Vísir - 29.10.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 29.10.1962, Blaðsíða 1
VISIR 52. árg. — Mánudagur 29. október 1962. — 248. tbl. HÆTL STÖPFUM? Horfur eru á því að um iielmingur sjúkrahúss- lækna og lækna við rann- sóknarstofur í Reykjavík hætti störfum við þessar stofnanir eftir tvo daga, ^ða frá 1. nóvember. Er hér um að ræða 31 lækni af 65. Vísir ræddi við einn af þessum læknum í morgun. Hann sagði að aldrei hefði ver- ið um að ræða sérstök samtök læknanna í þessu máli. Þess vegna vissi hann ekki hvað starfsbræð ur sínir hygðust fyrir. En hann taldi sennilegast að flestir þeirra ef ekki allir myndu hætta störfum um mánaðamótin að óbreyttu á- standi, og væru sumir þeirra þeg- ar búnir að ráða sig til annarra starfa. Orsakir þessa taldi læknirinn þær undirtektir, son þeir hefðu fengið er þeir leituðu' eftir kjara- bótum. Hefði þeim raunar verið lofað .kjarabótum þegar praktiser- Framh. á bls. 5. Hin hamingjusama f jöiskylda í farþegaklefanum, þar sem barnið fæddist. Barnið vantar þó á mynd- [ina, það mátti ekki hreyfa úr körfunni. Hættuluus geisí un, sem mældis Landlæknir, dr. Sigurður Sig- lenzkum námsmönnum og hafa urðsson, tjáði Vísi í morgun, að þær sýnt að geislun var um það væri alls ekkert alvarlegt 1% aí því sem er talið hættu- á fcrðum, þött mælzt hefði laust, en það er nokkru meira meiri geislavirkni f islenzkum en mælist að meðaltali í heim- mönnum en almennt mælist. inum. Hins vegar hefur jafn- Framkvæmdar hafa verið íikil geislun mælzt i mönnum, sígeislamælingar á nokkrum ís- Framhald á bls. 5 Tollararnir og starfs- nienn útlendingaeftirlits ins voru að velta því fyrir sér í gær, þegar þeir sigldu með tollbátn um í rokinu út á ytri höfnina: - Hvernig eig- um við nú að fara að því að hleypa nýja borgar- anum inn í landið. — Honum, sem er ekki á neinni farþegaskrá. með2 bróSut Þetta virtist hið mesta vandamál — laumufar- þegi eða hvað? Nóttina áður meðan, Gullfoss var enn staddur langt Framh. á bls. 5. UPPGJOF Þau óvæntu tíðindi hafa nú gerzt í Kúbumálinu, að svo virðist sem allt sé að falla í Ijúfa löð. . Krúsév einræðisherra Rússa hefur sent Kennedy bréf, þar sem hann býðst til þess að láta fjarlægja og eyða með öílu eldflauga stöðvunum á Kúbu undir eftirliti S.Þ. Og Kastró í Kúbu hefur sent U Thant f ramkvæmda stjóra S.Þ. boð um að koma til Kúbu. Kennedy fagnar. Kennedy forseti hefur lýst því yfir, að hann fagni þeirri ákvörð- un Krúsévs að stöðva smíði hinna leynilegu eldflaugastöðva og muni Bandaríkin létta af hafnbanninu á Kúbu strax og eldflaugastöðvarnar hafa verið eyðilagðar og tryggt að Rússar haldi ekki áfram slíkum leynilegum vígbúnaði á Kúbu. Þessi málalok eru alls staðar tal- Vetraráhlaup í Reykjavík Hinn nýbyrjaði vetur barði allharkalega að dyrum hjá Reykvfkingum í nótt með stormi og snjókomu. Þegar fólk yaknaði í morgun var r jluleg- ur hriðarbylur og f þessu veðri brutust börnin í skólana. Víða hafði skeflt að dyrum manna, blautur og þungur snjór lá upp á miðjar hurðir, einkum í kjöll- urum. Menn sáust hvarvetna vera að moka frá húsum sín- um, og næsta skrefið var að moka frá bílunum og freista þess að ræsa þá áður en farið var í vinnuna. En það gekk víða illa, hafði fennt inn á bíl- ana, og stórir bílar voru sóttir til að draga þá minni í gang, snjókeðjur settar á, en stundum kom það fyrir ekki. DjUpir skaflar höfðu myndazt og voru hreint ekkert árennilegir hvorki fyrir ökutæki né fótgangandi fólk. Snjóplógar og önnur moksturstæki fóru um göturnar og smátt og smátt greiddist úr verstu erfiðleikunum. Það var komin uppstytta kl. hálfnlu í morgun. En víða liggja djúpir skaflar eftir sem áður að hús- um og á víðavangi, þótt verstu sköflunum hafi verið rutt til hliðar á mestu umferðargötun- um. Búizt er við norðanátt, svo að útlit er fyrir að snjóinn taki ekki strax upp. ALINU in mikill sigur fyrir Kennedy for- seta. Nú fær hann hvarvetna lof fyrir hina ákveðnu afstöðu sína í Kúbumálinu og menn benda á það, að enn einu sinni hafi það sannazt, að það sé aðeins að sýna Rússum festu, þá muni þeir gefast upp á árásaráformum slnum. Aðr- ir tala um það, að Krúsév sýni nú óvenjulegan friðarvilja og sáttfýsi. Aðstaða Krúsévs erfið. Hins vegar er mikið rætt um það að Krúsév hafi neyðzt til að gefa eftir í þessu máli vegna þess, að aðstáða hans í því var mjög veik. Erfiðast varð taflið honum fyrir þá sök, að hann stóð afhjúpaður sem ósannindamaður, þar sem hann hafði gefið út yfirlýsingu um að engar eldflaugastöðvar væru I Kúbu, en allt annað kom 1 ljós. Hafi þessar falsanir mjög veikt afstöðu Rússa. Aðgerðir Banda- Framh. á bls. 5.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.