Vísir - 27.10.1962, Blaðsíða 15

Vísir - 27.10.1962, Blaðsíða 15
Cecil Saint - Laurent: NÝ ÆVINTÝRI r jr KAROLINU ar hefði ekki verið henni til vemdar og að allt í einu var kallað: — Allir á þiljur þegar í stað! Matsveininum brá svo, að hann sleppti henni, og hún hent- ist á þilfar og varð fyrst þang- að allra. Þegar hún varðist mat- sveir.inum, hafði hún ekki veitt því athygli, að skipið var allt í einu farið að velta. Stormu'r- inn var skollinn á. Innan fárra mínútna var hver maður á sín- um stað. Karólína fékk skipun um að vera til aðstoðar háset- anum, sem var við stýrið, en öldurótið var orðið svo mikið, að hann átti erfitt með að fóta sig, og skipið lét illa að stjórn. Nú komu margar fyrirskipanir frá skipstjóra og botnaði Karó- lína ekki í þeim frekar en hann hefði mælt á hebresku, en það fór vitanlegr ekki framhjá henni, að segl voru rifnuð. Allt í einu heyrðist brak og brestir gegnum stormhvinurnar, en það var franrhluti bugspjóts; sem brotnaði. Það var eins og skugga brygði á andlit skip- stjóra, henni skildist, að þetta mundi alvarlegt áfall. Skipstjóri leit í kringum sig. Allir skip- verjar voru önnum kafnir, nema matsveinninn, sem hélt sér dauðahaldi í stórsigluna, og hrópaði skipstjóri til hans: — Þú þarft ekki að styðja stórsigluna — henni er ekki hætt. Farðu og athugaðu bug- spjótið og reyndu að splæsa saman kaðla, sem þar hanga lausir. Karólína gat ekki heyrt hverju matsveinninn svaraði, en henni var ljóst, að hann mald- aði í móinn og benti á hana. Og viti menn, skipstjórinn sneri sér að henni og sagði: — Þú ert knár og köttur lið- ugur„ reyndu að splæsa þá sam an eins fljótt og þú getur. — Klemmdu að með knjánum og þá verður þér ekki hætt. Karólína hikaði ekki. Hún vissi, að ef hún neitaði myndi það koma henni í koll, öll skips- höfnin myndi hafa hana að skot spæni. Hún treysti á vöðva sína sem höfðu styrkzt á flakkinu. Sjórinn gekk yfir þilfarið. Hvað eftir annað kútveltist hún á því, þótt hi. i gripi í allt, sem hún gat fest hendur á. Loks komst hún fram að bugspjótinu, vafði um það handleggjum og fótum og fikraði sig áfram, og í hvert skipti er skipið hjó, gekk sjór yfir hana og henni lá við að missa andann, en hún þraukaði, hægt miðaði, og lolcs komst hún nægilega langt til að ná kaðal- endunum og splæsa þá. Og nú lægði lítið eitt og henni gekk öll.: betur að komast aftur inr á þilfarið. Nú heyrði hún skipstjóra kalla: — Nú rjúka ráfestar. Við verðum að setja út drifakkeri. Karólína komst einhvern veg- inn til félaga síns, scm stýra átti, en hann lét stýrishjólið snúast án þess að aðhafast neitt. Karólína spurði hann um horf- urnar: — Við getum ekkert aðhafzt í þessu veðri — skipið kastast til og frá og ég er gersamlega magnþrota eftir að reyna að halda upp í vindinn. — En er að lægja? — Það er bara í svip, held ég. Það er úti um Pomonu. Næstu klúkkustundir breytt- ust horfur lítið og dagur rann. — Nú „byrjar ballið“, sagði hásetinn við stýrið, nú er hann að lægja held ég, og þá vill skipstjóri sjálfsagt, að tekið 'Vvvy-./y^Vl Skáldaaga frá tíma frönsku s t j órnarby Iting- arinnar - fram- iiald Karólínu. verði til höndunum og siglt af stað., . Allt* í einu var lögð þung hönd á öxl Karólínu. Matsveinn inn var kominn. — Flýttu þér niður og láttu hendur standa fram úr