Vísir - 26.10.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 26.10.1962, Blaðsíða 8
8 V í S I R . Föstudagur 26. október 1962. Lftgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskrifstargjald er 55 krónur á mánuði. I lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vlsis. — Edda h.f Tugmilljónir sparaðar Menn munu almennt sammála um það að tími hafi verið kominn til þess að gæta ítrustu sparsemi og hófsemi í rekstri ríkisins. Margar ráðstafanir hafa verið gerðar á undanförnum árum í þessa átt. Er þar skemmst að minnast sameiningu ríkisstofnana, sem margar milljónir sparaði. Nú hefir verið upplýst að stofnun hinnar sameiginlegu gjaldheimtu sparar rík- inu 2Vt millj. króna árlega. Það munar sannarlega um slíkar fjárhæðir. Sízt ómerkilegri er árangurinn af lögunum, sem sett voru í fyrra um ríkisábyrgðir. Síðan lögin öðluðust gildi hafa verið veitt lán með einfaldri ábyrgð að upp- hæð 145 millj. króna. Þótt eitt og hálft ár sé liðið hefir ríkissjóður ekki þurft að greiða einn einasta eyri af þessum ábyrgðarlánum. Áður féllu hins vegar ábyrgðir sem námu tugum milljóna króna árlega á ríkið. Þessar staðreyndir tala sínu máli. Það er allri þjóðinni í hag, að viturlega sé haldið á f jármálum henn- ar og af ítrustu hagsýni. Áfram verður að halda á þeirri braut. Frumkvæði Bandarikjanna Dregið hefur úr spennunni. Um hríð virtist sem heimurinn ætlaði að fara í bál út af Kúbumálinu. Fregnirnar um það að hluti þeirra rússnesku skipa, sem á leið voru til Kúbu hafi snúið frá, bendir til þess að Rússar ætli að láta deig- an síga. Þeir hafa þegar komið knéskoti á Banda- ríkjamenn. Árásarstöðvarnar eru margar byggðar og allvel tygjaðar. Enn er þó eftir að reka smiðshöggið á verkið. Bandaríkjamenn gripu til mótleiks á elleftu stundu. Viðbrögð Krúsévs við hafnbanninu hafa verið skynsamleg. Hann lætur í fáu ófriðlega, en stingur upp á málþingi æðstu manna. Það er merkí þess, að hann vill fara með gát og rasa hvergi um ráð fram. Hættan virðist því stórum minni en í upphafi, jafn- vel þótt hún sé hvergi nærri liðin hjá. Það er gleðiefni, að Bandaríkjamenn hafa nú loks tekið frumkvæðið í refskák stórveldanna. Árum sam- an hefir forleikurinn og frumkvæðið verið gefið Rúss- um. Þeir hafa leikið, en Vesturveldunum verið mark- að hið þrönga svið mótleiksins. Enda hafa Vestur- veldin hopað úr einni vígstöðunni í aðra verri, Jalta, Viet Nam og Berlín eru dæmin um það. Kennedy hef- ir nú snúið taflinu við. Hinn frjálsi heimur á loks frumkvæðið. Sovét- ríkjunum er þröngvað upp að vegg. Því ber að fagna vegna þess, að mál styrkleikans er hið eina mál, sem þau skilja. w Frá Islandi til Utah Halldór Kiljan Laxness Eins og kunnugt er, ,)á var Paradísarheimt Halldórs Kiljans I||| Laxness gefin út fyrir skemmstu í enskri þýðingu Magnúsar Magnússonar hjá forlaginu Met- huen. Hinn enski titill bókarinn- gH ar er Paradise Reclaimed. Ný- lega birti brezka blaðið Sunday Telegraph ritdóm um bókina eft ir Martin Seymour-Smith, og fer lll hann hér á eftir í lausiegri þýð- I ingu: . ——*•* ncn Allt frá því er Halldór Lax- III ness gaf út sína fyrstu bók að- eins 17 ára gamall, hefur þró- III unarferill hans verið bæði marg breytilegur og óvenjulegur. III Hann lét skírast til kaþólskrar trúar á árunum eftir 1920 og lll dvaldist í klaustri f Belgíu um III nokkurt skeið. Á næsta áratugi þar : eftir skrifaði hann all- margar skáldsögur, sem höfðu III að geyma þjóðfélagsádeilur frá !!!! sjónarmiði vinstrimanna, og það !!|| voru fyrst og fremst þessar skáldsögur, sem öfluðu honum ! frægðar, Árið 1955 hlaut hann bókmenntaverðlaun Nóbels. í verkum hans tvinnast sam- an meistaraleg frásagnargáfa, l!