Vísir - 27.10.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 27.10.1962, Blaðsíða 8
8 VÍSIR . Laugardagur 27. október 1£ (Jtgefandi: Blaðaútgáfan VISIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson. Gunnar G Schram Aðstoðarritstjóri: Axe) Thorsteinsson Fréttastjóri: Þorsteinn Ó Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskrifstargjald er 55 krónur á mánuði. I lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Línan frá Moskvu Þeir, sem kynnu að hafa verið í vafa um, hvort hinir svokölluðu „íslenzku“ sósíalistar og málgagn þeirra, Þjóðviljinn, fái línu sína frá Moskvu, þurfa nú ekki að efast lengur. Viðbrögð Þjóðviljans gagnvart Kúbumálinu sanna svo ekki verður um villzt, að skrif- um blaðsins er stjórnað frá Moskvu. Það er sannað, að Rússar hafa undanfarna mán- utTí eða lengur verið að koma sér upp herstöðvum á Kúbu. Þjóðviljinn spyr að því í forystugreininni í gær, hvort nokkur þurfi framar „að vera í vafa um, hvar ofbeldismannanna sé að leita í þeim ógnarlegu átök- um, sem nú eru háð í veröldinni“. Nei, enginn, sem teljast má með réttu ráði, er í vafa um það. Og það er meira að segja óhugsanlegt að ritstjóri Þjóðvilj- ans viti ekki hið rétta, þótt hann kjósi að snúa öllum staðreyndum við. Hann segir að Bandaríkjamenn hafi borið fram „þá fáránlegu staðhæfingu, að Kúba — með sjö milljónir íbúa — hyggi á árásir á Ameríku alla?“ Þetta er gott sýnishom af málflutningi Þjóðvilj- ans. Því hefur aldrei verið haldið fram, að Kúbumenn hygðu sjálfir á árásir. Stjómarvöld Kúbu eru hins veg- ar, eins og aðrir kommúnistar, viljalaust verkfæri í höndum yfirboðara sinna í Moskvu. Það eru því Rúss- ar, en ekki Kúbumenn, sem stjórna á Kúbu. Þetta hafa Bandaríkjamenn tekið skýrt fram, og þetta vita allir, sem vilja vita, og meira að segja líka sumir, sem ekki vilja vita, eins og ritstjóri Þjóðviljans. Ef vér munum rétt, er hann nýlega kominn heim úr ferð til Kúbu, og enda þótt hann hafi ekki verið leiddur þar í allan sannleika um hernaðarundirbúning Rússa á eyjunni, hlýtur hann að hafa séð svo mikið, að hann ætti ekki að vera í vafa um, hverjir hinir raunveru- legu stjórnendur eru á þeim stað — enda veit hann það ofur vel. Hverjir vilja ekki semja? Ritstjóri Þjóðviljans segir í fyrrnefndri forystu- grein, að Bandaríkjamenn vilji ekki semja um ágrein- ingsmálin. Engin þjóð hefur lagt sig eins í líma og einmitt Bandaríkjamenn, til þess að reyna að jafna deilumálin með samningum. Ef nokkuð mætti að Bandaríkjamönnum finna í þessu efni, væri það helzt, að þeir hefðu of lengi trúað á friðsamlega samninga. Stjórnendur Rússlands eru nákvæmlega eins og Hitler var. Þeir þykjast vilja semja, en draga viðræð- umar á langinn, af því að þeir ætla sér aldrei að semja. En verði þeir að lokum neyddir til þess, svíkja þeir samningana, þegar þeim hentar. Lýðræðisþjóðirnar hafa alltof lengi látið Rússa draga sig á asnaeyrunum í þeirri von að hægt væri að ná við þá samningum. Það var því sannarlega tími til korninn, að setja hnefann í borðið. * Vorið 1929 „debuter- aði“ ég í rauninni á Kounglega leikhúsinu. Áður hafði ég að vísu fengið nokkur góð hlut- verk svo sem Leonoru í „Tímaleysingjanum“ eft ir Holberg, þar sem Ras- mus Christiansen lék aðalhlutverkið en Bodil Ipsen lék Pernillu. Þessi hlutverk mín mátti þó fremur kalla tilraun og í leikhúsinu spurðu menn: — Getur hún stað ið sig í málinu. En svo kom „Gálgamaður- inn“, þar sem segja má að ég hafi fyrst verið viðurkennd og þess vegna lít ég á hlutverk mitt þar sem frumraun mína eða „debut“. 