ermum. Hér er hvorki staður né stund til þess að masa og glápa. Og Karólína fékk ærin verk- efni um daginn. Hún varð að Auðvitað elska ég þig, hvernig þig---------? heldurðu að ég gæti annars þolað hjálpa skipverjum að bæta segl, splæsa kaðla, aðstoða við að færa til farm í lestum, því að þar hafði allt gengið úr skorð- um — og í þessu striti lögðu margar leiðir hugsanir á flótta. Þó var enn beygur í henni, ef matsveinninn léti hana ekki í friði, og einnig hugsaði hún um hvort skipið mundi nú ekki hafa Iaskazt eitthvað, og það koma fram þótt síðar væri, og sem vonlegt var þá var í henni geig- ur af tilhugsuninni um hvað ger ast kynni í þessari sjóferð, eigi síður en út af því, sem kynni að bíða hennar, ef snúið yrði við til Frakklands. Og ef hún hugsaði um Gaston komu tárin A Q Ég er Moka, höfðinginn, sagði innfæddi maðurinn. Gerið svo vel að fyrirgefa þegnum mínum, þeir hafa verið alveg ringlaðir síðan . . árásin var gerð á okkur. Það var farið með Tarzan til kofa höfðingjans. Honum voru færðar góðar veitingar, en mikil spenna var í loftinu. MO<A SHUPP’EKEP’. "I MUST TELLYOU A50UT THIS ATTACK- 1T WAS A NIGHT- MARE!" I-25-57Ó4- Það fór hrollur um Moka. „Ég verð að segja þér frá árásinni — hún var hræðileg." Barnasagan KALLI cg super* fiskurinn Þegar Kalli hafði lesið skeytið néri hann saman höndunum af ánægju. „50.000 dollara fyrir að draga Feita Moby til Follywood, hrópaði hann. Vinir eftir þessa ferð verðum við milljónerar::. Svo sagði hann þeim frá skipun herra Bizniz: að draga geysistór- an hval, sem líka átti að fara til Follywood. En hver eða hvar er Feiti Moby? Það ætti svo sem ekki að skipta nokkru máli. Hann sneri sér að herra Bizniz sem virti Krák fyrir sér. „Hvenæi leggjum við af stað, herra Bizniz? Þér hafið ekki ennþá sagt mér hvar fiskurinn er“. „Nú ég hef víst gleyi- t því, sagði maðurinn frá Súperskóp filmu félaginu. Fyrst eigið þér að flytja hann innan úr landi til hafnar“. fram í augun á henni. Um kvöldið stóð hún við borð stokkinn, er Thomas, matsveinn inn, birtist allt í einu. Hann var enn ófrýnilegri og andstyggi- legri í stjörnuskininu en í dags- birtu eða birtu frá lampa og þegar hann rétti fram hönd sína eftir henni beit hún í hana og hann rak upp vein af sársauka. Hann hentist eftir henni, en hún hafði hlaupið yfir kaðla- hrúgu og stóð þar tryllt á svip, beit á jaxl sér, staðráðin í að láta fyrr lífið en að hann snerti hana aftur. — Ég skal kenna þér..., hvæsti hann og bjóst til að ráð- ast að henni, en í þessum svif- um var kallað hláturmildri rödd: — I hvaða leik eruð þið, ef mér leyfist að spyrja? Það var Jean, sem kominn var. — Það varðar þig ekki um, sagði matsveinninn reiðilega. — Ertu nú viss um það, Thom as, sagði hann rólega. Og jafn- rólega vék hann sér undan, er matsveinninn reyndi allt í einu að skalla hann. Datt Thomas illa og kom niður á annað knéð og reis hann á fætur með erfið- ismunum. Karólína hefði horft á þá í hugaræsingu og hreifst af djarflyndi Jeans, sem var grannur sem ungur reynir, en Thomas nálgaðist hann nú fer- legur sem tröll. Tillit augna hans var brjálæðislegt. Eftir andartak mýndi einvígið hefj- ast, hugsaði hún — en í þeim svifum er þeir bjuggust til að Ódýrir krep- nylonsokkor kr. 49.00

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.