| sem áður var einkenni hinna ó- þekktu höfunda íslendingasagn- anna, kaldhæðni og ádeiluskop þjóðfélagsgagnrýnandans og mjög frjálslynd, en engu að síð- ur djúp trúarsannfæring, Þetta síðastnefnda birtist á undarlega saklausan og eðlilegan hátt. Þegar Laxness var ungur drengur, rakst hann á frásögn, sem rituð var af gömlum íslenzk um bónda, sem farið hafði að leita hins fyrirheitna lands mor- móna í Utah. Þessi saga olli honum heilabrotum í hálfan mannsaldur, áður en hann taldi sig færan um að gera þessu efni skil í eigin skáldsögu. Paradís- arheimt er í rauninni saga þessa bónda. Þetta er einkennileg bók. Form frásögunnar minnir á æv- intýri, en frásögutækni höfund- ar birtir hvort tveggja í senn, • Brezkur • ritdómur • um ® Purudísur- • heimt hvassa ádeilu á hið kreddu- bundna viðhorf lútherstrúar- manna til guðs og beina gam- ansögu í hefðbundnum stíl Rabelais. Bóndinn, Steinar, leysir Þjóð- rek biskup, umferðaprédikara mormónatrúarinnar, sem reiður múgur hefur bundið fastan. Hann ákveður einnig að fara til Utah til að leita hins fyrir- heitna lands. Þar gerist hann brikkleggjari eða tígulsteinasmiður, og enda þótt hann gangist aldrei til fulls undir trúarkenningar mormóna, þá aðhyllist hann hina áköfu trú þeirra á jarðneska paradís. Fjölskylda hans kemst að lok- um til Utah, en ekki fyrr en eftir skelfilegar þjáningar og dauðsföll. Ekki er fjölskylda hans fyrr komin en hann skilur við hana á ný. Steinar snýr aft- ur til Islands. Þegar þangað kem ur, skiptir sér enginn þar af trú- málum lengur (menn nenntu ekki einu sinni að lemja á mor- mónatrúboðum). Býlið hans, sem einu sinni var fyrirmynd annarra býla, er nú í örgustu niðurníðslu. Hann tekur að reisa túngarða sína á nýjan leik, og þegar forvitinn ferðamaður spyr hann, hvað hann sé að gera, seg- ist hann hafa fundið sannleik- ann og landið, sem sannleikann geymi. En nú skipti öllu máli að reisa aftur þennan garð. Paradísarheimt er djúpstæð saga, rituð af manni, sem hefur ekki aðeins komið í helgidóm mormóna í Utah, heldur einnig musteri taóista í Pe^ing, sem hefur leitað skjóls í kaþólsku klaustri og fordæmt galla nú- tímaþjóðfélags. Laxness hefur reynt allt þetta, og hann hefur ritað viturlega bók í anda hinn- ar miklu evrópsku hefðar. Rukkaði 100 þús- und kr. á lslandi Rithöfundurinn Willy Brein- holst, sem var hér fyrir stuttu gerði kröfur um 100 þúsund krónur í ritlaun fyrir sögur, sem höfðu birzt eftir hann í íslenzkum biöðum, án leyfis. I frétt, sem birtist fyrir stuttu í B. T. segir frá heimsókn Brein- holst: Rithöfundurinn Willy hefur verið á ferðalagi um ís- land í leit að efni í bók sína „Welcome to Iceland". Við komu sína varð hann undrandi yfir því að ekki færri en 10 blaðamenn voru mættir til að eiga viðtal við hann. Það er ekki fyrr en um þessar mundir, sem fjórar af bókum hans komu út á íslenzku, en allir þekktu „hinn fræga danska grínista“ Ástæðan var sú að mörg hundruð af sögum hans höfðu verið birtar á Islandi, án hans vitundar. Sögueyjan liggur svo afskekkt að menn hugsa ekki svo mikið um ritlaun til er- lendra rithöfunda. En meðan hann var staddur á landinu byrjaði hann að innheimta. Upphæðin hefur nú náð um 100 þúsundum íslenzkra króna. En það er einn maður, sem Breinholst vill ekki krefja um ritlaun. í fiskibænum Neskaup- staður kom bæjarstjórinn hon- um fyrir hjá prentsmiðjueig- anda og blaðaútgefanda staðar- ins. Þegar Breinholst ætlaði að borga fyrir uppihaldið sagði ritstjórinn: — Nei. þvi að ég er sá rit- stjóri á Austurlandi, sem haí stolið flestum sögum yðar til birtingar í blaði mínu. Þær eru víst þegar orðnar um 200 ...... Breinholst gat ekki staðizt þessa hreinskilni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.