Vísir - 29.10.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 29.10.1962, Blaðsíða 9
V1S I R . Mánudagur 20. október 19S2. ÞORSTEINN JÓSEPSSON: Þættir fré Þfzkalandi Þegar járnbrautir tóku aS ryðja sér til rúms fyrir um það bil hálfri annarri öld skapaðist í einu vetfangi bylting i samgöngu málum þjóðanna. Það má segja Sð járnbrautin hafi lagt undir sig nefmlnn. Hestvagnarnir hurfu úr sögunni og hafa aidrei sézl fram- ar nema sem safngripir eða í ör- fáum tilfellum og á örfáum stöð- um til að skemmta róniantískum elskendum og nýtrúlofuðu fólki — sem ekkert kærir sig um að hraða sér um of í gegnum tilver- una. Járnbrautin varð að Iífæð þjóðanna. Það munaði heldur ekki miklu að járnbrautin næði hingað til fslands. Sumir framámenn og þjóðskörungar okkar börðust fyr- ir því að fá járnbraut til ísiands og fyrsta járnbrautin átti að mgja Suðvesturlandsundirlendið við höfuðborgina — Reykjavík. Raunar varð þessi hugdetta aldrei að veruleika — að því undanteknu þó að íslendingar keyptu járnbraut til að flytja grjót í hafnargerð Reykjavíkur. En jafnvel minningin um hana er gleymd nema meðal einstöku gamalla manna, sem minnast járnbrautarskröltsins og flauts- ins í eimlestinni þegar hún brun- aði með grjóti hlaðna vagnana sunnan úr Öskjuhlið og niður að höfn. ÚRELT FARARTÆKI. Ég hef síðan heyrt ýmsa góða menn hrósa happi yfir því að við íslendingar skyldum hafa sloppið Ég get engan dóm lagt á það hvort við íslendingar höfum ver- ið heppnir að leggja ekki járn- braut austur í sveitir eða ekki. Það má vel vera, en hitt hef ég sannfærzt um að meðal nágranna þjóðanna virðist járnbrautin eng- an veginn úrelt orðin sem sam- göngutæki. Miklu fremur virðist hún halda velli þrátt fyrir harða samkeppni jafnt bifreiða sem flugvéla, auk skipa þar sem þeim er til að dreifa. Beztu sönnunina fyrir þessu fékk ég á ferðum mínum um Þýzkaland nú 1 haust og þá sá ég það ljósast að hvorki bifreið- ar né flugvélar né nokkurt ann- að farartæki hefur megnað, enn sem komið er, að takast á hend- ur hlutverk járnbrautanna. Ef svo hefði verið lá beint við að ætla að Þjóðverjar hefðu öðr- um þjóðum fremur riðið á vað- ið með að leggja járnbrautirnar niður og taka upp aðrar sam- gönguaðferðir. Þar lá þetta beint við ef þeir hefðu talið að það svaraði kostnaði. Járnbrauta- kerfi þeirra lá, svo að segja allt í rúst að heimsstyrjöldinni seinni lokinni. Um hálft 5 þúsund kíló- 'metra af járnbrautarteinum hafði verið eyðilagt eða rifið upp, 3150 járnbrautarbrýr höfðu verið sprengdar í Ioft upp í Þýzkalandi, flestar járnbrautarstöðvar þeirra í stærri borgum eða bæjum ým- ist stórskemmdar eða eyðilagðar með öllu. Orkuverin, sem fram- leiddu rafmagn til járnbrautanna lögð í rúst, eimlestaverksmiðjur ekki lengur til og eimlestirnar sjálfar úr sér gengnar og illa farnar. Hins vegar var vegakerfi Járnbrautastöðin í Munchen var að meira eða minna leyti skotin í rúst í heimsstyrjöldinni, en þar hefur nú risið ein nýtizkulegasta jámbrautarstöð Evrópu. Járnbrautarstöðin í Gormisk — Cartenkirchen í Suður-Þýzkalandi, járnbrautarstöð eins og þær ger- ast almennt f smábæjum og þorpum, hreinleg og þokkaleg en ekki búin „lúxus“ á einn eða annan hátt. HALFAN MÁNUÐILEST við það að