'C'gill Rostrup átti að setja „Gálgamanninn" á svið og bauð mér aðalhlutverkið, Maríu. Ég fékk leikritið til yfirlestrar og hreifst mjög af þvi. Svo kom Rostrup og spurði hvernig mér litist á það og ég svaraði að ég væri fús, — mjög fús að leika Maríu. — En hver á að fara með hlutverk Tolls ofursta? spurði ég áhugasöm. — Það er Poul Reumert, — Ég rétti honum handritið Anna Borg á fyrstu leikárum sínum við Konunglega leikhúsið. Endurminningar Önnu Borg A sviði konimg samstundis: — Takk fyrir góð- vild yðar, að þér vilduð láta mig fá hlutverk Maríu, sagði ég, — en það fellst Poul Reum- ert aldrei á. Egill Rostrup horfði undrandi á mig. — Poul Reumert vissi þá vel, að ég átti að leika Maríu og hafði talið það ágæta hug- mynd, sagði hann. Ég held að þá hafi ég starað mállaus á hann. — Ég læri víst aldrei að skilja Dani, svaraði ég loksins í spaugi. ZC'fingarnar á Gálgamannin- um hófust og á hverri æf- ingu var Poul Reumert jafn hjálpsamur og hvetjandi við mig. Fyrir mig hafa leikæfingar alltaf þýtt mikla baráttu. Þar er það sem hlutverkið verður til og maður nemur efnið. Og alltaf er ég að spyrja sjálfa mig á æfingunum: — Skyldi þetta takast? Þegar ég hef svo loks náð taki á hlutverkinu, þá er þetta enginn vandi, þó ég ætti að leika það hundrað sinnum. Á frumsýningunni „afhendi" ég hlutverk mitt: Þá er ég búin, þá ræðst það hVort ég stend eða fell. Tþegar frumsýningardagurinn á Gálgamanninum rann upp þann 22 marz var ég ekki vit- und taugaóstyrk. Ég hlakkaði aðeins til. Blaðamaður, sem átti blaðaviðtal við mig á þeim sama degi varð sem furðu lost- in. — Er þetta ekki of mikíl dirfska? spurði hann. En í mínum augum var það ekki dirfska. Þannig var þetta aðeins. Kannski stafaði þetta af því að ég hafði vaxið upp í leikhúsheimi, var alin upp í leikaraumhverfi og fannst það eins og hver annar eðlilegur hlutur, að koma fram á sviðið Já meira en það, mér fannst það eins og að losna úr hýði og verða frjáls. A sjálfu frumsýningarkvöld- inu kenndi Poul Reumert mér nokkuð, sem er mikilvægt. í leikritinu deyr Toll ofursti og María sem hafði elskað hann innilega grætur frávita af harmi. Þegar tjaldið var fallið lá ég enn á gólfinu og hélt á- fram að gráta. Ég gat ekki losn- að frá hlutverkinu. Þá kom Poul Reumert til mín reisti mig upp og sagð, hæglátlega: — Nú er þessu lokið. Þegar tjaldið er fallið er leikritið úti og þér verðið að læra að hrista hlutverkið af yður. Ef þér losn- ið ekki við það, getið þér ekki numið nýtt hlutverk. Maður verður að umbreytast þegar gengið er inn á sviðið og mað- ur verður að umbreytast þegar farið er út af sviðinu. Maður má aldrei dragast með hlut- verkið eins og þunga byrði. Næsta kvöld stilltist grátur minn jafnskjótt og teppið féll. 'C’aðir minn sem alltaf hafði 1 brennandi áhuga á leikhús- málum sá mig ekki í þessu byrjunarhlutverki mínu, en næst á eftir Gálgamanninum fékk ég mörg önnur góð hlut- verk. Eitt þeirra var Margrét í Faust. Þegar það leikrit var sýnt kom pabbi til Kaupmanna- hafnar. Það var dásamlegt að hitta pabba aftur og það fyrsta sem ég sagði við hann, þegar ég tók á móti honum brosandi af gleði: — Nú sérðu pabbi. Eftir allt saman komst ég að Konunglega leikhúsinu. Þó ég léki að vísu ekki Hjördísi í Víkingunum á Hálogalandi eins og mig dreymdi um þegar ég var lítil stúlka og þú last það upphátt fyrir okkur. Þegar ég sagði þetta var mm mBrmxvtamwFma. iwif%

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.