Vísir - 27.10.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 27.10.1962, Blaðsíða 10
70 V í S IR . Laugardagur 27. október 1962. B* y.r'-' ffm Þegar Rússar voru að loka hringnum um Berlín og borgin var öll í ljósum logum, hafði foring- inn gefið skipun um að flugvél, sem sérstaklega var búin út fyrir hann, yrði höfð tilbúin. En hann gerði sér ekki grein fyrir þvl, að í flugmannssætinu sat bandarískur flugliðsforingi, Earl Caron að nafni, en dularfull örlögin höfðu kastað honum út í einkennilegasta ævintýri WWII. Frásögn um þessa ævintýralegu atburði birtist ísíðasta tbl. „SJÓN OG SAGA“, ásamt mörgum fleiri spennandi frásögnum. Lesið þetta um helgina. Fæst á flestum blaðasölutumum. SJÓN OG SAGA. Árgangurinn kostar að- eins 55 krónur. Kemur út cinu sinni l tnánuðl ÆSKAN er stærsta og ódýrasta barnablaðið Flytur fjölbreytt efni við hæfi barna og unglinga. svo sem skemmtilegar fram haldssögur. smásögur. fræðandi greinar og margs konar þætti og þrjár myndasögur sem eru: Ævintýri Litla og Stóra. Kalli og Palli og Bjössi bolla Síðasti árgangur var 244 slður og þar birtust yfir 500 myndir Allir þeir, sem gerast nýir kaupendui að Æskunnt. og borga yfirstandandi árgang, 55 krónur, fá kaupbæti HAPPASEÐIL ÆSKUNNAR, en vinningar hans verða 12. — Þeir eru: 1. Flugferð á leiðum Flugfélags tslands héi innanlands. 2. Tíu af útgáfubókum Æskunnar, eftir eigin vali 3. Innskotsborð 4. Tíu af útgáfubókum Æskunnar, eftir eigir vali. 5 Pennasett. góð tegund 6 Ævintýrið um Albert í.chweit zer 7 Aflraunakerfi Atlas 8 Eins árs áskrift að Æskunni. 9 Fimm at útgáfubókum Æskunnar eftir eigm vali 10 Ævin týrið um Edison 11 Fimm at útgáfubókum Æskunnar, eftii eigin vali. 12 Eins árs áskrift að Æskunni. Ekkert barnahcimili getur verið án ÆSKUNNAR Ég undirrit............... óska aó gerast áskrifandi að Æskunni og sendi hér með áskriftargjaldið, kr. 55.00. Nafn. ................................................................................... H eimil i. Poststöð ______________________________________________________________ Viðtal dagsins - Framhald af bls. 4 óvenju ungur, til að hafa náð svo langt, aðeins 26 ára. Ég hitti hann þegar hann var nýkominn úr árekstri í keppni. Ég gekk með honum til baka eftir það. Hon- um varð ekkert meint af, en bíli- inn var ónýtur. Hann kostaði um 8000 sterlingspund, svo að þetta er um milljón íslenzk, án tolla. Ég hitti fleiri, svo sem John Surtees, sem var í mörg ár heims meistari á mótorhjólum, en er nú kominn á bíla og stendur sig mjög vel. Nýjungar reyndar. — Er nokkur skynsamlegur tiigangur með kappakstri? — Það er langt frá því að þetta sé gert eingöngu til að leika sér. Það er úr þessum bílum, sem' allar nýjungarnar koma i aðra bíla. Þarna eru þær þraut- prófaðar við erfiðustu skilyrði sem til eru. — Til dæmis framleiddi Mer- cedes Benz beztu kappaksturs- bíla í heimi á árunum 1954—’55, þegar þeir hættu framleiðslu þeirra. Þeir búa enn að þeirri miklu reynslu, sem þeir fengu á þvl. Það er því engin tilviljun, að Mercedes Benz liggur betur á vegi en flestir aðrir bílar. Ef maður tekur með í reikninginn allt það öryggi, sem fengizt hef- ur í fólksbílana, af þeirri reynslu, sem fengizt hefur af kappakstri, býst ég við að þeir hafi frek- ar bjargað mannslífum en hitt, þó að annað slagið hafi farizt menn við kappakstur. ós ,Ég reikna ! í haust kom út á vegum Ríkis- útgáfu námsbóka ný reikningsbók, eftir Jónas B. Jónsson, fræðslu- stjóra. Bókin heitir: „Ég reikna“. Hún er Iitprentuð og prýdd mörg- um myndum, teiknuðum af Bjarna Jónssyni listmálara. Bókin er 48 blaðsíður að stærð og er ætluð 7 ára börnum. Efni hennar er í samræmi við fyrirmæli námsskrár um námsefni þessa ald- ursstigs. Ætlast er til, að börn- in reikni í bókina sjálfa jafnhliða þvi, að þau telja og lita myndir af hlutum og dýrum. 30 fyrstu blaðsíðurnar eru æf* ingar í samlaginu og frádrættl með töluna 1—10. Síðan kemur samlagning og frádráttur með tölunum 1 — 20. Ætlunin er að gefa út aðra bók til að nota, áður en byrjað ér á þessu 1. hefti „Ég reikna“. Þar verður kennt um gildi talnanna 1 — 10, skrift tölustafa og algeng- ustu orð og hugtök um stærðir og fjölda. Bókin miðast því við, að búið sé að kenna þessi atriði. Krossgátu- verðlaun Þau mistök urðu um síðustu helgi, að þá var dregið úr ráðn- ingum krossgátunnar, sem kom ið hafði I blaðinu viku áður I stað þess að taka þá krossgátu, sem var hálfsmánaðar gömul. Ur því að svo var komið, varð það að standa og verður nú að draga um verðlaun eldri kross- gátunnar. Birtist hér ráðning hennar, en þegar dregið var um verðlaun in kom upp nafn Soffíu Þor- valdstíóttur, Hamarstíg 27 á Ak- ureyri og fær hún þannig 500 króna verðlaun. ÍWVWWWVWWVWWV 1 I I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.