leggja járnbraut aust- ur yfir fjall. Ekki fyrst og fremst fyrir það að hún hafi verið okkur ofviða farartæki heldur af því að járnbrautir séu úreltar orðnar og að önnur samgöngutæki hafi leyst þær af hólmi, fyrst og fremst bifreiðar og flugvélar. Þýzkalands eitt hið bezta í allri álfunni, og það hafði ekki sætt þvílíkum meðförum í styrjöldinni sem járnbrautarnetið. Það lá því ekkert beinna við, þegar endurreisnin hófst í Vest- ur-Þýzkalandi eftir stríðið heldur en að taka upp nýja stefnu — hætta við járnbrautirnar og auka bifreiða- og flugsamgöngur. En Þjóðverjar munu manna bezt hafa séð fram á að járnbrautin var ekki úrelt farartæki, heldur raun- verulega sú lífæð þjóðarinnar sem samgöngur hennar hlutu að byggjast á enn um óákveðinn tíma. Það varð því eitt af fyrstu verkefnum viðreisnarstjórn- arinnar vestur-þýzku að endur- byggja járnbrautarkerfið um allt landið og skipuleggja það frá rót- um. Þetta kostaði mikið áták og gífurlegt fjármagn. Og það merki- lega hefur skeð að á þeim hálfum öðrum áratug sem Vestur-Þjóð- verjar hafa verið að byggja upp viðreisn sína hefur þeim tekizt að koma á laggirnar einu full- komnasta og nýtízkulegasta járn- brautarkerfi sem til er í heimin- um. FORVSTUÞJÓÐ. Þjóðverjar eru sér þó fyllilega meðvitandi að einmitt á þessu sviði eiga þeir við ramman reip að draga, en það er samkeppnin við bifreiðarnar og flugvélarnar, samkeppni sem er því harðari og meiri sem velmegun þjóðarinnar vex og almenningur hefur meiri og betri efni á því að eignast bíla eða kaupa sér far með flugvélum. Meðal fátækrar þjóðar er slík samkeppni ekki jafnhörð, því að járnbrautirnar eru enn sem kom- ið er ódýrustu samgöngutækin. Jafnhliða þessari hörðu sam- keppni hafa Þjóðverjar orðið að byggja járnbrautakerfið upp að nýju og það hefur kostað þá ó- hemju fjárfestingu á þeim fáu árum sem liðin eru frá því við- reisnin hófst eftir stríðið. 1 byggingu járnbrauta hafa Þjóðverjar verið forystuþjóð frá öndverðu. Fyrstu þýzku eimlest- inni var hleypt af stað mill: Niirnberg og Farth árið 1935. Hún var knúin gufuafli og var 4C hestaflavél. Þessi fyrsta þýzka eimreið hlaut heitið „Örninn“ og skotið var úr fallbyssum til að gefa fyrstu brottför hennar til kynna frá Niirnberg árið 1835. Árið 1879 kom fyrsta rafknúna eimreiðin fram á sjónarsviðið. Það var Þjóðerjinn Siemens sem fyrstur kom með þessa hugdettu og lét reyndar smíða og reyna fyrstu rafknúnu járnbrautina. Vakti þessi tilraun hans heimsat- hygli að vonum enda þótt fæsta hafi þá órað fyrir því hvílíka byltingu þessi hugmynd hans hefur orsakað seinna meir. Enn voru það Þjóðverjar, Daimler og Benz, sem komu fram með hugmyndina um járn- brautir er gengju fyrir dieselorku. Sú hugmynd hefur mjög rutt sér til rúms í öllum þeim löndum sem eru fátæk af vatnsorku og þar sem rafmagn er dýrt. Hafa Þjóð- verjar sjálfir ekki hvað sízt hail- azt að notkun dieseleimreiða og byggja þær, ásamt rafknúnum # eimreiðum í æ vaxandi mæli, en eru hægt og sígandi að útrýma gufuknúnu járnbrautunum. Framhald á bls. 6. í mörgum þýzkum járnbrautarlestum eru skrifstofur þar sem vélritunarstúlkur skrifa sendibréf eða vélrita önnur plögg fyrir farþegana. *

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.