki viðun- andi. Sterkust voru þau, að eng inn hæfa væri í að hafa einokun á, að reka ferðaskrifstofu fyrir erlenda ferðamenn. Hver sem er getur greitt fyrir íslendingum á ferðalögum þeirra til útlanda, en enginn mætti hins vegar greiða fyrir útlendingum hér ut an einn aðili, ríkið. Eins væri hitt, að þegar stór- ar erlendar ferðaskrifstofur fréttu að hér væri eingöngu ein ferðaskrifstofa sem hefði með slík mál að gera, vildu þær ekki auglýsa ísland í pésum og bók- um þeim sem þær gefa út. Eng- inn þarf þó að fara i grafgötur. um, hversu mikið auglýsinga- gildi það hefur að vera með í bókum þessum. Allar líkur eru til þess, að þegar um samkeppni verður að ræða, verði þjónust- an og fyrirgreiðslan mun betri. Það er eðlileg afleiðing sam- keppninnar. Þórarinn Þórarins- son lagði áherzlu á að störfum iðurnefndrar nefndar verði lok- ið sem fyrst, til að málið geti fengið endanlega afgreiðslu á þessu þingi. Annað mál var á dagskrá í Nd., um hafnir og lendingar- bætur, flutt af Karli Guðjóns- syni. Lagði hann meigináherzlu á bættan aðbúnað á athafnar- sömum útvegsstöðum, þar sem fjöldi fólks safnaðist saman á vissum tímum árs til vinnu. Mælti hann með að auknu fé yrði varið til bygginga sjó- mannaheimila og vistarvera. í Efri deild var komrækt á dagskrá í annað sinn í vetur. Var frumvarp lagt fram af Ás- geiri Bjarnasyni og Páli Þor- steinssyni um kornrækt á síð- asta þingi en þá fellt. Flytja þeir það aftur nú, að öllu leyti samhljóða. Ásgeir Bjarnason flutti framsögu, en enginn sá ástæðu til að hreyfa andmæl- um, eða leggja orð í belg og var því frumvarpinu vísað til nefnd ar. Ingólfur Jónsson landbúnað- arráðherra hefur nú fyrir stuttu gefið greinagóða skýringu, hvernig kornræktarmál standa hjá okkur í dag og hefur verið greint frá skýrslu hans hér í dálkunum. Af þeim er ljóst að frumvarp sem þetta er ekki tímabært, án þess að farið sé út í einstaka liði þess. Kornrækt innlend er á slíku frumstigi og í svo ítarlegri rannsókn hjá fær- ustu vísindamönnum að jkki er hyggilegt fyrir leikmenn að að- hafast neitt þar til niðurstaða fæst í þær rannsóknir. Má það vera ljóst. Þrjú mál voru lögð fram í þinginu í gær. Tillaga til þings- ályktunar um heyverkunarmál Frumvarp til laga um auknar framkvæmdir i vegagerð á Vesi fjörðum og Austurlandi, Frum- varp til laga um afnám ’nr.flutn ingsgjalda 4 he' 1 élum. öil þessi má! aru lögð fram af Framsóknarmönnum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.